Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Joseph Stiglitz Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði varar við verðtryggingu.

Verðtryggð lán eru áhættusamningar segir Joseph Stiglitz Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði.  Breyta verður kerfinu og gefa fólki kost á að byrja upp á nýtt segir hann um núverandi ástand.

 Ég hef barist gegn þessari glórulausu verðtryggingu frá því nokkru fyrir aldamót. Ef til vill kemur einhver skíma inn í hugarheim ríkisstjórnarinnar þegar erlendur Nóbelsverðlaunahafi bendir á þá staðreynd að verðtryggð lán leiða til að skapa skilvirkni í þjóðfélaginu, félagslega samstöðu og réttsýni eins og Stiglitz orðar það. 

Verðtryggingin verður að fara og við verðum að búa við lán sem eru sambærileg því sem gerist á hinum Norðurlöndunum. 


Er ríkisstjórnin úrræðalaus?

Ríki og sveitarfélög þurfa að spara.  Það verður í ríkisrekstri og rekstri bæjar- og sveitarfélaga að hafa tekjur fyrir útgjöldum.  Þessi staðreynd hefur vafist fyrir stjórnmálamönnum æði lengi á Íslandi.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá verðum við að áætla útgjöld miðað við tekjur. Það er alltaf þannig í lífinu að það er svo margt sem við vildum gera hvort heldur einstaklingar eða hið opinbera en það verður að forgangsraða miðað við aðstæður.

Stjórnmálamenn sem ekki kunna að forgangsraða miðað við tekjur en eyða um efni fram eiga ekki erindi lengur í pólitík miðað við þær aðstæður sem eru


mbl.is Mikill halli á opinberum rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin er fólgin í heilbrigðri skynsemi.

Ein skemmtilegasta sagan sem sögð er af þeim félögunum Sherlock Holmes ofurleynilögreglumanni og Dr. Watson er þegar þeir fóru í útilegu og Sherlock Holmes vaknar um nóttina og vekur Dr. Watson og spyr hvað sérðu. Ég sé stjörnumprýddan himininn segir Dr. Watson. Hvað segir það þér spyr Sherlock Holmes. Dr. Watson setti upp spekingssvip og sagði það segir mér að óravíddir geymsins eru óendanlegar og sýnir fegurð sköpunar Guðs. Nei sagði Sherlock Holmes það segir okkur að það sé búið að stela tjaldinu okkar.

Í því óefni sem venjulegt fólk er komið í vegna ruglaðs lánakerfis sem verkalýðshreyfingin ber mesta ábyrgð á vegna ástar sinnar á verðtryggingu lána koma fram álíka langsóttar skýringar og hugmyndir og Dr. Watson setti fram en það skortir að sjá það einfalda í stöðunni. Heilbrigð skynsemi  vék fyrir stefnu sem byggð er á meintum um sérstökum aðstæðum sem réttlæti ofurvexti, verðtryggingu og sjálfstæða mynt.  

Það einfalda er að það þarf að vera lánakerfi sem er sambærilegt við það sem er í okkar heimshluta. Ekkert minna ekkert meira. Verðtrygginguna verður að afnema og taka af höfuðstól lánanna þann meinta virðisauka sem Hagstofan reiknaði út í kjölfar efnahagshrunsins. Það er að skipta rétt í stað þess að halda áfram að skipta rangt.  Myntkörfulánin verður að færa til ákveðins gengis og gefa fólki kost á að skuldbreyta þeim lánum í krónur miðað við ákveðinn tíma.  

Fasteignafélög leysa ekki þann vanda sem verðtrygging verkalýðshreyfingarinnar hefur kallað yfir launafólk í landinu. 


mbl.is Er lausnin fólgin í fasteignafélögum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða peningamálastefnu er fylgt?

Enn á ný þarf 180 krónur til að kaupa eina evru.  þetta er þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi gripið inn í með því að kaupa krónur fyrir gjaldeyri til að freista þess að veita viðnám við áframhaldandi gengislækkun krónunnar. Spurning er hvort það var rétt stefna og það er einnig spurning hvað var markmið Seðlabankastjóra með þessu inngripi. Hvaða árangri ætlaði hann að ná? Hefur það markmið náðst að einhverju leyti eða engu?

Allt er þetta hulið þó að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi talað um það í árdaga ríkisstjórnarinnar að allt skyldi sett upp á borðið og engu leynt.

Það er ljóst að krónan er mun veikari en eðlilegt er en því má ekki gleyma að hún var sterkari í a.m.k. 3 ár en eðlilegt var.  Dansinn í kringum krónunar og trúin á hagkvæmni þess að vera með sjálfstæða mynt í minnsta myntkerfi heims hefur þegar kostað þjóðina gríðarlega mikið. Er ástæða til að halda áfram tilraunastarfsemi með hana.  Nú er beitt gjaldeyrishöftum og Seðlabankinn kaupir krónur en samt veikist hún.  Það hlítur að vera til skynsamlegri peningamálastefna.

Er ekki eina vitlega leiðin að taka upp eða tengjast fjölþjóðlegri mynt?


mbl.is Gengi krónunnar veikist um 0,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

214 dagar án aðgerða.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur setið í 214 daga. Á þeim tíma hefur engin stefna verið mótuð um það með hvaða hætti á að taka á skuldavanda fólksins í landinu vegna séríslenskra uppfinninga í lánamálum.

Það þarf að frysta verðtrygginguna miðað við 1. október. Frá þeim tíma hefur engin raunverulegur virðisauki orðið sem réttlætir höfuðstólshækkun lánanna. Það þarf að bjóða upp á að breyta gengislánum í íslenskar krónur miðað við gengi 1.1.2008 og verðtryggingu frá þeim tíma til 1.október 2008 þannig að engum sé mismunað. 

Síðan þarf að miða við að sambærileg lánakjör séu hér á landi fyrir almenning og eru í nágrannalöndum okkar.

Hvað þarf þjóðin að bíða lengi í viðbót eftir að ríkisstjórnin taki á þessu brýnasta réttlætismáli?

 


Hvar er utanríkisþjónustan?

Frá því að efnahagshrunið varð þ. 6.október fyrir tæpum 11 mánuðum hef ég velt því fyrir mér hvað utanríkisþjónusta Íslands væri og hvað hún væri að gera til að kynna málstað Íslands sem best og koma sjónarmiðum okkar til skila.   Niðurstaðan virðist vera að utanríkisþjónustan hefur nánast ekki gert neitt. Spurningin er hvort það er ríkisstjórninni eða utanríkisráðherra að kenna vegna þess að engin stefna hafi verið mótuð um að nýta utanríkisþjónustuna eða hvort sú utanríkisþjónusta sem við erum með hafi ekki burði til að sinna þessu verkefni.

Frá aldamótum hefur sendiráðum Íslands fjölgað jafnt og þétt og jafnframt starfsfólki í utanríkisráðuneytinu. Hvaða þjóðhagslega þýðingu hefur það haft? Er niðurstaðan sú að þessi flottheit hafa bara aukið útgjöld þjóðarinnar og álögur á skattborgarana.  Skyldi ríkisstjórnin ætla að gera eitthvað í málinu eða er e.t.v. brýnna að loka sjúkrastofnun í sparnaðarskyni?


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 298
  • Sl. sólarhring: 691
  • Sl. viku: 4119
  • Frá upphafi: 2427919

Annað

  • Innlit í dag: 274
  • Innlit sl. viku: 3810
  • Gestir í dag: 265
  • IP-tölur í dag: 254

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband