Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
19.12.2007 | 14:35
Er vont að afla heilsufarsupplýsinga um útlendinga?
Fyrir rúmu ári bentu þingmenn Frjálslynda flokksins á mikilvægi þess að þeir sem hingað flytjast til lengri dvalar yrði gert skylt að afhenda heilsufarsupplýsingar og m.a. yrði skoðað hvort viðkomandi væri berklasmitaður. Þetta varð til þess að þáverandi heilbrigðisráðherra réðist með offorsi á Magnús Þór Hafsteinsson varaformann Frjálslynda flokksins þannig að hann varð að bera af sér sakir. Geir Haarde sagði eftir útúrsnúna frétt í Morgunblaðinu að Frjálslyndi flokkurinn væri vart samstarfshæfur og þáverandi félagi í svonefndu Kaffibandalagi Steingrímur J. Sigfússon taldi spurningu um hvort flokkur sem hefði þessa stefnu væri samstarfshæfur.
Nú er liðið um ár frá því að við Frjálslynd bentum á þetta. Íslensk yfirvöld hafa ekkert gert til að tryggja hagsmuni íslenskra borgara með því að afla nauðsynlegra upplýsinga og efla eftirlit með þeim sem hingað koma. Hvaða hagsmuni er verið að vernda með því. Ekki íslenskra borgara og ekki heldur útlendinganna.
Er það ekki komið í ljós að við Frjálslynd höfðum rét fyrir okkur og það hefði verið til að auka öryggi, velferð og heilsu fólksins í landinu hvort heldur innfæddra eða þeirra sem hingað koma hefi verið farið að tillögum okkar Frjálslyndra. Á ekki að láta þá stjórnmálamenn sem stóðu gegn tillögum okkar Frjálslyndra bera pólitíska ábyrgð á glapræðisstefnu sinni gagnvart almenningi í landinu.
11.12.2007 | 22:11
Íbúðalán í Evrum? Hvað með önnur lán?
Í 24 stundum er sagt frá því í dag að fyrirtækið Sparnaður ehf. hyggist bjóða lán í Evrum á sömu kjörum og gerist í Evrópulöndunum þ.e. lægri vöxtum en af íslensku lánunum auk þess sem að Evrulánin yrðu án verðtryggingar. Vonandi er Sparnaður ehf. þannig fyrirtæki að það hafi burði til að annast þessa fyrirgreiðslu því að það er löngu kominn tími til að almenningur í landinu eigi þess kost að taka langtímalán á sömu kjörum og fólk í nágrannalöndum okkar.
Sama dag er sagt frá því að yfirdráttarskuldir heimilanna hafi aldrei verið hærri. Sagt er að þær séu nú 70 milljarðar. Vextir af þessum lánum eru allt að 24.45%. Þessir vextir eru svo háir að venjulegt fólk sem lendir í því að hafa há yfirdráttarlán getur aldrei staðið undir þessum vöxtum. Vonandi verður hægt að bjóða almenningi líka skammtímalán á sömu vöxtum og kjörum og í nágrannalöndum okkar. Þessi vaxtataka af yfirdráttarlánum er umfram allt velsæmi í landi þar sem verðbólga er jafn lítil og hér.
11.12.2007 | 12:55
Jafnstaða kynjana skiptir máli.
Velmegun á Íslandi hefur ekki hvað síst byggst á því að hér hefur lengi þótt sjálfsagt að konur jafnt sem karlar gengju í öll algeng störf. Alþjóðlegar kannanir sýna að þeim mun meiri sem atvinnuþáttaka kvenna er þeim mun meiri velmegun. Sérstaða íslensku háskólanna held ég samt sem áður að sé ekki mikil þó að konur stjórni stærstu háskólum landsins. Það mikilvægasta er hins vegar að með því kemur fram að í háskólasamfélaginu á Íslandi eru engir fordómar gagnvart hæfileikum kvenna til að takast á við erfiðustu verkefni. Sem betur fer leysa þær Kristín og Svava verkefni sitt af hendi með miklum sóma og það var ekki við öðru búist. Annars hefði Kristín aldrei náð kjör sem rektor Háskóla Íslands eða Svava verið valin rektor Háskólans í Reykjavík eftir að Guðfinna Bjarnadóttir settist á Alþingi eftir farsælt starf í stöðu rektors þess skóla.
Sem betur fer er ríkur skilningur og lika sem betur fer vaxandi á því að það skiptir máli fyrir framtíð og velmegun þjóðarinnar að kynin séu jafnsett. Barátta fyrir jafnstöðu kynjanna er barátta fyrir sjálfsögðum mannréttindum.
Sérstaða háskólanna vanmetin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 13:41
Slökkt á friðarljósi.
Það var gott að Yoko Ono skyldi ákveða að tendra friðarljós í Viðey til minningar um John Lennon. Friðarljósið er ágætt og táknrænt og lífgar upp á tilveruna en veldur engu tjóni. Mér finnst satt að segja miður að það skuli slökkt á ljósinu núna og það ekki tendrað fyrr en í haust. Mér fyndist rétt að breyta þessu þannig að það væri slökkt á ljósinu þann dag sem John Lennon var myrtur en að öðru leyti mundi það loga. Þá væri það ennþá táknrænna þ.e. við þurfum alltaf að muna eftir að friður er ekki sjálfsagður og það að slökkva á ljósinu óhamingjudaginn þegar geðveiki ógæfumaðurinn myrti John Lennon er táknrænt fyrir það að jafnvel þeir sem gera engum neitt og boða frið og kærleika eru ekki óhultir.
Það þurfa allir að vera á verði og mér finnst friðarljósið einmitt gott tákn um mikilvægi þess að berjast fyrir friði og þess að vera samt á verði.
4.12.2007 | 11:39
Burt með verðtryggingu lána.
Í Morgunblaðinu í morgun er rætt við fjármálaráðherra um verðtryggingu lána. Fjármálaráðherra fer varlega og segir verðtrygginguna hafa gegnt mikilvægu hlutverki en útilokar ekki að hún verði afnumin. Viðskiptaráðherra er mun afdráttarlausari og segir að flestir vilji sjá á bak verðtryggingunni. Þá hefur Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings sagt að rétt sé að afnema verðtryggingu lána í framtíðinni.
Við Frjálslynd höfum lagt fram þingsályktunartillögu um afnám verðtryggingar og sambærileg lánakjör fólksins í landinu og fólk býr við í nágrannalöndum okkar. Mikilvægt er að ræða þau mál af alvöru ekki síst vegna þess að veður gerast nú válynd á peningamarkaði þjóðarinnar.
Það er eðlilegt að talsmenn lífeyrissjóða séu á móti því að verðtrygging á lánum verði afnumin. Verðtryggingin tryggir lífeyrissjóðunum sem og öðrum fjármagnseigendum áhyggjulausa stöðuga og góða ávöxtun af dauðu fé. Á sama tíma bitnar þetta á þeim sem skulda sem að meginstefnu til eru að greiða til lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðirnir og talsmenn þeirra mættu huga oftar að hagsmunum sjóðsfélaga sinna þó þeir eigi langt í það að fá greiðslur úr sjóðnum. Það skiptir nefnilega máli að fólki geti liðið vel í núinu en eigi ekki bara von um að fá þokkalegar lífeyrisgreiðslur í framtíðinni ef fólki endist aldur til.
Sem betur fer sjá fleiri og fleiri þann vanda og það óréttlæti sem fólgið er í verðtryggingu lána og vilji er allt sem þarf til að breyta því.
En þá þurfum við líka traustan gjaldmiðil sem getur verið gjaldmiðill þjóðarinnar í öllum viðskiptum. Flotkrónan íslenska dugar ekki til þess því miður. Afleiðingin er sú að við verðum að koma því til leiðar að allir aðilar markaðarins geti treyst gjaldmiðlinum í öllum viðskiptum.
3.12.2007 | 21:44
Guðni fer á kostum.
Ég lauk í nótt við að lesa bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar um Guðna Ágústsson "Guðni af lífi og sál" Bókin er skemmtileg og fróðleg eins og söguhetjan. Ég hefði samt kosið að Guðni hefði í bókinni fjallað meira um framtíðina í stjórnmálum landsins. En það kemur e.t.v. í næstu bók. En bókin er skemmtileg og hægt að mæla með henni.
Sá stíll Guðna að leggja almennt gott til samferðafólks síns er góður. Samt sem áður verður vart við ákveðinn brodd í garð ákveðinna einstaklinga þá helst samflokksmanna hans núverandi og fyrrverandi. Það sem kom mér mest á óvart í bókinni var umfjöllun Guðna um þá ákvörðun að Ísland var sett á lista yfir hinar viljugu þjóðir sem studdu Bandaríkjamenn í innrásinni í Írak. Samkvæmt því liggur fyrir að þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson bera einir sök á þeirri ákvörðun en stjórnmálaflokkar þeirra einnig meðan þeir harma ekki þá ákvörðun og fordæma innrásina.
Þá verð ég að viðurkenna það að ég hafði ekki áttað mig á því hvað djúpstæður ágreiningur var á milli Guðna og Halldórs Ásgrímssonar. Hitt vantar í bókina en það er hugleiðingar eða frásögn af því af hverju Halldór Ásgrímsson sagði af sér svo snarlega sem um var að ræða. Það var mjög sérstakt þó ekki sé meira sagt en í bókina vantar kaflann um það hvað réði þessari skyndilegu afsögn Halldórs.
Ef til vill kemur það í næstu bók
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 194
- Sl. sólarhring: 833
- Sl. viku: 4015
- Frá upphafi: 2427815
Annað
- Innlit í dag: 181
- Innlit sl. viku: 3717
- Gestir í dag: 179
- IP-tölur í dag: 175
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson