Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Hvað eru brýnustu baráttumálin 1. maí.

Atvinnuöryggi og næg atvinna fólksins í landinu er brýnasta hagsmunamálið. Forsenda þess er að skynsamlega verði haldið á skipulagi atvinnumála þjóðarinnar og ríkisvaldið fari ekki í tryllta samkeppni á vinnumarkaðnum eins og verið hefur.  Ríkisvaldinu ber að draga saman í góðæri og vera tilbúið til að koma af afli inn á markaðinn þegar ver gengur. Þessa hefur ríkisstjórnin ekki gætt.

Ábyrgir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn geta ekki og mega ekki búa sér til fyrirfram hindranir eða tálmanir sem geta leitt til fjöldaatvinnuleysis. Stefnumörkun Vinstri grænna um stóriðjustopp í ákveðinn árafjölda er glamuryrði. Því miður hefur Samfylkingin farið í humátt á eftir þessari stefnumörkun.

Enginn ábyrgur stjórnmálamaður ákveður fyrirfram að hann ætli frekar að velja fjöldaatvinnuleysi en vinnu fyrir fólkið í landinu. Allt tal um að við séum að misbjóða íslenskri náttúru með vatnsaflsvirkjunum er innantómt og rangt. 

Frjálslyndi flokkurinn vill varast óeðlilega þenslu og hefur þess vegna markað þá stefnu að gangast ekki fyrir frekari stórvikjunum á SV horninu meðan þensla er þar. Aðra ákvörðun verður að taka breytist ástandið. Þetta er eina ábyrga stefnan í atvinnumálum.  Við veljum vinnu fyrir fólkið í landinu. Vinna og velmegun. Stöndum vörðu um atvinnu fólksins í landinu og áunninn réttindi.

Verndum launakjör fólksins. Íslenskir launþegar til hamingju með daginin.


Hvað gerir Bjarni Ármannsson?

Bjarni Ármannsson á að baki farsælan feril sem bankastjóri Íslandsbanka nú Glitnis.  Bjarni tók við atvinnuvegasjóðunum gömlu m.a. Fiskveiðasjóði og Iðnlánasjóði þegar Fjárfestingarbanki atvinnulífsins var stofnaður. Bjarna tókst í samstarfi við Val Valsson áður bankastjóra Iðnaðabankans og Íslandsbanka að sameina þessar fjármálastofnunar. Það hefur verið gaman að fylgjast með Bjarna hann hratt að mörgu leyti af stað ýmsum góðum nýungum í fjármálalífi þjóðarinnar og með honum og síðan með einkavæðingu bankanna kom ferskur blær sem færði okkur úr steinrunnu kommisara kerfi ríkisvaldsins inn í nútímann.

Nú er spurningin hvaða verkefni tekur Bjarni Ármannsson sér fyrir hendur. Harðduglegur ungur maður eins og Bjarni er ekki að setjast í helgan stein. Það verður fróðlegt að sjá hvar hann drepur niður fæti næst.

Þróun fjármálastarfsemi hér á landi hefur verið góð og framsækin að öðru leyti en því að íslenskar fjármálastofnanir hafa ekki látið neytendur njóta þess ávinnings og hagræðingar sem orðið hefur. Bankaþjónusta er of dýr og þar þurfa menn að taka til hendinni. Það er brýnt hagsmunamál fólksins í landinu.


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 434
  • Sl. viku: 3847
  • Frá upphafi: 2428068

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 3558
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband