Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
31.3.2008 | 17:30
Olíur og bensín verður að lækka.
Hvað með fyrirheitið um að díselolía yrði ódýrari en bensín? Það hefur ekki verið efnt. Hvernig væri að fjármálaráðherra beitti nú áhrifum sínum til að koma á móts við alla bifreiðastjóra og lækka álögur ríkisins til að vega á móti þeim verðhækkunum sem hafa orðið vegna gengisfellingar krónunnar og hækkandi oliuverðs. Það er ekki til of mikils mælst.
Tryggar og öruggar samgöngur eru mikilvægar og fæstir komast hjá því í borgarsamfélaginu að nota bílinn sinn. Þeir sem eru í dreifbýlinu þurfa þess enn þá frekar. Bifreið er nauðsyn og það verður að gæta þess að verð á nauðsynjaþjónustu sé ekki spennt upp úr öllu valdi.
Árni reiðubúinn til viðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.3.2008 | 09:41
Styrk efnahagsstjórn?
Nú mælist verðbólga síðustu 3 mánuði 12.8% það er óásættanlegt. Verðbólga síðasta heila árið er 8.7%. Þessar verðbólgutölur mælast þó að stór hluti verðhækkana vegna gengisbreytinga eigi eftir að koma fram í verðlagi og kynda enn undir verðbólgubálið. Þá liggur fyrir að búvörur munu hækka á grundvelli miðstýrðra verðákvarðana. Hætt er því við að verðbólga muni enn magnast en gegn þeirri vá hefur Seðlabankinn sagst vinna með því að setja stýrivexti í ofurhæðir.
Verðbólgan nú ber þess glöggt vitni að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans nær ekki tilætluðum árangri. Ástandið er svo alvarlegt að það er tími til kominn að skoðaðar verði nýjar leiðir til að vinna okkur frá þeim vanda sem nú er við að etja og mun bitna harkalega á lífskjörum fólksins í landinu. Þá er fyrirséð að vaxtaokrið og verðtryggingin mun í óðaverðbólgu éta upp eignir fólks.
Ríkisstjórnin verður strax að bregaðst við með því að afnema vörugjöld og lækka álögur á olíur til að hamla gegn verðbólguþróuninni og vinna tíma til að koma okkur frá því versta á meðan unnið er að nýrri langtímastefnumörkun.
Hafi einhverntíma verið tilefni til að leita eftir víðtækri þjóðarsátt stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka um nýjar og róttækar aðgerðir í efnahagsmálum þá er það núna og það reynir á forsætisráðherra hvort hann þekkir sinn vitjunartíma og bregst við með þeim hætti eða ekki.
Mesta verðbólga í 6 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.3.2008 | 19:22
Bárujárnsbyltingin er rugl.
Bárujárnskofar í niðurníðslu sem iðulega eru notaðir af útigangsfólki birtast á síðum dagblaða nú dag eftir dag. Sjónvarpsstöðvarnar hafa í fréttatímum sínum gert kofakyrrstöðuna í miðbænum að sérstöku umfjöllunarefni oftar en einu sinni. Því miður er miðbær Reykjavíkur orðinn afar nöturlegur á stórum svæðum vegna vanrækslu Reykjavíkurborgar á því í mörg ár að móta skipulag fyrir nútímafólk til framtíðar. Vandræðagangurinn sýnir betur en margt annað hvað stjórnkerfi Reykjavíkur er veikt og hvað það er nauðsynlegt að fá almennilegt fólk að stjórn borgarinnar.
R listinn brást í þessu efni. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Björns Inga brást í þessu efni. Meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Margrétar Sverrisdóttur og Björns Inga brást í þessu efni. Núverandi meirihluti gerir meira en að bregðast. Núverandi meirihluti hefur gert kofavæðingu miðborgarinnar að markmiði skipulagsstefnu sinnar. Ekki getur að líta betri mynd af nöturleika núverandi meirihluta en með því að skoða miðborgina sem er í niðurníðslu vegna bárujárnsvæðingar meirihlutans.
Brunarústir standa á dýrustu lóðum í miðborginni og það er ekkert gert vegna glóruleysis meirihlutans. Eigendur ónýtra húsa fá ekki að rífa þau vegna ráðaleysis stjórnenda borgarinnar. Það er síðan dæmigert fyrir fulltrúa ráðstjórnarinnar þegar skipulagsstjóri Reykjavíkur talar um að sekta eigendur þessara kofa fyrir að halda þeim ekki við. Þessir vesalings eigendur fá ekki að nýta eignir sínar en þurfa að borga há fasteignagjöld til borgarinnar. Eigendunum er meinað um þau sjálfsögðu réttindi borgara að fá að nýta eignir sínar og gera þær arðsamar allt vegna ráðaleysis bullukollana í borgarstjórn. Það væri síðan að bæta gráu ofan á svart að ætla að sekta fólk fyrir úrræðaleysi og vingulshátt borgarstjórnar.
Það væri nær að draga núverandi meirihluta til ábyrgðar fyrir að hafa hent 700 milljónum í ónýta húskofa við Laugaveginn í því skyni að fæla enn fleiri borgarbúa frá miðbænum.
26.3.2008 | 19:03
Ríkisstarfsmönnum á að fækka en ekki fjölga.
Fjölgun ríkisstarfsmanna um 3000 á Reykjavíkursvæðinu á 5 árum er slæm frétt. Það er síðan ótrúlegt að aðeins fjölgi um 100 ríkisstarfsmenn á Akureyri á þessum 5 árum meðan það fjölgar um 3000 í Reykjavík. Sérstaða höfuðborgarinnar sem þjónustumiðstöðvar verður alltaf að viðurkenna og þess vegna verður meginhluti starfa ríkisins á Faxaflóasvæðinu. En þessi munur er gjörsamlega óásættanlegur og ekki í samræmi við þá stefnumörkun að flytja störf út á land.
Ekki á móti flutningi starfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2008 | 09:32
Krampakennt fálm.
Bankastjórn Seðlabankans virðist halda að það sé enn þensla í landinu. Ég átta mig ekki á því hvað Seðlabankinn er að reyna með þessu. Ef til vill að reyna að hækka gengi krónunnar? En er innistæða fyrir því að hækka gengi gjaldmiðils á grundvelli ofurhárra stýrivaxta í krampakenndu fálmi við að fá erlenda fjárfesta til að fjárfesta áfram í íslenskum krónum.
Er ekki nær að viðurkenna að hávaxtastefna Seðlabankans hefur mistekist. Hágengisstefna Seðlabankans hefur mistekist. Hagstjórn Seðalbanka og ríkisstjórnar hafa valdið ofurþenslu og gríðarlegri skuldsetningu. Ofurþenslu sem nú er lokið og hætt er við samdrætti. Ýmis teikn eru á lofti um að samdráttur sé þegar hafinn. Er þá rétti tíminn til að hækka stýrivexti?
Af hverju fer Seðlabanki Íslands algjörlega öfuga leið miðað við Seðlabanka annarra landa í Evrópu og Ameríku. Af hverju lækkar hann ekki stýrivexti og veitir viðskiptabönkunum fyrirgreiðslu til að örva lánastarfsemi til að hjól atvinnulífsins geti snúist með eðlilegum hætti. Það gilda ekki önnur lögmál á Íslandi en í öðrum löndum hvað hagstjórn varðar.
Færa má að því gild rök að við stæðum nú betur að vígi hefði enginn Seðlabanki verið í landinu.
Er ekki kominn tími til að viðurkenna að íslenska krónan gengur ekki lengur sem flotkróna. Það verður að tengja hana raunverulegum verðmætum eða raunverulegum gjaldmiðli. Mér fannst þessi frétt um stýrivaxtahækkun verulega vond frétt.
En vel má vera að það hlýni aðeins við að pissa í skóinn sinn, en það er skammtímalausn.
Stýrivextir hækka í 15% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.3.2008 | 16:47
Hvað gerist í vikunni?
Það eru vafalaust margir spenntir fyrir því að sjá hvað gerist á morgun varðandi hlutabréfavísitöluna og gengi krónunnar. Þá verður fróðlegt að sjá hvort að Seðlabankinn og ríkisstjórnin ætli að láta reka á reiðanum eins og gert hefur verið svo lengi í efnahagsmálum. Forsætisráðherra sá ekki ástæðu til þess í síðustu viku að ríkisstjórnin gerði neitt í málinu. En það sjá það flestir aðrir að brýna nauðsyn ber til að farið verði vandlega yfir það með hæfustu sérfræðingum okkar í hagstjórn hvernig á að bregðast við og það sem fyrst til að freista þess að komast hjá efnahagshruni.
Það er ljóst að íslenska flotkrónan gengur ekki. Henni fylgir allt of mikill óstöðugleiki. Sagt var að helsti kosturinn við að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil væri að þá hefðum við betri stjórn á efnahagsmálunum. Er það kostur eða er það galli. Eins og nú horfir þá verður ekki annað séð en efnahagsstjórnin hafi verið vægast sagt misheppnuð. Meiri sveiflur eru hjá okkur en hjá nokkurri annarri þjóð í Evrópu. Erlend skuldasöfnun hefur verið meiri en hjá nokkurri annarri þjóð í Evrópu. Þá hefur ríkisbáknið þanist út meir hjá okkur í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins en í nokkru öðru landi í Evrópu.
Ber þetta vott um góða efnahagsstjórn? Ber þetta vott um góða ríkisstjórn?
Þegar við Frjálslynd mótuðum þá stefnu að gjaldmiðillinn yrði ekki látinn fljóta heldur að hann yrði bundinn við gengiskörfu helstu viðskiptalanda okkar með ákveðnum vikmörkum, þá var það til að skapa stöðugleika í þjóðfélaginu og til þess að losna við verðtryggingu lána. Nú liggur fyrir að það hefði verið skynsamlegt að fara að okkar tillögum í staðinn fyrir að ana beint á foræðið eins og ríkisstjórnin hefur gert.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.3.2008 | 11:17
Gleðilega hátíð.
Upprisuhátíðin er helgasta hátíð kristinna manna vegna þess að með upprisunni fullnaðist fyrirheitið um fyrirgefningu syndanna og eilíft líf. Með upprisunni breyttist allt. Lærisveinar Jesú sem höfuð verið sundurleitur hópur fólks sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð þegar Jesús var handtekinn, dæmdur og krossfestur kom eftir upprisuna fram af slíkri djörfung að útilokað var að slíkt hefði getað gerst nema lærisveinarnir. Samtímafólk Jesú hefði fengið trúarlega fullvissu byggða á fyrirheiti fagnaðarboðskaparins.
Sigurbjörn Einarsson fyrrum biskum segir í grein í Morgunblaðinu í dag: "Trú er að vilja vekja sig til vakandi vitundar um hann og leggja rækt við þá vitund og glæða hana. Getur það dulist, hugsandi mönnum, að hér er um mál að ræða, sem enginn getur virt að vettugi?"
Gleðilega upprisuhátíð.
22.3.2008 | 10:46
Kynþáttafordómar og Obama.
Barack Obama flutti frábæra ræðu um kynþáttamál um daginn. Ég hvet alla til að hlusta á þessa ræðu. Þá vek ég líka athygli á umfjöllun Obama um innflytjendur í bók hans The Audacity of Hope.
Þar bendir hann á nauðsyn þess að innflytjendur aðlagist þjóðfélaginu en verði ekki utangarðs. Nákvæmlega eins og við Frjálslynd höfum bent á varðandi okkar innflytjendur. Í fyrsta lagi að innflytjendastraumurinn verði ekki meiri en velferðarkerfið ráði við hverju sinni og allir sem komnir eru til landins eigi að búa við full og óskert mannréttindi.
Þetta er grunnur að því að skapa umburðarlyndi milli fólks af ólíkum uppruna. Lausnin felst ekki í að gera lítið úr menningu okkar og síðum. Hún felst heldur ekki í því að þeir sem koma haldi sínum siðum og taki ekki upp okkar.
Kynþáttaræða Obama slær í gegn á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
20.3.2008 | 22:30
5 ár frá ólögmætri innrás Breta og Bandaríkjamanna í Írak.
Það eru 5 ár síðan Bandaríkjamenn og Bretar réðust í skjóli nætur inn í Írak af tilefnislausu. Innrásin var ólögmæt miðað við reglur Sameinuðu þjóðanna. Halldór Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra og Davíð Oddsson settu okkur á lista yfir hin viljugu ríki sem studdu innrásina. Innrásin var gerð til að koma í veg fyrir að Saddam Hussein þáverandi einræðisherra í Írak notaði og þróaði betur gereyðingarvopn sem Bandaríkjamenn og Bretar héldu fram að hann hefði undir höndum og væri að þróa. Þá var innrásin líka gerð vegna meintra tengsla við Al Qaida og Osama bin Laden forustumann þeirra samtaka.
Nú 5 árum síðar liggur fyrir að Saddam átti engin gereyðingarvopn og var ekki að þróa nein. Þá liggur fyrir að engin tengslu voru milli stjórnar Saddam Hussein og eða hans sjálfs við Al Qaida eða Osama bin Laden. Ástæður innrásarinnar voru því ekki fyrir hendi heldur búnar til gegn betri vitund.
Tugir eða hundruðir þúsunda hafa látið lífið vegna innrásarinnar og meir en milljón Íraka eru landflótta. Þrátt fyrir ógnarstjórn Saddam bjó almenningur við þokkalegt öryggi og gat iðkað trú sína óttalítið. Nú eru kristnu söfnuðurnir nánast lokaðir. Stór hluti landsmanna býr í stöðugum ótta. George W. Bush Bandaríkjaforseti sem ber höfuðábyrgðina á löglausu innrásinni fyrir 5 árum ber því mikla ábyrgð og mikla sök. En hvað sem sök hans og ábyrgð líður þá bætir það ekki stöðu þeirra milljóna Íraka sem eru landflótta, á flótta innan Írak og búa við stöðuga ógn og hættur.
Innrásin í Írak eru óafsakanleg. Það að setja Ísland á lista yfir hinar viljugu þjóðir var óafsakanlegt.
20.3.2008 | 11:19
Utanríkisráðherra setur upp slæðu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur ekki verið þekkt fyrir að bera höfuðföt. Almennt hefur utanríkisráðherra tileinkað sér látlausan, frjálslegan og smekklegan klæðaburð sem hæfir henni og stöðu hennar vel. Nú brá hins vegar þannig við í upphafi dymbilviku að utanríkisráðherra fannst tilhlýðilegt að setja upp slæðu að hætti sumra íslamskra kvenna þegar hún átti fundi með fyrirfólki í Afghanistan. Slæðuna þurfti utanríkisráðherra ekki að setja upp vegna þess að það gustaði um hana eða það væri úrkoma. Slæðuna setti hún upp í blankalogni innandyra.
Mér finnst alltaf miður þegar íslenskar konur sérstaklega þær sem kenna sig við baráttu fyrir jafnstöðu kvenna við karla og femínisma eins og utanríkisráðherra gerir setja upp þetta tákn kynbundins mismunar. Mustafa Kemal Atatürk bannaði þessi kynbundnu tákn kvennakúgunar þegar hann kom á nútímaþjóðfélagi í Tyrklandi. Mér er því spurn af hverju setti Ingibjörg Sólrún fyrrverandi kvennalistakona og formaður Safmylkingarinnar og utanríkisráðherra upp þetta tákn sem m.a. hefur verið bannað í frönskum skólum í tilefni af viðtali sínu við Hamid Karsai sem situr sem forseti í skjóli friðargæsluliða og hermanna frá Nato ríkjum.
Utanríkisráðherra þurfti ekki að bugta sig eða beygja eða nota slæðu frekar en henni hentaði.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 114
- Sl. sólarhring: 1290
- Sl. viku: 5256
- Frá upphafi: 2469640
Annað
- Innlit í dag: 104
- Innlit sl. viku: 4812
- Gestir í dag: 104
- IP-tölur í dag: 104
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson