Leita í fréttum mbl.is

Íslandsmet í orðhengilshætti og tvískinnungi.

Steingrímur J. Sigfússon er ótvíræður sigurvegari í Íslandsmótinu í orðhengilshætti og tvískinnungi. Nú er hann og VG búið að samþykkja að fara í aðildarviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Á sama tíma og Steingrímur tilkynnir flokksfélögum sínum það bendir hann á að VG sé eindregið á móti aðild að Evrópusambandinu. Er hægt að gera það betur. Vafalaust hefur ræða Steingríms hljómað eitthvað á þessa leið. "Góðir félagar. Ég er eindreginn andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu og studdi ákvörðun síðasta landsþings VG í þeirri afstöðu og af þeim sökum hef ég ákveðið að ríkisstjórn okkar og Samfylkingar muni hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið en að þeim loknum munum við kæru félagar greiða atkvæði í samræmi við sannfæringu okkar."

Það að skýla sér á bak við þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning er næsta hjákátlegt. Það fer engin í aðildarviðræður ef hann hefur engan áhuga á aðild. Það að samþykkja aðildarviðræður eins og VG gerir sýnir áhuga á aðild að Evrópusambandinu ef hagstæðir samningar nást. Önnur niðurstaða er ekki rökfræðilega tæk.

Þessi afstaða VG sýnir að þeim eru kærari ráðherrastólar en yfirlýst stefna flokksins. Sagt er að Hamlet Danaprins hafi sagt á sínum tíma að það að vera eða vera ekki það væri spurningin. VG hefur svarað þeirri spurningu afdráttarlaust.  Þeir vilja vera í ríkisstjórn og þeir vilja í aðildarviðræður um Evrópusambandsaðild Íslands.


mbl.is Ákvörðun um ESB í höndum þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki augljóst að VG átti engan kost? Það er klár meirihluti á þinginu fyrir því að afgreiða málið svona með VG í ríkisstjórn eða með VG í stjórnarandstöðu. Þetta er svo augljóst að það ætti ekki að þurfa að benda fyrrverandi þingmanni á staðreyndina. Svo að VG gat valið um að berja hausnum við steininn í Evrópumálum og vera utan stjórnar, eða að berja hausnum við steininn í Evrópumálum og vera innan stjórnar og geta þá haft áhrif á öllum öðrum sviðum. Og þeir völdu rétt: Að berja hausnum við steininn í Evrópumálum, en hafa samt sín áhrif í þeim málaflokkum sem undir þá heyra í nýrri ríkisstjórn. Stjórnmál eru list hins mögulega er oft sagt, en það verður þá að fela í sér að átta sig á því sem er ómögulegt. Ef VG hefði látið steyta í alvöru á þessu og haldið sig utan stjórnar, þá væru það svik við kjósendur þeirra, sem nota bene margir eru jákvæðir gagnvart Evrópu, þó að meirihluti flokksins (þ.e. Steingrímur) sé svona stemmdur.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 18:59

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það verður fyrst að sækja um aðild að ESB. Síðan að fara í aðildarviðræður.

"Félagar, ég hef afráðið að sækja um aðild að ESB til þess að geta farið í aðildarviðræður.  Ég er eindreginn andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu og studdi ákvörðun síðasta landsþings VG í þeirri afstöðu. Þessvegna mun ég fella málið ekki seinnaén í þjóðaratkvæðagreiðslu "

Viva la revolution ! Pravda,  drjusba

Halldór Jónsson, 10.5.2009 kl. 22:00

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Er nokkur ástæða til að ætla að stjórnarandstaðan á þingi skeri ríkisstjórnina niður úr snörunni? Við erum að verða vitni að mesta harmsögutímabili lýðveldistímans, þar sem þjóðinni er úthýst fyrir tímamóta vinstristjórn. Megi hún njóta vel, en ekki lengi.

Gústaf Níelsson, 10.5.2009 kl. 23:00

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.5.2009 kl. 23:21

5 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Þetta er snjalt hjá Steingrími . En það er slæmt að þú sért ekki á þingi núna . Þegar evrópuumræðan mun hefjast .

Vigfús Davíðsson, 11.5.2009 kl. 08:05

6 identicon

Daginn.

Skallagrímur ætlar því stjórnarandstöðu að "hjálpa" þeim er hann hefur spyrnt sig við.

Það er samt nokkuð ljóst að það gengur ekki upp.

Framsókn og Sjálfstæði fara ekki að aðstoða Samfó í að koma í gegn ESB umsókn 1,2 og 3...

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:02

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta er svona eins og að segjast vera á móti skattahækkunum en samt vera til í að setjast niður og semja um þær. Þá ertu ekki á móti skattahækkunum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.5.2009 kl. 12:16

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sæll og takk fyrir síðast. Þann 4. maí skrifaði ég stuttan pistil um ESB og umskiptinginn Steingrím J. Í athugasemd sem ég gerði við athugasemd varðandi pistilinn sagði ég m.a.:

“Það eru bara tvær persónur sem hafa fjöreggið í lúkum sér einsog sakir standa; Steingrímur og Jóhanna. Annaðhvort þeirra verður að lúffa, bresta, bakka, svíkja. Mér segir svo hugur að það verði ekki Jóhanna, því hún er margfalt þrjóskari og staðfastari og margfalt lítt ginkeyptari fyrir vegtyllum og sætabrauði, margfalt minni hóra en Steingrímur, með fullri virðingu fyrir íslenskum stjórnmálamellum. Ef hún hinsvegar bakkar þá mun hennar tími ALDREI koma aftur. ALDREI. Mjög einfalt mál.

Ef að einhverskonar "málamyndunarniðurstaða" fæst úr þessu röfli öllu saman með tilheyrandi moðreyk og óákveðni þá vil ég endilega minna á eina góða vísu og hún er svona:

Heimskingjarnir hópast saman,

hefur þar hver af öðrum gaman.

Eftir því sem þeir eru fleiri

eftir því verður heimskan meiri.”

Svo mörg voru þau orð. Stendur allt einsog stafur á bók.

Sverrir Stormsker, 11.5.2009 kl. 14:18

9 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Nú óska ég mér þess að Sjálfstæðisflokkurinn og þingmenn hans beri gæfu til þess að standa gegn umsókn um inngöngu inn í hagsmunaklúbb hinna stóru og sterku. Þangað eigum við íslendingar bara ekki erindi.

Jóhann Pétur Pétursson, 11.5.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 681
  • Sl. viku: 4528
  • Frá upphafi: 2467479

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 4211
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband