Leita í fréttum mbl.is

Ástæður efnahagshrunsins. Skilgreiningar Samfylkingarinnar

Það er athyglivert að lesa ræðu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar þar sem þau gera grein fyrir ástæðum efnahagshrunsins hér á landi fyrir ári síðan.  Sérstaka athygli vekur að þau skilgreina ástæðurnar sitt með hvorum hætti.

Hvort skyldi nú vera hin opinbera stefna Samfylkingarinnar um efnahagshrunið. Það sem Jóhanna núverandi formaður Samfylkingarinnar segir eða það sem Össur fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir. 

Ég verð að viðurkenna það að mér finnst skilgreining Össurar vitrænni en skilgreining Jóhönnu. En Samfylkingin er greinilega ekki nein samfylking í þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Jón

 Er ekki alveg komið nóg af þessu bulli?

http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/

Sigurður Sigurðsson, 27.9.2009 kl. 17:33

2 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Samstillt átak Samspillingar og Vinstri hreyfingarinnar snú snú.

Afskriftir tug milljarða króna skulda,Magnúsar Kristinssonar, Jóns Ásgeirs, Karls Wernerssonar og fleiri íslenskra óreiðumanna er margfaldur höfuðstól allra íslenskra bílalána. Áætlað er að höfuðstóll bílalána sé rétt um 120.000.000.000 króna. Afskriftir skuldaklafa Magnúsar útgerðakóngs og Toyota eigenda yfir á almenning, var uþb helmingur höfuðstóls allra íslenskra bílalána !!!!!

Ísland er stjórnað af sameiginlegu samtryggingarkerfi fjórflokksins. Fjórflokkurinn passar uppá sína.

Almenningur þarf að átta sig á því að hér mun engin siðbót verða meðan gerendur rannsaki sjálfa sig. Því þarf erlend  rannsóknateymi að streyma hér inn og rannsaka fjórflokkinn og alla útrásarvíkinga og bankaeigendur.   Það ætti   að lækka höfðustól bílalána og íbúðalána af því að almenningi verður aðeins boðið uppá  að greiða fyrir sukk þessara aðila, þessir aðilar gátu ekkert nema það að eyða lánsfé. Viðskiptavit þeirra var á við ómaga.    Fjármálaeftirlitið sinnti ekki starfi sínu, var helst til upptekið af  því að vernda hagsmuni FLokksins.

Um Icesave og aðrar skuldir óreiðumanna vil ég segja.

Það er gott að Bretar og Niðurlendingar hafi hafnað Icesave, skuldaklöfum óreiðumanna frá Íslandi. Við eigum ekki að borga eftir þá. Hvað gerist ef við greiðum ekki fyrir sukk útrásarvíkinga og bankamanna. Hingað streyma inn rannsóknarteymi og eftirlitsaðilar. Þá fellur fjórflokkurinn í eftirfarandi röð. 1. XD 2. XB 3. XS 4. XV, þá fyrst verður hægt að boða siðbót og gefa á garðana, jafnt fyrir hag Íslendinga.  Þá  hreinsum við út spillinguna. Við Breta og Niðurlendinga segi ég komið hingað og veltið við hverjum steini, hér eru rannsakendur að rannsaka sjálfa sig. Við eigum síðan að lokka þjóðir á Norðurhveli jarðar til bandalags, Færeyingar, Grænlendingar, Norðmenn og Kanadamenn. Allt veiðiþjóðir á Norðurhveli jarðar sem við eigum samleið með. Össur á ekki samleið með þessum þjóðum, hann vill sitja á glerskrifstofu í Brussel, með kaffið sitt, búin að selja þjóðina í ánauð Evrópu. Niður með fjórflokksmúrinn, það þarf helst að gerast fyrir árið 2010.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 27.9.2009 kl. 20:29

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Skynsemdarpiltur Sveinbjörn Ragnar. Takk fyrir þetta. 40 milljarðar bara áfallnir vextir af Icesave frá áramótum til dato. Eitt hátæknisjúkrahús.

Hvað segir Davíð Oddson ? Ekki borga erlendar skuldir óreiðumanna.

Halldór Jónsson, 30.9.2009 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 817
  • Sl. viku: 5758
  • Frá upphafi: 2472428

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband