Leita í fréttum mbl.is

Með haustskipunum

Sú var tíðin að það tók mánuði og jafnvel ár að koma bréfum til skila. Það var á tímum hraðboða og seglskipa. Nú er önnur öld. Samt sem áður tekur það forsætisráðherra Breta 3 mánuði að svara bréfi forsætisráðherra Íslands. Hann sendi bréf sitt með haustskipunum eins og sagt var forðum. Raunar var bréfasending Jóhönnu Sigurðardóttur vafasöm. Nú á tímum eiga forustumenn þjóða fundi um viðkvæm mál eða  nota nútímalegri samskiptamáta en bréfaskipti

Svarbréf forsætisráðherra Breta er með ólíkindum.  Gordon Brown sýnir forsætisráðherra og Íslendingum algjöra lítilsvirðingu. Hann dregur í marga mánuði að svara. Þá undirstrikar hann lítilsvirðinguna með því að taka ekki á efnisatriðum bréfs Jóhönnu Sigurðardóttur. Þess eru fá dæmi að forsætisráðherra eins ríkis hafi sýnt forsætisráðherra annars ríkis jafnfádæma lítilsvirðingu.

Hvernig ætlar íslenska ríkisstjórnin að bregðast við því?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 393
  • Sl. sólarhring: 1356
  • Sl. viku: 5535
  • Frá upphafi: 2469919

Annað

  • Innlit í dag: 374
  • Innlit sl. viku: 5082
  • Gestir í dag: 373
  • IP-tölur í dag: 366

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband