Leita í fréttum mbl.is

Heilbrigðisráðherra á að tryggja lægra verð á lyfjum.

Íslenskur læknir í Svíþjóð auglýsti að hann væri tilbúnn til að annast um innkaup á lyfjum fyrir íslendinga skv lyfseðli og senda þeim til baka. Talað var um að verðið á lyfjunum mundi verða 1/3 af því sem lyfin kosta hér á landi.  Í Svíþjóð þarf að borga 3.334 krónur fyrir lyfið sem kostar 10.000 hér. Gaman var að fylgjast með viðbrögðunum við þessari frétt. Í fyrsta lagi var málið sett til skoðunar viðkomandi eftirlitsnefndar til að hún skoðaði hvort þetta neytendavæna athæfi læknisins í Svíþjóð væri ekki ólöglegt. Í sjálfu sér ekki óeðlileg viðbrögð framleiðendavæns ríkiskerfis.

Það sem er merkilegt við þetta er að fjölmiðlar hafa ekki séð sér hag í því að fjalla mikið um þetta mál þó að gúrkutíð í fréttamennsku sé í algleymingi skv. dagatalinu.  Það er stórmál að lyf í Svíþjóð kosti ekki nema 1/3 af því sem sambærilegt lyf kostar hér. Sama dag og þetta kom upp hefði Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra átt að birta yfirlýsingu um sérstaka könnun á lyfjaverði í nágrannalöndum okkar og tilkynningu um að ríkisvaldið mundi bregðast við af alefli til að koma í veg fyrir lyfjaokur á neytendum. 

Það skiptir bæði ríki og einstaklinga máli hvað lyf kosta. Ríkið er langstærsti neytandinn og gæslumenn ríkisfjármála ættu því fyrir löngu að hafa tekið í taumanna og gert ráðstafanir til að gera hagkvæm innkaup á lyfjum og gæta almannahagsmuna.

Framtak læknisins í Svíþjóð var og er lofsvert og það verður fróðlegt að sjá hvort hann kemst upp með að kaupa ódýr lyf fyrir íslendinga í Svíþjóð eða hvort ríkiskerfið bannar það til að okrið á sjúklingum geti haldið áfram. Hver græðir á því? Eru hagsmnurirnir virkilega svo miklir ágæti heilbrigðisráðherra að þú bregðist trausti borgaranna og takir hagsmuni hinna fáu framyfir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er auðvitað hárrétt ábending. Heilbrigðiráðherra er blátt áfram skyldugur til,- annað hvort að sjá um að innflutningur þessara ódýru lyfja verði hafinn þegar í stað, eða gefa trúverðugar skýringar á hindrun þess. 

Árni Gunnarsson, 5.7.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Þetta mál þarf nú aldeilis að skoða ofan í kjölinn. Andvaraleysið gagnvart vaxandi lyfjakostnaði ár eftir ár í langan tíma er og hefur verið algert.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.7.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 813
  • Sl. sólarhring: 840
  • Sl. viku: 2500
  • Frá upphafi: 2297060

Annað

  • Innlit í dag: 773
  • Innlit sl. viku: 2333
  • Gestir í dag: 756
  • IP-tölur í dag: 727

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband