Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarskráin og umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

Forseti ASÍ lýsti yfir vonbrigðum sínum á því að ekki hefði náðst samkomulag um breytingu á stjórnarskránni svo fyrr mætti sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ég er Gylfa sammála að þessu leyti m.a. vegna þess að ég tel að það þurfi að breyta stjórnarskránni svo það koma í veg fyrir vafa um að EES samningurinn standist miðað við ákvæði stjórnarskrár.

Ég orðaði þetta við fyrstu umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið og benti á að það væri sérkennilegt að í stjórnarskrárfrumvarp sem Jóhanna Sigurðardóttir væri fyrsti flutningsmaður væru ekki ákvæði sem heimiluðu Alþingi og forseta að gera fjölþjóðlega samninga svipaðs efnis og ákvæði dönsku stjórnarskrárinnar og tillögu sem m.a. fyrri formaður Samfylkingarinnar flutti á sínum tíma.

Ég sagði við þá umræðu að ég teldi að með  því að flytja ekki slíka breytingartillögu þá kæmi glögglega fram að Samylkingin legði enga áherslu á aðildarviðræður við Evrópusambandið.  Ég er enn sömu skoðunar þar sem að á þetta var sérstaklega bent og Samfylkingin gerði ekkert í málinu þá leggur flokkurinn greinilega ekki neina áherslu á aðildarviðræður við  Evrópusambandið.


mbl.is 5 sérálit nefndar um Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvað var Gylfi að blaðra um Stjórnarskrána ? Var hann ekki í nefnd á vegum fyrrverandi ríkisstjórnar ?

Varla hefur Alþingi falið nefndinni að ákveða um Stjórnarskrárbreytingar, eða hvað Jón ?

Er ekki ástæða til að stinga einhverju upp í þessa blaðurskjóðu ?

Ef ástæða er til að tala eitthvað við Evrópusambandið, þá er það um uppsögn á aðild okkar að Evrópska  efnahagssvæðinu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.4.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þú heldur það enn, nafni, að það séu ekki allir búnir að sjá í gegnum það, að þú ert Evrópubandalags-innlimunarsinni?

Ummæli Gylfa í gær voru hláleg: að það sé "móðgun" talsmanns Sjálfstæðisflokks við Evrópubandalagið að tala um, að hér sé e.t.v . unnt að taka upp evru án inngöngu EBé. Reyndar var ekki sagt, að sú upptaka ætti að vera "einhliða", eins og ranglega var fullyrt (fyrst) í fréttum Sjónvarpsins í gær, heldur var talað um að leita samráðs um þetta við Evrópubandalagið. En vitaskuld er það óhófleg bjartsýni miðað við síngirni þess bandalags, sem hefur birzt bæði gagnvart 3. heiminum í marga áratugi og gagnvart okkur Íslendingum í haust. Þá væri skárra miklu að taka upp dollarann, en reyndar er bezta lausnin trúlega íslenzka krónan, a.m.k. næstu ár. Verðfall hennar hefur aukið úflutningstekjur okkar og skapað nýjum útflutnings- og samkeppnisgreinum allt aðra og betri aðstöðu en áður.

Jón Valur Jensson, 18.4.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 569
  • Sl. sólarhring: 619
  • Sl. viku: 5508
  • Frá upphafi: 2426142

Annað

  • Innlit í dag: 526
  • Innlit sl. viku: 5080
  • Gestir í dag: 505
  • IP-tölur í dag: 479

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband