Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2010

Arkitektar og fiskvinnsla

Sama dag og fyrirtćki í kjördćmi sjávarútvegsráđherra sagđi upp starfsfólki tilkynnti ráđherrann ađ hann ćtlađi ađ auka fiskveiđikvótann til hagsbóta  fyrir fyrirtćkiđ svo ađ draga megi uppsagnirnar til baka. 

Ţađ var löngu tímabćrt ađ auka fiksveiđkvótann og gefa t.d. handfćraveiđar frjálsar.  Sértćkar ađgerđir eins og ţćr sem sjávarútvegsráđherra bođar nú orka hins vegar tvímćlis og hćtta er á ađ ekki sé gćtt jafnrćđis borgaranna eđa ýmissa annarra reglna í atvinnu- og samkeppnismálum ţegar gripiđ er til slíkra ađgerđa. Sjávarútvegsráđherra ćtti ţví ađ huga ađ langtímalausnum í stađ ţess ađ blekkja fólk međ stađbundnum tímabundnum ađgerđum.

Óneitanlega vekur ţađ athygli ađ sjávarútvegsráđherra skuli bregđast strax viđ ţegar tilkynnt er um uppsagnir hjá Eyrarodda á Flateyri og er ţar ólíku saman ađ jafna og viđbrögđ dómsmálaráđuneytisins varđandi atvinnumöguleika arkitekta.

Talsmađur arkitekta sagđi frá ţví sama dag og Eyraroddi tilkynnti um uppsagnir sínar ađ um helmingur arkitekta á landinu vćri án atvinnu en á sama tíma ráđstafađi dómsmálaráđuneytiđ stóru verkefni, hönnun fangelsis, til danskrar arkitektastofu. Ţessi framganga dómsmálaráđuneytisins er fordćmanleg. Fróđlegt verđur ađ sjá hvort dómsmálaráđherra grípi til ađgerđa í framhaldi af ţessum upplýsingum. Ţó ekki vćri til annars en ađ tryggja íslenskum arkitektum sama ađgang ađ stórum verkefnum og dönskum. 

Óneitanlega sýna ţessi tvö dćmi ađ ekki er fylgt heilstćđri atvinnustefnu hjá ríkisstjórninni og eitt rekur sig á annars horn.  Var fólk ekki ađ kalla á skilvirka stjórnsýslu?

 

 


Forsetinn međ ţverpoka fulla af peningum frá Íran

Gjörspilltur forseti Afghanistan kom úr heimsókn frá Íran međ gulliđ frá klerkastjórninni í ţverpokum. Svo spilltur er Kharsai forseti ađ hann telur ţetta allt í lagi.  Sama dag hefđi Obama og Anders Fogh Rasmusen átt ađ kalla NATO  herinn heim.

Sovétríkin sem áđur voru međ her í ţessu nágrannalandi sínu hrökkluđust í burtu vonum seinna, en ţađ tók Gorbachev Sovétleiđtoga  tćp 3 ár ađ sannfćra ćđstu stjórn Sovétríkjanna um ţađ ađ fara burtu međ herinn. Nú ráđleggur Gorbachev NATO ríkjunum ađ gera slíkt hiđ sama og ţađ strax.

Gorbachev fékk fćrasta hernađarsérfrćđing sem völ var á til ađ gefa sér skýrslu um ófriđinn í Afghanistan á sínum tíma og sá benti á ađ ţví fyrr sem Sovétherinn fćri ţeim mun betra.

Ţađ sama gildir fyrir NATO herinn í Afghanistan núna. Hvađ er veriđ ađ verja? Til hvers er veriđ ađ fórna lífi ungs fólks úr Evrópu og Bandaríkjunum á vígvelli ţar sem gjörspilltir stríđsherrar og eiturlyfjabarónar fara sínu fram og svíkja ţegar síst skyldi.

Ţađ ţjónar engum tilgangi ađ vera međ her í Afghanistan og ţađ á ađ kalla hann í burt strax. Afghanar sjálfir verđa ađ ráđa fram úr sínum vandamálum. 

Utanríkisráđherra og fulltrúar Íslands á Norđurlandaráđsţingi ćttu ađ taka ţetta mál upp og leggja fram tillögu til samţykktar um ađ NATO hćtti afskiptum af ófriđnum í Afghanistan. 


« Fyrri síđa

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 304
  • Sl. sólarhring: 677
  • Sl. viku: 4125
  • Frá upphafi: 2427925

Annađ

  • Innlit í dag: 280
  • Innlit sl. viku: 3816
  • Gestir í dag: 269
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband