Leita í fréttum mbl.is

Of lítil lækkun

Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru allt of háir og eru að kyrkja atvinnulífið í landinu og fjárhag einstaklinganna.  Það eru ekki ný sannindi.

Nýi Seðlabankastjórinn fylgir greinilega sömu stefnu og forverar hans og ríkisstjórnin virðist ekki tala nægjanlega skýrt um nauðsyn þess að gera þurfi grundvallarbreytingar á vaxtakerfinu í landinu.

En við erum greinilega enn í landi ofurvaxtanna og lítil fyrirheit um að breyting verði á því.

Hvernig á að bjarga fjárhag heimila og fyrirtækja með því að fylgja þessari vaxtastefnu áfram?


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 17%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Krónan er í gjörgæslu og þolir ekki hraða vaxtalækkun.  Svo lengi sem Ísland hefur krónu verða vextir háir.  Ég skrifaði meir um þetta hér

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.3.2009 kl. 10:03

2 Smámynd: Henning Árni Jóhannsson

seðlabankinn ræður bara ekki nokkrum sköpuðum hlut um þetta, það var óskað eftir 3% lækkun á stýrivöxtum en því var hafnað af alþjóðargjaldeyrissjóðnum. við ættum kannski að fara að mótmæla fyrir framan höfuðstöðvar alþjóðargjaldeyrissjóðsins

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði hafnað beiðni Seðlabankans í síðasta mánuði um lækkun stýrivaxta um þrjú prósentustig, eða niður í 15%. Forstjóri sjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, mun hafa lagst gegn þeim áformum og talið rétt að bíða með vaxtalækkanir á meðan óvissa ríkti í stjórnmálum hér á landi. Tekið var undir rök bankastjórnar fyrir vaxtalækkun að öðru leyti.

Henning Árni Jóhannsson, 19.3.2009 kl. 10:13

3 identicon

Jón, það kom fram í frétt mbl.is í morgun, að forstjóri IMF hafi hafnað beiðni Seðlabankastjóra í síðasta mánuði, um lækkun niður í 15%.  Samkvæmt þessu er IMF líka að stýra stýrivöxtum landsins.

EE elle (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 10:55

4 identicon

Á virkilega að vera að lækka vexti yfir höfuð á meðan krónan er ekki að ná sér á strik?

Er ekki málið frekar einfalt? Á meðan að krónan nær ekki að styrkjast þá getur varla verið grundvöllur fyrir drastískum vaxtalækkunum.

Það hlýtur að hafa áhrif á verðlag og vera verðbólguhvetjandi þegar innflutningur heldur áfram að vera svona dýr. Endilega leiðréttu mig ef það stemmir ekki.

Þar að auki, þá ýta lægri vextir að einhverju leyti undir fjármagnsflótta (þrátt fyrir gjaldeyrishöft því það finnast jú hinar ýmsu krókaleiðir) sem þá leiðir af sér enn meira gengisfall.

Nýjustu fréttir af krónunni eru þær að styrking síðustu vikna er nánast öll gengin til baka og er hún komin aftur í sama farið og í lok janúar, evran í 150 krónur og gengisvísitalan að detta í 200 stig!

Maður getur því spurt sig; eru áætlanir stjórnvalda og IMF í gjaldeyrismálum að skila árangri? Það hélt maður fyrir 3 vikum síðan en efast nú stórlega.

Mun krónan ná sér á fætur aftur? Af hverju ætti maður að halda það þegar hún hríðfellur eins og við höfum séð undanfarna viku?

Og ef krónan mun ekki ná sér, af hverju ætti maður þá að búast við vaxtalækkunum?

Er ekki stefnan skýr?

  1. Koma á jafnvægi í gjaldeyrismálum...
  2. svo hægt sé að ná niður verðbólgu almennilega...
  3. svo hægt sé að lækka vexti almennilega

Hinn Jón (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:06

5 identicon

Mér sýnist að þú hafir fengið nóg af góðum svörum. Bæti við að það er ekki seðlabankastjóri/ar sem ákveða vextina heldur peningastefnunefnd sem ákvarðar stýrivexti. En þetta veistu...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 17:35

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka svörin og þankana við þessa færslu. Það er alveg rétt Gísli að það er Peningastefnunefnd sem ákveður stýrivextina það var nú raunar þannig áður að ákvörðunin um stýrivextina var ekki eins manns heldur álíka fjölmenns hóps og taka ákvörðun í dag.

Jón Magnússon, 19.3.2009 kl. 23:51

7 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Nú, því miður, er kominn tíminn á mig að flytja aftur til Færeyja. Ég skil eftir mig 77 ára móður en öryggið sem ég nýt í Færeyjum, sem öryrki, plús 16 ára sonur togar sterkar í mig.

Þráinn Jökull Elísson, 20.3.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 540
  • Sl. sólarhring: 915
  • Sl. viku: 3821
  • Frá upphafi: 2448788

Annað

  • Innlit í dag: 517
  • Innlit sl. viku: 3569
  • Gestir í dag: 499
  • IP-tölur í dag: 481

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband