11.6.2009 | 17:50
Eva Joly ráðherra án ráðuneytis?
Óneitanlega er það sérstakt þjóðfélag sem við búum í.
Í gær kom í sérstakan Kastljósþátt sérstakur aðstoðarmaður sérstaks saksóknara Eva Joly vegna efnahagshrunsins. Eva Joly gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum og kröfum. M.a. sagði Eva Joly að ríkissaksóknari væri vanhæfur og yrði að víkja auk þess sem skipa þyrfti marga nýja saksóknara sem hún tilgreindi. Ekki veit ég hvort Eva Joly er sérstakur sérfræðingur um íslenska réttarskipun sem er nokkuð frábrugðin franskri en það skiptir e.t.v. ekki máli.
Vanhæfi ríkissaksóknara að mati Evu Joly er vegna þess að hann á son sem er forstjóri fjárfestingarsjóðsins Exista. Jafnvel þó að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari hafi í maí s.l. sjálfur sagt sig frá málum sem varða mál vegna bankahrunsins og heyra undir sérstakan saksóknara þá verður hann samt að víkja að öllu leyti samkvæmt kröfu Evu Joly.
Sérstaklega aðspurð í Kastljósþættinum, um það hvort hún hafi rætt þessi mál við ráðherra, þá sagði Eva Joly að það hefði hún ekki gert en hún snéri sér til fólksins í landinu. Hvernig á að skilja það? Að hún beini máli sínu til Alþingis götunnar?
Hvað sem því líður þá þurfti ekki lengi að bíða vegna þess að rúmri einni og hálfri klukkustund eftir að Eva Joly hafði krafist þess að ríkissaksóknari yrði rekinn og meiriháttar uppstokkun yrði gerð í réttarkerfinu þá kom dómsmálaráðherra í viðtal í ríkissjónvarpinu og sagði að hún hefði skipað sérstakan ríkissaksóknara í þeim málum sem gætu varðað son ríkissaksóknara og taka yrði á þeim málum að öðru leyti sem Eva Joly talaði um. Ég gat ekki skilið hana með öðrum hætti en þeim að þrátt fyrir að hún hefði haft ákveðna lagasmíð í huga þá yrði nú að breyta til vegna þess sem þessi talsmaður sem snúið hafði sér til fólksins einni og hálfri klukkustund áður gerði kröfu til.
Í dag orðaði dómsmálaráðherra þetta síðan svo í ríkisútvarpinu rás 2. "Ef Eva segir að það þurfi að gera betur þá verður að gera betur." En hvað með sjálfstætt mat dómsmálaráðherra? Er það ekki fyrir hendi?
Á Alþingi sagði forsætisráðherra í dag að ríkissaksóknari ætti að víkja. Hún skýrði þó ekki í hverju vanhæfi hans til starfans væri fólgið umfram það sem Eva Joly hafði gert.
Skyldi einhver hafa áhyggjur af því hvort að réttarríkinu á Íslandi sé hætta búin?
Nú tel ég uppá eins og kellingin sagði að það væri helst til heilla íslenskri þjóð að Eva Joly yrði tekin inn í ríkisstjórnina sem ráðherra án ráðuneytis þar sem að hún stjórnar hvort eða er skoðunum og viðbrögðum forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og e.t.v. fleiri ráðherra í gegn um Kastljósþætti sjónvarpsins. Það yrði óneitanlega skilvirkari stjórnsýsla ef það yrði þannig og þá bæri þessi kona líka ábyrgð á orðum sínum og gerðum, sem hún gerir ekki í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 214
- Sl. sólarhring: 509
- Sl. viku: 4430
- Frá upphafi: 2450128
Annað
- Innlit í dag: 195
- Innlit sl. viku: 4124
- Gestir í dag: 191
- IP-tölur í dag: 189
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Ef það er hlutverk Evu Joly að gera þessa rannsókn sem besta, þá er hún að rækja það.
Það skiptir víst ekki máli hvaðan gott kemur og ætli það gildi ekki það sama um hvernig gott kemur.
Gústaf Hannibal (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 18:25
Kæri Jón.
Fólk hefur gott af því að fá ráð frá fólki sem getur hugsanlega séð án móðu innherjaviðskipta og ættartengsla. Sem íslenskir embættismenn eiga mjög erfitt með.
Eva Joly kemur með ferskan andblæ inn í umræðuna um embættismenn sem hafa á einhvern sérkennilegan hátt getað setið sem fastast þrátt fyrir augljós hagsmunatengsl við íslenskt efnahagslíf. Skýrasta og nýjasta dæmið er auðvitað um Valtý Sigurðsson. Sonur hans er mjög tengdur inn í ótölulegan fjölda fyrirtækja með aðkomu sinni að Exista og þar með er Valtýr ekki hæfur sem ríkissaksóknari. Þetta sjá held ég allir.
Ég er alls ekki að segja að Valtýr Sigurðsson hafi einhverja annarlega hagmuni í sínu starfi gagnvart fjölskyldu sinni, en bara sú spurning að svo kunni að vera, er nóg til að hann á að víkja úr sínu starfi sökum vanhæfis. Sbr. 6. grein vanhæfislaga: 6. Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.
Kveðja, Valdimar Másson
Valdimar (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 21:49
Ég átti að sjálfsögðu við "stjórnsýslulaga" en ekki "vanhæfislaga".
Ætli til séu vanhæfislög? Kannski væri ráð að innleiða lög um vanhæfi?
Kveðja, Valdimar Másson
Valdimar (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 21:53
Þú verður að horfa til "upphafsins", þegar Eva Joly var ráðin. Það kom nokkuð vel fram hjá henni að hún kæmi til með að ræða þessi mál heiðarlega og opið, beint til þjóðarinnar, ef hún væri ekki sátt við gang mála varðandi rannsóknarferlið. Ég tel að almenningur sé ekki sáttur við ganga mála í dag varðandi þessar rannsóknir og þess vegna er nauðsynlegt að hafa jafn hæfa og reynslumikla konu sem Eva Joly er til að taka á málum og reka á eftir. Hún tók það fram að hún hefði ekki í hyggju að taka laun frá Íslendingum og þá væntanlega frekar segja af sér ef hún teldi sig ekki sjá neinn árangur af störfum sínum. Það væri nær að íslenskir embættismenn og forstjórar, sem margir hverjir sváfu á verðinum, reyndu að læra af hennar vinnubrögðum frekar en að standa í "klögumálum" við einstaklinga sem vinna í rannsóknarnefndum og sumir embættismenn eru jafnvel í "smákóngaleik" við æðstu ráðamenn þjóðarinnar. Þeim væri nær að biðja þjóðina að afsaka mistökin og hunskast úr starfi ekki síður en margir aðrir ráðamenn ættu að gera, hvort sem þeir eru á þingi eða "smákóngar" í embættismannakerfinu.
Páll A. Þorgeirsson, 11.6.2009 kl. 22:36
Andblær Evu Joly er ekki ferskur Valdimar. Hann er rammpólitískur og fremur í ætt við verklag Spænska Rannsóknarréttarins og Gestapo, en réttarríkisins. En margir falla fyrir lýðskruminu, það er engin nýjung, en afleiðingarnar geta orðið skelfilegar.
Gústaf Níelsson, 11.6.2009 kl. 22:52
Jón, hann getur ekki stýrt hlutlaust hvaða mál verða rannsökuð ef sonur hans er flæktur inn í grunsamlegt mál. Hann þarf að vera alveg hlutlaus. Hitt bara getur ekkert gengið. Rannsóknin þarf hlutlaust og hæft fólk. Hann hæfir ekki fyrir rannsóknina. Eva Joly er hálærð og þaulreynd í fjársvika-rannsóknum.
EE elle (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 23:19
Hvernig væri að skjóta þetta 3-4 á viku næsta árið. Gæti það hjálpað til að leysa málið.
Baldur Fjölnisson, 11.6.2009 kl. 23:40
Sæll Jón
Þar sem blóð er þykkara en vatn, eins og allir gera sér grein fyrir sem eiga börn, eða bara einhverja nána ættingja, finnst mér nú að Valtýr hefði átt að sjá þetta sjálfur. Það veldur mér vonbrigðum að hann skuli ekki hafa gert það. Hann var jú fyrir áramót alveg til í að taka að sér mun stærra hlutverk í rannsókn hrunsins en raunin varð á. Jafnvel þótt synir manna sem gegna veigamiklum embættum í dómskerfinu hafi ekkert af sér brotið, er betra fyrir allra að hafið sé yfir allan vafa eftirá að ættartengsl hafi ekki haft áhrif á rannsóknir og dóma.
kveðja
Ingunn Björnsdóttir.
Ingunn Björnsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 09:46
Það gilda ákveðnar vanhæfisreglur Ingunn og að sjálfögðu á fólk ekki að taka þátt í afgreiðslum þegar nánir ættingjar eða aðrir þeim tengdir koma að málum. Um það snýst umræðan ekki lengur hvað varðar ríkissaksóknara. Hann hefur sjálfur lýst sig vanhæfan í heilum málaflokki. Það er óheyrt að maður lýsi sig vanhæfan vegna þess að hugsanlega komi til þess að mál tengd börnum hans komi ef til vill inn á hans borð. Það er mergurinn málsins.
Jón Magnússon, 12.6.2009 kl. 10:32
„Alþingi götunnar"? Dæmi um hroka! Joly er að vinna fyrir íslenskan almenning en ekki stjórnmálamenn eða Alþingi enda kom glöggt fram í viðtalinu við hana að það hafi ekki verið hlustað á kröfur hennar hingað til. Auk þess var það íslenskur almenningur sem gerði kröfu um að hún væri fengin til aðstoða við rannsóknina um bankahrunið. Hún hefur einnig meiri reynslu en þú í svona málum og þegar hún segir að Valtýr þurfi að víkja að þá er það á 100% faglegum nótum og ekkert annað. Hún vill alvöru rannsókn. Skilurðu?
Þórdís (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 12:52
Þórdís þegar ég tala um Alþingi götunnar þá hefur það ekki neitt með hroka að gera. Það er frekar að Eva Joly síni dómsmálaráðherra hroka með því að fara í Kastljós og gera þær kröfur sem hún gerir í stað þess að tala fyrst við dómsmálaráðherra og gera henni grein fyrir sjónarmðum sínum. Það heðfu verið eðlilegir umgengnishættir og að mínu viti mannasiðir, hvort heldur þessi kona er líkleg til afreka eða ekki það dæmi ég ekki um. Hrokinn er Evu Joly að koma svona fram við dómsmálaráðherra að mínu mati.
Jón Magnússon, 12.6.2009 kl. 16:18
Jón, ætlarðu að segja mér að Joly hafi aldrei sem sérstakur ráðgjafi Ólafs ráðlagt þetta? Eins og það hafi ekki verið hverjum manni ljóst sem horfði á þetta Kastjósviðtal að það hafi ekki verið hlustað á hana hingað til. Manneskjan var ekki einu sinni komin með skrifstofu! Fólkið í landinu var ánægt með hana nema einhverjir örfáir, það skiptir öllu. Enda er hún að vinna fyrir okkur almennu borgara þessa lands, ekki klíkurnar. Það eru tíðindi í sjálfu sér.
Joly var kurteis og hreinskilin og ekki með kjánalæti eins og t.d. Valtýr. Sagði bara nákvæmlega það sem þyrfti að gera til að rannsóknin gæti orðið árangursrík. Ef þú lest bókina hennar muntu sjá að hún er líkleg til afreka. Hún segir líka sannleikann.
kv.þórdís
Þórdís (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 19:48
Þórdís miðað við það sem hún sagði í Kastljósi þá hafði hún ekki rætt þetta við dómsmálaráðherra. Henni má vera ljóst að það þýðir ekki að ræða vanhæfi ríkissaksóknara við sérstakan saksóknara vegna bankahrunsins. Varðandi skrifstofuhald hennar þá hef ég talað um það fyrr að hún á að sjálfsögðu að fá skrifstofuaðstöðu hjá sérstökum saksóknara en það var annað sem stóð til eftir því sem mér skildist skv beiðni hennar og/eða aðstoðarmanns hennar. Ég gagnrýndi það á sínum tíma. Hún á að sjálfsögðu að vinna með sérstökum saksóknara og aðstoða hann.
Ég lýsti á sínum tíma yfir því að það væri gott að fá erlenda sérfræðinga hana þar á meðal. Hún er eins og sérstakur saksóknari og aðrir embættismenn að vinna fyrir stjórnvöld þessa lands, fólkið ef þú kýst að kalla það svo en hún er ekkert frekar að vinna fyrir fólkið heldur en sérstakur saksóknari eða dómsmálaráðhera svo dæmi séu tekin. Séu embættismenn ekki að vinna fyrir fólkið þá eru þeir að brjóta gegn starfsskyldum sínum. Það má ekki líðast.
Ég hef lesið bókina hennar og ég varð því miður fyrir ákveðnum vonbrigðum en það kemur vonandi ekki að sök og vonandi getur hún komið góðu til leiðar og skilað góðu starfi. En það breytir ekki því að hún verður að sýna fulla kurteisi hvort heldur ráðherrum eða fólkinu i landinu raunar eins og krefjast verður af öllum þ.m.t. mér og þér.
Jón Magnússon, 12.6.2009 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.