Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Fyrsta stóra hneykslið í tíð ríkisstjórnarinnar.

Mér er nánast orða vant að lesa um það hneyksli að maðurinn sem hefur rekið Baug lóðbeint til andskotans  hafi samið við fulltrúa ríkisstjórnarinnar í skilanefnd Landsbankans um að sitja áfram í stjórnum ákveðinna fyrirtækja. Hann fær fyrir það 3.4  milljónir á mánuði, einkaþyrlu og fyrirtækisbíl.

Eignir Baugs í Bretlandi eru metnar  rúmlega 10% upp í skuldir.  Það sýnir að reksturinn hefur verið glórulaus um árabil og þeir sem fjármögnuðu fyrirtækið hafa rekið glórulaus (ég vil ekki segja glæpsamleg meðan sök er ekki sönnuð)  útlán um árabil á kostnað almennings.

Finnst Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra nú brýnna að reka Davíð Oddsson eða skilanefnd Landsbanka Íslands sem gerir svona samninga?

Er sú ríkisstjórn trúverðug sem velur Jón Ásgeir Jóhannesson sem tilsjónarmann sinn meðan fólk missir vinnu og eignir í stjórum stíl vegna ábyrgðarleysis hans.

Hvað borgaði Jón Ásgeir mikið í flokssjóð Samfylkingarinnar?


mbl.is Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er hnattræna hlýnunin?

kuldiFólk frýs til bana í Bretlandi og það hefur verið óvenjulega kalt á Spáni og allt suður á Kanaríeyjar. Margir tala um að þetta sé einn mesti kuldi sem hafi verið á suðrænum slóðum.

Í fallega veðrinu í dag þar sem hitatölurnar voru ansi langt undir frostmarki og við að hlusta á veðurfréttirnar í kvöld þar sem áframhaldandi kulda er spáð þá velti ég því fyrir mér hvor að hin meinta hnattræna hlýnun af mannavöldum hefði yfirgefið okkur.

Ég velti því líka fyrir mér hvað trúarbragðahópur hinnar pólitísku veðurfræði sem skýrir allar sveiflur í veðri með hnattrænni hlýnun af mannavöldum segir við og því og hvernig hópurinn skýrir þetta kuldakast.

Trúarbragðahópar finna alltaf skýringar fyrir sig. Venjulegt fólk og þeir sem stjórna þjóðfélögum ættu hins vegar að horfa á stóru myndina og sjá að það er ekkert óvenjulegt að gerast í veðrinu og ákveða að það sé fráleitt að ætla að henda hundruðum milljarða í að koma í veg fyrir aukna hnattræna hlýnun af mannavöldum.

Hnattræna hlýnun sem engin er.  Eða hvað?


Þetta sögðum við.

Ég flutti þingsályktunartillögu í vetur um það að leita m.a. eftir myntsamstarfi við Noreg og taldi og tel það ákjósanlegt miðað við að við erum lönd í EES og höfum auk þess víðtæka samstöðu í Norðurlandaráði og varðandi ýmis sameiginleg hagsmunamál.  Kostirnir eru ekki margir varðandi það að vera með alvöru mynt. Myntsamstarf við Noreg. Innganga í Evrópusambandið og upptaka Evru í framtíðinni. Einhliða upptaka Dollars.  Það er um þetta sem málið snýst og ekki annað.  Mér finnst rét að kanna þetta fyrst til hlítar við Norðmenn.


mbl.is Tilbúin í viðræður um samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstæðasta stjórnarmyndun sögunnar.

Óneitanlega er stjórnarmyndun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem hún ætlar að gera forsetanum grein fyrir í dag ein sú sérstæðasta ef ekki sú allra sérstæðasta í sögunni.

Í fyrsta lagi tók Ingibjörg mjög takmarkaðan þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Í annan stað þá myndar Ingibjörg Sólrún sem tók ekki þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum nema að litlum hluta ríkisstjórn fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur

Í þriðja lagi þá var örlagavaldur verðandi ríkisstjórnar ekki flokkarnir sem mynda ríkisstjórnina heldur Framsóknarflokkurinn sem situr á hliðarlínunni og lofar engum stuðningi öðrum en að verja ríkisstjórnina falli.

Í fjórða lagi þá var helsti talsmaður stjórnarmyndunarinnar hvorki Ingibjörg Sólrún né verðandi forsætisráðherra heldur Steingrímur J. Sigfússon formaður VG

Í fimmta lagi þá leggur verðandi ríkisstjórn ofurkapp á að starfa sem allra styst og lýsir þar með vantrausti á getu sjálfrar sín til að leysa brýnustu vandamál samfélagsins.

Í sjötta lagi þá lýsti örlagavaldur ríkisstjórnarmyndunarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson því yfir  á laugardaginn að  hluta Þingmanna Samfylkingarinnar væri ekki treystandi. Þrátt fyrir það ætlar hann  að leiða þá sem hann treystir ekki í minnihlutasamstarf í ríkisstjórn.

Fróðlegt verður að sjá hvort vegferð ríkisstjórnarinnar nýju verður jafn sérstæð og stjórnarmyndunin.


mbl.is Ingibjörg á Bessastaði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 272
  • Sl. sólarhring: 767
  • Sl. viku: 4093
  • Frá upphafi: 2427893

Annað

  • Innlit í dag: 253
  • Innlit sl. viku: 3789
  • Gestir í dag: 248
  • IP-tölur í dag: 237

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband