Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin fer sínu fram í Icesave málinu.

steingrimurjStundum er eins og maður sé staddur í leikhúsi fáránleikans við að fylgjast með óraunveruleikaleikriti þegar stjórnmál dagsins í dag eru til umfjöllunar. 

Fyrir nokkrum mánuðum síðan fór m.a. Steingrímur J. Sigfússon mikinn í andstöðu við samninga um Icesave skuldbindingar Íslands en Bjarni Benediktsson mælti fyrir tillögu um að gengið yrði til samninga í málinu. Framsóknarmenn vildu samninga en einungis Vinstri grænir og Frjálslyndir þar á meðal ég vorum með fyrirvara og greiddum tillögunni ekki atkvæði.

Síðan þá er komin ný ríkisstjórn og endurnýjuð ríkisstjórn í kjölfar kosninga. Steingrímur J. hefur látið helsta lautinant sinn Svavar Gestsson stúdent, fyrrum formann Alþýðubandalagsins vinna að samningagerð og í gær er kynnt að niðurstaða sé komin í málið og samningsdrög kynnt. Alþingi á ekki að fjalla um samningsdrögin að því er virðist fyrr en þau hafa verið undirrituð af Íslands hálfu en þá á að leggja tillögu fyrir þingið vegna ríkisábyrgðar.  Virðing fyrir Alþingi og að þjóðkjörnir fulltrúar komi að málinu á öllum stigum er ekki fyrir hendi hjá ríkisstjórninni.

Eitt af því sem Steingrímur J. Sigfússon lagði sérstaka áherslu á í lok síðasta árs þegar hann var í stjórnarandstöðu að Alþingi hefði með ákvörðun og forræði málsins að gera á öllum stigum. Nú er hlutverkum breytt og Steingrímur situr sem helsti hershöfðingi valdstjórnarinnar. Þá skiptir Alþingi ekki lengur máli. Þá er eðlilegt að ganga frá samningum án atbeina Alþingis.

Gamall vinur Steingríms J. Sigfússonar sagði við mig fyrir nokkru að Steingrímur J. Sigfússon væri í raun tveir menn. Steingrímur í stjórnarandstöðu og Steingrímur í ríkisstjórn. Á þessum tveim mönnum sagði þessi gamli vinur Steingríms er meiri munur en á Dr. Jekyll og Mr. Hyde í skáldsögunni forðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Dr Jeckyll and Mister Hyde er heppileg lýsing á málflutningi forsvarsmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Þessir flokkar bera ábyrgð á Icesave málinu og koma nú eins og unglingar sem héldu partí á heimilinu kvöldið áður og gagnrýna foreldrana sem eru að taka til eftir þá. 

Jón Halldór Guðmundsson, 6.6.2009 kl. 12:21

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Fór ekki Steingrímur til fjalla meðan eftirlaunafrumvarpið var samþykkt? 

Mér dettur ekki í hug að halda að grunnt sé á samúð breskra yfirvalda með bágri stöðu Íslendinga.Hitt er mikilvægara að krafa þeirra er umdeild vegna þess að í tilskipuninni stendur að tryggingasjóður muni ábyrgjast en ekki ríkissjóður.

Nú kann að vera að ríkissjóður skapi sér skaðabótaábyrgð ef reglum um tryggingasjóð er ekki framfylgt. Því var ekki t il að dreifa s.k.v. áliti færustu sérfræðinga í Evrópurétti hérlendis.

Sigurður Þórðarson, 6.6.2009 kl. 13:05

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jón Halldór ég er alveg sammála þér í því að fór ýmislegt miður hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Þórunn Sveinbjarnardóttir er skoðanasystir okkar í því.  Þegar rætt var á Alþingi hvers vegna  þjóðin væri skuldsett að henni forspurðri fyrir hærri upphæð en hún ræður við að borga benti Þórunn réttilega á að Halldór og Davíð hefðu lýst yfir stríði gegn Írak að þjóðinni forspurðri.

 Rétt hjá Þórunni en er þetta boðleg réttlæting?

Sigurður Þórðarson, 6.6.2009 kl. 23:59

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Stórgóður pistill Jón, innilega sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.6.2009 kl. 02:07

5 identicon

Þetta eru svo sannarlega umskipti hjá Steingrími og það sem stingur hvað mest er að launhelgun þessi tekur engan enda. Allt þetta tal um að hafa hluti upp á borði var kannski ekki til neins.

En hafa ber í huga að ekki er hægt skapa sátt með þessu móti og í svo stóru máli sem þessu þá eru þetta mjög varasöm vinnubrögð.

Aldrei var farið yfir neina kosti í stöðunni og ég veit ekki hvaðan Jóhanna hefur það álit að mál væri illvinnanlegt?

Þetta á að sækja fyrir dómstólum og láta samninga bíða á meðan. Ég minni á álit Bjargar Thorarensen sem ég geri ráð fyrir að Sigurður Þórðarson hafi vísað í hér að ofan. Ég minni á álit Breskra lögmanna á þessum málum.

Þetta eru nauðungarsamningar sem verið er að þvinga samninganefndina til að gangast við og ég álít það vera alveg nauðsynlegt fyrir okkur sem þjóð að láta ekki fara svona með okkur án þess að reyna öll úrræði til þrautar.

sandkassi (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 03:16

6 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Skrítið að segja þetta bara um Steingrím. Mér sýnist þetta geta gilt um alla þingmennina....... meira að segja Jón Magnússon fyrrum þingmann frjálslyndra.... eða var það sjálfstæðismanna?

Eysteinn Þór Kristinsson, 7.6.2009 kl. 09:58

7 Smámynd: Jón Magnússon

Eysteinn finndu dæmi um það að þetta eigi við mig við meðferð mála í þinginu. Það er síðan alrangt að þetta eigi við um alla þingmenn það sem á við um Steingrím J í þessu efni. Hann hefur sýnt það núna að hann er eins og kamelljón.

Jón Magnússon, 7.6.2009 kl. 12:13

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er hræddur um það Gunnar að samninganefndin hafi ekki verið vandanum vaxin.

Jón Magnússon, 7.6.2009 kl. 12:14

9 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður það virðist hafa gleymst að breska ríkisstjórnin olli okkur ómældum skaða með beitingu neyðarlaganna. Það virðist ekki vera tekið tillit til þess við samninganna.

Jón Magnússon, 7.6.2009 kl. 12:15

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Alveg rétt Jón, frá okkar sjónarhóli eru skilmálarnir þannig, en það er engu að síður geirneglt að íslenska ríkisstjórnin afsalar sér rétti til að fara með málið fyrir dómstóla.

Sigurður Þórðarson, 7.6.2009 kl. 18:19

11 Smámynd: Einhver Ágúst

Hryðjuverkalögin bitna á fólki norður í ballarhafi sem beitti þeim gegn þegnum víða um heim með því að samþykkja pyntingar og líflát, við samþykktum þau sem lög og studdum stríðið í Írak. Okkur ferst að væla undan þeim þarsem sagan segir okkur að slík lög eru ALLTAF misnotuð samanber hleranir flokks þíns og Mcarthy tíma í USA.

En já mikið hefur samt Steingrímur breyst, og skrítið að vera þér hálfsammála Jón, þetta er ekkert fínn samningur, hefði geta verið betri og hefði eflaust getað verið mikið verri.

En bjóstu við sanngirni af Bresku krúnunni?

Hefurð lesið eitthvað um þeirra framferði í slíkum málum? Ég er ekki að réttlæta neitt sem nasistar gerðu en Bretar framkölluðu það stríð með hungri þjóðverja þegar þeir lögðu á þá gríðarlegar sektir eftir fyrra stríð. Sektir sem voru umsamdar við borð þarsem þjóðverjar fengu ekki að sitja sjálfir, við vorum nú allaveganna með áheyrnarfulltrúa.

Heimurinn batnandi fer.

Einhver Ágúst, 7.6.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 2472436

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband