26.4.2009 | 19:29
Þessi orusta tapaðist. Sú næsta vinnst.
Jóhanna Sigurðardóttir er ótvíræður sigurvegari kosninganna. Nú reynir á Jóhönnu og ég óska henni alls góðs því sannarlega þarf íslenska þjóðin á því að halda.
Vinstri grænir eru að vísu hástökkvarar kosninganna miðað við síðustu alþingiskosningar og eru nú með meira fylgi en róttækir sósíalistaflokkar eru í öðrum þróuðum lýðræðisríkjum. Fróðlegt verður að fylgjast með framgangi þeirra á þessu kjörtímabili miðað við stefnu þeirra, orð og aðgerðir meðan þeir voru í stjórnarandstöðu.
Borgarahreyfingin náði markinu sem þarf til að ná fjórum þingmönnum og er full ástæða til að óska þeim til hamingju með þann árangur. Síðan reynir á að hreyfingin sýni hvað í henni býr pólitískt. í kosningabaráttunni fannst mér vanta skýra mynd á hreyfinguna en þannig er það iðulega með ný framboð. Spurning er hvar Borgarahreyfingin staðsetur sig í litrófinu og hvaða stöðu hún tekur gagnvart ríkisstjórn.
Því miður náði Sjálfstæðisflokkurinn ekki þeim árangri sem ég hafði vonast eftir. Vafalaust koma þar til margar ástæður og full ástæða er fyrir nýja forustu að setja nú þegar niður vinnunefnd til að fara yfir þau atriði sem úrskeiðis fóru í kosningabaráttunni og skilgreina hvaða atriði það voru sem helst ollu því að Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki betri útkomu en raun ber vitni. Mér fannst ánægjulegt að heyra það í morgun að vinur minn Jón Gunnarsson hefði náð kjöri síðastur inn og óska honum til hamingju með það.
Frjálslyndir eru taparar þessara kosninga og tapa tveim af hverjum 3 atkvæðum sem þeir fengu greidd árið 2007 eða um 67% atkvæðanna. Þetta er með ólíkindum fyrir flokk sem hefur verið í stjórnarandstöðu allan tímann. Það er mér mikið ánægjuefni að nú skuli ekki vera hægt að kenna mér eða vinum mínum sem voru í Nýju afli um þennan ósigur því nú er hann alfarið á ábyrgð Guðjóns Arnars Kristjánssonar og hirðar hans sem hrakti okkur í burtu. Guðjón reyndist eftir allt ekki vera límið í flokknum.
Fróðlegt verður að sjá nýjan stjórnarsáttmála Rauðgrænu ríkisstjórnarinnar og með hvaða hætti ráðherrasætum verður skipað. Vonandi tekst borgaralegu öflunum í Samfylkingunni að halda aftur af Sósíalistunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 164
- Sl. sólarhring: 859
- Sl. viku: 4678
- Frá upphafi: 2426548
Annað
- Innlit í dag: 149
- Innlit sl. viku: 4337
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 146
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Okkar tími mun koma vertu bestur að vanda! Kv Einar B Bragason.
Einar B Bragason , 26.4.2009 kl. 20:06
,,Jóhanna Sigurðardóttir er ótvíræður sigurvegari kosninganna."
Ertu einn með þessa skoðun hjá sjálfstæðisflokknum ?
Hef ekki hitt neinn sjálfstæðismann sem getur viðurkennt neinn sigur hjá samfylkingunni eða Jóhönnu !
Var að vonast eftir því að íslendingar sýndu ykkur ranverulega hvað þið eigið skilið ! Sjálfstæðisflokkurinn hefði átta að þurkast úr af þingi !
JR (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:30
Þú ættir að gleðjast yfir ósigri Sjálfstæðisflokksins Jón því það þýðir að nú verður loksins hægt að endurskoða kvótakerfið sem þú barðist gegn í Frjálslynda flokknum. Nú ertu kominn á hinn vænginn, í kvótahafabandalag Íslands, sem hefur það sem eitt af sínum stærstu stefnumálum að verja tangarhald núverandi handhafa kvótans.
Það væri samt fínt að fá þig á þing aftur, en vonandi ekki fyrr en það er búið að endurhanna kerfið!
Þórður Már Jónsson, 26.4.2009 kl. 23:16
Kæri Jón, hrifning þín á Samfylkingunni finnst mér með ólíkindum. Samfylkingin hlaut háðulega útreið í kosningunum (29,8%) og náði ekki einu sinni sama fylgi og 2003, þegar þeir náðu 31,0%. Hvernig getur Jóhanna verið sigurvegari kosninganna ?
Innan Samfylkingar eru engin "borgaraleg öfl", bara Sossar sem þjást af ESB-sýkinni. Sossarnir hafa það eina markmið að leiða þjóðina undir yfirráð hinnar sjálfkjörnu yfirstéttar Evrópu. Á manna-máli er þetta nefnt nauðgun. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar allri undirgefni fyrir erlendu valdi. Þú gleymir því vonandi ekki.
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.4.2009 kl. 14:06
Þakka þér fyrir Jari ég er sammála þér að okkar tími mun koma.
Jón Magnússon, 27.4.2009 kl. 18:11
Miðað við aðstæður þá finnst mér þetta stór en raunar mjög óverðskuldaður sigur Samfylkingarinnar. Þjóðin virðist hafa gleymt því að Samfylkingin bar ekki síður ábyrgð á bankahruninu en Sjálfstæðisflokkurinn. Þá er það með miklum ólíkindum að þjóðin skuli ekki muna það að meðan bankahrun var yfirvofandi á Íslandi þá fór þáverandi formaður Samfylkingarinna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heimsálfa á milli til að berjast fyrir að Ísland yrði kosið í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. Það var heldur ekki í umræðunni að Baugsveldið studdi engan flokk eins og Samfylkinguna og það ber enginn meiri ábyrgð á efnahagshruninu en Jón Ásgeir Jóhannesson helsti styrktaraðili Samfylkingarinnar sem skuldaði þegar upp var staðið meir en þúsund milljarða í íslenskum lánastofnunum.
Miðað við málefnastöðu Samfylkingarinnar og þá arfleifð sem ég lýsi að hluta hér að ofan þá tel ég þetta mikinn en óverðskuldaðan sigur flokksins og sé fyrst og fremst tilkominn vegna þess að margir treysta Jóhönnu Sigurðardóttur.
Jón Magnússon, 27.4.2009 kl. 18:17
Þetta er mikill misskilningur Þórður ég er ekki stuðningsmaður gjafakvótakerfisins og þú veist það vel að það erum margir Sjálfstæðismenn sama sinnis og ég og þú. Þú ættir að ganga í Sjálfstæðisflokkinn til að styrkja þau öfl í þeim flokki sem vilja breyta fiskveiðistjórnarkerfinu. Frjálslyndi flokkurinn er hvort eð er hruninn og það var ljóst þegar Guðjón Arnar tók hann því krampataki sem hann gerði í vetur og neitaði að horfast í augu við raunveruleikann sem ætti nú að hafa birst honum með ótvíræðum hætti. Ég vona Þórður að við eigum samleið í framtíðinni.
Jón Magnússon, 27.4.2009 kl. 18:20
Þetta viðhorf Jón er það sem við þurfum öll. Þá meina ég óskir þínar til Jóhönnu um að henni gangi vel. Kosningar eru búnar og nú sem aldrei fyrr þurfum við að standa saman. Ég kaus ekki Sjálfstæðisflokkinn og mun aldrei gera á meðan menn eins og Loftur hér að ofan eru þar innanborðs.
Hans líkar eru móti ESB eingöngu vegna sérhagsmuna og stendur honum hjartanlega á sama um almenning á meðan flokkur ykkar fær að ráðskast með eins mikið og hægt er.
Hann veit að ef við förum inn í ESB þá kemst hann ekki upp með eins mikið af spillingu óg almennum óþverraskap.
Karl Löve, 27.4.2009 kl. 18:23
Loftur ég svara þessu efnislega í athugasemd við færslu JR.
Varðandi yfirþjóðlegt vald þá er engin að tala um undirgefni við erlent vald. Bjarni Benediktsson fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins sem barðist hart fyrir því að Ísland gengi í Atlantshafsbandalagið var ekki að leggjast undir erlent vald eins og Kommarnir héldu fram aftur og baka og áfram. Aðild að Evrópusambandinu er spurning um hagsmuni Íslands með sama hætti og það var mat bestu manna á sínum tíma að það þjónaði hagsmunum Íslands að ganga í Atlantshafsbandalagið.
Aðild að Evrópusambandinu er líka spurning um hagsmuni Íslnds og ekkert annað að mínu mati.
Jón Magnússon, 27.4.2009 kl. 18:31
Loftur Altice: Þú ert einn mesti brandarakall sem fyrirfinnst á blogginu. Það er með ólíkindum hvað þú getur bullað.
Þú kallar það að fá "háðuglega útreið í kosningunum" að Samfylkingin sé stærsti flokkurinn á landinu. Hvað kallarðu það þá að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 36% þingmanna sinna? Stórsigur?
Þú talar um að "leiða þjóðina undir yfirráð hinnar sjálfkjörnu yfirstéttar Evrópu". Það sé á manna máli nefnt nauðgun. Þú ættir að vita manna best að þjóðin hefur í langan tíma verið undir yfirráðum hinnar sjálfkjörnu yfirstéttar Íslands, öðru nafni Sjálfstæðisflokknum. Sá flokkur hefur í skjóli valds síns aukið misskiptingu gríðarlega. Ef eitthvað er nauðgun þá er þetta það.
Og auðvitað segirðu að Sjálfstæðisflokkurinn hafni allri undirgefni fyrir erlendu valdi. Það er auðvitað betra að öll þjóðin sé undirgefin valdi Flokksins líkt og fyrri ár. Ein stærsta ástæða þess að Flokkurinn hafnar þessu "erlenda valdi" er sú að hagsmunaöflin sem stýra Flokknum (LÍÚ) neita aðild því þau vita hvað það þýðir fyrir þá.
Það er annars dapurlegt að sjá hvernig komið er fyrir Sjálfstæðisflokknum (sem ég reyndar studdi áður fyrr) en hann er í gíslingu hagsmunaafla.
Þórður Már Jónsson, 27.4.2009 kl. 18:36
Segðu mér Loftur, hver er munurinn á því að selja Ísland erlendu valdi með inngöngu í ESB og að selja Ísland erlendu valdi með því að gangast undir skuldir sem við getum ekki borgað?
Veit ekki betur en xD hafi þegar leitt þjóðina undir erlent vald í krafti skulda.
Björn Leví Gunnarsson, 27.4.2009 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.