Leita í fréttum mbl.is

Hvar er utanríkisþjónustan?

Frá því að efnahagshrunið varð þ. 6.október fyrir tæpum 11 mánuðum hef ég velt því fyrir mér hvað utanríkisþjónusta Íslands væri og hvað hún væri að gera til að kynna málstað Íslands sem best og koma sjónarmiðum okkar til skila.   Niðurstaðan virðist vera að utanríkisþjónustan hefur nánast ekki gert neitt. Spurningin er hvort það er ríkisstjórninni eða utanríkisráðherra að kenna vegna þess að engin stefna hafi verið mótuð um að nýta utanríkisþjónustuna eða hvort sú utanríkisþjónusta sem við erum með hafi ekki burði til að sinna þessu verkefni.

Frá aldamótum hefur sendiráðum Íslands fjölgað jafnt og þétt og jafnframt starfsfólki í utanríkisráðuneytinu. Hvaða þjóðhagslega þýðingu hefur það haft? Er niðurstaðan sú að þessi flottheit hafa bara aukið útgjöld þjóðarinnar og álögur á skattborgarana.  Skyldi ríkisstjórnin ætla að gera eitthvað í málinu eða er e.t.v. brýnna að loka sjúkrastofnun í sparnaðarskyni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'Eg hefði vilja gera athugasemd á AMX en það virðist ekki vera almennileg fréttaveita engar athugasemdir leyfðar. Bara áróðurspési FLOKKSINS. Það er slæmt þegar menn eru hættir að kannast við krógann.Reyndar varst þú ekki í FLOKKNUM á þessu tímabili en villt verja það sem aflaga fór.

Það var margt gert til að létta undir fyrir peningaöflin á þessu tímabili, allt frá skattaumhverfi til lagaramma sem unnið skildi eftir.

Það var undirbúinn jarðvegur fyrir hrunið ár eftir ár markaðurinn átti að stíra sér sjálfur, innherjaviðskifti voru talin eðlileg.

Einkavæðingin er ein undirstaða fyrir því hvernig komið er fyrir þessari þjóð.

Með vilja var eftirlitsumhverfið haft veikt, það mátti jú ekki hefta þessa snillinga.

FLOKKURINN sem ég kaus lengi vel ber alla ábyrgð á þessu mistök á mistök ofan.

En ég er sammála þér með verðtrygginguna, en það átti að gera fyrir 5-7 árum síðan og hver réði þá.

Það fannst einfaldlega ekki vilji til þess hjá þeim sem áttu peningana.

Bara dæmi um sjúkleika þess þerfis er innkoma bankanna, þeir dældu inn peningum til íbúðakaupa , og höfðu ekkert þak lánsfjárupphæð sem þrísti stöðugt upp verðlagi og verðbólgu um leið.

Og hverjir græddu svo á verðbólgunni , jú þessir sömu bankar.

Mjög pervert kerfi.Það er asnalegt að ræða þetta hérna hefði helst viljað setja þetta framm undir þinni grein.

Arthur

Arthur Páll Þorsteionsson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eftir höfðinu dansa limirnir.

 Varla getum við ætlast til þess að utanríkisþjónustan hafi vit fyrir stjórninni. 

Sigurður Þórðarson, 1.9.2009 kl. 16:24

3 identicon

Þetta eru þarfar umræður.

Hver eru aðal-atriðin og auka-atriðin í stóru heildar-myndinni?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 10:02

4 Smámynd: Jón Magnússon

Arthur þú getur alltaf skrifað mér á netfangið mitt ef þú vilt og ég mun svara þér. Það sem þú nefnir er margt rétt en þar skilur fólk ekki á milli þess sem var stjórnmálastefna eins stjórnmálaflokks og almenns regluverks í fjármálageiranum eins og það var ákveðið í okkar heimshluta og við tókum upp. Ég gagnrýndi það allt frá 2002 þá löggjöf sem sett voru um fjármálastarfsemina og fannst hún allt of slök. En þessar umræður eiga tæpast við hér en ég bendi þér á netfangið mitt jm@nu.is

Jón Magnússon, 2.9.2009 kl. 10:46

5 Smámynd: Jón Magnússon

Aðalatriðið er það sýnist mér Jón að utanríkisþjónustuna þarf að skipuleggja frá grunni.

Jón Magnússon, 2.9.2009 kl. 10:47

6 identicon

Ekki gréti ég það ef nú yrði skorið duglega niður í utanríkisþjónustunni. Bónusinn yrði þá líka sá að þar með drægi úr áhrifavaldi eins getulausasta stjórnmálamanns landsins, Össurar nokkurs.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 11:34

7 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Össur telur að Utanríkisþjónustan sé Ferðaþjónusta Sendiherra !

Sem brátt verður Ferðaþjónustan, Hraðferð Reykjavík/Brussel.

Blessaður ráðherran hefur ekkert gert af viti, og steininn tók úr er hann skundaði skömmustulegur með EBE ánauðar beiðnina til Svíþjóðar, afar hreikinn.  Og taldi sig auðvitað hafa unnið afrek. Honum færi betur að reyna að selja eitthvað af þessu eigna dóti erlendis og fækka fínimanna stöðunum.

Inn í EB megum við alls ekki fara, orðið ónýtt batterí, sem er undir þrælastjórn Breta !

Birgir Rúnar Sæmundsson, 2.9.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 690
  • Sl. sólarhring: 717
  • Sl. viku: 5629
  • Frá upphafi: 2426263

Annað

  • Innlit í dag: 642
  • Innlit sl. viku: 5196
  • Gestir í dag: 596
  • IP-tölur í dag: 565

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband