9.12.2009 | 09:19
Hvar eru mótmælendur nú?
Í fréttum er greint frá því að fjöldi lögreglumanna hafi hlotið alvarleg líkamleg meiðsl eftir óeirðir svonefndra mótmælenda við Alþingishúsið og Stjórnarráðið í fyrra. Skríl eins og þann sem veitti lögreglumönnunum þessi líkamsmeiðsl á að sækja til saka. Yfirstjórn lögreglunnar stóð því miður ekki nægjanlega með sínu fólki þegar óeirðirnar gengu yfir með því að handtaka og láta þá sæta refsiábyrgð sem unnið höfðu til þess.
Áður en átökin urðu hörð höfðu Steingrímur J. Össur og Ögmundur lagt á ráðin um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú hefur byltingin étið fyrsta barnið sitt Ögmund Jónasson sem rekinn var úr ríkisstjórninni.
Hvernig stóð á því að óeirðirnar fóru gjörsamlega úr böndum eftir samkomulag þremenningana?
Sumir segja að þar hafi óeirðaöflin í VG undir forustu heilbrigðisráðherra og skrímsladeildin í Samfylkingunni undir forustu utanríkisráðherra skipulagt aðför að sitjandi stjórnvöldum til að ná fram samstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar.
Nú ári síðar er ástandið alvarlegra en það var í janúar 2008. Ekkert hefur verið gert varðandi skuldavanda heimilanna sem skiptir máli. Sömu athafnamennirnir sitja við völd í fyrirtækjunum sínum með örfáum undantekningum. Enginn hefur verið lögsóttur og ríkisstjórnin er ónýt og úrræðalaus.
Samt sem áður mætir óeirðafólkið ekki lengur niður á Austurvöll. Af hverju ekki?
Var eina raunverulega markmið skipuleggjenda óeirðanna að fella sitjandi ríkisstjórn og koma á þeirri sem nú situr?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Löggæsla | Breytt s.d. kl. 09:43 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 293
- Sl. sólarhring: 705
- Sl. viku: 4114
- Frá upphafi: 2427914
Annað
- Innlit í dag: 269
- Innlit sl. viku: 3805
- Gestir í dag: 261
- IP-tölur í dag: 250
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Samsæri, samsæri og aftur samsæri!Og svei mér ef það er ekki samsæri líka að þú ert EKKI núverandi þingmaður D?!
Magnús Geir Guðmundsson, 9.12.2009 kl. 11:57
Var það eitthvað annað en samsæri Magnús Geir?
Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 12:05
Jón Magnússon.
Ég vissi svo sem alltaf að þú ert eitt það ómerkilegasta kvikindi sem fyrir finnst undir sólinni.
Passaðu á þér helvítis túllann og puttana !
Níels A. Ársælsson., 9.12.2009 kl. 12:57
Tók það þig heilt ár að fatta þetta?
Ég veit ekki um neinn sem hefur haldið öðru fram en að það hafi verið meginmarkmið mótmælenda að fella sitjandi ríkisstjórn. Enda sat í henni Sjálfstæðisflokkurinn sem bæði ollu hruninu og varðist umbótum í t.d. seðlabankanum þrátt fyrir að sá sem þar sat hafi velt 300 milljörðum á almenning með gjaldþroti seðlabankans.
Og ástæðan fyrir því að einungis nokkur hundruð manna mæta á mótmæli núna er einfaldlega sú að allir nema þið ríku kvótastrákarnir í sjálfstæðisflokknum sjá fram á ríkisstjórnin er að gera eitthvað fyrir láglaunafólk á kostnað hálaunafólksins og fjármagnseigandanna. Venjulega fólkið hefur það betra.
Ferningur, 9.12.2009 kl. 13:12
Ég mótmælti og mótmælti á sýnum tíma, ég fór ekki að mótmæla vegna þess að Ömmi eða Össi sagði mér það, ég fór að mótmæla af því að mér blöskraði hvernig flokkurinn sem ég kaus á sínum tíma var búin að klúðra öllu sem hægt var að klúðra og virtist ekki ætla að gera neitt í því en að bíða.
Ég hef stundum verið að pæla í því að fara mótmæla aftur, þá aðalega mótmæla stjórnarandstöðunni sem virðist ekki enn búin að fatta hvernig þeir steyptu þjóðinni í gjaldþrot.
Geðveiki eins og þú lætur út úr þér á þessu bloggi held ég að eigi ekki eftir að afla xD meiri vinsælda. Held ég fari frekar alla leið og segi mig úr flokknum, þar sem hann er fullur af ösnum eins og þér.
Bjöggi (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 13:48
Ert þú ekki að gefa þig út fyrir að vilja mannréttindi Níels? Gildir það bara fyrir suma.
Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 14:06
Ferningur ég áttaði mig á þessu allan tímann og fylgdist með úr návígi. Í öðru lagi þá voru það bankastjórnendur og milljarðaskuldararnir sem geta ekki greitt lánin sín sem ollu hruninu. Í þriðja lagi þá er ég ekki ríkur og því síður kvótastrákur heldur andstæðingur kvótakerfisins og í fjórða lagi þá hefur engin ríkisstjórn nokkru sinni lækkað laun láglaunafólks jafn mikið að raungildi og þessi ríkisstjórn. Við skulum tala saman í janúar Ferningur og það er ekki eins víst að þú verðir jafn ferkantaður þá.
Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 14:09
Bjöggi það verður hver að hafa sína skoðun. Spurningin er ef þú mótmæltir setu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í fyrravetur og vilt fara að mótmæla stjórnarandstöðunni nú hvar finnur þú þá til samstöðu með Sjálfstæðisflokknum? Var hún einhvern tíma fyrir hendi?
Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 14:12
Sæll Jón
Ég tel að þú eigir ekki að eyða meiri tíma í þessar samsærisvangaveltur þínar. Það er ekki þér samboðið að reyna að búa til svona vitlausa heimsmynd.
Þú verður að reikna með að fólkið í landinu geti hugsað sjálfstætt og að birtingarmynd reiðinnar voru þessi mótmæli. Hvorki Össur né Ögmundur hefðu getað skipulagt þessa atburði - þetta er svona einfalt og þú flækir bara sjálfan þig í endalausa vitleysu ef þú ert alvarlega að hugsa á þessum brautum.
Með bestu kveðju.
Hjálmtýr
Hjálmtýr V Heiðdal, 9.12.2009 kl. 14:19
Margir husgsa sjálfstætt Hjálmtýr og þú ert einn af þeim og ert sannur í því sem þú gerir eftir því sem ég þekki best. Þó við höfum ekki verið sammála í pólitík í gegn um tíðina þá hef ég alltaf virt það með hvað hætti þú setur skoðanir þínar fram. Ég tel mig ekki vera að flækja málið.
Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 14:57
Sem einn af þeim sem árangurlaust reyndi allt sem ég gat til að fá VG til að taka þátt í búsáhaldabyltingunni og veita henni liðsinni sitt í stað þess að horfa bara á hana úr fjarska get ég alveg aflífað þessa samsæriskenningu ykkar sjallana. Sannleikurinn er sá að deilur um hversu hart ætti að ganga fram milli appelsínugula liðsins og svartálfanna gerði það að verkum að búsáhaldabyltingin missti stuðning anarkistanna sem voru þeir sem gengu harðast fram. Fyrir vikið eru mótmælin í dag kraftminni en þau voru í fyrra.
Héðinn Björnsson, 9.12.2009 kl. 15:01
- þú vissir kannski ekki af því en áður en átökin urðu hörð, höfðu seðlabankastjóri, forsætis- og utanríkisráðherra sýnt íslenskum almenningi fullkominn hroka í langan tíma.
- þú tókst kannski eftir því, en áður en átökin brutust út, höfðu hrannast upp sífellt fleiri fréttir um hreint peningaþvætti, fjársvik, pókerspil auðmanna með peninga sem þeir stálu frá ísl. þjóðinni.
- finnst þér í alvöru hægt að bera örvæntingarfullar björgunartilraunir Steingríms og Jóhönnu saman við þessa skipulögðu glæpi, sem voru verndaðar og með fullri vitund æðstu yfirvalda?
- nú er rannsókn í gangi sem enn er ekki lokið. stundum segir maður nú eiginlega því miður, en hér er réttarkerfið þannig að erfitt er að bara grípa fólk án tiltekins undanfara. en ég er sammála þér að því leyti að þetta er ámælisvert.
en það er ekki hægt að bera þetta saman við óhæfuverk fyrri stjórnar.
- erlendir kröfuhafar eru að eignast bankana. og viltu láta hirða öll stærstu fyrirtækin af eigendum sínum án þess að hugsa fyrst? þjóðnýta öll stærstu fyrirtækin?
- hvað á að gera meir í að bjarga heimilunum, afnema verðtryggingu, er það lausn?
segðu mér hvernig á að gera það hraðar.
ein helsta ástæða þess að það gengur ekki hraðar, eru drullupyttir eins og IceSave sem sjúga alla orkuna. glæpir fyrri ríkisstjórnar eru ólíkt ógeðfelldari en seinagangur þessarar ríkisstjórnar.
- Ögmundur Jónasson á heiður skilinn fyrir staðfestu sína og trygglyndi við eigin skoðanir, ólíkt glæpamönnunum sem hér réðu öllu. tek ofan hatt minn f. honum hvenær sem er. og, bíddu, útskýrðu, hver rak hann?
- ,,eina raunverulega markmið skipuleggjenda óeirðanna"?
ég var þarna. það var enginn sem skipulagði óeirðirnar. þær spruttu af sívaxandi gremju fjölda íslendinga fyrst og fremst vegna valdhroka glæpamannanna í fyrri stjórn - glæpamanna sem ég er sammála þér um að ættu að sitja inni ásamt vinum sínum, sérstaklega Davíð Oddsson, Kjartan Gunnarsson og Björgólfur vinur þeirra líka.
- óeirðaöflin í Vg? útskýrðu, á það að vera Hörður Torfason? eða ertu að tala um ungliðahreyfingu Vg? ertu að reyna að segja að Vg hafi skipulagt þessi uppþot? hlægilegt. þau voru sjálfssprottin, og eins og sagan mun dæma um, merkilegt skref í átt að beinu lýðræði:
ÞAÐ VAR EKKERT ANNAÐ HÆGT. KRÖFUR ÍSL. ALMENNINGS, MA. UM KOSNINGAR, VORU TREKK Í TREKK ALGERLEGA HUNDSAÐAR.
síðast en ekki síst:
- þú hefur kannski ekki lesið blöðin, en síðustu helgar hafa verið kröftug mótmæli í miðbæ Rvíkur.
kíktu við á laugardaginn kl. 3. leggðu þinn skerf til, í stað þess að væla.
og ekki ráðast á slökkviliðið.
Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 15:11
Það blasir við öllum sem sjá vilja að mótmælin og síendurteknar árásir skíls á lögreglu og alþingi í fyrravetur voru skipulagðar af kommúnistum í bæði Sf og Vg. Árangurinn lét ekki á sér standa, en niðurstaðan er skelfileg fyrir land og þjóð. Það er enginn tilviljun að sami lýður leggur ekki til atlögu nú.
Það er auðvitað með ólíkindum að skríll skuli brjóta upp hurðir á lögreglustöð og ógna lífi og limum lögreglumanna, en enginn er ákærður þótt athæfið varði við lög og sé refsivert. Þetta sýnir rolugang bæði lögreglu og ákæruvalds, sem þorir ekki að leggja til atlögu við pólitíska ofstækismenn af ótta við viðbrögðin.
Orðbragðið á þessum manni Níelsi A. Ársælssyni bendir til þess að uppeldið á honum hafi alveg farið forgörðum. Svona menn köllum við dóna uppá gamlan móð.
Gústaf Níelsson, 9.12.2009 kl. 15:33
Mér sýnist ekki vanþörf á aðhlynningu fyrir bloggarann Níels!
Af orðfæri mannsins að dæma er hann á barmi ..... taugaáfalls
ef ekki algjörlega sligaður að geðheilbrigði.
Guðrún (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 16:17
Héðinn sem betur fer kom viti borið fólk að þessum mótmælum og þeir appelsínugulu voru til mikils sóma og eftir að þeir komu til sögunar þá breyttist yfirbragð mótmælanna mikið. En hverjir stjórnuðu þeim sem þú kallar þá svörtu?
Mér finnst nauðsynlegt að fólk mótmæli en það má aldrei gera það með því að valda eignatjóni og líkamsmeiðingum. Þá fara mótmæli út fyrir eðlileg mörk. Erum við ekki sammála um það Héðinn.
Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 16:51
Ef að þeir glæpir voru í gangi sem þú talar um Halldór af hverju mótmælti fólk þá ekki gagnvart þeim sem glæpina frömdu. Hroki er ekki glæpur þó hann geti verið hvimleiður. Svo verð ég að segja það Halldór að ég er óánægður með það hvaða tökum þau Jóhanna og Streingrímur hafa tekið á málum mér finnast það vera lausatök gagnvart þeim sem bankahrunið er um að kenna.
Ég hef barist fyrir afnámi verðtryggingar í mörg ár meir en áratug Halldór ég tel að það bjargi heimilunum í landinu að afnema hana. Það þarf líka að lagfæra gengislánin þannig að þau hækki ekki upp fyrir eðlileg veðmörk.
Svo væli ég ekki Halldór en þó þú hafir ekki vitað af skipulagningu og þeim undirróðri sem ég tala um þá veit ég af honum. Ég veit líka að það var mikið af ágætisfólki sem mótmælti á málefnalegum grunni. Þú ert vonandi einn af þeim. Það er hægt að bera virðingu fyrir slíku fólki.
Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 16:57
Athyglisverður pistill og ég hef velt þessu sama fyrir mér.
Hægrimenn eiga sér litla mótmælahefð. Þess vegna, svo undarlega sem það hljómar, heldur hafa "vinstri stjórn" en "hægri stjórn" til að tryggja vinnufrið og tempra mótmæli, þó "stjórnvöld" framkvæmi í raun það sama og IMF leggur fyrir í stórum dráttum hverju sinni.
Hitt málið er tvíhyggjan sem fylgir flokkshollustunni, "allt gott kemur frá oss en hið illa frá andstæðingunum". Sama fólkið sem minnist þess með stolti að Jóhanna hafi talað í 10 tíma þó það viti ekki um hvað hún talaði hneykslast á málþófi sjáfstæðimanna um Æsseif. Þó það hafi sjálf verið á móti Æsseif meðan flokksvindarnir blésu þannig. Skemmst er að minnast þess þegar Vinstri græn héldu uppi málþófi um það sem þau kölluðu takmörkun málfrelsis minnihlutans. Nú beitti minnihlutinn þessu "takmarkaða málfrelsi" og þá var það kölluð gísling.
Sigurður Þórðarson, 9.12.2009 kl. 16:59
Gústaf hún mamma þín hefði heldur betur látið þig heyra það jafnvel núna ef þú talaðir eins og Níels. En mér fannst eðlilegt að birta athugasemdina hans þó ég birti almennt ekki dónaskap og takmarki þess vegna aðgang að síðunni við samþykki. En fólk hefur gott af því að sjá hvað er í gangi.
Svona orðbragð máttu þingmenn þola í fyrravetur aftur og aftur.
Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 17:00
Guðrún ég ætla ekki að dæma um hann að einu eða neinu leyti en vona að Níels sé ungur maður sem eigi eftir að læra almenna kurteisi og mannasiði. Hans sjálfs og umhverfis hans vegna.
Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 17:01
Sæll Jón og takk fyrir ágæta grein. Þó allir viti þetta er nauðsynlegt að rifja þetta reglulega upp. Málið er það að Vinstri Grænir eru ekkert öðruvísi en kommar annarstaðar, ofbeldi er þeim eðlislægt, og þeir bera ábyrgð á óeirðunum og skemdunum á Alþingishúsinu á sínum tíma. En þeir eru líka samkvæmir sjálfum sér í því að þeir greiða ekki sjálfir fyrir skemdirnar sem þeir ullu heldur senda þeir reikningin á almenning. Það er nefnilega hægt að þekkja vinstri menn frá öðrum á því að þeir nota alltaf vasa annara.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 17:14
Jón - langt síðan við höfum skipst á orðum, en þ.s. ég lít reglulega á vefsíðuna AMX.is þá varð mér litið á þinn síðasta pistil þar: Pistil , og ég get ekki orða bundis.
Fyrsta lagi, sjálfur var ég áður fullur efasemda, en er ekki lengur.
Ekki nokkur maður, heldur því fram, að ekki séu til staðar náttúrulegar sveiflur. Það að benda á, að náttúrulegar sveiflur verða öðru hvoru, og íja að þvi að það sé með einhverjum hætti afsönnun þess að mannleg hlínun eigi sér stað er svipuð rökleysa eins og að halda því fram sú staðreynd að það verði árekstrar á hverjum degi, sanni að ef ég lendi í árekstri þá sé það ekki mér að kenna. Setning þín, er setning af þvú tagi sem ég kalla "dis-ingenious." Þ.e. gamla trikkið, að afbaka þær skoðanir, sem viðkomandi er á móti, og síðan hafna þeirri afbökun.
Ef menn koma með mjög góðar sannanir fyrir því, að áreksturinn sé mér að kenna, þá þíðir það ekki fyrir mig, að benda á að árekstrar eigi sér stað stöðugt. Það að árekstrar eigi sér stað stöðugt, þíðir ekki að áreksturinn geti ekki verið mér að kenna. Reyndar, er ekkert rökrænt samhengi þarna á milli. Sama, á við um þá rökleysu, er þú tínir saman.
Það eina sem mér dettur í hug, að þú vitir af því, að sjór stóð hér á landi hærra, um nokkra hríð eftir Ísöld. En, ef þú lest örlítið í jarðfræði, t.d. bókina úr MR, eða flettir því upp á netinu; þá kemstu að því að sjálft landið, hafði sigið út af farginu sem jöklarnir er þöktu nær allt Ísland, höfðu orsakað - og að landið reis hægar en sjávarborðið. Síðan hélt landið áfram að rísa, og - en sjávarborðið lækkaði ekki á Jörðinni, það var sjálft landið sem reis.
Ef þú skoðar þessa mynd, sem er samantekt á hnattrænum hitamælingum, þá hefur verið samfelld hitun í gangi síðan um eftir 1910, og nær ekki hinn stutti kólnunaratburður sem þú nefnir, að breyta því.
En, þetta er þekkt, að skammtímasveiflur, verða oft innan lengri tíma sveiflu.
Sbr. að ef þú myndir skoða, mynd er sýndi hagþróun af Íslandi frá árinu 1910, þá væri hún að meðaltali upp-á-við, en með inn á milli dölum. Þeir dalir, afsanna með engum móti, að hér hafi verið samfelld stór hagsveifla upp-á-við.
Þarna, set ég þína röksemd, inn í annað samhengi, til að sýna fram á. að hún sé rökleysa.
Ekki veit ég hvaðan, þú hefur þetta. En, skv. nýlegri skýrslu, er var í fjölmiðlum fyrir viku:
Þ.e. enginn vafi á, að í gangi er hnattræn hlínun, sem útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum, hefur og er stórlega að auka á.
En, aftur á móti, hvað akkúrat sé skynsamt að gera, það er vert umræðuefni, en hitt er þó hafið yfir allann vafa, hvort atburðurinn er í gangi, eða ekki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.12.2009 kl. 18:56
Ég lét mér detta í hug hvort ekki væri eðlilegt að fara út í ráðherrahorn og handsama Álfheiði Ingadóttur - sem nú hefur sannast að stjórnaði einhverjum mótmælunum úr síma - úr sjálfu þinghúsinu ????
En taktu ekki nærri þér bullið í Níels - hann getur nú varla verið fermdur, greyið !!!
Sigurður Sigurðsson, 9.12.2009 kl. 20:11
Ég styð það að lögsækja þá sem ollu tjóni í mótmælunum eftir að báðir síðustu fyrrverandi formenn þínir og núverandi varaformaður verði sóttir til saka fyrir alvarlega vanrækslu og afglöp í embættum sem hafa kostað þjóðarbúið fleiri hundruð milljarða.
Nokkrar brotnar rúður og bein í lögreglumönnum eru smámunir við hliðina á tjóninu sem yfirskríllinn í Sjálfstæðisflokknum olli.
Þannig á forgangsröðin að vera.
Theódór Norðkvist, 9.12.2009 kl. 22:10
Í svari þínu til Halldórs segir þú að fólk hafi átt að mótmæla þeim sem glæpina frömdu en ekki þeim sem voru við stjórn. Málið er bara það að eftir því sem frá líður frá hruninu að þá kemur betur og betur í ljós að þeir sem voru við stjórn vissu vel af því sem í vændum var og gerðu ekki neitt. Það er þess vegna sem fólkið var að mótmæla. Þess vegna var þessi reiði gagnvart alþingi en ekki einhverjum kjánum sem voru að maka króka sína meðan að alþingi og eftirlitsstofnanirnar sváfu.
Af því að rætt er um samsæri að þá er hér ein samsæriskenning. Kannski voru stjórnendur bankanna með ráðherra og þingmenn á spena svo horft væri framhjá landráðum þeirra. Það er svo sannarlega rannsóknarefni. Kannski skýrir það tregðu þingmanna sjálfstæðisflokksins að opna sín bókhöld og skýrir það líka af hverju sjálfstæðisflokkurinn vill ekki hafa sitt bókhald uppi við. En þetta er náttúrulega bara samsæriskenning.
Ég vil taka það fram að ég er fyrrum sjálfstæðismaður en er ennþá þrátt fyrir strand kapítalismans á heimsvísu hægri maður. Menn þurfa bara að viðurkenna það að algert frelsi í viðskiptum er eitthvað sem menn þurfa horfa á með öðrum augum í framtíðinni. Mannskepnan er kannski ekki nógu þroskuð til þess að geta farið með þessi miklu völd sem peningar gefa henni. Þangað til verðum við að hanna annað viðskiptamódel.
Pétur Kristinsson, 9.12.2009 kl. 22:48
Varla er til alvarlegri glæpur gegn lýðræðislegum undirstöðum samfélagsins en sá sem þessir tveir þjóðkjörnu fulltrúar eru hér sakaðir um. Næsta skref er að finna sönnunargögnin.
Er ekki best að snúa sér til Ríkislögreglustjórans og krefjast þess að hann taki af eigin frumkvæði upp rannsókn á þessu máli og kalli þessa meintu landráðamenn inn til yfirheyrslu? Ef þeir eru sekir þá ætti að vera auðvelt að negla þá - að mínu mati eru þetta amatörar sem ekki kunna að fela fingraför sín eins og sumir ónefndir ritstjórar orða það og svo nota báðir þessi meintu þrjótar tölvupóst og sem, eins og fyrrverandi Seðlabankastjóri og Forsætisráðherra kenndi okkur, skilur eftir spor sem erfitt er að afmá
Enginn er betur fallinn en þú til að þrýsta þessu máli í gegn hjá Ríkislögreglustjóra og í fjölmiðlum en þú Jón Magnússon, sem í krafti þeirrar virðingar sem þú hefur áunnið þér sem traustur og farsæll málafærslumaðu á efsta dómsstig landsins og ekki síður sem traustur talsmaður hagsmuna almennings gegn sérhagsmunaklíkum í stjórnmála og viðskiptalífi íslands.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 23:06
Þakka þér fyrir góðar hugleiðingar Sigurður ég er alveg sammála þér.
Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 23:20
Ómar það eru til margar sögur af því með hvaða hætti ríkishyggjufólkið lætur borga fyrir sig ef það kemst í álnir. Var ekki ráðherrabíll Álfheiðar heilbrigðisráðherra annars dýrastur samkvæmt fréttum Stöðvar 2 í kvöld?
Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 23:22
Sigurður Það verður hver að bera ábyrgð á sínum orðum hvort heldur það er Níels eða ég.
Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 23:23
Pétur þessi sérkennilega söguskoðun þín styðst ekki við staðreyndir. En með sama hætti má spyrja gildir þá ekki það sama í þeim löndum þar sem bankahrun var eða því forðað með gríðarlegri innspýtingu á peningum skattgreiðenda eins og í Bretlandi, Bandaríkjunum og Írlandi? Samkvæmt frétt í Financial Times eru þær þjóðir skuldugri en við þegar vegnar eru skuldir fyrir nef hvert í hverju landi.
Að sjálfsögðu voru það ekki stjórnmálamenn eða embættismenn sem ollu bankahruninu. Var það e.t.v. Davíð að kenna eða Geir Haarde að Jón Ásgeir og fyrirtæki hans fengu yfir 1000 milljarða að láni í hrundu bönkunum og getur ekki borgað krónu af því? Að sjálfsögðu er það ekki þeim að kenna heldur ábyrgðarlausum lánveitingum bankanna. Eftir því sem staðreyndir hafa komið í ljós þá liggur betur og betur fyrir að ábyrgðin var öll ábyrgðarlausra bankamanna og fjárfesta sem fengu lánað án eðlilegra ábyrgða.
Svo er það þannig Pétur að ég hef aldrei verið talsmaður algers frelsis í viðskiptum heldur talað um nauðsyn þess að hafa eftirlit með því að frelsið virki. Þar liggur meginágreiningur minn við Hannes Hólmstein svo dæmi sé tekið. Hitt er annað að það er merkilegt að hrunbarónarnir hafa tekið höndum saman við vinstri öflin í landinu við að búa til þá söguskoðun að hrunið sé stjórnmálaflokki, ráðerrum og embættismönnum að kenna. En þannig er það ekki og það er hvergi í heiminum annarsstaðar en hér sem svona umræða er í gangi þrátt fyrir að sambærilegir hlutir hafi gerst. Gæti það verið vegna þeirrar sterku stöðu sem hrunbarón nr. 1 og vinstri menn hafa á íslenskum fjölmiðlum? Ég hef stundum velt því fyrir mér. Ekki stóð á því að ríkisútvarpið eða Stöð 2 væru komin á undan mótmælendum á staðina þar sem þeir ætluðu að mótmæla í fyrravetur.
Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 23:32
Hvað varðar fyrri málsgreinina hjá þér Þráinn þá er ég þér sammála. Hins vegar hefur engin verið sóttur til saka vegna þessara mála en það eru lögreglumenn við skyldustörf sem bera ævilöng örkuml eftir þetta eins og sagt var frá í fréttum í morgun.
Ég vil benda þér á ummæli formanns lögreglufélagsins í kvöld Þráinn og grein lögreglumanns í Morgunblaðinu á þriðjudaginn. Kynntu þér hvað þessir menn höfðu að segja.
Svo hef ég aldrei verið í því að handtaka fólk eða verið handhafi ákæruvalds. Við eigum mikinn fjölda hæfra einstaklinga til þess.
Þakka þér fyrir lokaummælin Þráinn. Ég hef fullan hug á því að halda því áfram að berjast gegn sérhagsmununum hvort heldur er í stjórnmálum, viðskiptum eða annarsstaðar.
Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 23:37
Ég hygg að ég tali fyrir munn þúsunda fólks, sem fór vikulega niður á Austurvöll til að túlka það sem kom fram í skoðanakönnunum þessa tíma að ríkisstjórn, eftirlitsstofnanir og seðlabankastjórn voru rúin trausti þjóðarinnar,- þegar ég segi við getum ekki séð að við höfum gert rangt með því og þaðan af síður tekið þátt í skipulegu samsæri.
Upp er komið gamalkunnugt samsærisstef frá því fyrir hálfri öld þar sem allir þeir, sem ekki játuðust skilyrðislaust rétttrúnað hægri manna, voru stimplaðir kommúnistar.
Á þeim tíma var ég fylgjandi veru okkar í NATÓ og hef verið það æ síðan, en ég hef aldrei samþykkt að það hafi verið og sé rétt að fara í það "steingelda þras" sem Nóbelskáldið lýsti í frægum sjónvarpsþætti og ég blogga um á eyjunni einmitt í dag.
Er ekki hægt að lyfta þessu upp á örlítið hærra plan?
Ómar Ragnarsson, 10.12.2009 kl. 05:17
Þakka þér fyrir góða færslu Ómar. En við skulum aðeins rifja upp. Í nóvember og fyrri hluta desember voru skipulögð mótmæli sem voru almennt mótmælendum til sóma og það er alveg rétt hjá þér varðandi skoðanakönnunina og segir í raun það sama og ég hef áður bent á varðandi þá furðulegu umræðu og skoðanamótun sem varð hér strax eftir hrun þar sem stjórnmálamönnum og embættismönnum var kennt um hrunið en ekki þeim sem ollu því. En þannig var það og því er rétt lýst hjá þér.
Það var engin að gera rangt á þeim tíma og ég held því ekki fram í minni færslu heldur þveröfugt. Ég segi að á ákveðnum tímapúnkti hafi þetta farið að fara úr böndum. Það gerist í lok desember en síðan sérstaklega eftir að Alþingi kom saman í janúar. Það er þessi tímaviðmiðun sem ég bendi á. Eftir það kom allt annað yfirbragð yfir mótmælin enda varst þú þar ekki lengur nærri eða Jón Baldvin, Kolfinna og þúsundir annarra sem höfðu nýtt sér eðlilegan lýðræðisbundinn rétt til að mótmæla.
Hvað breyttist? Það er einmitt það sem ég er að spyrja að í færslunni minni.
Ég tel að þú sért að vísa til óeirðanna á Austurvelli v inngöngu í NATO á miðri síðustu öld. Þá voru línur mikið skýrari og alveg ljóst hverjir skipulögðu og stóðu að þeim óeirðum og árás á lögreglu. Það þurfti ekki að stimpla neitt. Lögregla handtók óeirðarseggi og það liggur alveg fyrir hverjir það voru og hvaða stjórnmálaskoðanir þetta fólk aðhylltist.
Ég vildi svo gjarnan að stjórnmálaumræður væru á hærra plani og tel mig hafa lagt mitt til í því efni. En ég spyr þig Ómar finnst þér Steingrímur J. Sigfússon hafa lagt sérstakt að mörkum í því sambandi þann tíma sem hann var í stjórnarandstöðu á þingi svo dæmi sé nefnt.
Jón Magnússon, 10.12.2009 kl. 09:05
Jón - ég blanda mér smá, í þessa umræðu.
1)
Þ.e. einfaldlega lýðræðislegur réttur fólks að mótmæla, og þar með talið, með það í bakgrunni að vilja steypa ríkisstjórn, er það áður kaus.
Þ.e. einnig, ekkert rangt við það, í sjálfu sér, að skipuleggja mótmæli, sem hafa það vísvitandi, að markmiði, að steypa löglega kjörinni ríkisstjórn.
Þarna, vísa ég til hugmyndarinnar um "social contract" - annars vegar - og - hins vegar - til þess réttar, að skipta um skoðun.
2)
Þú leiðir algerlega hjá þér, að þeir embættismenn og stjórnmálamenn, þ.e. nánar tiltekið, þær ákvarðanir er þeir höfðu framkvæmt - árin og mánuðina fyrir hrun, áttu hlut í því að hrunið átti sér stað.
Þ.e. einfaldlega rangt, hjá hægri mönnum í Sjálfstæðisflokknum, að hrunið hafi ekki að neinu leiti, verið þeim einstaklingum sem þú leitast til við að verja, að kenna.
Við getum deilt um, hvernig bera að skipa sök.
T.d. 30/70 - er ein skipting, er kæmi til greina, þ.e. þeir aðilar, 30% en eigendur bankanna, 70%.
------------------------------
Þ.e. flókið mál, að refsa eigendum bankanna, getur tekið mörg ár.
Á hinn bóginn, var miklu mun einfaldara í framkvæmd, að refsa þessum tilteknu stjórnmálamönnum og embættismönnum.
Og, sjálfsagður réttur fólksins, að hrinda því í framkvæmd.
Því, jafnvel þó þeir væru ekki endilega sekastir, þá voru þeir samt seki, og það var alveg fullnægjandi réttlæting.
-------------------------------
Ég vísa á bug, því að hegðun tiltekinna þingmanna, er tóku þátt í mótmæla-aðgerðum, hafi verið syðferðislega röng - svo fremi að þeir hafi ekki beinlínis tekið þátt í, eða hvatt til, ofbeldis.
Þátttaka í mótmælum, er einnig þeirra réttur.
Mótmæli eiga þó, að vera án ofbeldis.
Grjótkastið, er átti sér stað á köflum, var rangt. En, það að berja í potta og pönnur, að vera með háreysti, að fjölmenna og lísa yfir andstöðu; það allt var réttlætanlegt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.12.2009 kl. 19:05
"Hvað breyttist?" er spurt!
Það sem breyttist var það að mikill fjöldi fólks fékk nóg. Það var búið að mótmæla af krafti í 15 vikur án þess að nokkur sýnilegur árangur væri af því.
Óeirðafólkið sem þú lýsir eftir í færslu þinni gæti farið að láta á sér bera fljótlega á næsta ári ef almenn óánægja nær brotþoli hinnar ótrúlegu þolinmæði sem einkennir landsmenn.
Fók er einfaldlega ekki búið að fá nóg - ennþá...
Færsla sem ég skrifaði á þessum tíma - ef einhver hefur áhuga...
Haraldur Rafn Ingvason, 10.12.2009 kl. 19:07
Ég get samþykkt að pólitískt skipuð yfirstjórn Lögreglunnar stóð sig engan veginn í stykkinu í gegnum hina svokölluðu byltingu ( þar sem almúginn var friðaður með því að setja D il hliðar....), að yfirstjórn lögreglu leyfi það að lögregla sé notuð til að verja þá sem arðræna lögregluþjóna, er svívirðileg misnotkun á fólki, sem og almannaþjónustu.
Hvað varðar samsæriskenningar þínar, get ég sem þátttakandi, fullyrt að þú hefur rangt fyrir þér. Semi-pólitísk samtök anarkista tóku skipulagðan þátt, en að hinir elskuðu flokkar þínir hafi átt þarna inni nokkurn heiður, er fjarstæða og fals!
Þú ættir, viljir þú eiga inni virðingu hugsandi fólks en ekki bara þeirra sem kjósa "af því bara"...að sýna því virðingu og hugsa eilítið um það, að það voru aðeins flokkaskrýmslin sem sögðu að D væri eina vandamálið...við sem létum lögregluna brjóta í okkur tennur,og bein, ( og hvernig kærir maður grímuklæddan stríðslögreglumann, sem ber hvorki nafn né númer? Og þá ekki síst með tilliti til þess að þá skal kæra til framkvæmdavaldsins)?...við vildum flokkakerfið sjálft til hliðar...en sjálfumgleði avinnupólitíkusanna okkar er öllu yfirsterkari......svo ég mæli með því að lögregluþjónar sýni hverra þjónar þeir eru, og neiti að vera verkfæri þeirra pólitísku afla (og peninga) sem settu yfirmenn þeirra til valda.
Og að sjálfsögðu mælist ég til um að gerist átakalaust, ofbeldislaust og ábyrgðarfullt.
Haraldur Davíðsson, 10.12.2009 kl. 23:11
Þá það Jón.
Athugasemdin mín, um skoðun þína á málum lofthjúpsins, er kominn inn sem færsla:
http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/991143
Þér er boðið, að gera athugasemdir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.12.2009 kl. 23:51
Hverjir fjármögnuðu Hörð Torfa, þrýstiloftið á kút Sturlu og öskrin í Hallgrími Helga, hátalarana og allt í kringum það. Ég held að það hafi ekki gerst af engu.
Halldór Jónsson, 11.12.2009 kl. 01:34
Haraldur. Mahatma Ghandi beitti friðsamlegum mótmælum svo árum skipti og hafði sigur. Þú ættir að kynna þér sjónarmið hans. Ég er mjög hrifin af hans sjónarmiðum.
Jón Magnússon, 12.12.2009 kl. 11:44
Þetta eru athygliverðar skoðanir Haraldur þó ég átti mig ekki á upphafi þeirar né enda en geri mér grein fyrir að næðu þær fram að ganga þú mundu þær leiða til stjórnlauss þjóðfélags.
Jón Magnússon, 12.12.2009 kl. 11:46
Að sjálfsögðu ekki Halldór. Það liggja fyrir upplýsingar um margt í því sambandi.
Jón Magnússon, 12.12.2009 kl. 11:47
Þakka þér fyrir Einar ég mun snúa mér að henni næst.
Jón Magnússon, 12.12.2009 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.