Leita í fréttum mbl.is

Sterkur leiðtogi kveður.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur verið einn sterkasti stjórnmálaleiðtoginn í hartnær tvo áratugi. Hún hefur verið góður foringi Samfylkingarinnar.   Ljóst er að Samfylkingin mun stríða við forustuvanda næstu árin fyrst sterkustu og hæfustu  stjórnmálamenn flokksins að Ingibjörgu frátalinni þau Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson gefa ekki kost á sér til formennsku í flokknum.  Ég vona að Ingibjörg nái sem fyrst góðri heilsu en það er vafalaust hárrétt ákvörðun hjá henni að hverfa frá alla vega að sinni.

Pólitík er óvægin og Ingibjörg hefur mátt þola það eftir að hún veiktist að hart hefur verið sótt að henni af mörgum, jafnvel svo að það hefur verið fjarri því að vera viðurkvæmilegt. Það virðist því miður vera svo að úlfarnir eru reiðubúnir til að ráðast á hvern þann stjórnmálamann sem sýnir af sér einhvern veikleika. Það mættu allir muna það sem gefa sig að stjórnmálum að tími hetjunnar er alltaf stuttur á þeim vettvangi.

Ég hef oft gagnrýnt Ingibjörgu Sólrúnu vegna andstæðra stjórnmálaskoðana okkar. Ég met hana hins vegar mikils sem einstakling og stjórnmálamann.

Vandamál Samfylkingarinnar voru ærin en verða enn alvarlegri þegar Ingibjörg Sólrún hverfur úr forustunni.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Jón

Ertu að segja að sviðið sé þar með autt fyrir endurkomu Jóns Baldvins ? Tekur ekki varaformaður við þegar foringinn kveður ?

Halldór Jónsson, 8.3.2009 kl. 18:59

2 Smámynd: TARA

Að mínu mati hefur Ingibjörg Sólrún alltaf verið mikill stjórnmálamaður og mér finnst það skynsamleg ákvörðun hjá henni að draga sig í hlé núna, fyrst og fremst vegna veikinda hennar.

Óska ég henni alls góðs.

TARA, 8.3.2009 kl. 20:54

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Kurteisi að kveðja - en ekki sérstök eftirsjá í henni - oft verið á gráu svæði í kringum þennan forseta sem og aðra honum tengdum

Jón Snæbjörnsson, 9.3.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 649
  • Sl. sólarhring: 699
  • Sl. viku: 5153
  • Frá upphafi: 2468104

Annað

  • Innlit í dag: 584
  • Innlit sl. viku: 4774
  • Gestir í dag: 556
  • IP-tölur í dag: 545

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband