Leita í fréttum mbl.is

Mikilvægar kosningar

Kosningarnar nú eru einar mikilvægustu frá stofnun lýðveldisins.  Í næstu framtíð verður að takast á við mikinn vanda. Sjaldan hefur skipt eins miklu mál á grundvelli hvaða hugmyndafræði verður tekist á við vandann.

Í fyrsta sinn frá því að Ísland öðlaðist sjálfstæði benda skoðanakannanir til að sósíalistaflokkar nái hreinum meirihluta á Alþingi.  Eins og nú háttar til þegar atvinnuleysi er í hámarki og mikilvægt er að byggja upp fyrirtækin á grundvelli dugnaðar, ósérhlífni og framtaki  sjálfstæðra einstaklinga er hætt við að ríkisstjórn sameignarsinna hugsi frekar um að fjölga ríkistengdum störfum í stað þess að huga að raunverulegri atvinnuupbyggingu.

Kjósendur mættu skoða hvernig flokksbræður Jóhönnu Sigurðardótir stjórna á Englandi og á Spáni. Atvinnuleysi vex á Bretlandi og fyrir tveim dögum lagði Verkamannaflokkurinn enski fram tillögur um gríðarlegas skattahækkanir og önnur hefðbundin úrræði sósíalista sem flestir virðast sammála um að muni eingöngu verða til að dýpka kreppuna á Bretlandi. Sama verður sjálfsagt upp á teningnum hjá flokkssystur þeirra Verkamannaflokksmanna í Bretlandi, Jóhönnu Sigurðardóttur

Á Spáni er nú mesta atvinnuleysi í Evrópu og hefur aldrei verið jafn mikið. Ríkisstjórn sósíalistans Zapatero er gjösamlega ráðalaus. Einu hugmyndirnar eru enn sem komið er  að auka ríkisútgjöldin.

Treysta kjósendur því að samstjórn sósíalistanna muni byggja upp atvinnu í landinu. Er ekki nóg að vitna til skoðana Kolbrúnar Halldórsdóttur og varaformanns VG sem sýna að sá flokkur berst gegn núgtímalegri atvinnusköpun en talar inn í fortíðina um atvinnutækifæri sem ekki eru til, verða ekki til og eru ekki raunhæf. Hætt er við að atvinnuleysið vaxi undir samstjórn Samfylkingar og VG eins og raunin er hjá flokksbræðrum þeirra í ríkisstjórn á Bretlandi og Spáni.

Það er því mikilvægt að efla þá flokka sem byggja á framtaki einstaklinganna. Mér finnst því miklu skipta að Sjálfstæðisflokkurinn fái góðan stuðning til að vera sterkt afl í stjórnarandstöðu sem virðist vera hlutskipti flokksins eins og nú horfir. Það skiptir því máli að staða Sjálfstæðisflokksins verði sem sterkust í stjónarandstöðunni til að VG og Samfylkingin fari ekki sínu fram eins og þeim þóknast.

Það eru ekki aðrir valkostir í dag gegn sameignarsinnum og sósíalistum og fyrir atvinnuuppbyggingu en Sjálfstæðisflokkurinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Takk fyrir þessi skilaboð Jón.

Gleðilegan kjördag

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.4.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Mikið rétt hjá þér Jón.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að geta boðið upp á aðra kosti, kynna þá eftir góðan undirbúning. Flokkurinn þarf að leggjast í mikla vinnu, skapa nýja ímynd og framtíðarsýn. Almenningur fer fljótlega að finna fyrir rúrræðaleysi vinstrimanna, hann fer fljótlega að krefast aðgerða - sem eins og því miður eru líkur á, verða ekki önnur en að skattleggja okkur og eyða úr tómum ríkissjóði í þeirri von að lausn kreppunnar komi erlendis frá, þ.e. ESB!

M.v. reynslu frá 8. áratugnum verða að öllum líkindum kosningar innan tveggja ára, ef ekki alþingiskosningar, þá kosningar um ESB og þ.a.l. styrkleikaprófun á væntanlega ríkisstjórn. Fram að þeim tíma þarf að hlaða batteríin og búast til sóknar að nýju.

Jónas Egilsson, 25.4.2009 kl. 17:19

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Með fullri virðingu fyrir "hinum borgaralegu öflum" þá töpuðu þau feitt í þessum kosningum. Frjálslyndir þurrkast út og Sjálfstæðisflokkurinn illa laskaður. Þetta gerist bara af því að fólk treystir ekki þessum flokki og þá er ekki hægt að veifa góðri stefnuskrá. Því fyrr sem sjálfstæðisflokkurinn hættir að leggjast í vörn og tæklingar gegn öllumbreytingum en fer að vinna með breytingaröflunum því hraðar mun land þeirra rísa. Einsog er þá virðist engin slík umræða eiga sér stað því að fulltrúar fliokksins hafa ekki gott jarðsamband og treysta frekar á gamla hugsuði úr forystuliðinu sem einu sinni gerðu það gott og átt fegurri fífla í túni. Ég vil Sjálfstæðisflokknum allt gott en þessi útreið sem þeir fengu var þeirra eigið verk. Traust er það eina sem skiftir máli til að halda fylgi kjósenda. Það er ekki fengið vegna þess að maður telur sig hafa gjörvileika. Ef sósialistar fá traust kjósenda núna verður sjálfstæðismaður að skoða það útfrá öðru en einföldum stefnumálum hægri og vinstri heldur traust og vantraust.

Gísli Ingvarsson, 26.4.2009 kl. 10:21

4 Smámynd: Einar B  Bragason

Takk fyrir vinnu þína , en @ti kidi gau er bara svona kall að vestan og kannski farinn af límingum ja blaut parket ! enn  ekki gleyma hann er íSó er ekki logn á pollinum ? geimi þig !

Einar B Bragason , 26.4.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 50
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 1527
  • Frá upphafi: 2488145

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 1399
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband