Leita í fréttum mbl.is

Þjóðin hefur eignast sinn Hamlet.

Að vera eða vera ekki sagði Hamlet Danarins í samnefndu leikriti helsta skáldjöfurs Breta. Nú hefur íslenska þjóðin eignast sinn Hamlet í líki félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar. Fyrir nokkrum dögum sagði hann að engar sérstakar ráðstafanir yrðu gerðar vegna skulda heimilanna í landinu en í dag er haft eftir honum að gerðar verði aðgerðir til að hjálpa skuldsettum heimilum og einstaklingum.

En allt er þetta flókið og þarf að fara í flókið ferli umræðustjórnmála Samfylkingarinnar. Lá ekki ljóst fyrir í október 2008 að það þyrfti að leiðrétta þá skuldaholskeflu sem lenti á fólki vegna gengishruns og verðtryggingar. Þannig að fólk væri með svipuð lánakjör og fólk í nágrannalöndum okkar. Það á ekki að gera neitt meira. En það er einmitt þetta sem þarf að gera. Koma lánamálum einstaklinga og fyrirtækja í það horf sem gengur meðal siðmenntaðra þjóða.

Hamlet dagsins í dag félagsmálaráðherra segir á miðvikudegi við gerum ekki neitt varðandi skuldir heimilanna. En á laugardegi segir hann við munum gera eitthvað til aðstoðar skuldsettum heimilum.

Er batnandi mönnum best að lifa eða er þetta örvæntingarfullt útspil vegna þess hvað óvinsæl fyrri ummæli félagsmálaráðherra voru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Árni er nú ekki eini Hamlet á Alþingi.  Hver flokkur hefur sinn Hamlet, sumir fleiri en einn!

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.8.2009 kl. 11:42

2 identicon

Já það er ekkert vit í honum Árna, Þórólfur virðist hafa fengið genin:).

sandkassi (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 21:24

3 identicon

Þetta er dæmi um enn einn Samfylkingar rugludallinn.

Birgir Rúnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 22:37

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Já hin gamla tækifærismennska gamla Alþýðuflokksins hefur gengið í endurnýjun lífdaga.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.8.2009 kl. 01:22

5 identicon

Þar kom að því að hann vakmaði.

Það er leitun á slíkum rugludalli sem Árna Páli Árnasini, það sem maðurinn hefur látið út úr sér í viðtölum, gefur mér allavega til kynna að hann sé gjörsamlega veruleikafyrrtur, og ætti þar með ekki að gegna því embætti sem hann nú situr

Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 678
  • Sl. sólarhring: 928
  • Sl. viku: 6414
  • Frá upphafi: 2473084

Annað

  • Innlit í dag: 615
  • Innlit sl. viku: 5843
  • Gestir í dag: 590
  • IP-tölur í dag: 577

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband