Leita í fréttum mbl.is

Hvað er þá sannleikur?

Getur verið að Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings banka hafi ekki sagt þjóðinni satt í síðustu viku þegar fjallað var um hugsanlega aðild Nýja Kaupþings að Högum ehf.  og 1998 ehf. Finnur sagði að þetta væri allt í skoðun í síðustu viku en engar ákvarðanir verið teknar.

Samkvæmt fréttum sem staðfestar eru af forstjóra Samkeppniseftirlitsins þá barst tilkynning frá Nýja Kaupþingi í október s.l. um samruna bankans við 1998 ehf og Haga.  Ég fæ ekki séð að það sé í samræmi við fullyrðingar bankastjórans frá því í síðustu viku.

Nú skilur maður betur af hverju Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa þagað þunnu hljóði um þennan gjörning sem þau hljóta að hafa vitað af áður en hann var sendur Samkeppniseftirlitinu í október og hann væri ekki gerður nema við vitund þeirra og vilja.

Steingrímur og Jóhanna töluðu um að byggja upp þjóðfélag gegnsæis og heiðarleika. Það fer víðs fjarri að svo sé. Manni sýnist að frekar sé verið að byggja upp þjóðfélag sérdrægni, spillingar og klíkuskapar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vestarr Lúðvíksson

Þetta er hreinlega orðið óþolandi Jón minn.

Vestarr Lúðvíksson, 10.11.2009 kl. 18:09

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Haga menn sér ekki á þann hátt að greiðsla kemur fyrir greiða?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.11.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það er virkilega rétt Vestarr

Jón Magnússon, 11.11.2009 kl. 10:56

4 Smámynd: Jón Magnússon

Jú en það gleyma sumir stundum.

Jón Magnússon, 11.11.2009 kl. 10:57

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sko.

Það er ekki við mjög vönduðum vinnubrögðum frá manni, sem er nýkominn úr starfi yfirmanns Sparisjóðabankans, sem hafið forgöngu um, transaktionir sem áttu að bjarga handvöldum hópi, að eignast meirihluta í stærstu sparisjóðum Íslands og ná út með hálfgerðum blekkingum, sjóðum þeirra, í formi fyrirfram greidds arðs.

Allskonar millileikir voru leiknir í Kúlubréfum frá Kaupþingi og Glitni í því augnamiði, að hygla sérlega einmitt þeim aðila sem hann er nú að fjalla um, sem aðaleiganda Haga / 1998.

Svo má ekki líta framhjá þeim tengslum, sem eru á milli hans og Ingibjargar, sem skuldar enn eigendum Fréttastofa365 og Fréttablaðsins, fyrir ógleymanlegan stuðning í gegnum tíðina.

Borgarnesræður eru góðar og hljóma ljúflega í eyrum en beinharðir peningar afskrifaðir, eru miklu ljúfari í augum þeirra sem njóta.

Nú þegar er búið að afskrifa stórar upphæðir í fjölmiðlaveldinu og enn eru SÖMU eigendur að því batteríi.

Nei minn kæri,

SUMIR ERU JAFNARI EN AÐRIR.

Það sannast nú enn og aftur hjá forseta Alþingis sem fornemaðist af því að þurfa að sæta sömu meðferð og pupullinn við för úr landi í landamæravörslu.

Hún er svo móðguð, að sérreglur gildi  ekki um HANA að hún ætlar að taka þetta upp við ,,viðeigandi" stjórnvöld.

Orwell er í fullu gildi og svínin söm við sig.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.11.2009 kl. 11:17

6 Smámynd: Halldór Jónsson

"Dybelsmöllen maler helt ad helvede til " syngja Danir og minnast niðurlægingar sinnar við mylluna.

Hjá okkur getur þetta hljóðað : "Borgarnesið  bylur enn !"

 Samfylkingin lætur ekki málgagnið frá sér sem er stærsta blað Íslands. Samfylkingin þarf á Högum að halda. Sjáið þið bara til! Baugurinn blífur !Samfylkingin og mágur Ingibjargar sjá um það.

Halldór Jónsson, 11.11.2009 kl. 17:53

7 Smámynd: Jón Magnússon

Alltaf í bjartsýninni ágæti Halldór eða hvað?

Jón Magnússon, 11.11.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 300
  • Sl. sólarhring: 683
  • Sl. viku: 4121
  • Frá upphafi: 2427921

Annað

  • Innlit í dag: 276
  • Innlit sl. viku: 3812
  • Gestir í dag: 267
  • IP-tölur í dag: 256

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband