Leita í fréttum mbl.is

Viðtal við Davíð í Daily Telegraph

Það var athyglivert að sjá stutt viðtal við Davíð Oddsson og umfjöllun um bankahurnið á Íslandi í Daily Telegraph í dag. Davíð virðist ekki hafa haft í huga að taka þetta viðtal mjög alvarlega og slær aðallega á létta strengi þó alvarlegan undirtón megi  að sjálfsögðu finna.

Davíð hefur verið kennt um margt í sambandi við bankahrunið og viðalið er m.a. vegna þess.  Ég varð þess hins vegar ekki var að blaðamaðurinn sem skrifar fréttina og tekur viðtalið sé þeirrar skoðunar. Það er annars með nokkuð sérstökum hætti að fjölmargir fréttamenn á Íslandi hafa aðallega kennt bankastjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitinu um bankahrunið en skauta vel og vandlega fram hjá því að ábyrgðarlaus útlánastarfsemi og glórulausri starfsemi og fjárfestingum helstu stórfyirtækja á Íslandi í útrás var sú höfuðástæða sem felldi bankana ásamt ónýtum gjaldmiðli sem hrundi á undan bönkunum.

Það má kenna Davíð og öðrum sem fylgdu krónunni og flotgenginu um vitlausa stefnumörkun í því efni eins og ég hef oft gagnrýnt og bent á nauðsyn þess að takia upp fjölþjóðlegan gjaldmiðil. Bankahrunið að öðru leyti en það sem skrifast á peningamálastefnuna þá verða þeir sem ráku fyirrtækin sín í þrot að bera ábyrgð á því og með öllu óásættanlegt að þeir skuli geta velt ákveðnum hluta óstjórnar sinnar yfir á skattgreiðendur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér finnst í lagi, Jón, að gera greinarmun á fjármálafyrirtækjum sem sniðgengu jafnvel reglur og svo öðrum fyrirtækjum sem soguðust ofan í svelginn þegar fjármálafyrirtækin féllu.

Marinó G. Njálsson, 28.4.2009 kl. 17:50

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er tengill á viðtalið við Davíð í Daily Telegraph í gær: Former Iceland bank governor David Oddsson defends role in meltdown.

Gott að þú vaktir athygli á þessu, nafni.

Gleðilegt sumar!

Jón Valur Jensson, 28.4.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Og nátturulega er þetta þeim stjórnmálaflokki að kenna sem sköpuðu þetta umhverfi- sem er sjálfstæðisflokkurinn.

Brynjar Jóhannsson, 29.4.2009 kl. 03:35

4 identicon

Mér hefur fundist Davíð aðallega benda á Fjármálaeftirlitið

Stefán (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 879
  • Sl. viku: 3274
  • Frá upphafi: 2456708

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 3084
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband