Leita í fréttum mbl.is

Ekki benda á mig

steingrimurjSteingrímur J. Sigfússon hefur notað sér ofangreind orð úr ljóði Bubba Morthens, ekki benda á mig.

Japanskir fjárfestar beindu formlegu erindi um fjárfestingar hér á landi til fjármálaráðuneytisins í febrúar s.l. þegar Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra. Erindið týndist í meðförum ráðuneytisins í rúmt hálft ár og Steingrímur vísar ábyrgðinni algjörlega frá sér og helst á honum að skilja að þetta sé á ábyrgð fyrrum fjármálaráðherra af því að Japanirnir komu fram óformlegri beiðni í tíð fyrri ríkisstjórnar og var þá sagt að beina formlegu erindi til ráðuneytisins síðar.

Það hefði verið meiri mannsbragur af því fyrir Steingrím J. Sigfússon að viðurkenna að mistök hefðu verið gerð í ráðuneytinu í hans ráðherratíð og gera sitt til að upplýsa það af hverju þessi mistök voru gerð. Það hvarflar ekki að mér að Steingrímur J. Sigfússon hafi persónulega klúðrað einhverju í málinu en einhver gerði það.

Það er alvarlegt mál þegar sterkir fjárfestar vilja koma til landsins og fjárfesta og þeim er ekki svarað. Uppbygging atvinnulífs og leiðin út úr kreppunni liggur m.a. í því að sterkir erlendir fjárfestar séu tilbúnir til að leggja fé í rekstur hér á landi. Þess vegna ganga svona vinnubrögð ekki.

En meðal annarra orða þá ber ráðherra ábyrgð á því sem gerist í ráðuneyti hans. Þó Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki persónulega klúðrað neinu þá gerðist það í hans ráðherratíð og hann ber ábyrgð og hann á að axla ábyrgð á því í stað þess að fara undan í flæmingi og ía að því að aðilar sem kemur máið ekki við beri ábyrgðina sem ráðherrann ber sjálfur og enginn annar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Klúður hjá honum svo sannarlega, en maður hlítur að spyrja hvort fyrri valdherrar hafi reynt að koma þessu á framfæri eða hentu þessu bara undir stól

Arthur Páll Þorsteinsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Jón Magnússon

Klúðrið er líka það að hann skuli ekki axla þá ábyrgð sem hann ber.

Jón Magnússon, 12.9.2009 kl. 23:37

3 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Þetta gerðist í tíð Árna Matthisen en ekki Steingríms. bara hafa það sem sannara reynist.

Árni Björn Guðjónsson, 13.9.2009 kl. 10:33

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það sem sannara reynist Árni er einfaldlega það að formlegt erindi frá Japönunum barst ekki til ráðuneytisins fyrr en í ráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar. Á það er ég að benda í bloggfærslunni minni og það var það sem kom fram í þeirri frétt sem ég var að vísa til.

Jón Magnússon, 13.9.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband