Leita í fréttum mbl.is

Ætla Vinstri grænir að drekkja landinu?

Mikið er ánægjulegt að ríkisstjórnin skuli hafa gefið Landsvirkjun grænt ljós á að hefja framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun.

En hvernig var það. Voru ekki Vinstri grænir á móti fleiri vatnsaflsvirkjunum. Talaði Steingrímur J. Sigfússon ekki um það að það væri verið að drekkja landinu með vatnsaflsvirkjunum?

Mikið er gott að Vinstri grænir skuli hafa áttað sig á að vatnsaflsvirkjanir eru góður kostur og vistvænar. En hvað hefur breyst? Var þessi belgingur í Steingrími og félögum gegn vatnsaflsvirkjunum e.t.v. bara til að geta frekar veifað röngu tré en öngvu?


mbl.is 25 milljarða stórvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tek undir þér með það að það er ánægjulegt að loksins verði hafist handa við Búðarhálsvirkjun. Þótt fyrr hefði verið. Um þá virkjun hefur ríkt sátt frá upphafi.

Ómar Ragnarsson, 20.9.2009 kl. 21:17

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Sæll Jón. Ég er einn af þessum undarlegu fuglum sem er mikill umhverfissinni en virkunarmaður einnig. Búðarhálsvirkjun er mjög góður kostur og þar er öllum rannsóknum lokið og hægt að byrja strax. Á leiðinni inní Veiðivötn, sem mér finnst vera paradís á jörðu, er nú ekið fram hjá 4 virkjunum. Búrfell, Sultartangi, Hrauneyjar og Sigalda. Búðarhálsvirkjun verður þarna mitt á milli. Hinsvegar finnst mér ekki koma til mála að virkja Þjórsá við Urriðafoss. Við getum sem best nýtt auðlindir okkar skynsamlega og það á að gera. Í sátt við landið okkar og okkar á milli.

Sigurður Sveinsson, 21.9.2009 kl. 08:17

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Sagði ekki Steingrímur í þinginu í nóv, 2005 að vænsti kosturinn vara að virkja í neðri hluta Þjórsár.

,, Búðarhálsvirkjun — bráðhagkvæm rennslisvirkjun sem nýtir þær miðlunarframkvæmdir sem komnar eru á Þjórsársvæðinu, sjálfsögð virkjun. Ég er ekki á móti henni, ég styð hana að því gefnu að við þurfum á orkunni að halda til einhverra skynsamlegra nota. Neðri virkjanirnar í Þjórsá eru mjög hagkvæmar vegna þess að þær nýta alla miðlunina sem fyrir er ofar í Þjórsársvæðinu. Núpavirkjun og síðan Urriðafossvirkjun eru að vísu ekki án umhverfisfórna. Það þarf vissulega að fara vel yfir það, en að breyttu breytanda eru þær mjög eðlilegur virkjunarkostur áður en menn ráðast í ný og óröskuð svæði. Að fullnýta Nesjavallasvæðið, auðvitað, frekar en að fara í Brennisteinsfjöll eða Torfajökulssvæðið, að sjálfsögðu. Úr því sem komið er er einboðið að fullnýta svæði eins og Nesjavelli. Ég styð það. Þarf hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra fleiri virkjunarkosti? Margar hagkvæmar beinar rennslisvirkjanir í bergvatnsám sem valda sáralitlum umhverfisáhrifum og eru afturhverfar í þeim skilningi að það má fjarlægja stíflurnar, taka rörin niður og hleypa vatninu aftur í sinn farveg — sjálfsagðar."

Þjórsá og Steingrímur J. Sigfússon (

132. löggjafarþing — 27. fundur, 22. nóv. 2005.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. má

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 21.9.2009 kl. 11:44

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka ykkur fyrir þessar góðu athugasemdir, Ómar, Sigurður og Sigurjón. Ég sé ekki betur miðað við það sem Ómar segir en það eigi að verða sátt um þessa virkjun og það var þá tími til kominn að sátt yrði um nýja vatnsaflsvirkjun í landinu.

Jón Magnússon, 21.9.2009 kl. 16:43

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held að þetta sé bara enn eitt bragðið hjá Krötunum. Þeir finna einhverja leið til að tefja, kjafta og gera ekki neitt til þess að koma þjóðinni í þá stöðu að hún sjái enga aðra leið en að fá peninga hjá ESb og ganga inn. Alveg eins og Þorvaldur Gylfason reiknaði fyrir okkur í Fréttablaðinu, hann sagði enga leið aðra fyrir Íslendinga til að loka gatinu sínu nema að fá peninga hjá ESB=Samþykkja aðild.

Út með AGS ! Ekki gera samninginn um Icesave, borgum ekkert nema tilneyddir. Stöndum í lappirnar sem sjálfstæðir Íslendingar!Ekkert ESB!

Halldór Jónsson, 21.9.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 2472436

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband