Leita í fréttum mbl.is

Óbreytt gjafakvótakerfi þrátt fyrir kosningaloforð.

Sé það rétt sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins í dag að Vinstri Grænir og Samfylkingin ætli ekki að breyta neinu varðandi fiskveiðistjórnarkerfið þrátt fyrir kosningaloforð sín þá er þar um meiri háttar kosningasvik að ræða.

Samfylkingin og Vinstri grænir höfðu það á stefnuskrá sinni fyrir kosningar að innkalla aflaheimildir með svonefndri fyrningarleið, sem getur verið skynsamleg ef hún er útfærð rétt. Samkvæmt fréttinni þá ætlar þessir flokkar að svíkja þetta kosningaloforð sitt án nokkurra skynsamlegra ástæðna.

Ástand í efnahagsmálum og skuldsetning sjávarútvegsins breytir engu um stefnumörkun í fiskveiðistjórnarmálum. Hægt er að ákveða leiðina, útfæra hana og ákveða tímamörk. Þar yrði m.a.að  taka á þeim helstu atriðum sem máli skiptir til að útgerðin sem helsti atvinnuvegur þjóðarinnar verði áfram burðarás í atvinnulífi okkar.

Önnur leið gæti verið miðað við ásatndið í dag að innleysa aflaheimildir á móti skuldum og bjóða þær aflaheimildir síðan út til hæstbjóðanda með skilyrðum e.t.v. um löndunarhafnir að hluta t.d. og ef til vill fleiri skilyrði.

Meginatriðið er núna það að VG og Samfylking lofuðu breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu fyrir kosningar. Voru efnahagsástæður ekki þekktar þá og var skuldastaða sjávarútvegsins ekki þekkt þá?

Það að heykjast á kosningaloforðinu um breytta fiskveiðistjórn eins og VG og Samfylkingin virðast vera að gera er því ekkert annað en svik við þá kjósendur sem greiddu þessum flokkum atvkæði í síðustu kosningum vegna þessara loforða.  Finnst kjósendum VG og Samfylkingarinnar þetta við hæfi?


mbl.is Kvótakerfi ekki umbylt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarið er hér.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 1050
  • Sl. sólarhring: 1204
  • Sl. viku: 5351
  • Frá upphafi: 2421684

Annað

  • Innlit í dag: 956
  • Innlit sl. viku: 4900
  • Gestir í dag: 885
  • IP-tölur í dag: 828

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband