16.6.2009 | 17:51
Vond skuldastaða vegna ónýts gjaldmiðils.
Athyglivert er að heyra það frá fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að staða fyrirtækja og sveitarfélaga sé verri en staða heimilanna í landinu. Franek Rozadowzki fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann staðfesti að slæm skuldastaða íslenskra heimila sé vegna verðtryggðra lána og slæm staða fyrirtækja og sveitarfélaga sé vegna þess að þau tóku mikil lán í erlendum gjaldeyri sem hafa margfaldast við hrun krónunnar.
Afleit skuldastaða og jafnvel bankahrun er gjaldið sem við greiðum vegna tilraunarinnar til að setja íslensku krónuna á flot í byrjun þessara aldar í stað þess að tengjast fjölþjóðlegri mynt. Einnig vegna þeirra afglapa að keyra stýrivexti Seðlabankans upp fyrir alla stýrivexti annarsstaðar í okkar heimshluta. Það gerði íslensku krónuna að lottómynt sem hækkaði og hækkaði án nokkurra forsendu nema vegna innflæðis peninga m.a. vegna þess að það var svo hagstætt að taka erlend lán. Nú brenna fyrirtækin og sveitarfélögin á því vegna gengishruns krónunnar.
Íslensk heimili eru illa skuldsett vegna verðtryggingarinnar sem hækkaði og hækkaði lánin jafnvel þó að íslenska krónan væri á tímabili sterkasti gjaldmiðill í heimi vegna spákaupmennsku.
Íslenska þjóðin hafði aldrei efni á því að vera með vondan gjaldmiðil þegar annar betri var í boði. Það er vont að taka versta kostinn þegar góðir kostir eru í boði.
Forgangsverkefni í stórnun landsins er að taka upp fjölþjóðlega mynt. Tryggja eðlileg lánakjör sem eru sambærileg því sem gerist í nágrannalöndum okkar og tryggja að íslenskir neytendur geti keypt vörur á sambærilegu verði og fólkið í nágrannalöndum okkar. Þetta er forsenda viðreisnar efnahagslífs þjóðarinnar.
Stýra þarf skipinu af varfærni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 335
- Sl. sólarhring: 451
- Sl. viku: 5274
- Frá upphafi: 2425908
Annað
- Innlit í dag: 313
- Innlit sl. viku: 4867
- Gestir í dag: 308
- IP-tölur í dag: 293
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Sæll Jón.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort að þau sjónarmið sem koma fram í pistli þínum hér ofar standist. Líklega gera þau það að vissu marki. Það er t.d alveg rétt að hávaxtastefnan breytti krónunni í blöðru sem þandist út og hækkaði gengi hennar sakir innstreymis erlends lánsfár. Í raun voru þetta erlendar skammtímalántökur hagkerfisins í heild sinni.
Ég held samt að evruvæðing t.d árið 2000 hefði afskaplega litlu breytt um framvindu bankamálsins. Það er ansi margt sem bendir til að þeir hafi flaskað illa á vaxtarmódeli sínu og vanmetið heiftarleg aðstæður á erlendum mörkuðum. Ég held líka að við hefðum fengið alveg jafn magnaðar bólur í fasteignum og hlutabréfum eins og raunin varð. Jafnvel enn stærri sakir betri lánakjara. (Írland sem hliðstæða)
Það er gaman að velta þessu fyrir sér en vitaskuld erfitt að rökstyðja hver niðurstaðan hefði orðið. Ég held að hún hefði orðið afar svipuð og sú sem við erum í núna.
Kv.
Ólafur Eiríksson, 16.6.2009 kl. 18:27
Algerlega sammála þér Jón. Það er ekki oft sem ég get verið sammála mínum gamla flokki þessa dagana, en þú átt nú varla heima þarna heldur...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.6.2009 kl. 20:12
hugsaðu þér !
Þetta eru mennirnir sem íslensk þjóð þarf að stóla á til að að komast út ur ógöngunum. Tala niður krónuna. Ekki er mikil skilningur þessa manns á efnahagslífi.
Eggert Guðmundsson, 16.6.2009 kl. 21:46
Jón, ég skil ekkert í þér að atyrða krónuna. Hún er ekki sökudólgurinn í vondri stöðu efnahagsmála íslendinga.
Það skiptir ekki máli hvað gjaldmiðillinn heitir ef fjármálastjórn er ónýt. Þetta er eins og að kenna hamrinum um marið á þumalfingrinum.
Haukur Nikulásson, 16.6.2009 kl. 22:37
Ólafur það eru í sjálfu sér spurningar sem nú eru fræðilegs eðlis að velta því fyrir sér hvað hefði gerst hefðum við verið með Evru. Ég hef ekki litið til þess að það sé endilega besti kosturinn fyrir okkur. En hefðum við verið með Evru þá er samt ljóst að staðan væri önnur en hún er í dag. Í fyrsta lagi þá hefðu heimilin og fyrirtækin ekki farið jafn illa út úr hruninu og raun ber vitni. Skuldir þeirra hefðu lækkað í raun í verðbólgu en ekki hækkað við gengishrun og hækkun verðbóta (verðbætur hefðu ekki verið ef hér hefði verið fjölþjóðlegur gjaldmiðill) Síðan á eftir að fá þá sögu sagða með hvaða hætti stórir aðilar þ.m.t. íslenskir bankar spiluðu á þessa örmynt, íslensku krónuna. Alla vega var það ansi dýru verði keypt að vera með krónuna.
Jón Magnússon, 17.6.2009 kl. 00:29
Hafsteinn þakka þér fyrir eigum við ekki að gera hann að flokknum sem við eigum báðir heima í .
Jón Magnússon, 17.6.2009 kl. 00:30
Eggert þegar talað er um staðreyndir þá þýðir það ekki að verið sé að tala niður krónuna. Þetta hefur alltaf verið viðkvæðið í þjóðmálaumræðunni þegar bent hefur verið á staðreyndir varðandi hættuna við að vera með örmynt eins og íslensku krónuna á floti í ólgusjó alþjóðlegs efnahagslífs og spákaupmennsku.
Jón Magnússon, 17.6.2009 kl. 00:32
Krónan er í sjálfu sér tæki Haukur og þjóðir eiga aldrei að fara í ástarsamband við slík tæki heldur vera tilbúnar til að skoða málin út frá hagsmunum sínum hverju sinni. Því miður var krónan vont tæki og flotið vond aðferð. Fjármálastjórnin hefði ekki getað verið jafn hörmuleg og hún var hefðum við verið með belti fjölþjóðlegs gjaldmiðils.
Haukur þú veist það jafn vel og ég að það er sitthvað að vinna með vondum hamri eða góðum.
Veltu því fyrir þér af hverju við getum ekki verið með sömu lánakjör og annarsstaðar í okkar heimshluta. Getur þar verið nokkru öðru um að kenna en gjaldmiðli sem getur ekki gegnt því hlutverki að gilda í öllum viðskiptum heldur þarf að hafa hækju sér við hlið í lánaviðskiptum. Hækja krónunnar heitir vísitala neysluverðs til verðtryggingar.
Veltu því líka fyrir þér af hverju íslenska krónan var langsterkasti gjaldmiðillinn í okkar heimshluta í tvö ár meðan jöklabréfin streymdu inn i landið og á sama tíma var verið að kyrkja íslenskar framleiðslugreinar. Við vorum nr. 1 á lista The Economist yfir vitlausast skráðangjaldmiðil að því er mig minnir bæði árin 2006 og 2007 í Big Mac útreikningnum þeirra. Vond efnahagsstjórn, vissulega en vond tæki líka
Jón Magnússon, 17.6.2009 kl. 00:40
Hvað er nýtt í þessari greiningu þessa spekings? Þaetta hafa allir séð í hendi sér. Er það orðið agenda IMF að þvæla okkur inn í Eu?
Ég held að þetta glæpakartell ætti að halda sig til hlés. Þeir eru hér til að þjóna hagsmunum fjölþjóðarisa og bankstera. Ég vil heldur búa í torfbæ í 20 ár en að reiða mig á þessa hunda.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.6.2009 kl. 01:13
Það er nefnilega ROSALEGT að heyra IMF benda á þá sorglegu staðreynd að flest okkar BÆJARFÉLÖG eru á HAUSNUM - þessir "IceSLAVE samningar" eiga bara eftir að gera "illt mun vera" - þjóðar ógæfa hversu "lélega & spilta stjórnmálamenn við eigum" - svo ber okkur því miður ekki gæfa til að virkja okkar hæfast fólk, hvorki í stjórnmálum eða viðskiptum almennt - því var augljóst að illa myndi fara fyrir okkur - það fer bara HROLLUR um mann - eigum við að VONA það besta & búast við því versta?
kv. Heilbrigð skynsemi sem lítur ávalt upp til félaga Jóns....
Jakob Þór Haraldsson, 17.6.2009 kl. 01:16
Kæri Kristján.
Þú hefur sjálfur mælt fyrir frumvarpi á þingi um afnám flotgengisstefnu. Ég veit ekki hvort þú ert að reyna að hljóma vitgrannur í þessari grein til að fá umræður en það lítur þannig út fyrir mér. Þú ert greindari enn þetta blogg það er ég nú nokkuð viss um.
Orðræða þín stenst ekki hagfræðileg rök. Varðandi verðtrygginguna segir þú.
Veltu því fyrir þér af hverju við getum ekki verið með sömu lánakjör og annarsstaðar í okkar heimshluta. Getur þar verið nokkru öðru um að kenna en gjaldmiðli sem getur ekki gegnt því hlutverki að gilda í öllum viðskiptum heldur þarf að hafa hækju sér við hlið í lánaviðskiptum ? Hækja krónunnar heitir vísitala neysluverðs til verðtryggingar.
Að segja það að verðtrygging sé hækja krónunnar er algjör fyrra. Þú verður að endurskoða það minn kæri vinur. Ef þú ætlar ekki að hljóma eins og kelling í Samspillingunni þá er best þú hlustir aðeins betur á konu eins og Eygló í framsókn. Þó að ég sé enginn framsóknarmaður þá skil ég sannleikann þegar ég heyri hann og þessi grein þín hér fyrir ofan er ekki rökrétt. Við trúum því enn að fullyrðing sé annaðhvort sönn eða fölsk.
Verðtrygging hefur engan hagfræðilegan ávinning fyrir krónuna eða gengi krónunnar eða verðstöðuleika. Verðtrygging er hækja fjármálastofnanna, stjórnmálamanna og fjármagnseigenda. Sem nenna ekki að leggja á sig þá uppbyggingarvinnu sem þarf, tilað öðlast sterkann efnahag.
Það vita það allir hagfræðingar sem ekki eru á kaupi hjá kröfuhöfum að verðtrygging gerir hagkerfinu meiri skaða en gagn.. verðtrygging er hækja fjármálastofnanna og gróðamaskína kröfuhafa.
Þessi orðræða um að vaxtakjör séu hærri hér út af krónunni er algjör þvæla...vaxtakjör á krónunni er vegna of mikil framboðs af fjármagni á markaði sem hækkar svo verð. Peningamagn í umferð hefur verið of mikið miðað við rauverulega verðmætasköpun á Íslandi og það er orsökin. Við eyðum um efni fram í gegnum útlán sem fara að of litlu magni í verðmætasköpun.
Áður en jöklabréfin komu til sögunnar var krónan á fínu róli. Meira að segja flotgengisstefnan var eiðlögð. Með gengismunagróðafíkn. Erlent fjármagn flaut hér um allt og seðlabankinn hafði engin tök á innflæði peninga eða nokkrum samningum sem snéru að gengisstöðugleika. Að kenna krónunni um þessi ósköp er algjör geðveiki og þvílík ábyrgðarfyrra að það er ekki einu sinni fyndið.
Það er samt eitt sem við erum sammála um að vaxtakjör eru of há og þurfa ekki að veras vona há.
Vilhjálmur Árnason, 18.6.2009 kl. 16:36
Vilhjálmur ég veit ekki hvaða Kristján þú ert að ávarpa. Við virðumst greinilega sammála um að verðtrygginguna eigi að afnema en erum hins vegar ekki sammála um að vaxtakjör séu hér verri vegna krónunnar. Það er nú þannig að þeir hagfræðingar sem ég hef heyrt tala um málið hafa allir nefnt það sérstaklega enda eðlilegt þegar áhættutakan er skoðuð. Krónan var aldrei í lagi og flotstefnan var aldrei í lagi. Jöklabréf og stöðutaka var það sem búast mátti við í minnsta myntkerfi í heimi við svona aðstæður. Þannig að ég stend við allt sem ég sagði Vilhjálmur og tel það rétt og satt.
Jón Magnússon, 18.6.2009 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.