Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
31.7.2007 | 12:29
Gróði Ryanair og neytenda.
Það eru ánægjuleg tíðindi að Ryanair skuli vera rekið með mesta hagnaði í sögu flugfélagsins. Ryanair var brautryðjandi í lágum flugfargjöldum og með tilkomu þess urðu til aðrar viðmiðanir í verðlagningu í flugi fyrir neytendur. Önnur lágfargjalda flugfélög fylgja eftir Ryanair þannig að samkeppni er á þessum markaði sem betur fer.
Með þeim breytingum sem orðið hafa með tilkomu lággjaldaflugfélaga hafa ferðalög venjulegs fólks stóraukist og þar með frelsi með auknum möguleikum til að fara hvert sem er innan Evrópu án mikils kostnaðar.
Fyrir nokkrum árum flaug ég fram og til baka milli London og Brussel með Ryanair. Fargjöldin voru svo lág að það kostaði meira fyrir mig að taka lest inn í miðborg London en að fljúga með Ryanair til Brussel.
Fyrir okkur skiptir gríðarlegu máli að það sé samkeppni í samgöngum. Það verður að vera hægt að komast með auðveldum hætti og ódýrum á milli landa. Þess vegna verða stjórnvöld að vinna að því að samkeppni í samgöngum verði sem mest bæði í flugsamgöngum og einngi í vöruflutningum til landsins. Hluti af skýringu á háu vöruverði til neytenda kann að vera fólgið í háum flutningsgjöldum skipafélaga.
Methagnaður hjá Ryanair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.7.2007 | 21:31
Paradís breytist í víti.
Þegar ég kom fyrst til Kanaríeyja var mér sagt frá firnafögrum dal Mogan dalnum sem væri líkastur því sem hægt væri að hugsa sér aldingarðinn Eden. Ég hef síðan komið oft í Mogan dalinn og það er erfitt að gera sér í hugarlund að þessi fallegi dalur skuli hafa breyst þannig að flytja þurfi fólk á brott svo það verði ekki eldi að bráð.
Hér vorum við í vanda vegna landvarandi þurka þó þeir séu fjarri því svipaðir og á Kanaríeyjum þar sem rignir örsjaldan. Kanaríeyjar hafa verið góður griðarstaður fyrir marga úr okkar heimshluta þegar vetrarkuldi og él hrjá okkur. En sannfærir þetta okkur ekki um að heima er best?
Um 2.000 manns fluttir brott vegna skógarelda á Kanaríeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2007 | 20:13
Hægri hendin veit ekki hvað sú vinstri mun gera.
Svo virðist sem það ástand sé komið upp í ríkisstjórninni að hægri hendin gleymi að tala nægjanlega skýrt við vinstri hendina eða geri það alls ekki.
Í gær mátti skilja af viðtali við forsætisráðherra að mikill áfangi hefði náðst með samþykki fastaráðs NATO um reglubundið eftirlit með lofthelgi Íslands. Herþotur eiga að koma til landsins 4 sinnum á ári og stunda hér æfingar. Forsætisráðherra var greinilega ánægður með þessa samþykkt og ekki var annað að skilja en hann teldi sig hafa lokið góðu dagsverki.
Í dag kemur samgönguráðherra og segir að ekki komi til greina að herþotur þær sem eiga að æfa sig hér á vegum NATO fái að fljúga lágflug. Utanríkisráðherra segir síðan í viðtali við Fréttablaðið að með þessu munum við búa við viðunandi loftvarnir en hvort varnir landsins séu fullnægjandi sé matsatriði og við þurfum að fara í almennt mat á varnarþörf okkar.
Ekki var annað að skilja á forsætisráðherra en þetta væri allt eins og það ætti að vera en meðráðherrar hans frá Samfylkingunni virðast sbr ofangreint gera einhverja fyrirvara.
Í lýðræðisþjóðfélagi er venjan að ræða málin fyrir fram ekki eftir á. Ljóst er að þessi ákvörðun er tekin án samráðs við stjórnarandstöðu og án þess að málið sé rætt með eðlilegum hætti í utanríkismálanefnd. En því til viðbótar kemur að svo virðist sem málið hafi ekki verið útrætt innan ríkisstjórnarinnar miðað við misvísandi framsetningu, forsætisráðherra annars vegar og samgöngu- og utanríkisráðherra hins vegar.
Af hverju þurfa Samfylkingarráðherrarnir að skýra málið með þeim hætti að svo virðist sem máliðl hafi ekki fengið viðunandi umfjöllun eða menn verið á eitt sáttir í ríkisstjórninni.
27.7.2007 | 21:37
Drottins dýrðar kvótakerfi?
Í setningarræðu á ráðstefnu í Þjóðminjasafninu í gær um lækkun skatta sagði forsætisráðherra eftirfarandi: Við höfum komið á kvótakerfi í fiskveiðum sem hefur haft mikla þýðingu til að koma á umbótum í sjávarútvegi og auka stöðugleika í efnahagslífinu.
Þetta var einkuninn sem forsætisráðherra gaf kvótakerfinu. Hann sagði erlendu gestunum sem voru fyrirlesarar á ráðstefnunni ekki frá því að,
Kvótakerfið hefur valdið því að sjávarútvegurinn er skuldsettari en nokkru sinni fyrr og fjölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi mundu verða gjaldþrota ef þau hefðu ekki lánstraust vegna kvóta.
Kvótakerfið hefur valdið því að miklir fjármunir hafa farið út úr greininni og valdið því að gamalgróin fyrirtæki í sjávarútvegi berjast nú í bökkum sbr. fyrirtæki Alla ríka á Eskifirði.
Kvótakerfið hefur valdið því að ekki má lengur veiða nema lítin hluta þess afla sem veiddur var áður en kvótakerfinu var komið á.
Kvótakerfið hefur gert ákveðinn hóp sjómanna að ánauðugum leiguliðum ef þeir vilja stunda vinnu sína.
Kvótakerfið veldur misskiptingu í þjóðfélaginu þar sem ríkið hefur úthlutað sumum milljörðum en skattrænt hina.
Kvótakerfið veldur því að misskipting eykst meir en nokkru sinni fyrr í þjóðfélaginu
Kvótakerfið hefur eyðilagt uppbyggingarstarf margra kynslóða.
Kvótakerfið hefur rústað atvinnulífi í sjávarbyggðum í öllum landshlutum
Lengra mætti halda í upptalningu. En er þetta ekki nóg. Með hvaða rétti getur forsætisráðherra lofað kvótakerfið? Það hefur ekki þjónað tilgangi sínum það er andstætt markaðshyggju og kemur í veg fyrir að einkaframtakið fái að njóta sín í sjávarútvegi. Kerfi sem meinar Stjána bláa að setja öngul í sjó og selja aflann þegar hann kemur að landi nema hann eigi kvóta er ekki bara vont kerfi þó annað kæmi ekki til það er afleitt kerfi.
Forsætisráðherra hefði átt að segja prófessorum frjálshyggjunar sem töluðu á ráðstefnunni að kvótakerfið væri afsprengi ríkishyggju og stjónrvaldsaðgerða þar sem stjórnvöld treystu ekki að frjálslynd hugmyndafræði gæti leyst vandamál takmarkaðra gæða. Þeir hefðu þá fengið réttar upplýsingar um kerfið.
26.7.2007 | 21:23
Af vatninu dýra.
Íslendingar eru ríkasta þjóð heims af vatni. Samkvæmt heimsalmanikinu 2007 þá eru 562.193 rúmmetrar vatns á hvern íbúa landsins. Til samanburðar má benda á að ágætlega vatnsrík þjóð eins og Bandaríkin eiga ekki nema 10.333 rúmmetra vatns á hvern íbúa.
Miðað við þessa miklu vatnsbirgðir sem við eigum þá kemur mér það spánskt fyrir sjónir að gosdrykkir sem framleiddir eru hér á landi skuli vera miklu dýrari út úr búð en annarsstaðar í Evrópu eða Norður Ameríku. Sama gildir um átappað vatn á flöskum.
Ég rakst inn í Europris um daginn og sá þar að verið er að selja 33.cl. ál kókdósir á 45 krónur. Skilagjald er 10 krónur þannig að verðið er þá kr. 35 á dós. Sambærilegt verð á íslensku kóki í 33 cl. ál dós í Hagkaup er í dag kr. 88 skilagjald 10 kr. eða verð kr. 78 krónur eða helmingi meira en innflutta danska kókið sem verið er að selja í Európrís. Hvernig stendur á þessu? Hvernig stendur á því að hægt er að selja innflutt danskt kók á meira en helmingi lægra verði en íslenskt þrátt fyrir flutningskostnað og annað. Skyldi íslenska vatnið vera svona dýrt?
Hálfslíters flaska af vatni kostar í dag 96 krónur eða meir en helmingi meir en algengt verð fyrir sambærilega afurð t.d. út úr búð á Spáni. Ég átta mig ekki á þessum gríðarlega verðmun.
Getur einhver fundið skynsamlega skýringu á þessum mikla verðmun á drykkjum sem framleiddir eru hér á landi og erlendis og eru aðallega vatn?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.7.2007 | 11:49
Kveðja til Einars Odds Kristjánssonar.
Einar Oddur Kristjánsson heitinn tók mér fagnandi við upphaf sumarþings í júní s.l. Hann sagði við mig þegar við urðum sessunautar á Alþingi "Jón þú myndar þingflokk með mér" Þegar ég færðist undan þá sagði hann. "Ég á við þingflokk til varnar skattgreiðendum". Ég svaraði því játandi að ég skyldi svo sannarlega standa í þeirri baráttu með honum. Mér þykir miður að til þess skyldi ekki koma að við gætum snúið bökum saman í vörn gegn útþenslu ríkisbáknsins og aukinni skattheimtu.
Svo mörg góð orð hafa fallið um Einar Odd Kristjánsson og upprifjun á ferli hans að óþarft er að endurtaka slíkt. Mín kynni af Einari Oddi voru af heilsteyptum góðum manni sem kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann hafði ákveðnar skoðanir. Mér er nær að halda að skoðanir hans hafi iðulega ekki fengið að njóta brautargengis í þeim stöðugt stjórnlyndari ríkishyggjuflokki sem hann var þingmaður fyrir.
Ég mun sakna Einars Odds sem góðs félaga og væntanlegs baráttufélaga gegn auknum ríkisumsvifum. Einnig vegna þess að með honum er horfinn glaðbeittur sanngjarn baráttumaður.
Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu, barna og annarra aðstandenda Einars Odds Kristjánssonar.
24.7.2007 | 13:19
Í lagi að skjóta danska hermenn í Írak?
Farmbjóðandi "Einingarlistans" í Danmörku við næstu þingkosningar, Asmaa Abdol- Hamid sem hér er á myndinni hefur lýst þeirri skoðun sinni að það eigi ekki að kalla þá sem standa að sprengjutilræðum í Írak hryðjuverkamenn heldur séu þeir að verja landið sitt og hafi fullan rétt til þess að drepa andstæðinga sína. Danskir hermenn eru í Írak og samkvæmt þessari skoðun frambjóðandans hafa hryðjuverkamenn í Írak fullan rétt til að drepa danska hermenn í Írak. Asmaa hefur líkt framgöngu hryðjuverkamannanna í Írak við dönsku andspyrnuhreyfinguna í seinni heimstyrjöld. Fróðlegt verður að sjá hvernig danskir kjósendur bregðast við þessum frambjóðanda.
Þetta framboð og þessi sjóanrmið sýna að það eru tvær þjóðir í Danmörku. Ákveðinn hluti Íslamista neitar að aðlaga sig að þjóðfélögum vesturlanda. Þannig er það um alla Evrópu. Á sama tíma er kristinboð bannað að viðlagðri dauðarefsingu í mörgum Íslömskum ríkjum. Umburðarlyndi okkar á ekki að setja nein takmörk að mati margra og sumir vilja jafnvel að við fórnum mannréttindum á altari fjölmenningarsamféalgsins. Að mínu mati kemur það ekki til greina. Spurning er hins vegar hvaða kröfur gerum við til þess fólks sem sækir um ríkisborgararétt hér. Á það ekki að hlíta íslenskum lögum og berjast fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar?
Danski farmbjóðandinn Asmaa telur greinilega ekki að það sé hennar hlutverk. Hjarta hennar slær ekki með eða fyrir danska hermenn í írak heldur með hryðjuverkamönnunum sem hún kallar frelishetjur. Einhverntímann hefði svona afstaða verið kölluð landráð. Umburðarlyndið hefur e.t.v. þurkað það hugtak út?
23.7.2007 | 09:52
Orð án innihalds
Ritstjóri Fréttablaðsins bendir á það í góðum leiðara í dag hvað orð sumra stjórnmálamanna geta verið innihaldslítil og ábyrgðarlaus. Framgangan minnir stundum á það sem segir í góðum texta Stuðmanna í einu frábærra laga þeirra "allt fyrir frægðina"
Í leiðaranum er bent á ummæli varaformanna stjórnarflokkana um lækkun áfengisverðs og hvað stór hluti tekna ríkissjóðs komi vegna áfengisgjalds. Ekki benda vararofmennirnir á hvað á að skera niður á móti. Hvorug þeirra vill raunar eða munu beita sér fyrir niðurskurði ríkisútgjalda. Það yrði þá að hækka aðra skatta. Ummæli varaformanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eru innihaldslaus pópúlismi eins og þau eru sett fram.
Í leiðaranum er einnig vikið að ummælum félagsmálaráðherra um hávaxtastefnu Seðlabankans. Á það er réttilega bent að ríkisstjórn hafi möguleika á að grípa til aðgerða gagnvart hávaxtastefnu Seðlabankans. Það er ekki bara félagsmálaráðherra sem hefur gagnrýnt hávaxtastefnuna. Orð fjármálaráðherra verða ekki skililn á annan veg en hann taki undir með félagsmálaráðherra í þeirri gagnrýni. Ríkisstjórnin hefur valdið og getur brugðist við. Meðan ráðherrar sem gagnrýna hávaxtastefnuna gera ekki tilraun til þess að breyta orðum í athafnir þá eru orð þeirra l innihaldslítil.
17.7.2007 | 18:44
Stórhuga iðnaðarráðherra?
Iðnaðarráðherra trúr uppruna sínum virðist ásamt nokkrum gallhörðum Stalínistum trúa því að hjálpræðið og hagsældin komi frá ríkinu. Hann segist ætla sem mótvægisaðerð við þorskaflaskerðingum að búa til tugi nýrra opinberra starfa. Hvað þessir nýu opinberu starfsmenn eiga að leysa eða hvað þeir eiga að framleiða er annað mál.
Ráðherrar sósíalistaflokksins ráða sér varla fyrir gleði yfir því að aflaheimildir skuli hafa verið skornar niður svo þeir geti gramsað og úthlutað úr ríkissjóði í gæluverkefni að geðþótta. Slíkir ráðamenn eru ávísun á minnkandi hagvöxt og aukin ríkisútgjöld. Afleiðingin: Verri lífskjör.
Mótvægisaðgerðir ríkishyggjunar munu ekki þjóna tilgangi. Skyldi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins ekki til hugar koma að besta mótvægisaðgerðin er að auka frelsi borgaranna til að stunda vistvæna atvinnu og veiðar og jafnframt stuðla að frjálsum fjárfestingum í atvinnulífi á svokölluðum köldum svæðum.
16.7.2007 | 22:04
Nú gelta allir að Davíð
Nú gelta allir að Davíð. Af hverju núna. Sömu hávaxtastefnu hefur verið fylgt um árabil. Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýnir Seðlabankann harkalega og fjármálaráðherra tekur undir með henni. Spurning er hvað vill ríkisstjórnin. Vill hún að hávaxta- og hágengisstefnunni verði haldið uppi af Seðlabankanum eða ekki. Meðan forsætisráðherra segir ekkert þá verður ekki annað séð en hann vilji óbreytta stefnu.
Fyrir tveim árum benti OECD á að yrði ekki breytt um stefnu stefndi í verðbólgu og kreppu á Íslandi. Þá urðu engin viðbrögð stjórnmálamanna. Þá var Davíð forsætisráðherra. Síðan höfum við haldið áfram sem aldrei fyrr. Hækkað stýrivexti og gengi krónunnar hefur hækkað með útgáfu hundruða milljarða í jöklabréfum.
Á meðan blæðir framleiðsluatvinnuvegunum og samkeppnisiðnaðinum. Hvað vill ríkisstjórnin gera í því? Halda áfram sofandi að feigðarósi eða breyta um stefnu? Davíð Oddsson ber ekki ábyrgð á þessari gengisstefnu hún varð til löngu áður en hann kom í Seðlabankann. Hún hefur lika verið stefna ríkisstjórnarinnar. Jóhanna og Árni verða að athuga það.
Engin furða að ráðherra iðnaðarmála skuli helst finna þann útveg að fjölga opinberum starfsmönnum við slíkar aðstæður svo sem hann boðar.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 108
- Sl. sólarhring: 1284
- Sl. viku: 5250
- Frá upphafi: 2469634
Annað
- Innlit í dag: 100
- Innlit sl. viku: 4808
- Gestir í dag: 100
- IP-tölur í dag: 100
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson