Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Það verður að tryggja öryggi lögreglumanna

Það verður að tryggja öryggi lögreglumanna betur en nú er gert. Refsingar við árásum á lögreglumenn verður að þyngja og þær á aldrei að binda skilorði.
mbl.is Um 70% lögreglumanna hefur verið hótað á síðustu fimm árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er mál að linni.

Þessar raðkannanir Capacent Gallup eru svo ónákvæmar að þær gefa mjög takmarkaðar vísbendingar. Sveiflurnar á fylgi flokkana sýnir það. Dagsveiflan í fylgi er ekki sú sem að Þessar skoðanakannanir eru að mæla.  Öllum sem fylgjast með stjórnmálum er því ljóst að þessar kannanir eru ónákvæmar og  að því er mér virðist rangar.  Nú eru rúmir tveir dagar þangað til kjörfundur byrjar. Væri ekki gott fyrir kjósendur að fá að hugsa mál sín í friði fram að kosningum í stað þess að vera með rangar ávirkar skoanakannanir. 
mbl.is Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óábyrgir ráðherrar.

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að kosningabarátta ráðherranna kostar ríkissjóð tugi milljarða. Þetta er dýrasta kosningabarátta sem þjóðin hefur háð.  Allt tal Sjálfstæðismanna um ábyrga stjórn efnahagsmála snýst upp í andhverfu sína þegar aðgerðir ráðherrana síðustu vikna eru skoðaðar.

Nú er ljóst að löglaus og siðlaus peningaaustur ráðherrana úr ríkissjóði síðustu vikur fyrir kosningar mun leiða til hækkunar verðbólgu og erfiðleika fyrir næstu ríkisstjórn að ná tökum á ríkisfjármálunum.

Mér sýnist að það hafi aldrei verið jafn ábyrgðarlausir ráðherrar í kosningabaráttu og heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Almenningur borgar kosningabaráttu þessara hefðarkvenna með hærri sköttum og dýrari lánum vegna verðtryggingar. 


Rauðar rósir

Ég var nýkominn heim til mín af kosningafundi í gærkvöldi. Þreyttur eftir að hafa reynt að gera mitt besta á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Bjöllunni var hringt og þar sem áliðið var orðið hugsaði ég. Hver er eiginlega að koma núna?  Við dyrnar stóð nágrannakona mín mikil baráttukona í pólitík og vildi færa mér rauða Samfylkingarós. Ég færðist undan og benti henni á að ég mundi hvorki styðja né kjósa Samfylkinguna heldur Frjálslynda flokkinn. Samt sem áður vildi hún endilega að ég myndi þiggja rós og ekki bara rós heldur heilt búnt án skilyrða. Með von um gott gengi.

Mér fannst þessi nálgun skemmtileg og sýnir hvað við búum að mörgu leyti í skemmtilegu landi þar sem fólk getur umgengist með eðlilegum og vinsamlegum hætti óháð því hvort það eru pólitískir andstæðingar.  Þeir sem vinna af heilindum í pólitík gera það til að láta gott af sér leiða. Sumir  leita að vísu upp mál til að láta þau fleyta sér áfram í framapoti en flestir sem starfa að stjórnmálum gera það í þeim einlæga tilgangi að gera gott þjóðfélag betra.

Þess vegna er svo mikilvægt að fólk átti sig á að við erum að deila um mismunandi leiðir til að ná þeim góða árangri að gera gott þjóðfélag betra. Við erum ekki og eigum ekki að reisa pólitíska múra á milli okkar sem einstaklingar.


Þarf Wolfowitz að taka pokann sinn.

Sennilega þarf Wolfowitz að hætta sem bankastjóri Alþjóðabankans af því að hann notaði eða misnotaði aðstöðu sína til að rugla biðröðinni fyrir ástkonu sína. Vel kann að vera að þessi kona sé yndisleg og væn kona og duglegur starfsmaður og vel að þessu komin. Það er hins vegar ekki það sem málið snýst um heldur það að bankastjórinn misnotaði aðstöðu sína. Málið snýst ekkert um konuna eða hæfi hennar heldur misnotkun á aðstöðu.

Með sama hætti þá snýst málið hvað ríkisborgararétt tengdadóttur Jónínu Bjartmars umhverfisráðherra ekki um tengdadótturina að neinu leyti heldur um misnotkun á aðstöðu. Ráðandi aðilar í landinu hafa reynt að afflytja þetta mál og vekja upp meðaumkun með stúlkunni. En málið snýst ekki um hana heldur afskipti ráðherrans. Spurningin er ruglaði ráðherrann biðröðinni. Sé svo á þá ekki að gilda það sama um ráðherrann og bankastjóra Alþjóðabankans? 


mbl.is Wolfowitz sagður hafa brotið starfsreglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk stjórn og stjórnarandstaða.

Gott lýðræðisþjóðfélag byggist á því m.a. að við búum við sterka stjórn og sterka stjórnarandstöðu. Öll atkvæði greidd Frjálslynda flokknum nýtast til fulls. Þeim mun fleiri þeim mun fjölmennari þingflokkur. Lílklegasta leiðin til að fella ríkisstjórnina er að kjósa Frjálslynda flokkinn. Hvert atkvæði greitt Frjálslynda flokknum skiptir máli.

Það skiptir líka máli að hafa menn á Alþingi sem vita hvað þeir eru að tala um og geta tekið þátt í sterkri ríkisstjórn og rekið  harða ábyrgja stjórnarandstöðu ef svo ber undir. Frjálslyndi flokkurinn býður upp á þá valkosti sem eru forsenda trausts lýðræðisþjóðfélags.

Við erum ekki með yfirboð. Við erum með kosningaloforð sem við getum staðið við og munum standa við.


Dómsmálaráðherra frestar að skipa Ríkissaksóknara.

Dómsmálaráðherra tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að fresta skipun Ríkissaksóknara fram yfir kosningar. Er eitthvað á ferðinni sem þolir ekki dagsins ljós?

Skyldi vera skítalykt af málinu eins og Ragnar Reykás mundi orða það.


Skuldir ríkissjóðs greiddar. Með hverju?

Sjálfstæðisflokkurinn montar sig af því að ríkisskuldir hafi verið niðurgreiddar um 200 milljarða. Það er gott en með hverju voru þær greiddar. Þær voru greiddar með peningum sem fengust í ríkissjóð vegna þess að skattleysismörkin voru ekki hækkuð.  Peningarnir sem teknir voru af lágtekjufólkin voru notaðir til að greiða niður ríkisskuldirnar.

Það sem fékkst fyrir ríkisfyrirtækin sem voru seld rann inn í hítina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið opinber útgjöld úr 32% af þjóðartekjum í 42% og stefnir í 49% af þjóðartekjum skv spá Seðlabanka Íslands.

Er ekki kominn tími til að kjósa fólk sem vill aðhald og sparnað í ríkiskerfinu og skera niður óþarfa útjgöld. Burt með lágtekjuskattana. Hækkum skattleysismörkin í 150 þúsund á mánuði. Kjósum F. Frjálslyndi flokkurinn fyrir fólkið í landinu.


Best að vera móðir á Íslandi

Að sjálfsögðu er og á að vera best að vera móðir á Íslandi. Við erum ríkasta þjóð í heimi og höfum gert vel við unga foreldra. Það er líka best að vera faðir á Íslandi. Þjóðfélagið hefur lagt áherslu á að gera vel við foreldra og þannig á það að vera. Við verðum hins vegar að endurskoða fæðingarorlofslögin með tilliti til jafnaðar í þjóðfélaginu og mismuna ekki borgurnum.
mbl.is Best að vera móðir í Svíþjóð og á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkissaksóknari.

Fróðlegt verður að sjá hvern Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipar í embætti ríkissaksóknara. Fjórir sækja um stöðuna þeir Egill Stephensen sem hefur verið starfandi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík um árabil, Jón H:B. Snorrason fyrrum vararíkislögreglustjóri og núverandi varalögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Sigríður Friðjónsdóttir sem hefur verið starfandi saksóknari.  Svo sækir um Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður sem hefur kennt refsirétt við Háskólann á Bifröst og farið með mörg sakamál fyrir rétti sem verjandi. Það væri athyglivert að fá mann utan embættismannakerfisins í starfið en þar kemur Brynjar þá einn til greina.

Almannarómur segir hins vegar að Jón H. B Snorrason verði valin og það sé löngu ákveðið. En nú er spennandi að sjá hvort dómsmálaráðherra skipar fyrir eða eftir kosningar og hvern hann skipar.

 Var e.t.v. búið að ráðstafa embættinu?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 362
  • Sl. sólarhring: 507
  • Sl. viku: 4183
  • Frá upphafi: 2427983

Annað

  • Innlit í dag: 333
  • Innlit sl. viku: 3869
  • Gestir í dag: 315
  • IP-tölur í dag: 293

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband