Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2007

Og ţú líka Jóhanna?

Jóhanna Sigurđardóttir tók ţá ákvörđun ađ lćkka lánshlutfall Íbúđalánasjóđs og gera fólki erfiđara fyrir međ ađ fjárfesta í íbúđarhúsnćđi. Bent hefur veriđ á ađ lánveitingar Íbúđarlánasjóđs séu ađ verulegu leyti til fólks sem er ađ fjárfesta í húsnćđi utan Stór Faxaflóasvćđisins. Nú ţegar bođađur er mikill aflasamdráttur ţá byrjar Jóhanna Sigurđardóttir félagsmálaráđherra á ţví ađ gera fólki erfiđara fyrir međ ađ skipta um húsnćđi, breyta til eđa koma sér ţaki yfir höfđuđiđ.

Sú skýring ađ lánahlutfalliđ sé lćkkađ til ađ draga úr ţenslu er röng. Fyrirsjáanlegt er ađ ţenslan verđur ekki vandamál á landsbyggđinni ţegar líđur á áriđ heldur ţvert á móti. Á međan ríkisstjórnin er ađ velta fyrir sér mótvćgisađgerđum vegna niđurskurđs ţorskveiđiheimilda ţá er sett í afturábakgír í lánamálum til húsnćđismála. Svipađ og ţegar bandaríska ríkisstjórnin 1929 og 1930 takmarkađi peningamagn í umferđ í svipuđum tilgangi á ţeim tíma í kjölfar verđbréfahruns og kom á stórfelldri kreppu í landinu.

En ţetta er ekki ţađ eina í kjölfar lćkkunar lánshlutfalls Íbúđarlánasjóđs hefur KB banki tilkynnt um verulega vaxtahćkkun af verđtryggđum lánum. Kaupţing hćkkar vexti úr 4.95% í 5.2% af verđtryggđum lánum. Er ţetta líka til ađ slá á ţensluna?

Jóhanna Sigurđardóttir hefur veriđ traustur stjórnmálamađur og vösk í baráttunni fyrir lítilmagnann í ţjóđfélaginu. Hvađ er nú ađ. Af hverju gengur hún nú fram og stingur rýtingnum á kaf í efnahag alţýđu ţessa lands. Af hverju fer hún svona fram og leggur grunn ađ vaxtahćkkun bankanna???


Heilbrigđisráđherra á ađ tryggja lćgra verđ á lyfjum.

Íslenskur lćknir í Svíţjóđ auglýsti ađ hann vćri tilbúnn til ađ annast um innkaup á lyfjum fyrir íslendinga skv lyfseđli og senda ţeim til baka. Talađ var um ađ verđiđ á lyfjunum mundi verđa 1/3 af ţví sem lyfin kosta hér á landi.  Í Svíţjóđ ţarf ađ borga 3.334 krónur fyrir lyfiđ sem kostar 10.000 hér. Gaman var ađ fylgjast međ viđbrögđunum viđ ţessari frétt. Í fyrsta lagi var máliđ sett til skođunar viđkomandi eftirlitsnefndar til ađ hún skođađi hvort ţetta neytendavćna athćfi lćknisins í Svíţjóđ vćri ekki ólöglegt. Í sjálfu sér ekki óeđlileg viđbrögđ framleiđendavćns ríkiskerfis.

Ţađ sem er merkilegt viđ ţetta er ađ fjölmiđlar hafa ekki séđ sér hag í ţví ađ fjalla mikiđ um ţetta mál ţó ađ gúrkutíđ í fréttamennsku sé í algleymingi skv. dagatalinu.  Ţađ er stórmál ađ lyf í Svíţjóđ kosti ekki nema 1/3 af ţví sem sambćrilegt lyf kostar hér. Sama dag og ţetta kom upp hefđi Guđlaugur Ţór heilbrigđisráđherra átt ađ birta yfirlýsingu um sérstaka könnun á lyfjaverđi í nágrannalöndum okkar og tilkynningu um ađ ríkisvaldiđ mundi bregđast viđ af alefli til ađ koma í veg fyrir lyfjaokur á neytendum. 

Ţađ skiptir bćđi ríki og einstaklinga máli hvađ lyf kosta. Ríkiđ er langstćrsti neytandinn og gćslumenn ríkisfjármála ćttu ţví fyrir löngu ađ hafa tekiđ í taumanna og gert ráđstafanir til ađ gera hagkvćm innkaup á lyfjum og gćta almannahagsmuna.

Framtak lćknisins í Svíţjóđ var og er lofsvert og ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvort hann kemst upp međ ađ kaupa ódýr lyf fyrir íslendinga í Svíţjóđ eđa hvort ríkiskerfiđ bannar ţađ til ađ okriđ á sjúklingum geti haldiđ áfram. Hver grćđir á ţví? Eru hagsmnurirnir virkilega svo miklir ágćti heilbrigđisráđherra ađ ţú bregđist trausti borgaranna og takir hagsmuni hinna fáu framyfir?


« Fyrri síđa

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 908
  • Sl. sólarhring: 1023
  • Sl. viku: 5520
  • Frá upphafi: 2315039

Annađ

  • Innlit í dag: 833
  • Innlit sl. viku: 5111
  • Gestir í dag: 822
  • IP-tölur í dag: 809

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband