Leita í fréttum mbl.is

Mannréttindabrot í boði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur

Í athyglisverðri grein sem Þorvaldur Gylfason skrifar í Fréttablaðið í dag segir hann m.a. "Mannréttindabrotin halda áfram í boði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eins og ekkert hafi í skorist."

Í því sambandi vísar Þorvaldur til þess að ókeypis kvótaúthlutanir til sumra voru talin mannréttindabrot af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna en hvorki fyrri ríkisstjórn né ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur gert neitt til að koma á mannréttindum í landinu og greiða þeim bætur sem Mannréttindanefndin sagði að ættu rétt á bótum.

Meðan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gerir ekkert til að breyta reglum um fiskveiðar til að koma í veg fyrir mannréttindabrot þá bendir allt til þess að ríkisstjórnin ætli að hafa fiskveiðistjórnarkerfið óbreytt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Jón, Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki lengur lögsögu eða ráðstöfunarvald yfir Auðlindinni.

Eignarhaldið og ráðstöfunarréttur er í höndum veðhafanna þ.e.

Þýskra Banka.  Íslensku Kvótagreifarnir eru stærstu Landráðamennirnir í Hruninu stóra.

Það kæmi sér vel fyrir þjóðina að "EIGA baktryggingu gjaldmiðilsins"

krónunnar, á þurru við þessar aðstæður sem uppi eru, eftir hrun.

Að minnsta kosti væri krónan sterkari og þjóðin héldi eignum sínum í auðlindaformi, sem er höfuðatriði, hvað svo sem LJÚ segir.

Birgir Rúnar Sæmundsson, 10.9.2009 kl. 13:03

2 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður Birgir þá virðist þetta allt stefna í óefni.

Jón Magnússon, 10.9.2009 kl. 13:40

3 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þessi leyndóstjórn (leyndó-óstjórn) verður álíka snögg að afnema mannréttindabrot kvótakerfisins og að reisa skjaldborgina frægu um heimili landsins.

Þú mátt til með að birta Útvarps Sögu-pistlana þína hér á blogginu þótt langir og góðir séu.

Sverrir Stormsker, 10.9.2009 kl. 19:26

4 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Áskorun til Ríkisstjórnar !

SEM allra fyrst, helst á morgun, takið alla mögulega peninga til að leysa út veðin í Þjóðar Auðlindinni fiskinum í sjónum. Takið auðlindina til eignar þjóðarinnar strax, þrátt fyrir ámátlegt væl LJÚ. Til að hjálpa ykkur, ef þið vitið ekki um peninga til þess, takið/fáið lán hjá öllum lífeyrissjóðum landins til þess. Ef ekki með góðu þá með lagaboði. Það ríður á að vera snöggir að þessu núna ! Ekkert HIK

Birgir Rúnar Sæmundsson, 10.9.2009 kl. 21:20

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Sverrir. Þeir eru ansi langir til að birtast á bloggsíðum en það eru nokkrir sem taka þá upp. AMX hefur t.d. birt mikið af þeim. En þessi ríkisstjórnin er ekki að standa sig.

Jón Magnússon, 10.9.2009 kl. 22:05

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir það Birgir en þarf að taka einhverja peninga?

Jón Magnússon, 10.9.2009 kl. 22:06

7 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Nýtt kerfi Jón, nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi sem virkar. Það er lausnin. Það þarf ekki mikla peninga í það eins og þú veist, bara vilja þeirra sem stjórna. Ég er farinn að halda að sá vilji sé því miður ekki fyrir hendi. Ég held að það viljaleysi sé því miður vegna skilningsleysis ráðamanna á núverandi kerfi og hvað það er búið að leiða af sér og hvað það heldur áfram að leiða af sér. Sem er dapurlegt þar sem um er að ræða stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar.

Þórður Már Jónsson, 11.9.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 26
  • Sl. sólarhring: 819
  • Sl. viku: 5762
  • Frá upphafi: 2472432

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 5250
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband