Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
9.4.2007 | 19:23
Græna snaran
Sá eða þeir sem hentu grænni snöru inn í garðinn minn í dag geta sótt hana að skrifstofu Frjálslynda flokksins að Skeifunni 7 á morgun eftir kl. 8 í fyrramálið. Það er engin notkun á svona grip á þessu heimili.
Ég reikna að vísu ekki með að sendingin hafi verið af hugulsemi en hvað sem því líður þá getur eigandinn eða eigendurnir vitjað þessarar eignar sinnar eins og áður sagði á skrifstofu Frjálslynda flokksins að Skeifunni 7 í fyrramálið eftir kl. 8.
9.4.2007 | 15:50
Heimsmethafinn í skattahækkunum lofar skattalækkun
Sjálfstæðisflokkurinn á heimsmetið í skattahækkunum á tímabilinu 1995-2004 miðað við verga landsframleiðslu. Sem dæmi má nefna að aukin skattbyrði á Íslandi á tímabilinu var 9.8% á meðan hún var 3.8% í Noregi og 3.3.% á Spáni.
Skattleysismörk hafa ekki fylgt breytingum þá hefur kaupmáttaraukning orðið óveruleg í lægri tekjuhópum og misskipting aukist í þjóðfélaginu. Ekki kemur fram í fréttinni að Sjálfstæðismenn hyggi lagfæra þetta.
Við Frjálslynd krefjumst þess að velferðarhallinn sem orðið hefur í tíð ríkisstjórnarinnar verði lagfærður og þeir tekjulægstu og bótaþegar fái lagfæringar til sín en ekki bara þeir sem best hafa kjörin eins og raunin hefur orðið í tíð ríkisstjórnarinnar. Við viljum hækka skattleysismörk í allt að 150 þúsund krónur og leyfa frítekjumark fyrir alla bótaþega. Okkar leið í skattamálum er leið velferðar hinna mörgu. Leið Sjálfstæðisflokksins er sérstök skattalækkun fyrir hina fáu útvöldu.
Það verður að breyta því í næstu kosningum og rétta af velferðarhallann. Tekjulágum, öldruðum og öryrkjum til hagsbóta.
Annars er það spurning hvernig eyðsluflokkur eins og Sjáflstæðisflokkurinn ætlar sér að draga saman ríkisútgjöldin til að mæta skattalækkunum? Vill einhver svara því hvað ríkisútgjöldin hafa aukist mikið í stjóranrtíð Sjálfstæðisflokksins? Var einhver að tala um báknið burt? Það á alla vega ekki við um efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur stefnir að frekari skattalækkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.4.2007 | 10:45
Hver talar illa um trúarbrögð?
Það hefur komið fram í nokkrum tilvikum hjá þeim sem sett hafa fram athugsemdir við bloggfærslur mínar að mér farist ekki þetta eða hitt þar sem að ég tali illa um önnur trúarbrögð t.d. Íslam. Þetta er alrangt. Ég hef aldrei talað illa um Íslam. Ég hef sagt að ég vilji ekki fá hingað öfgafulla Múslima sem ég hef kallað "Syni Allah" sbr. tilvísun í Ítölsku blaðakonuna Oriana Fallaci og ég hef notað hugtakið "Bræðralag Múhammeðs" með vísan til samtaka sem voru á sínum tíma stofnuð í Egyptalandi og hafa beitt sér fyrir hryðjuverkum m.a. morðinu á Anwar Sadat fyrrum Egyptalandsforseta og morðárásum á vestræna ferðamenn í Egyptalandi ásamt mörgu öðru. Þegar ég segist ekki vilja fá þessa öfgamenn til landsins þá er ekki verið að tala niður til Íslam. Slíkt er jafn fjarstæðukennt og halda því fram að með því að tala illa um nasista sé verið að tala illa um Þýsku þjóðina.
Þvert á móti tala ég af virðingu um öll trúarbrögð og virði trúarskoðanir annarra. Þegar vinstri ímyndarafræðingarnir fara á stað þá getur hins vegar verið erfitt að koma því rétta og skynseminni til skila því þeirra sannleikur er þeirra óháð því hvort hann er eins og þeir segja eða eitthvað allt annað.
9.4.2007 | 10:38
Á að banna plastpoka?
Íslendingar eru í fremstu röð þjóða sem þykir vænt um plastpoka og notar þá gjörsamlega úr öllu hófi. Þessi mikla notkun plastpoka er umhverfisfjandsamleg. Það er því löngu tímabært að berjast gegn þessari miklu notkun. Við sem erum í alvöru græn verðum að huga að því í okkar daqlega lífi hvernig við getum hvert og eitt reynt að draga úr mengun en stuðla þess í stað að vistvænni heimi. Plastpokarnir skipta þar máli. Hvað viljum við gera í því.
Burðarpokarnir sem boðið er upp á í verslunum eru mjög mengandi en kaupmenn halda þeim að neytendum vegna þess að þeir fá álitlega fjárhæð í sinn vasa af sölu hvers plastpoka og svo leggja þeir í sameiginlegan sjóð sem "pokasjóð" sem þeir úthluta úr árlega. Allir kaupmenn selja plastpokann á sama verði og Samkeppnisstofnun fellst ekki á að þetta sé samráð samt sem áður.
Nú er spurning hvort að ríkisvaldið, stjórnmálamenn vilja móta ákveðna stefnu í þessu máli sem og öðrum sem varða okkar nánasta umhverfi og er til þess fallið að draga úr mengun. Í sumum tilvikum hefur sú leið verið farin að banna plastpoka. Ég er ekki hrifin af þeirri leið. Notkun plastpoka getur átt rétt á sér. Hins vegar kemur til álita að skattleggja notkunina í því skyni að leggja skattféð sem þannig fæst til að vinna gegn skaðsemi af notkun plastefna og hins vegar til að draga úr notkuninni. Einnig verður að gera þá kröfu til kaupmanna að þeir bjóði upp á plastpoka sem hafa ekki eins mengandi áhrif eins og þeir sem nú eru í boði.
Höfuðatriðið er að minnka notkun plastpoka og gefa netyendum sem vilja nota plastpoka kost á að nota framleiðslu sem er vistvænni en sú sem kaupmenn bjóða nú upp á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2007 | 17:04
Öfgafull þjóðfélagsumræða.
Runólfur Ágústsson fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst benti á það í Blaðinu um daginn að þjóðfélagsumræðan væri orðin mjög öfgafull. Hann sagði: "það er sama hvar drepið er niður, hvort það er umræða um femínisma, klám eða stóriðju. Við lifum í svart hvítum heimi þar sem öfgarnar takast á og lítið rúm er fyrir skoðanir þeirra sem standa þar á milli og eru skynsamt og hófsamt fólk"
Þetta er því miður rétt hjá Runólfi. Í dag sjáum við merki þess að fólk sem telur sig hafa einkarétt á því í hverju umhverfisvernd felst stimpli stjórnmálamenn sem vini eða óvini. Þar hefur verið höfðað til mjög þröngra sjónarmiða varðandi græna stefnu og náttúruvernd og það sama á við hjá Vinstri grænum og Ómari Ragnarssyni. Stefnumótun svokallaðra grænna á Íslandi er langt frá því að vera heilstæð eða tæmandi. Umræða þeirra er hins vegar með stimpil öfgana og andstæð náttúruvernd í mörgum tilvikum sbr afstaðan til vatnsaflsvirkjana.
Femínisminn sem hefur aðallega átt sér sem sprgöngukonur metnaðarfullar háskólakonur hafa fyrst og fremst vandræðast með framapot háskólakvenna á grundvelli kynferðis en á það hefur skort að íslensku femínistarnir hafi sinnt hagsmunamálum láglaunakvenna. Þá hafa mannréttindabrot gagnvart konum í Íslömsku löndunum yfirleitt ekki komið þeim við.
Við Frjálslynd sem viljum vitræna öfgalausa umræðu höfum ekki farið varhluta af þeim öfgum sem er í þjóðfélagsumræðunni eins og fyrrum rektor háskólans á Bifröst bendir á. Frjálslynd viðhorf byggja á því að heimila viðhorf og umræður um mál óháð því hvort þú ert sammála þeim eða ekki. Það er hluti lýðræðisþjóðfélags. Andstæðingar lýðræðisins þola ekki öfgalausar málefnalegar umræður af því að þeir hafa fundið sinn stóra sannleik. Sína sýn á það sem rétt er og rangt. Slíku fólki verður alltaf í nöp við frjálslynd viðhorf.
En samt snýst hún.
7.4.2007 | 11:18
Jesus Christ Superstar
Ég fór til Hveragerðis í gær til að sjá uppfærslu Leikfélags Hveragerðis á rokkóperunni "Jesus Christ Superstar" Ég hef séð þennan söngleik fjórum sinnum áður tvisvar hérlendis og tvisvar erlendis. Ég hugsaði með mér á leiðinni að það væri fróðlegt að sjá hvort að Leikfélag Hveragerðis við fátæklegar aðstæður og húsnæði gæti skilað þessu verki sómasamlega í höfn fyrir áhorfendur.
Þrátt fyrir fátæklegan umbúnað og erfiðar aðstæður þá var sýningin skemmtileg og leikgleði og einfaldleiki bætti upp það sem á vantaði um ríkmannlegri umbúnað. Allir aðalsöngvarar verksins stóðu sig vel. Einfaldleikinn var líka skemmtileg tilbreyting. Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá hvað við eigum mikið af hæfileikaríku fólki. Mér finnst að það eigi að leggja meiri áherslu á að styðja við einstaklings- og félagsframtakið í leiklist og menningu í landinu. Það skilar meiru hundruða milljóna sóun á ári í útþennslustefnu ríkissjónvarpsins.
Hvað sem því líður þá er sýning Leikfélags Hveragerðis hin besta skemmtun og Leikfélaginu og leikurum til mikils sóma.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2007 | 21:54
Crimes against logic.
Í bók sinni Crimes against logic fjallar Jamie Whyte um ýmis efni m.a. í einum kafla um erfðabreytt matvæli og meginskoðanir vinstri manna.
Þar segir hann m.a. að margir hafi ákveðnar skoðanir í pólitík ekki vegna þess að þeir haldi endilega að þær eigi rétt á sér heldur vegna þess að þeim líki félagsskapurinn. Hann bendir síðan á að það sé einskonar plastpakka stefna fyrir ungt vinstra fólk. Það sé á móti frjálsu markaðskerfi, berjist fyrir umhverfisvernd, dreifingu fjármuna, femínisma og réttindum dýra. Ég gat ekki að mér gert að brosa út í annað þegar ég las þetta því að þetta virðist eiga við flesta sem nefndir hafa verið til sögunnar í forustu Íslandshreyfingarinnar.
Var einhver að tala um hægri græna? Kemur þetta hægri e.t.v. í gegn um fyrrum frambjóðendur Vinstri grænna sem ætla nú að leiða framboðslista fyrir Íslandshreyfinguna. Spurning er hvort að nafnið á bók Jamie Whyte smellpassar ekki fyrir Íslandshreyfinguna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.4.2007 | 10:18
Innflytjendur skilja umræðuna.
Ég er ánægður með að hópur innflytjenda sem hér hefur búið til lengri og/eða skemmri tíma hefur sett sig í samband við mig og tjáð mér þá skoðun sína að framsetning mín og umræða í innflytjendamálum væri eðlileg og því fari fjarri að þar væri um útlendingaandúð eða rasisma að ræða. Aðallega hafa þetta verið innflytjendur frá gömlu Júgóslavíu og Póllandi. Þetta hefur verið kærkomið einkum miðað við hvernig rétttrúnaðarmenn íslenskir túlka skynsamlega framsetningu okkar í þessum málum.
Þessir vinir mínir sem hafa flust til landsins á síðustu árum. Segja öll að það þurfi að auka íslenskukennslu og fræðslu um íslenskt samfélag. Þeim líst vel á stefnu Frjáslynda flokksins í þeim efnum. Þá segja þau líka öll að það sé mikilvægt fyrir Ísland að takmarka aðstreymi fólks til landsins.
Af hvaða hvötum hafa þessir nýju vinir mínir sett sig í samband við mig. Jú vegna þess að þeim finnst ómaklega á okkur ráðist og það sé verið að snúa út úr umræðunni. Þessir vinir mínir benda líka á að það sé oft verið að fara illa með útlendinga og hafa áhyggjur af því að slíkt aukist fjölgi innflytjendum til muna í landinu. Þá hafa þeir líka áhyggjur af því að vinsamlegt þjóðfélag geti breyst ef umræða og aðlögun hefur ekki forgang.
Stundum er sagt að glöggt sé gests augað. Þessir vinir mínir komu hingað sem gestir en ætla sér að verða góðir og gegnir borgarar í þessu landi. Þeir eiga virðingu skilið og ég þakka þeim fyrir þann skilning sem þeir sýna. Skilning sem virðist hulin vinstri háskólaelítunni sem hefur komið sér svo þægilega fyrir á fjölmiðlum og mismunandi háskóladeildum og sveipar um sig fræðimannsstimplum en fer í umræðuna á grundvelli öfga og mistúlkana. Mér finnst vinur minn frá Serbíu sem hringdi í mig í gærkvöldi hafa mun betri skilning á þessum málum og skilgreina þau betur en þeir "fræði"- og fljölmiðlamenn sem eru í rógsherferð gagnvart okkur Frjálslyndum.
5.4.2007 | 09:53
Til hamingju Magnús Scheving
Í síðasta tbl blaðsins Economist er heilsíða um Magnús Scheving og Latabæ eða eins og segir. Toddlers know Magnus Scheving the boss of Lazy Town og síðan er gerð grein fyrir þáttunum um Latabæ og þýðingu þess að vera með sjónvarpsefni fyrir börn sem skírskota til heilbrigðra lífshátta.
Magnús Scheving hefur með frumkvæði sínu og dugnaði sýnt hvað er hægt að gera og hvaða árangri menn geta náð hafi þeir ákveðin markmið. Sagt er frá því að breska ríkisstjórnin sé nú í viðræðum við fyrirtæki Magnúsar um sameiginlegt átak.
Boðið er upp á fjölbreytt barnaefni í sjónvarpi og börn munu horfa á sjónvarp. Það skiptir því máli að börnum sé boðið upp á efni sem skírskotar til þess góða og hvað einstaklingurinn getur gert til að bæta sig og gera lífið skemmtilegra. Latibær er því kærkomið barnaefni sem á vonandi eftir að ná enn lengra. Oft er barnaefni hlaðið af skrímslum og hræðilegum átökum milli kynjavera. Sumum kann að finnast það gott. En má ég þá heldur biðja um Latabæ.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2007 | 09:47
Tryggjum öryggi borgaranna.
Á sunnudaginn upp úr kl. 18 var ráðist á fatlaðan mann á Lækjartorgi með fólskulegum hætti. Fatlaði maðurinn sem ferðast um á rafknúnum hjólastól var barinn og rændur. Þetta gerðist um hábjartan dag í miðborg Reykjavíkur.
Þegar svona er komið er mikið að í þjóðfélaginu. Hvers konar siðferði er það að ráðast á fatlað fólk og ræna það? Þjóðfélagið verður að bregðast. Fordæming árásar sem þessarar er eitt en viðbrögð til að koma í veg fyrir að svona óhæfa endurtaki sig er annað. Í fyrsta lagi verður að þyngja refsingar yfir þeim sem sýna af sér algjöran siðferðisbrest gagnvart samborgurum sínum eins og í þessu tilviki. Í öðru lagi er nauðsynlegt að samtök sem starfa í almannaþágu, stjórnmálasamtök sem og önnur sameinist um að gengist verði fyrir fræðslu og áróðri fyrir virðingu og gildi einstaklingsins þar sem rækilega verði undirstrikað hvað það er alvarleg aðför að einstaklingsfrelsi og mannréttindum að ráðast á fólk og veita því líkamlega áverka. Efling löggæslu er auk þess nauðsynleg á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar glæpamenn víla ekki fyrir sér að ráðast á fatlað fólk í miðbæ Reykjavíkur um hábjartan sunnudag þá er ljóst að löggæslu verður að efla. Vegna aukinnar glæpatíðni sérstaklega líkamsárása og nauðgana er brýnt að efla lögreglu höfuðborgarsvæðisins verulega. Misyndismenn mega ekki koma í veg fyrir að fólk geti gengið öruggt um götur borga og bæa á Íslandi.
Við skulum ná götunum okkar aftur úr höndum misyndismanna hvað sem það kostar.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 215
- Sl. sólarhring: 317
- Sl. viku: 2536
- Frá upphafi: 2506298
Annað
- Innlit í dag: 200
- Innlit sl. viku: 2367
- Gestir í dag: 192
- IP-tölur í dag: 189
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson