Leita í fréttum mbl.is

Slegið á útrétta sáttahönd.

Meiri hluti sérnefndar um stjórnarskrármál taldi ekki ástæðu til að ræða tillögur okkar nefndarfólks Sjálfstæðisflokksins í dag og hafnaði því að leita sátta í málinu. Þetta er í annað skipti sem meiri hlutinn tekur þessa afstöðu. Fyrst þegar málið var tekið út úr nefndinni til annarrar umræðu. Þá var það gert í andstöðu við okkur á þeim tíma sem ljóst var að grundvöllur var til að ræða samkomulag í málinu.

Í meðferð nefndarinnar í því hléi sem gert var á 2. umræðu komu sérstaklega til skoðunar ákvæði 1. og 2. gr. frumvarpsins um náttúruauðlindir og stjórnarskrárbreytingar.  Mikil gagnrýni kom fram frá flestum álitsgjöfum sem komu fyrir nefndina varðandi hugtakið "þjóðareign" þess vegna vildum við koma í veg fyrir fræðilegan ágreining í málinu og breyta orðalaginu þannig að ljóst væri hvað við væri átt og greinin um náttúruauðlindirnar í okkar útgáfu er eftirfarandi eins og hún liggur fyrir á þingskjali 949.

"Við stjórnarskrána bætist ný grein 79.gr. svohljóðandi:

"Íslenska ríkið fer með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þeirra náttúruauðlinda sem ekki eru í einkaeign og hefur eftirlit með nýtingu þeirra eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slíkar auðlindir má hvorki selja né láta varanlega af hendi."

Ég læt lesendum síðan eftir að meta hvort hér er um slíkan reginágreining við meirihlutann að ræða en þeirra tillaga orðast þannig:

"Náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðareign. Ríkið fer með forsjá þeirra, vörslu og ráðstöfunarrétt og hefur eftirlit með nýtingu þeirra í umboði þjóðarinnar eftir því sem nánar er ákveðíð í lögum. Náttúruauðlindir í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi."

Er það virkilega svo að slíkt regindjúp sé á milli sjónarmiða meiri og minni hluta hvað þetta varðar að útilokað hafi verið að ná sátt um málið. Að sjálfsögðu ekki. Þetta voru mikil mistök af meiri hlutanum að hlaupa frá málinu og virða tillögu okkar nefndarfólks Sjálfstæðisflokksins ekki viðlits. Mér finnst það satt að segja ekki til sóma fyrir meirihluta nefnarinnar nema síður sé.

Annað efnistatriðið sem um var talað að reyna að ná samkomulagi um var um með hvaða hætti breytingar yrðu gerðar á stjórnarskrá og við lögðum til þá breytingu sem eining náðist um í stjórnarskrárnefnd árið 2007. Þar er um að ræða greiðari leið til breytinga á stjórnarskrá en nú er, en samt girt fyrir að stjórnarskránni verði breytt í bráðræði.

Því má ekki gleyma að stjórnarskráin er umgjörð utan um stjórnskipun okkar, dómstóla og mannréttindi. Stjórnarskráin er fyrst og fremst vörn hins veika gagnvart hinum sterka. Það þarf því að standa vörð um slík grundvallarlög og þá almannahagsmuni sem stjórnarskránni er ætlað að vernda.

Við nefndarfólk Sjálfstæðisflokksins í sérnefndinni gengum enn lengra til að ná samkomulagi. Ljóst var frá upphafi að við værum á móti tillögu um stjórnlagaÞing sem ég tel að mundi leiða til stjórnskipulegrar ringulreiðar. Af hverju að vera með tvö stjórnlagaþing á sama tíma og af hverju að vera með 104 þingmenn að vinna að því sem að 63 þingmenn eru annars að gera. Er það ekki einmitt krafa þjóðarinnar að fækka þingmönnum? Engin dæmi er um stjórnlagaþing hjá þróuðum lýðræðisþjóðum eins og okkur nema um sambandsríki sé að ræða þar sem önnur sjónarmið geta átt við. 

Við vildum hins vegar að fram færi ítarleg og vönduð endurskoðun á stjórnarskránni og lögðum því til allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Kristinn H. Gunnarsson að kosin yrði 25 manna nefnd með hlutfallskosningum til að gera tillögu til Alþingis um heildarendurskoðun á stjórnarskránni og miðað var við að nefndin lyki störfum tímanlega fyrir 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar.  Með því að leggja þetta til vorum við að mæla með því að farin yrði sambærileg leið og Svíar ákváðu að fara varðandi heildarendurskoðun á stjórnarskrá sinni sem hefur tekið nokkur ár en sameiginlegt nefndarálit var afgreitt þar í landi í desember s.l.  Þannig fara siðaðar þjóðir í okkar heimshluta að.

Með því að leggja til ofangreindar breytingar og reyna með því að ná samkomulagi um afgreiðslu málsins þá lögðum við Sjálfstæðismenn okkur fram um að ná málefnalegu samkomulagi og taka tillit til sjónarmiða meiri hlutans eins og okkur var unnt. Við töldum að meirihlutinn vildi ræða málið en því miður þá var ekki um það að ræða og meirihlutavaldinu beitt enn á ný til að koma í veg fyrir samkomulag um breytingar á stjórnarskrá. ´

Mér þykir það miður að svo skuli hafa farið vegna þess að ég gerði mér sannarlega vonir um að samkomulag mundi nást í sérnefndinni á grundvelli tillagna okkar nefndarfólks Sjálfstæðisflokksins í málinu  og lagði mig fram um að svo gæti orið.

Það er ekki við okkur að sakast að meirihluti nefndarinnar skuli koma fram af slíkri þvermóðsku og óbilgirni og raun ber vitni.  Mér er nær að halda að í raun sé ekki samstaða innan meirihlutans um neinar breytingar og einstakir nefndarmenn þar telji hentast að láta sem það sé okkur Sjálfstæðisfólki að kenna að breytingarnar nást ekki fram.

Þá er reynt að halda fram þeim reginmisskilningi að þessar breytingar á stjórnarskrá hafi eitthvað með fiskveiðistjórnarkerfið að gera. Hvorki okkar tillaga né meirihlutans hvað varðar náttúruauðlindir hefur eitt eða neitt með fiskveiðistjórnarkerfið að gera og breytir fiskveiðistjórnarkerfinu ekki neitt. Formaður þingflokks Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra fóru því með rugl og fleipur í umræðum á Alþingi í dag um tillögur okkar svo óvandaður afflutningur mála er þeim ekki til sóma.

Staðreyndin er sú að við Sjálfstæðisfólk viljum standa að ýmsum  breytingum á stjórnarskrá eins og t.d. má sjá í nýjum ályktunum Landsfundar í málinu. Við erum hins vegar ekki tilbúin til að standa að breytingum sem veikir grunnstoðir lýðræðis og mannréttinda eða leiðir til stjórnskipulegrar ringulreiðar. Hróp andstæðinga um málþóf og að við viljum engu breyta eða að við stöndum vörð um hagsmuni hinna fáu eiga sér enga stoð í raunveruleikanum í þessu máli.

 


mbl.is Slegið á sáttahendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 128
  • Sl. sólarhring: 306
  • Sl. viku: 3069
  • Frá upphafi: 2294688

Annað

  • Innlit í dag: 120
  • Innlit sl. viku: 2798
  • Gestir í dag: 112
  • IP-tölur í dag: 111

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband