Leita í fréttum mbl.is

Eignirnar brenna upp á verðbólgubálinu.

Gengishrun og bankahrun í lok árs 2008 kallaði á aðgerðir ríkisstjórnar strax. Úrræði ríkisstjórnar Geirs H. Haarde í þeim málum voru engin.  Sú ríkisstjórn splundraðist rúmum 100 dögum eftir hurnið. Nú hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur verið við völd í rúma 200 daga og úrræði hennar eru engin.

Félagsmálaráðherra talar eins og véfrétt um að eitthvað þurfi að gera en hann veit ekki hvað. Aðrir ráðherrar vita heldur ekki hvað á að gera.

Lausnin er einföld. Við eigum að byggja upp lánakerfi sem er sambærilegt og samskonar og í öðrum löndum í okkar heimshluta. Afnema verðtryggingu það er forgangsatriði. Strax við hrunið átti að frysta verðtrygginguna og gengislánin með neyðarlögum um lánamál.  Það er enn meira aðkallandi nú og verður að gera. Með því yrðu lánamálin færði í svipað horf og í nágrannalöndunum.

Í öllum löndum í okkar heimshluta hjálpar verðbólgan til að leysa vanda skuldsetts fólks en hér er hún versti óvinur skuldara. Óðaverðbólgan sem hér hefur verið nú 10% brennir upp eignir fólksins. Verðbólgan í verðtryggingarþjóðfélaginu er eins og þjófur sem er alltaf til staðar og stelur eignunum þínum. 

Ríkisstjórn sem áttar sig ekki á að það verður að vera virkur sterkur gjaldmiðill og lánakjör eins og gerist í okkar heimshluta er ekki fær um að vera við völd. Hún skilur ekki ætlunarverk sitt. Sama gegnir raunar um alla stjórnmálamenn sem átta sig ekki á því að lengra verður ekki haldið á braut verðtryggingar og hávaxtastefnu allt til að vernda ónýtan gjaldmiðil.

Geta ráðamenn ekki vaknað þegar lán venjulegrar fjölskyldu hækka um hundruð eða hundruðir þúsunda við hver mánaðarmót.

Þjóðfélag sem líður svona gegndarlaust óréttlæti getur ekki staðist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta virðist loksins vera að ná einhverjum hljómgrunn en við eigum langt eftir. Ég var fyrir vonbrigðum að Bjarni Ben og Xd skuli ekki leggja sig í lið með þeim sem vilja ná fram Frumvarpinu um betri stöðu skuldara í  gegn. Sjá:

http://www.visir.is/article/20090824/FRETTIR01/626593687

Eftir frí verðum við að ná samstöðu um þetta, þá loksins fara fram ábyrgar og réttlátar lánastefnur.

Haraldur Haraldsson, 27.8.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 492
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband