Leita í fréttum mbl.is

Baugur gjaldþrota

Þegar efnahagshrunið varð þá bjóst ég við að Baugur og flest fylgifélög Baugs yrðu fljótlega gjaldþrota. Mér virðist sem sumum finnist það gleðiefni að Baugur skuli nú hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta. Ég skil ekki slík viðhorf því hagur þjóðarinnar er að fyrirtækin gangi vel hvaða nafni sem þau nefnast. En fyrirtæki sem hafa ekki rekstrargrundvöll, eru skuldsett upp fyrir rjáfur og eiga enga peninga þau fara eðlilega í þrot.

Það virðist flest benda til þess að Baugur og skyld félög hafi á undanförnum árum fengið ótrúlega bankafyrirgreiðslu og ég hef ekki heyrt sennilega skýringu hjá þeim sem stýrðu þessu viðskiptaveldi á réttmæti þeirra risalána sem fyrirtæki þeirra fengu. Það stoðar lítið núna að vandræðast með það að Baugur skuli ekki geta verið 100 ár í greiðslustöðvun þegar fyrirtækið skuldar meir en hundrað milljarða umfram eignir. Einn milljarður er mikið fé hvað þá hundrað. Mér finnst satt að segja frekar dapurlegt að hlusta á þá síbylju að fyrirtækið fái ekki tíma til að vinna sig út úr vandræðum. Með hvaða hætti ætluðu forráðamenn Baugs að vinna sig út úr vandræðum. Var einhver skynsamleg áætlun í gangi.

Það er óvirðing við skynsemi fólks að halda því fram að Baugur eða skyld fyrirtæki séu knúin í þrot og ekki hafi verið gefinn eðlilegur tími til að vinna úr vandanum, þegar ekki er gefin nein trúverðug skýring á því hvað stjórnendur gjaldþrota fyrirtækisins ætluðu að gera til að bjarga því.

Meðan skýringarnar koma ekki er þá hægt að taka mark á því að vondir kröfuhafar séu að eyðileggja verðmæti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þessu.  Og þeir hafa ofboðið skynsemi fólks lengi.  Þó við almenningur séum ekki öll hagfræðingar erum við ekki það græn að halda að eitt orð þaðan og frá svipuðum glæfrapúkum, geti verið satt.  Já, hvaðan komu milljarða lánin?  Og á hvaða óskiljanlegum forsendum?  Og hvar enduðu milljarðarnir?  Það er von fólk spyrji.  Núna þurfa yfirvöld að stækka rannsóknar- og saksóknarflotann, blessaðir mennirnir komast ekki að merkilegum lokapunkti einsamlir og undirmannaðir.

EE elle (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fákeppnisstefna feðganna fór fyrir brjóstið á mörgum. Ekki síst þeim sem misstu mikiðvið í útrýmingaraðgerðir þeirra.

Nú boða þeir grimmd og harðdrægni sem aldrei fyrr. ´

Ég held að ljónið sé að verða tannlaust.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.3.2009 kl. 14:34

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Heyr, heyr.....sum gjaldþrot eru til þess sett upp að geta byrjað upp á nýtt....Baugs gjaldþrot lyktar illa!

Haraldur Haraldsson, 12.3.2009 kl. 14:49

4 identicon

Sæll vinur, og má ég segja að þú ert kominn aftur í réttan flokk !

En, varðandi Baug, þá spyr ég þig: Ef þú hefðir verið bankastjóri og til þín kæmu menn og vildu fá lán til að kaupa gjaldþrota tuskubúðir í Bretlandi ! Ég er ansi hræddur um að þú hefðir sagt NEI !

Aðferðir Baugsmanna svipar mikið til aðferða Warren Buffets, nema að því leiti að Buffet er ekki og verður aldrei í tuskubúðabransanum. Baugsmenn hafa náð miklum fjármunum út úr íslensku bönkunum í því yfirskyni að um fjárfestingu sé að ræða en nú er nokkuð skýrt hvað var í gangi.

Baráttukveðjur,

Baldvin

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 15:49

5 identicon

Jon, thad getur rettlaetanlega verid mikid glediefni thegar fyrirtaeki fer a hausinn.

Ef fyrirtaeki er notad til ad stela ur landi mikilum fjarmunum, sem eg tel Baug og svipud apparot hafa gert i samsaeri med bonkunum, tha er thad glediefni ad thad kompany  er fallid fra. En thad er ekki nog.

Thad er ekki fyrirtaeki sem stelur, thad eru menn og konur sem fyritaekjunum stjorna og kannski eiga lika. Thad verdur aftur glediefni og meira thegar thad folk verdur sakfellt og sett bakvid las og sla, eins oliklegt og thad raunverulega er, thvi midur. Thessir vargar eru haettulegir landi og thjod medan their lausir ganga. Vid erum tilbunir med jarnin!

Kristjan Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 214
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 4430
  • Frá upphafi: 2450128

Annað

  • Innlit í dag: 195
  • Innlit sl. viku: 4124
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband