14.4.2009 | 10:02
Jón Baldvin slettir skyrinu.
Jón Baldvin Hannibalsson Guðfaðir Samfylkingarinnar á greiðari leið en aðrir á miðopnu Morgunblaðsins. Í dag hvetur Guðfaðirinn landsmenn til þess að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum og vísar til þess að flokkurinn hafi fengið fjárstyrki á árum áður frá Glitni og Landsbankanum.
Talandi um siðferði í stjórnmálum þá liggur fyrir að Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt hvað harðast að fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins skyldi hafa samþykkt að tekið yrði við háum styrkjum einkafyrirtækja til flokksins. Ég er sammála þeim sem telja það dómgreindarbrest að hafa samþykkt að taka við þessum háu styrkjum. En það gleymist í umræðunni að það var helst fyrir forgöngu Sjálfstæðismanna að reglur voru settar um fjármál stjórnmálaflokka og ríkisstuðning við þá. Að vísu allt of miklir styrkir af almannafé en það má fjalla um það síðar.
Jón Baldvin minnir kjósendur ekki á að helsti styrktaraðili Samfylkingarinnar til margra ára er Baugur og fyrirtæki honum tengd. Ættu þá kjósendur með sama hætti að ganga hreint til verks og þurrka þennan smánarblett Samfylkinguna af Alþingi í næstu kosningum. Það má e.t.v. minna Jón Baldvin og Samfylkingarfólk á að sá sem ber mesta ábyrgð á efnahagshruninu er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs. Opinberanir stjórnmálalaflokkana á fjármálum sínum hefur sannað það sem haldið hefur verið fram lengi að Samfylkingin fengi helst styrki frá Baugi. Það væri gott fyrir Jón Baldvin að minnast þess hvernig forustumenn Samfylkingarinnar hafa hagað málflutningi sínum árum saman til að styðja við bakið á því fyrirtæki, fjölmiðlaveldi þess og amast við rannsóknum á meintum brotum fyrirsvarsmanna fyrirtækisins.
En Jón Baldvin mætti e.t.v. minnast þess líka að það var iðulega um það fjallað með hvaða hætti hann færi með opinbert fé. Afmælisveislur á kostnað ríkisins. Sérstakur fjölmiðlafulltrúi Jóns á kostnað ríkisins í London og þannig mætti lengi telja.
Það er því miður staðreynd að þjóðin stendur frammi fyrir alvarlegasta vanda sem hún hefur staðið frammi fyrir á lýðveldistímanum. Þá skiptir máli hvernig staðið er að stjórn landsins en síður það sem gerðist árið 2006. Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir takmörkuð ríkisafskipti, takmarkaða skattheimtu og gildi einstaklingsframtaksins. Nú er meiri þörf en áður á að þessi gildi í stjórnmálum hafi öfluga málsvara á þingi.
Samfylkingin og Vinstri grænir standa fyrir hefðbundin úrræði valdstjórnarsinna með þá trú að hjálpræðið komi frá ríkinu. Slík stefna leiðir til ofurskattheimtu og að því er mér sýnist miðað við stjórn þeirra síðustu mánuði til nýs og alvarlegra hruns en við höfum hingað til upplifað.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 67
- Sl. sólarhring: 852
- Sl. viku: 4581
- Frá upphafi: 2426451
Annað
- Innlit í dag: 60
- Innlit sl. viku: 4248
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 58
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Sæll Jón!
Þú ferð ekki rétt með, þegar þú segir, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist fyrir því, að settar yrðu reglur um fjárstuðning við flokkana. Þessu er einmitt öfugt varið: Sjálfstæðisflokkurinn barðist gegn því áratugum saman, að slíkar reglur yrðu settar og eins að flokkarnir yrðu að opna bókhald sitt, því varla tjáir að setja reglur, ef bókhaldið er leyndarmál.
Sjálfstæðisflokkurinn var einu sinni trúr þeirri hugsjón, að frjálst framtak einstaklingsins sé aflvaki efnalegra framfara. Ekki lengur, langt síðan það breyttist. Nú trúir Sjálfstæðisflokkurinn á stóra ríkisjötu, sem raða má þægum Flokksmönnum á, og til uppfyllingar orkufreka stóriðju, á vegum alþjóðlegra auðhringa, sem frá sjónarmiði hins frjálsa framtaks einstaklingsins er jafn fjarri fyrri hugsjón flokksins og trúin á ríkisjötuna. Stóriðjustefnan ryður svo sannarlega frá sér og minnkar svigrúm einstaklingsframtaksins með því að stuðla að þenslu í atvinnulíf, hækkun á vöxtum og gengi krónunnar. Svo er náttúrlega kapítuli útaf fyrir sig, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um þá stefnu undanfarin ár, að fjárfestingabankastarfsemi, sem fyrst og fremst er í því að fjámagna skuldsettar yfirtökur og hagræða verði hlutabréfa, sé ein helsta grunnstoð atvinnulífsins á Íslandi. Stefna Sjálfstæðisflokksins í atvinnumálum í dag á lítið skylt við þá stefnu, sem boðuð er í stefnuskrá flokksins og var allavega haldið á lofti á tyllidögum. Vinstri grænir eru sennilega jákvæðari gagnvart raunverulegu einstaklingsframtaki en Sjálfstæðisflokkurinn, þótt þar á bæ megi finna einstaklinga, sem vilja alltof mikinn eftirlitsiðnað. Ábyrgðs Sjálfstæðisflokksins á hruninu mikla er mest allra flokka. Þú hefðir betur orðið eftir í Frjálslynda flokknum.
Sigvaldi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 11:21
Það þykir mér líklegt Þrymur.
Jón Magnússon, 14.4.2009 kl. 11:35
Að vísu var hér um stórkarlalega styrki að ræða og er mér óskiljanlegt að Geir hafi tekið við þessu bara sísvona.
Sá Svarti gaf oft gull og þægindi en vildi ætíð hafa ,,veð í" Sálartetrinu, svo segir í ævint´´ýrunum.
Svo mun einnig í Mannheimum.
Svo er með Jón Baldna, að hann var og er líklega enn, fljóthuga, talaði hraðar en hugurinn náði utanum, framkvæmdi hraðar en skilningur og ígrundun leyfði.
Þessvegna urðu axarsköftin mörg og sum afar flísótt og ill í hendi.
miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 14.4.2009 kl. 12:25
Þetta kallast ekki að sletta skyri, enda sjálfstæðismenn fullkomlega færir um að gera það sjálfir. Sletturnar ganga þar á víxl innanflokks (samlíking nýkjörins formanns við hrært skyr hefur þar með fengið nýja merkingu...!).
Með svona siðferði í FLokknum þarf hann ekki á andstæðingum að halda.
Jón Baldvin bendir einfaldlega (réttilega) á að FLokkurinn á ekkert betra skilið en að verða þurkaður út í þessum kosningum. Auðvitað vitum við að slíkt gerist aldrei á Íslandi, en það væri hið eina rétta.
Ekki nóg með að FLokkurinn skuli bera höfuðábyrgð á efnahagshruni þjóðarinnar, heldur hefur hann afhjúpað sig sem siðspilltasti og siðblindasti FLokkur landsins - skákar jafnvel Framsókn, sem átti nú varla að vera hægt...
Heiðarlegt og réttsýnt fólk á ekki með nokkru móti að geta kosið SjálfstæðisFLokkinn núna. Svo einfalt er það.
Evreka (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 13:11
Sigvaldi það var ekki hægt að vera áfram í Frjálslynda flokknum með þá gjörspilltu forustu sem þar er. Forustu sem vildi ekki að flokkurinn yrði að raunverulegum stjórnmálaflokki og barðist hart gegn þeirri viðleitni að koma upp flokksstarfi á Suðvesturhorninu.
Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir breytingum á fjármálum stjórnmálaflokka én ég er sammála þér að hann hefði mátt taka þá baráttu mun fyrr. Við vorum með þá stefnu meðan ég var formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna og það hefði verið betra ef hlustað hefði verið á okkur þá.
Varðandi atvinnustefnu VG þá er þar flokkur sem er á móti stóriðju og hefur talað gegn því að einstaklingsframtakið fái að njóta sín. Það er staðreyndin í málinu. Hvað nú með ríkisbankana eigum við að reka 3 ríkisbanka og tug ríkissparisjóða. Hvert leiðir það okkur VG hefur ekki komið með neina heildstæða stefnu í atvinnumálum
Jón Magnússon, 14.4.2009 kl. 14:35
Ég er sammála þér Bjarni að æ skal gjöf til gjalda og það var pólitískt dómgreindarleysi að taka við þessum háu styrkjum. En það er ekki hægt að kenna þeim um sem ekki vissu um þetta og höfðu ekkert með málið að gera eins og núverandi forusta flokksins
Jón Magnússon, 14.4.2009 kl. 14:36
Heiðarlegt og réttsýnt fólk á að kjósa Sjálfstæðisflokkinn núna Evreka vegna þess að hann hefur gert hreint fyrir sínum dyrum og núverandi forusta flokksins ber ekki ábyrgð á neinu misjöfnu. Það er altént staðreyndin í málinu. Nýr formaður Bjarni Benediktsson hefur tekið af heiðarleika og festu á þessum ólukkustyrkjum og það á ekki að láta pólitískan domgreindarskirt annarra bitna á honum.
Jón Magnússon, 14.4.2009 kl. 14:39
Nafnið Jón Baldvin Hannibalsson er EKKI það nafn sem manni dettur fyrst í
hug þegar Jafnaðarstefnan ber á góma, svikarinn a tarna hann er úlfur í
sauðagæru íhaldsins.
Vilhjálmur (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:04
það er ef til vill ljótt að segja þetta en ég varð roslega fegin þegar Jón Baldvin drattaðist brott úr þingsölum....ég hef ekkert á móti manninum persónulega, en mér finnst hann afspyrnu leiðinlegur stjórnmálamaður og hef ekki mikla trú á að margir fari eftir hans hvatningarópum en þetta er honum frekar til vansæmdar. Ég held að hann geri engan skaða þó hann væri á forsíðu blaðsins.
TARA, 14.4.2009 kl. 20:20
Ég sé ekki mikinn mun hvort framlag hljóðar upp á 5 eða 25 miljónir. Þetta er spilling. Og þátt í henni tóku allir stóruflokkarnir, mis stórt þó.
Þjófur sem stelur þúsundkalli er í mínum augum ekkert betri en sá sem stelur 5 þúsundum.
En mergurinn málsins er að hér verður ekki sátt eða trúverðugleiki hjá neinum flokki, fyrr en allir flokkar hafa opnað sín bókhöld upp á gátt. Og um persónuframboð líka. Aftur fyrir kvótagjafirnar. Því þar fyrst byrjaði sukkið og fyrirgreiðslupólitíkin. Og ef einhverjir pólitíkusar hafa verið keyptir var það þar.
Eftir afburða vanhæfni í fjármálum þjóðarinnar undanfarin ár er þetta ekki til of mikils ætlast, af þeim flokkum sem voru í stjórn.
Ég segi hinsvegar aldrei aftur D.B.S.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:36
Fjölbreytileiki hugsanaflórunnar sem birtist hér á athugasemdalistanum gengur fram af manni. Vona að þarna sé ekki þverskurður af heilabúi kjósandans.
En Jón Baldvin er gjarn á að gleyma eigin ávirðingum. Hvervegna hann var fluttur frá Washington til dæmis og hvernig hann handlaði ýmis mál sem honum tengdust hér áður fyrr. Hann hefur engin ráð á því að setja sig á einhvern siðferðishest og hleypa gegn Sjálfstæðisflokknum. Það hefur Samfylkingin ekki heldur allt frá Borgarnesi.
En þetta er allt endemis kjaftæði. Það eru engar tillögur um það, hvað við eigum að gera nema lækka laun og hækka svo skatta á þau eftir það. Algert úrræðaleysi stjórnmálavesalinganna til vinstri.
Eigum við að borga Icesave eða ekki ? Eigum við að láta ESB drepa okkur sem þjóð og börnin okkar í níunda lið líka ?
" Þeir sem aldrei þekktu ráð, þeir eiga að bjarga hinum " Um það snúast kosningarnar framundan.
Halldór Jónsson, 15.4.2009 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.