Leita í fréttum mbl.is

Það á að afnema gjaldeyrishöftin

Gjaldeyrishöftin voru mistök frá upphafi.   Á þeim tíma sem þau voru sett þá óttuðust stjórnvöld stóra gjalddaga jöklabréfa, en sá ótti var í raun ástæðulaus. Ekki hefði skipt máli þó að þeir sem áttu innistæður í jöklabréfum  hefðu á sínum tíma fengið greitt í verðminni krónun. 

Ísland er það land í heiminum sem byggir hvað mest á erlendum viðskiptum, innflutningi og útflutningi.  Að setja á gjaldeyrishöft var því afar óeðlileg ráðstöfun og viðhald gjaldeyrishaftanna er röng stefna. Afleiðingin er sú að gjaldeyrir skilar sér ekki og erlendir fjárfestar halda að sér höndum.

Talsmenn ráðstjórnarirnnar með Seðlabankastjórann sem var aðstoðarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar þáverandi fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins gamla, segir það hins vegar fífldirfsku að afnema gjaldeyrishöftin og hótar harðari refsingu fyrir brot á haftastefnunni.

Þannig er það alltaf undir ráðstjórn. Höftin festast í sessi og þeim verður að viðhalda með stöðugt hraðari refsingum og meira eftirliti. Er ekki betra að feta brautina til frelsis í gjaldeyrisviðskiptum?


mbl.is Eftirlit með gjaldeyri hert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér, það á að afnema höftin, gjaldeyrir skilar sér ekki til landsins og þetta myndi auðvelda mjög brautina að betra hagkerfi.

Valgerdur Runars (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 08:45

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Er okkur treystandi Jón - það virðist ekki vera gæfulegt sumt það fólk hjá Seðlabankanum sjálfum samanber síðasta útspil þessa Magnúsar nokkurs.

Auðvitað væri best að hafa þetta opið svo flæði viðskipta sem og fjármagns væri í norminu eða sem næst því, veit bara ekki hvort svo mörgum í viðskiptalífinu sé treystandi í dag ?

Jón Snæbjörnsson, 14.9.2009 kl. 11:18

3 Smámynd: Jón Magnússon

Afsögn Magnúsar er í beinum tengslum við gjaldeyrishöftin og  hann gat ekkert annað gert en segja af sér.

Jón Magnússon, 14.9.2009 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 816
  • Sl. viku: 5759
  • Frá upphafi: 2472429

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 5250
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband