Leita í fréttum mbl.is

Vinstri grænir og leikhús fáránleikans

Fyrir rúmri viku sagði Ögmundur Jónasson þáverandi heilbrigðisráðherra af sér. Í framhaldi af því var haldinn kvöld og næturfundur í þingflokki Vinstri grænna. Að fundinum loknum féllust þingmenn Vinstri grænna í faðma og lýstu yfir órofa stuðningi við formann sinn Steingrím J. Sigfússon, ríkisstjórnina og hvert annað. Steingrími J var gefið umboð þingflokksins til að klára Icesave málið.

Nokkru síðar þurfti Steingrímur J að bregða sér af bæ. Meðan Steingrímur talaði við forustumenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fulltrúa Breta o.fl. jukust viðsjár með Vinstri grænum innbyrðis og við samstarfsflokkinn. Formaður þingflokks Vinstri grænna  lýsti megnri óánægju með brotthvarf   Ögmundar úr ríkisstjórn. Því var fylgt eftir með yfirlýsingum Ögmundar og opnuviðtali í Morgunblaðinu. 

Svo kom foringinn heim og annar kvöld og næturfundur var haldinn í þingflokki Vinstri grænna. Aftur féllust þingmenn Vinstri grænna í faðma og lýstu yfir stuðningi við ríkisstjórnina en nú var ekki lýst yfir sérstöku umboði Steingrími J til handa um að klára Icesave. Formaður þingflokks Vinstri grænna kom síðan í morgunútvarpið og fylgdi þeirri gullvægu leiðbeiningu Biblíunnar þar sem segir: Svar þitt skal vera já já og nei nei og ekkert umfram það.

Vinstri græn virðast ekki átta sig á því að þeirra er fyrst og fremst ábyrgðin á Icesave samningunum. Foringi þeirra skipaði vanhæfa forustumenn samninganefndarinnar um Icesave sem komu heim með ómögulegan samning sem Steingrímur J lýsti stuðningi við og undirritaði. Það eru afleiðingar þessara gjörða Steingríms J. sem Vinstri græn bera alla ábyrgð á. Kostir þeirra eru því í raun tveir. Að samþykkja gjörðir foringja síns eða lýsa vantrausti á hann.

Raunar verður orðræða ýmissa þingmanna Vinstri grænna ekki skilin með öðrum hætti en þar sé verið að lýsa vantrausti á gerðum Steingríms J. Sigfússonar í Icesave málinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VG eru að lýða fyrir það hversu "lélegan formann þeir eru með" - stórvandamál hérlendis hversu "lélegir formenn flokkanna eru", þetta á við um t.d. Frjálslyndaflokkinn þar sem Guðjón náði í raun að eyðileggja þann flokk sem hefur bestu stefnumálin, svo er að koma í ljós að hvorki "Geir Haarde eða Jóhanna Sig. eru leiðtogar" - þau kunna ekki verkstjórn og valda ekki verkefninu og samma má segja um Ingibjörgu Sólrúnu sem einnig lifði í einhverjum sýndarveruleika.  Hún var á fullu að berjast fyrir inngöngu Íslands í Öryggisráðið á meðan landið brann hér heima, þá var hún að baka vöfflur fyrir utan höfuðstöðvarnnar - bilun - þetta lið er í raun klikk...!  Íslenkst samfélag var látið greiða 800-1200 milljónir fyrir þá steypu að sækja þarna um - BILUN..!  Íslenska þjóðin (60%) vil ekki inn í EB en nú erum við að greiða hundruð milljóna króna kostnað tengt okkar umsókn - á meðan brennur samfélagið okkar.  Okkar stjórnmálaleiðtogar eru því miður "drasl upp til hópa, lélega verkstjórn og ranga framtíðarsýn" - reyndar bindur maður vissa von við Sigmund Davíð hjá Framsókn.  Það er illa komið fyrir okkur sem þjóð og það tengist auðvitað því að limirnir dansa eftir hausnum og þegar hausinn er í ólagi, þá fer ekki vel....!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jón, þú þekkir nú vel til í þessu leikhúsi fáránleikans. Nokkur hlutverk, reyndar ekki stór, hefur þú þurft að leika, við þann orðstý að krafta þinna var ekki óskað lengur. Það breytir ekki því að upplýsingar frá þér um gang mála í þessu leikhúsi fáránleikans hljóta að vera marktækar. Innanbúðarmenn þekkja best til málanna. Lifðu heill.

Björn Birgisson, 8.10.2009 kl. 16:03

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hentir þú færslunni minni? Ja hérna.

Björn Birgisson, 8.10.2009 kl. 17:41

4 Smámynd: Björn Birgisson

Fyrirgefðu mér Jón, ég vissi ekki um "síuna" þína. Á ég að vera þakklátur fyrir að sleppa í gegn, eða sleppa kannski allir í gegn? Ritskoðun eða ekki ritskoðun, það er málið. Eigðu góðar stundir. 

Björn Birgisson, 8.10.2009 kl. 19:32

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það sleppa allir í gegn sem eru með málefnalegt innlegg. Ég neyddist til að setja þessa síu vegna þess að iðulega kom persónulegt níð á óviðkomandi fólk og ruglathugsemdir sem ég vil ekki bera ábyrgð á síðunni minni.  Það er ekki flóknara en það Björn minn góður.

Jón Magnússon, 11.10.2009 kl. 17:56

6 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Jón! Mitt innlegg var nú ekki beinlínis málefnalegt, meira svona í "stíl fáránleikans" sem þú varst að skrifa um. Ég sé að við erum bara tveir hérna strákarnir. Voru allir hinir settir í tætarann? Lifðu heill!

Björn Birgisson, 11.10.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband