Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Glæsilegur fundur um innflytjendamál

Frjálslyndi flokkurinn hélt glæsilegan fjölsóttan fund um málefni innflytjenda í kosningamiðstöðinni í Skeifunni 7 í kvöld.  Fjöldi fundarfólks tók til máls og ljóst var að mikill hugur er í fólki. Við ætlum okkur að hafa stjórn á okkar landamærum og gera kröfur til þeirra sem hingað koma. Á sama tíma gerum við kröfur um að þeir sem hingað koma til lengri eða skemmri dvalar njóti allra réttinda.

Einn fundarmaður benti á að við hefðum frekar atvinnurekendavandamál og stjórnmálamannavandamál og þess vegna væri að verða til innflytjendavandamál. Þar átti hann við þá sem greiða fólki ekki umsamin laun og láta verkafólk búa við ömurlegar aðstæður. Að öðru leyti átti hann við stjórnmálamennina sem neita að horfast í augu við raunveruleikann og fljóta sofandi að feigðarósi.

Annar fundarmaður benti á að hér væri ekki rasismi en hann kæmi ef við gerðum ekki ráðstafanir fyrirfram eins og Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir.

Á sama tíma eru vasaútvörpin hennar Ingibjargar Sólrúnar, Árni Árnason, Eiríkur Bergmann og Ágúst Ólafur að hamast við það að halda því fram að við getum ekki neitt gert. Við verðum bara að taka því sem að okkur er rétt. Það er ekki þannig. Við getum t.d. gert ákveðnari kröfur til þeirra sem koma í gegn um EES samninginn og við getum líka farið fram á tímabundnar undanþágur. Við getum líka tekið upp sama hátt og Sviss þ.e. gera tvíhliða samning við Evópusambandið. Þó að við höfum deilt hluta fullveldisins með öðrum þjóðum í EES þá erum við ekki skuldbundin til að gera það um aldur og ævi. Það er skylda íslenskra stjórnmálamanna að gæta hagsmuna fólksins í landinu. Það ætlum við Frjálslynd að gera.

Það er ánægjulegt að finna hvað málflutningur okkar hefur mikinn byr. Þó að margt fjölmiðlafólk og fulltrúar sérhagsmunaaflana sem njóta þess að fá hingað ódýrt vinnuafl reyni að gera lítið úr málflutningi okkar þá skilur fólkið í landinu að við tölum fyrir fólkið.


Óvönduð vinnubrögð fréttastofu Ríkisútvarpsins.

Í fréttum Ríkisútvarpsins mánudaginn 2.4. kl. 18 var farið rangt með. Því var haldið fram að það væri ekki eining um þann texta sem birtist í auglýsingu Frjálslynda flokksins um innflytjendur. Mér er ekki kunnugt um að neinar athugasemdir innan flokksins við texta auglýsingarinnar þó að sumir þar á meðal sá sem þetta skrifar hefði gjarnan viljað hafa að hluta aðra áherslu.  Í fréttinni er látið að því liggja að ég og Magnús Þór Hafsteinsson höfum sérstaklega með þessi mál að gera en svo er ekki.  Þetta er einfaldlega röng frétt. Við Mgnús Þór  höfum enga sérstöðu í frambjóðendahópnum hvað þetta mál varðar.  Frétt Ríkistúvarpsins  er því röng.

Lausnir eða viðvarandi vandamál.

Einhvern veginn hefur sá hópur sem hefur hæst vegna stefnu Frjálslynda flokksins varðandi innflytjendur algjörlega komið sér hjá að gaumgæfa að í stefnumörkun okkar er sérstaklega talað um rétt innflytjenda og að þeir verði að hafa möguleika til að aðlagast þjóðfélaginu sem fyrst. Við viljum hins vegar hafa stjórn á því hvað margir koma á hverjum tíma til að við getum tekið vel á móti þeim sem hingað koma og látið þá njóta allra réttinda svo sem þeim ber.

Upphrópanir um útlendingaandúð eru úr lausu lofti gripnar. Það er engin útlendingaandúð og um það snýst málið ekki. Það snýst um virðingu fyrir fólki og það snýst um að við höldum áfram að lifa hér sem þjóð sem býr vel að borgurum þessa lands. Baráttan snýst líka um að við höldum því velferðarkerfi sem við höfum og gætum réttar þeirra sem hingað eru komnir. Stjórnmálamenn bera skyldur við allt það fólk sem hér er. Annað gildir um fólk sem hugsanlega vill koma hingað. Það er alvarlegt þegar menntaðir einstaklingar reyna að rugla umræðuna með upphrópunum um annað en það sem við erum að benda á.

Síðan gleymist það í urmæðunni og er alvarlegt sérstaklega fyrir þá stjórnmálamenn sem hafa kvatt sér hljóðs. Að við erum að benda á mál sem þarf að taka ýmsar ákvarðanir í t.d. varðandi íslenskukennslu og aðra fræðslu. Það þarf að taka á vandamálum sem hafa orðið vegna þess að ýmsir sem hingað koma njóta ekki eðlilegs atlætis eða réttinda. Þau vandamál verður að leysa. Af hverju má ekki ræða það. Þetta eru þó mál sem koma öllum útlendingum sem hingað eru komnir vel.

Það fólk sem neitar að ræða málefnalega um hlutina en fer í fyrirfram ákveðna andstöðu á grundvelli mistúlkana og útúrsnúninga er ekki líklegt til að geta leyst þau vandamál sem steðja að þjóðinni.


Er kaffibandalagið dautt?

Á forsíðu Fréttablaðsins eru ákveðin ummæli  um auglýsingu Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu í gær höfð eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Steingrími J. Sigfússyni. Jafnframt er ætíð og ævinlega þegar Frjálslyndi flokkurinn ber á góma spurt hvort Frjálslyndi flokkurinn sé samstarfshæfur og er þá vitnað til kaffibandalagsins svokallaða. Ítrekað er látið að því liggja að Frjálslyndi flokkurinn sé eins og sakamaður á skilorði og fari hann yfir einhverja ósýnilega línu vinstri flokkana þá vilji þau ekki vera með okkur Frjálslyndum.

Væri ekki fullt eins eðlilegt að spyrja Frjálslynda að því hvort Samfylkingin og Vinstri græn séu samstarfshæf. Ingibjörg Höfð eru  orð eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur  í Fréttablaðinu í dag þar sem hún segir engin efni til að gera eitt eða neitt af því sem Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á sambandi við innflytjendur.  Miðað við það þá get ég ekki séð að  Samfylkingin geti verið valkostur fyrir Frjálslynda í ríkisstjórn. Við Frjálslynd munum ekki bregðast kjósendum okkar. Við munum standa við það sem við segjum. Vilji Ingibjörg Sólrún mynda ríkisstjórn með okkur verður hún að taka þau áhersluatriði sem við berjumst fyrir til skoðunar og þóknanlegrar afgreiðslu.

Steingrímur J. Sigfússon gefur engar yfirlýsingar eins og Ingibjörg og setur ekki skilyrði en vill kynna sér málið. Eðlilega. Steingrímur girðir ekki fyrir samstarf fyrirfram eins og Ingibjörg virðist gera með þessum ummælum sínum séu þau þá rétt eftir höfð.


Góð tillaga Björns Bjarnasonar.

Margir reyna eins og þér geta að gera lítið úr hugmyndum Björns Bjarnasonar um að koma á fót svokölluðu varaliði. Sú umfjöllun er að mestu leyti ómálefnaleg þar sem reynt er að gera lítið úr hugmynd dómsmálaráðherra og sumir reyna að vera fyndnir til að komast hjá því að ræða málefnalega um málið.

Hugmynd Björns um varalið er raunhæf leið til að bæta öryggisgæslu og landvarnir. Hvaða betri hugmyndir hafa þeir sem leggjast gegn tillögum Björns. Ég hef ekki heyrt neinar.  Dæmi um bull málflutning um málið má lesa í frétt Fréttablaðsins 30 mars þar sem Stefán Pálsson sagnfræðingur tjáir sig um málið. Það er hins vegar hulin ráðgáta af hverju þessi Stefán er kallaður til að fjalla um málið. Ekki er vitað til þess að hann hafi neina þá þekkingu á öryggismálum þjóðarinnar sem geri það eðlilegt að fá skoðun hans á málinu.

Í víðfeðmu fámennu landi er mikilvægt að til staðar sé viðbúnaður og  vel þjálfaður mannafli sem getur tekist á við ógn sem upp kann að koma og gætt öryggis borgaranna. Það á ekki að gera lítið úr þeim hugmyndum heldur ræða þær af fullri alvöru. Í stað þess að reyna að vera með aulabrandara í garð Björns Bjarnasonar þá ættu menn að þakka honum fyrir góðar tillögur og ræða þær málefnalega.


Glæsileg frammistaða Magnúsar Þórs.

Magnús Þór Hafsteinsson sat fyrir svörum hjá Agli Helgasyni í þætti hans í dag og gerði þar skilmerkilega grein fyrir sjónarmiðum Frjálslynda flokksins í tilefni auglýsingar sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 

Sumir halda því fram að þau vandamál sem tengjast miklu aðstreymi innflytjenda séu þeirri umræðu að kenna sem við Frjálslynd höfum vakið máls á. Það er mikill misskilingur. Umræðan er vegna vandamála sem aðstreymið hefur valdið. Við höfum m.a. bent á að brotin séu mannréttindi á innflytjendum. Okkar málflutningur er ekki útlendinga- eða innflytjendafjandsamlegur heldur teljum við ekki hægt fyrir litla þjóð að taka við of mörgum á stuttum tíma. Okkar málflutningur lítur líka að því að gera þá sem hingað koma að íslendingum. Við höfum sett fram þá stefnu að þeir sem hér vilja búa fái 500 tíma í íslenskunámi og 300 tíma í námi um íslenska samfélagið. Okkar stefna er aðlögun og velferð einstaklinga og þjóðar.

Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar og andvaraleysi veldur því að vandamál hefur skapast. Hefði verið farið að varnaðarorðum Frjálslyndra á Alþingi fyrir ári síðan og hefði ríkisstjórnin ásamt Vinstri grænum og Samfylkingunni verið tilbúin til að taka á málum eins og við Frjálslynd þá væri hér ekkert um að tala. Það verður að hafa í huga hver ber ábyrgð á ástandinu. Það er rangt að skjóta sendiboðann eða þá sem segja sannleikann.


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 83
  • Sl. sólarhring: 414
  • Sl. viku: 2726
  • Frá upphafi: 2509676

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 2541
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband