Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
15.11.2010 | 16:59
Breskir hermenn brenna í helvíti.
Hópur Íslamskra mótmælenda notaði vopnahlésdaginn þegar breskra hermanna sem fórnað hafa lífi sínu fyrir ættjörð sína er minnst, til að mótmæla undir vígorðunum "Breskir hermenn brenna í helvíti"
Mótmælendurnir brenndu líkan og hrópuðu vígorð eins og "Íslam mun sigra." og "Hermenn okkar sem hafa dáið eru í Paradís en ykkar í helvíti."
Mótmælendurnir lentu síðan í átökum við lögreglu og einn lögregluþjónn þurfti að fara á sjúkrahús vegna höfuðáverka eftir að hafa reynt að koma á lögum og friði.
Þurfum við á svona fólki að halda og eigum við að banna kristin viðmið eða skírskotanir í skólum landsins eins og Margrét Sverrisdóttir vill til að þjónusta öfgahópa. Þeir sem mótmæla með þessum hætti kalla sig margir "syni Allah" Margrét segir að þá megi ekki kalla öfga- eða ofstopamenn og þeir sem það geri séu rasistar. Er líklegt að slíkur fjölmenningarfulltrúi geti tekið málefnalega afstöðu til skóla og skólastarfs í kristnu samfélagi?
14.11.2010 | 23:05
Tími útreikninga og kannana er liðinn. Tími aðgerða er kominn.
Undanfarið hafa um 10 Íslendingar flutt af landi brott á dag eftir því sem haft var eftir Pétri Blöndal á Bylgjunni á föstudagsmorgun. 10 manns flýja skuldafárið og úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar.
Ég hef barist fyrir eðlilegri skipan lánamála um árabil þannig að verðtrygging væri afnumin en lánakjör væru svipuð og á hinum Norðurlöndunum. Vegna þess fæ ég fjölda af tölvupóstum frá fólki sem flýr og segir mér sögu sína í nýja landinu, Danmörku, Noregi eða Svíþjóð. Sögurnar eru allar keimlíkar og fólk trúir því varla að því bjóðist óverðtryggð lán með 4% ársvöxtum. Lán þar sem höfuðstóllinn lækkar við hverja afborgun. Þá segist fólkið líka hafa mun betri launakjör.
Almenn skuldaniðurfærsla, afnám verðtryggingar og gjaldmiðill sem virkar er því meðal þeirra forsendna sem verða að koma til svo að þjóðfélagið geti unnið sig út úr vandanum. Þjóðfélagssátt getur ekki tekist um neitt annað eða minna. Það er engin gjöf heldur réttmæt krafa að höfuðstólar lánanna verði leiðréttir.
Ríkisstjórnin getur ekki beðið lengur. Stund ákvarðananna er runnin upp.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.11.2010 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.11.2010 | 13:33
Gjaldþrota fjármálastofnun
Sú fjármálastofnun á Íslandi sem oftast hefur verið siglt í strand óreiðunnar og peningaþrots er Byggðastofnun.
Þeir sem hæst tala um ábyrgðarleysi fjármálastofnana í eigu einstaklinga ættu að líta til þess að a.m.k. tveir ríkisbankar hefðu orðið gjaldþrota á árunum fyrir einkavæðingu þeirra ef ekki hefði komið til myndarlegur ríkisstuðningur. Það jafnast þó ekkert á við Byggðastofnun sem aftur og aftur verður að fá viðbótarfjárframlög frá ríkinu til að komast hjá greiðsluþroti.
Þessi ríkisrekna lánastofnun hefur um árabil verið stjórnað af geðþóttaákvörðunum stjórnmálamanna. Aftur og aftur hafa vildarvinir og gæluverkefni fengið lán frá Byggðastofnun þó að fyrir hafi legið við einfalda skoðun að lánveitingin var glórulaus.
Það er óneitanlega kaldhæðni örlaganna að þegar kallað er eftir grænum lausnum til að vinna sig út úr kreppunni og nýafstaðið þing Norðurlandaráðs hafi starfað undir því vígorði, að þá skuli Byggðasjóður þurfa að afskrifa lán til Grænna lausna ehf. Því hálfopinbera fyrirtæki var ýtt úr vör vegna þeirrar ímyndunar þáverandi viðskiptaráðherra að með því mætti skapa störf í kjördæmi hennar.
Getur verið að hægt sé að draga einhverja lærdóma af þessu. Ef til vill þá að dæla meiri peningum í Byggðasjóð eða þá að leggja sjóðinn niður og sameina hann Ríkisbankanum.
Ef til vill er Byggðasjóður sá hluti gamla Íslands sem stjórnmálastéttin ætlar að standa vörð um.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2010 | 11:36
Sérleiðirnar enda í ófærum
Íslendingar hafa of lengi reynt að fara sínar sérleiðir í efnahags- og lánamálum sem hafa allar og alltaf endað með skelfingu. Nú freistar ríkisstjórnin þess að fara í nýjar sérleiðir með lánapakka, vaxtabætur og bix til að komast hjá því að horfast í augu við raunveruleikann.
Stjórnvöldum sem vilja halda áfram sérleiðunum eins og ríkisstjórnin, hluti stjórnarandstöðunnar, lífeyrissjóðirnir og fjármálafyrirtækin ferst eins og manninum sem vaknar upp eftir mikið langvarandi fyllerí horfir á sjálfan sig í spegli og segir. Ég á alla vega ekki við áfengisvandamál að glíma.
Af hverju dettur Jóhönnu, Bjarna Ben, Steingrími, lífeyrissjóðunum, ASÍ og fjármálafyrirtækjunum ekki í hug að það kunni að vera best fyrir okkur að hafa sama hátt á lánamálum og er í nágrannalöndum okkar og hætta að fara sérleiðirnar.
11.11.2010 | 11:48
Alþingi ályktar að örvhentir séu rétthentir
Lögð hefur verið fram á Alþingi sérkennilegasta þingsályktunartillagan sem þar hefur séð dagsins ljós um árabil og er þá langt til jafnað. Flutningsmenn virðast ekki gera sér grein fyrir valdmörkum milli löggjafarvalds og dómsvalds og ákæruvalds.
Mörður Árnason og meðflutningsfólk leggur til að Alþingi komist að þeirri niðurstöðu að árás svokallaðra níumenninga á Alþingi hafi ekki verið árás og alla vega hafi því eða sjálfræði Alþingis ekki verið hætta búin. Þetta leggja þingmennirnir til þrátt fyrir það að Ríkissaksóknari hafi ákært í málinu og það sé nú til meðferðar hjá dómstólum. Þetta leggja þingmennirnir til þrátt fyrir að árásarliðið sem réðist inn í Alþingi hafi slasað starfsfólk þingsins.
þessi tillöguflutningur er flutningsmönnum þeim Merði Árnasyni, Álfheiði Ingadóttur, Margréti Tryggvadóttur, Birni Val Gíslasyni, Birgittu Jónsdóttur, Lilju Mósesdóttur, Þráni Bertelssyni og Valgerði Bjarnadóttur til skammar.
Af hverju vilja flutningsmenn reyna að grípa fram fyrir hendur dómsvalds og ákæruvalds í landinu. Á það að vera hlutverk Alþingis eða ríkisstjórna að segja dómurum og ákæruvaldi fyrir verkum. Fer það ekki á svig við það sem boðað hefur verið af flestum sem tjáð hafa sig um stjórnarskrármál að skerpa þurfi skilin á milli framkvæmdavalds, dómsvalds og löggjafarvalds.
Hvað svo ef Alþingi samþykkir nú þessa þingsályktunartillögu, en síðan fellur dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur og síðar í Hæstarétti að þetta hafi samt verið árás á Alþingi. Hvað á þá að gera? Getur Alþingi eitthvað gert með það? Nei einmitt ekki, en það sýnir hversu gjörsamlega fráleit þessi tillöguflutningur er og til skammar þeim sem að standa. Það er nú í verkahring dómsvaldsins að fjalla um þetta mál en ekki Alþingis. Það ætti öllum þingmönnum að vera ljóst, líka Merði Árnasyni.
Auk þess má benda flutningsmönnum á, að Alþingi getur ályktað á þá lund að örvhentir séu rétthentir eða engin ofbeldisverk hafi verið framin á Íslandi árið 2008. Samt sem áður breytir það ekki staðreyndum ekki frekar en sú samþykkt á fyrri öldum að sólin snérist í kring um jörðina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
10.11.2010 | 21:51
Á forsendum okursins
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar minna um margt á björgunarsveit sem kemur á slysstað þar sem hópur fólks er að drukkna og fær hóp sérfræðinga til að eyða drjúgum tíma í að reikna út hvaða bjarghringur gæti gagnast best. Meðan á því stendur drukkna nokkrir en bjögunarsveitarforinginn er ekki að velta því fyrir sér. Hún hefur fyrirfram enga skoðun eða stefnu í málinu.
Reikninefnd ríkisstjórnarinnar hefur skilað útreikningum um skuldavanda fólks og möguleg úrræði. Öll úrræðin eru reiknuð á forsendum okurþjóðfélagsins óháð því hvort um raunhæfa innheimtu er að ræða eða ekki.
Niðurstaða reiknimeistaranna er sú að það kosti um 180 milljarða að bakfæra höfuðstóla okurlána verðtryggingarinnar um 15% en það er um það bil það sem ranglega hefur verið lagt ofan á lánin á síðustu misserum. Út frá þeirri forsendu er tapið ekki annað en að skila þarf óréttmætri og siðlausri auðgun lífeyrissjóða og fjármálastofnana til baka.
Bakfærsla er alltaf erfið og þess vegna hef ég bent á þá leið að stofnaður verði neyðarsjóður og þangað renni 3% af gjöldum sem annars færu í lífeyrissjóði a.m.k. næstu 4 árin og þeir fjármunir sem þar mynduðust um 200 milljarðar yrðu notaðir til að bakfæra höfuðstóla og lánakjör til þess, sem fólk á hinum Norðurlöndunum býr við. Þá mundi neyðarsjóðurinn koma að fjármögnun Íbúðalánasjóðs á eðlilegum lánakjörum. Þá væri hægt væri að endurlána fólki vegna íbúðarkaupa á breytilegum vöxtum, óverðtryggt með sömu vöxtum og á hinum Norðurlöndunum.
Stjórnmálamenn þessa lands jafnt í stjórn sem stjórnarandstöðu ættu að gaumgæfa það að fólki verður ekki haldið endalaust í okursamfélaginu. Við eigum rétt á að njóta sambærlegra lífskjara og lánakjara og frændur okkar á hinum Norðurlöndunum og til þess höfum við allar forsendur ef sérhagsmunirnir eru ekki endalaust látnir ráða ferðinni.
9.11.2010 | 15:04
Gaman saman fyrir hundrað milljónir á kostnað ríkisins
Hópeflisfundurinn í Laugardalshöllinni um helgina kostar ríkissjóð um hundrað milljónir. Stjórnendur fundarins voru ánægðir með hve vel tókst til og hve vel var mætt. Raunar er sérstakt að það skuli vekja jafn mikla undrun forsvarsmanna hópeflisfundarins þar sem 4000 varamenn stóðu á bak við þá þúsund sem valdir voru með slembiúrtakinu til að mæta.
Niðurstaða fundarins var að vonum að allir voru ánægðir með stjórnunina á fundinum og að fá tækifæri til að taka þátt í hópefli um stjórnarskrána á kostnað skattgreiðenda. Fjölmargar tillögur komu líka fram þar sem megin áhersla flestra er raunar á þau gildi sem núverandi stjórnarskrá byggir á.
Eftir að hafa lesið tillögur sem þóttu allrar athygli verðar þá velti ég því fyrir mér hvort engum hafi dottið það í hug að stjórnarskrárbinda að bannað sé að bankar lendi í vandræðum svo einhverjum tengslum við bankahrunið verði komið á þessa makalausu hugmynd hóps háskóla- og fjölmiðlamanna um þjóðfundi og stjórnlagaþing.
Þjóð sem rekur velferð sína á lánum og ætlar að segja upp fjölda starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni vegna fjárskorts ætti að velta því fyrir sér hvort það er afsakanlegt að forgangsraða með þeim hætti að eyða hundrað milljónum í sunnudags "brain storm" hópeflisfund og ætla að eyða milljarði eða meira í stjórnlagaþing sem í raun er haldið þegar öllu er á botnin hvolft án takmarks eða tilgangs miðað við hvernig til er stofnað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.11.2010 kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.11.2010 | 23:14
Ramses III. og Móses
Fundist hefur merkisteinn Ramses III í norðvesturhluta Saudi Arabíu. Þessi fornleifafundur er merkilegur og sýnir að veldi Egypta hefur teygt sig allt austur til Saudi Arabíu á valdatíma Ramsesar III sem kallaður hefur verið síðasti mikli Faraóinn. Hann ríkti á árunum 1187 til 1156 fyrir Krist.
Ramses III þurfti að berjast við ýmsa en mesta baráttan var við fólkið sem kom frá sjónum eins og Egyptar kölluðu það, en þar gæti verið um að ræða fólk af grísku eyjunum sem flúði náttúruhamfarir og neyð eftir sprengigosið á Santorini sem hafði í för með sér hrun Krítversku menningarinnar. Eftir að Ramses III hafði sigrað fólkið sem kom frá hafinu þá virðist sem tekist hafi að semja frið við það og þetta fólk nam land á strandsvæðum Palestínu. Þetta voru Filistarnir sem mikið er talað um í Gamla Testamenntinu. Raunar þýðir nafnið Palestína, Filista land.
Nokkuð góðar sagnfræðilegar heimildir eru um stjórnarár Ramsesar III og það liggur fyrir að Egyptar stjórnuðu á hans tíma auk Egyptalands allri Palestínu og sennilega stórum hluta Sýrlands og að því er virðist miðað við síðasta fornleifafund hefur veldi þeirra teygt sig á þessum tíma allt inn í Saudi Arabíu.
En hvar var þá Móses og Ísraelsmenn? Miðað við sagnfræði og fornleifafræði hvar er þá pláss fyrir Móses og flótta Gyðinga frá Egyptalandi? Eyðimerkurgönguna í 30 ár o.s.frv.
Vísindi og fræði | Breytt 10.11.2010 kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.11.2010 | 18:28
Kristnum ekki vært í Írak
Erkibiskupinn í Írak hefur hvatt kristna til að flýja frá heimilum sínum vegna trúar sinnar. Hann bendir á að kristnu fólki sé ekki vært lengur í landinu.
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/11/07/hvetur_kristna_til_ad_flyja_irak/
Þetta eru ekki ný sannindi. Allt frá upphafi vanhugsaðrar innrásar Bandaríkjamanna inn í Írak og allar götur síðan hefur kristið fólk og kristnir söfnuðir mátt búa við ofsóknir, hermdarverk og morð. Mikill fjöldi kristinna hefur þegar flúið landið.
Hvað skyldu talsmenn fjölmenningarinnar hér á landi eins og þær Margrét Sverrisdóttir og Oddný Sturludóttir, sem vilja banna litlu jólin og trúartákn kristins fólks í skólum hér á landi segja um þá fjölmenningu sem Íslamistar í Írak búa kristnu fólki. Væri ekki eðlilegt að bjóða kristnum Írökum landvist hér á landi í sinni sáru neyð t.d. á Akranesi eins og Palestínsku konunum? Hvað skyldu þær stöllur segja um það?
Hvernig skyldi standa á því að einræðisríki Saddam Hussein gat tryggt kristnu fólki í Írak öryggi og sambærilega þjóðfélagsstöðu og öðrum borgurum í landinu á meðan lýðræðisríkið Írak gerir hvorugt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.11.2010 | 10:58
Mótmæli til hvers?
Boðað er til mótmæla við stjórnarráðið á mánudag. Þar mun tunnubarsmíðafylkingin væntanlega fara mikinn. En til hvers? Hverju er verið að mótmæla? Hverju vilja mótmælendur ná fram?
Helsti þolandi tunnufylkingarinnar og áður búsáhaldabarningsins hefur verið Alþingi þrátt fyrir það að Alþingi hafi í sjálfu sér haft minnst að gera með bankahrunið. Ákveðinn hópur einstaklinga hefur gert það að lífstíl að mæta til tunnubarnings við Alþingishúsið dag hvern sem Alþingi er að störfum. En til hvers? Er þetta fólk á móti Alþingi sem stofnun?
Vilji fólk mótmæla ríkisstjórninni og aðgerðarleysi hennar þá er eðlilegra að mótmæla við stjórnarráðið eins og nú er boðað til, en þá til hvers? Til að mótmæla ríkisstjórninni og krefjast þess að hún fari frá eða eitthvað annað?
Mótmæli mótmælanna vegna hafa litla þýðingu, en sýna e.t.v. úrræða- og vonleysi.
Það eru hins vegar hlutir í okkar þjóðfélagi sem mikil þörf er á að mótmæla. Þar er í fyrsta lagi úrræðalaus ríkisstjórn sem situr áfram án takmarks eða tilgangs.
Í öðru lagi og vegna úrræðaleysis ríkisstjórnarinnar þá eru skuldamál einstaklinga og minni fyrirtækja í vitlausri og vonlausri stöðu. Þar er virkilega verkefni fyrir mótmælendur að mótmæla okurlánunum og krefjast úrbóta þannig að lífvænlegt verði í landinu í framtíðinni. Slík mótmæli ættu þá líka að beinast að lífeyrissjóðum og verkalýðshreyfingunni sem hefur brugðist hagsmunum hins vinnandi manns.
Hvort sem mótmæli eru á málefnalegum forsendum eða ekki þá skiptir máli að þau fari friðsamlega fram. Þögul mótmæli sem miða að því að ná fram skilgreindu markmiði eru líklegri til áhrifa en skrílræðis mótmæli stjórnelysisins gegn öllu og öllum.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 247
- Sl. sólarhring: 780
- Sl. viku: 4068
- Frá upphafi: 2427868
Annað
- Innlit í dag: 230
- Innlit sl. viku: 3766
- Gestir í dag: 226
- IP-tölur í dag: 219
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson