Leita í fréttum mbl.is

Af hverju var þingmaðurinn í boði MP banka?

Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður var í matarboði MP banka áður en hann hélt niður á Alþingi og fór ítrekað ölvaður í ræðustól Alþingis.

Sigmundur Ernir er ekki fyrsti þingmaðurinn sem fer í ræðustól Alþingis undir áhrifum áfengis en vonandi sá síðasti.  Í sjálfu sér gæti þingmaðurinn viðurkennt að hafa verið ölvaður og beðist þing og þjóð afsökunar á því. En það er annað verra.

Í fyrsta lagi þá segir þingmaðurinn ítrekað ósatt.  Hann sagði ósatt þegar hann sagðist ekki hafa drukkið áfengi. Í öðru lagi þá segir hann ósatt þegar hann segist ekki hafa fundið til áfengisáhrifa þegar hann hélt ræðu sína á Alþingi. Það duldist engum sem á horfði að maðurinn var sauðdrukkinn þegar hann hélt ræður sína í umrætt sinn. Það er betra fyrir þingmanninn að viðurkenna það því þá veit þjóðín að hann var fullur en er ekki svona heimskur.

Annað situr þó eftir sem er jafnvel enn umhugsunarverðara. Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður var í boði MP banka á golfmóti og í kvöldverði. Hverjum var boðið og af hverju? Hafa verður í huga að MP banki á töluvert undir ríkisvaldinu varðandi starfsemi sína á næstunni. Var fleiri þingmönnum og ef til vill ráðherrum boðið? 

Þingmaðurinn getur viðurkennt að eiga við áfengisvandamál að stríða og tekið á því og væri þá maður að meiri. Hann ætti auk þess að biðjast afsökunar á því að reyna ítrekað að ljúga að þjóðinni.

En það sem eftir stendur er það að hann verður að gefa þjóðínni fullnægjandi skýringu af hverju hann var í boði MP banka og er það rétt sem hefur flogið fyrir að hann hafi einnig þegið nýlega viðgjörning af hálfu 365 miðla ehf. alias Rauðsól ehf.?

Það að mæta ölvaður í vinnuna er virðingarleysi fyrir því starfi sem menn gegna og virðingarleysi fyrir samstarfsfólki sínu.  Þó það hafi áður gerst að þingmenn hafi verið undir áhrifum í ræðustól Alþingis þá á það ekki að líðast og ég velti því fyrir mér þegar ég horfði á Forseta Alþingis í forsetastól af hverju forseti greip ekki inn í atburðarrásina þegar henni varð ljóst að þingmaðurinn var sauðdrukkinn. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis skuldar þjóðinni skýringar á því. Ástand þingmannsins gat ekki hafa farið framhjá henni og henni bar að gera athugasemd úr forsetastól þó að þingmaðurinn sé í Samfylkingunni eins og forseti Alþingis. 

En Sigmundur Ernir reynir og reynir að segja þjóðinni að þetta hafi ekkert verið eða eins og einu sinni var kveðið.

Líf mitt er fjölmiðlaleikur

og langoftast brosi ég keikur

En mér brá er ég sá

Þá ég birtist á skjá

Svona blind ösku þreifandi veikur.

 


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrúturinn mótmælir orðalaginu "sauðdrukkinn". Þetta er vanvirðing við búfé þessa lands, sem veita dýra best, að þetta snýst bara um "y" og "s": Annað hvort neyta menn áfengis EÐA neita áfengi! Me,me....

hruturinn (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 16:39

2 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Að minnsta kosti frítt á völlinn og svo frítt

brennivín, þarf meira svo að þingmaðir láti sjá sig ?

Svo er stóra spurningin, ók þingmaðurinn drukkinn alla leið niður á þing til að  bulla fullur ?

Þessu verður löghlýðinn þingmaður að svara.

Birgir Rúnar Sæmundsson, 26.8.2009 kl. 17:56

3 identicon

Ég held það sé hvorki hægt að ræða Ice-Save klúður Sjálfstæðisflokksins og skuldirnar sem við, þjóðin, þurfum að greiða fyrir heimsku þeirra ógrátandi eða óvímaður.

Ég skil þingmanninn vel en tel að mistök hans hafi helst verið sú að drekka ekki daginn áður og strax eftir umræðuna.

Það gerði hann ekki og á því að segja af sér.

Síðan þarf að lögsækja þá sem neyða almenning og einstaka þingmenn til ofdrykkju sökum Ice-Save skuldahalans.

Það má byrja á þeim Davíð Oddssyni, Sigurjóni bankastjóra og Kjartani Gunnarssyni.

Ps. Annars held ég að þetta sé gott dæmi um að Alþingi endurspegili þjóðina og þjóðarsálina.  Þarna eru dæmdir þjófar, fjármálaóreiðumenn og fyllibittur.  

Gæti ekki verið betra.

Svona er Ísland í dag og þess vegna er Ísland eins og það er.

Góðar stundir

Renegade (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 19:20

4 Smámynd: HR

Það hlýtur að vera alvarlegt ef maður mætir í vinnu drukkinn. Það þarf að taka hart á svona brotum. Ef lögreglumaður mætti ölvaður til vinnu, skurðlæknir.....!

Við erum að stóla á að alþingismenn vinni vinnu sína og eru að fjalla um ICESAVE málið sem ég hélt að væri mikilvægt mál.

Bananalýðveldi er rétta orðið.

HR, 26.8.2009 kl. 22:10

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

~Verra vinzdra veimiltítlupakkið vínzötrandi vælir...~

Öngvinn minnizt á þá fráfæru að Zimmi var ekki í vinnunni zinni þegar hann fór í golfpartíið hjá MP fjárfeztíngarbanka & fékk zér tvo í tána, mætti á þingið hífaður & hrezz, alla vega nægjanlega lítt til eftirztöðva að hann náði að mæta í annað golfpartí daginn eftir, hjá 365, fyrirtæki sem að 'rak' hann snemmárz.

Mikið ózkaplega hlýtur nú að vera meira gaman að zpila golf í dag en þá þegar ég lamdi þá krínglóttu með 'Píngi'...

Steingrímur Helgason, 27.8.2009 kl. 00:26

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Jón.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.8.2009 kl. 01:16

7 identicon

„Það er betra fyrir þingmanninn að viðurkenna það því þá veit þjóðín að hann var fullur en er ekki svona heimskur.“

Öl er innri maður.

Steinar (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:34

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAð er svo, að mínu mati, að JET settið í samfó, ÁRni ,,spegill", Dagur ei meir og allmargir aðrir áberandi menn innan Samfó, vilja vera þar sem ,,fína" fólkið er og ekki skemmir, að hafa veitingar, bæði í mat og drykk, áfengum eða óáfengum, við hendina.

Það er eitthvað svo voða Continental, að standa með márétti og snarl glas og viðeigandi og tala yfirborðslega og þykjast spakvitur.

Þú kannast við manngerðina af langri viðkynningu við mis uppbyggilegt lið á pólitískum og öðrum ferli.

Við hin, sem ekki nennum, þessu og afsökum okkur (oftast vegna vinnu eða annarra anna) lítum með vorkunar svip á liðið og þökkum fyrir að þurfa ekki að auglýsa okkur svona mikið en vera okkur sjálfum nóg og halla okkur að félögum sem ekki eru í fjölmiðlum og undir kastljósi. :-)

Mibbó 

Bjarni Kjartansson, 27.8.2009 kl. 11:31

9 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það sem mér finnst verst í þessu öllu saman, er ekki endilega það að SER skuli hafa logið að þjóðinni, heldur hitt að það virðist vera viðtekin venja hjá stjórnmálamönnum að iðka þá íþrótt ótæpilega.

Ég er þér hjartanlega sammála Jón að það er óásættanlegt að menn skuli stíga í ræðustól Alþingis undir áhrifum áfengis, eða annarra vímuefna ef því er að skipta.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.8.2009 kl. 14:00

10 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Kærar þakkir fyrir þennan pistil.

Þú orðar svo vel það sem aðrir eru að hugsa um.

Takk fyrir það.

Vertu Guði falinn og allt þitt hús.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 27.8.2009 kl. 15:27

11 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Halldóra ég vona að þetta sé rétt  hjá þér og þakka þér fyrir heillaóskirnar.

Jón Magnússon, 27.8.2009 kl. 18:18

12 Smámynd: Jón Magnússon

Það er líka óásættanlegt Tómas að stjórnmálamenn skuli þiggja svona boð endalaust. Æ skal jú gjöf til gjalda. Hvaða fyrirtæki skyldu annars hafa borgað prófkjör Sigmundar Ernis?

Jón Magnússon, 27.8.2009 kl. 18:19

13 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég tek undir þessar skoðanir þínar Jón, hitt vildi ég bara benda á einnig að stjórnmálamönnum virðist vera það tamt að ljúga og þeir komast upp með það.  Auðvitað eru til undantekningar, en ég tal að það séu jú bara undantekningar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.8.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 675
  • Sl. sólarhring: 925
  • Sl. viku: 6411
  • Frá upphafi: 2473081

Annað

  • Innlit í dag: 612
  • Innlit sl. viku: 5840
  • Gestir í dag: 587
  • IP-tölur í dag: 574

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband