Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn á réttri leið.

Sjálfstæðisflokkurinn er hástökkvari þessarar skoðanakönnunar.  Ég tek skoðanakönnunum alltaf með vara en það sem þær mæla best er hvort fylgi er að aukast eða minnka.  Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurin að bæta við sig um 3 prósetn frá síðustu könnun. Það gefur vísbendingu um að Sjálfstæðisflokkurinn sé á réttri leið eftir það fylgishrun sem skoðanakannanir hafa sýnt undanfarna mánuði.

Ég legg áherslu á að Sjálfstæðisflokkurinn byggi sig upp  sem víðsýnan breiðan flokk sem leggur höfuðáherslu á mannúðlega markaðshyggju, einstaklingsframtak og takmörkuð ríkisafskipti.  Með slíka stefnu að leiðarljósi verður Sjálfstæðisflokkurinn langstærsti flokkur þjóðarinnar.

Í kvöld var ég á fundi með Sjálfstæðisfólki í Árbæjarskóla. Það var bæði fjölmennt og góðmennt. Þarna voru allir frambjóðendur flokksin í prófkjörinu í Reykjavík og gerðu grein fyrir sér og stefnumálum sínum við væntanlega kjósendur. Það var virkilega gaman og góð stemmning. Það skiptir öllu máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vel takist til með að velja sigurstranglegan lista til baráttu þannig að þessi fylgisaukning verði bara byrjunin á enn betri uppskeru þegar talið verður upp úr kjörkössunum í lok apríl.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er sértrúarsöfnuður spilltra veruleikafirrtra landráðamanna sem eru búnir að gera Ísland gjaldþrota.
Að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú bjóða fram til Alþingiskosninga má líkja við að nasistaflokkurinn með Göring í fararbroddi hefði verið í framboði til þýska  ríkisþingsins eftir stríðið.

Það ætti að banna Sjálfstæðisflokkinn með lögum eins og gert var með nasistaflokkinn i Þýskalandi.

 Það er móðgun við Íslensku þjóðina að þessi landráðaflokkur sé vaðandi um á skítugum skónum inn á virðulegu löggjafarþingi Íslenska lýðveldisins.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/05/hrunin_frjalshyggjutilraun/
http://www.icenews.is/index.php/2008/10/13/richard-portes-analyses-the-shocking-errors-of-icelands-meltdown/

Jón (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 02:37

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Bara til að minna þig á gamkunnar staðreyndir... Sjálftæðisflokkurinn liggur alltaf 3-5% neðar í kosningum en skoðanakönnunum.

Kannski er hann að taka við sér þegar flóttamennirnir skila sér heim

Jón Ingi Cæsarsson, 6.3.2009 kl. 09:02

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sjálfstæðisflokkurinn er á réttri leið - en munum að þau loforð sem nú eru gefinn verði staðið við - söndum vörð um gömlu gildin Jón - og látum verkin tala, það mun skila sér fljótt til baka

Jón Snæbjörnsson, 6.3.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 684
  • Sl. viku: 4528
  • Frá upphafi: 2467479

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 4211
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband