Leita í fréttum mbl.is

Stýrivextir lækka í Evrópu ekki á Íslandi. Af hverju?

Seðlabanki Danmerkur hefur lækkað stýrivexti sina niður í 2.25% en stýrivextir Seðlabanka Evrópu eru 1.5%. Hér á landi eru stýrivextir enn á annan tug prósenta. Hvað veldur því að við getum ekki verið í svipuðu vaxtaumhverfi og nágrannaþjóðir okkar

Hvernig eiga íslenskar fjölskyldur að geta staðið undir afborgunum lána og kostnaði við að lifa mannsæmandi lífi meðan vaxtaokrið er svona mikið hér á landi?

Hvernig eiga íslensk fyrirtæki að geta staðið sig í samkeppni þegar þau þurfa að greiða margfaldan lántökukostnað á við erlenda samkeppnisaðila.

Er hægt að byggja upp nýsköpun og arðbæran atvinnurekstur meðan helkuldi vaxtaokursins umlykur viðskiptaumhverfið

Það verður að lækka stýrivexti á Íslandi niður í það sama og er í nágrannalöndum okkar það er fogangsatriði.


mbl.is Stýrivextir lækka í Danmörku um 0,75 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Á íslandi er enn 17% verðbólga en viðmiðunarlöndin sem þú nefnir eru í 1 og 2%.  það skýrir þennan mun.

20% vextir á framkvæmdaláni í dag hér heima eru 3% raunálag á framkvæmdina því framkvæmdin fylgir jú að jafnaði almennu verðlagi í landinu. Þriggja mánaða verðbólga er nú reyndar meira en helmingi lægri sem ætti að gefa færi á hressilegri lækkun. Ef ég réði í seðlabankanum færi ég í 12%

Guðmundur Jónsson, 5.3.2009 kl. 21:39

2 identicon

Af hverju háir vextir?  Er það ekki krafa IMF?  Af hverju hefur IMF kverkatak á okkur?  Það er vegna andvaraleysis eða viljandi blindu þinna nýju og gömlu flokksfélaga, er það ekki?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 845
  • Sl. viku: 2675
  • Frá upphafi: 2298200

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2504
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband