Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
9.9.2010 | 14:29
Landsdómur
Þingmannanefnd Atla Gíslasonar mun vera um það bil að skila af sér og fréttir berast af því að nefndin leggi til að höfðað verði mál gegn ákveðnum fyrrverandi ráðherrum og það lagt fyrir Landsdóm.
Hverjir ætla að greiða atkvæði um það? Þeir sem sátu með þessum ráðherrum í ríkisstjórn og bera verkskipta ábyrgð á stjórnarframkvæmd á þeim tíma? Þar á meðal eru Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Þórunn skarpmælta Sveinbjarnardóttir.
Ætlar Árni Páll Árnason sérfræðingur í málefnum Íbúðalánasjóðs að kveða upp dóma yfir þeim sem hann studdi í ríkisstjórn fyrir tveim árum síðan?
Allt starf þessarar þingmannanefndar ber það því miður með sér að þar hafi illa verið staðið að verki. Eðlilegt hefði verið að þingmannanefndin hefði komið málinu út úr pólitísku ferli og í faglegt ferli.
Í annan stað hefði verið eðlilegt að nefndin starfaði fyrir opnum tjöldum.
Í þriðja lagi þá hefði verið nauðsynlegt að nefndin sjálf hefði farið í sjálfstæða rannsóknarvinnu varðandi þau atriði sem mestu máli skipta.
Í fjórða lagi þá hefði nefndin í upphafi þurft að taka á því að rannsóknarnefnd Alþingis virti ekki andmælarétt þeirra ráðherra sem sakaðir eru um vanrækslu og birti andmæli þeirra ekki með útgefinni skýrslu. Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður veit hvað það þýðir að andmælaréttur er ekki virtur.
Í fimmta lagi hefði þingmannanefndin þurft að taka á hæfismálum þeirra sem sátu í rannsóknarnefndinni af gefnu tilefni og
í sjötta lagi þá hefði þurft að virða grundvallarreglur réttarríkisins um upplýsingagjöf og aðkomu grunaðra á rannsóknarstigi þ.e. í þessu tilviki við meðferð þingmannanefndarinnar.
Það er verulega miður að svo illa skuli hafa verið að verki staðið varðandi þetta mál.
En eftir stendur spurningin um hæfi þeirra sem ætla hugsanlega að ákæra sumir fyrrum samstarfsmenn sína og félaga án þess að faglegt mat unnið á forsendum réttarríkisins liggi fyrir.
6.9.2010 | 13:08
Dómur Hæstaréttar um vexti myntkörfulána
Málflutningi er lokið í Hæstarétti um vexti ólögmætu myntkörfulánanna. Fjármálafyrirtækin og ríkisstjórnin vonast til þess að Hæstiréttur staðfesti héraðsdóminn og víki til hliðar vaxtaákvæðum neytendasamnings.
Ég hef enga trú á því að Hæstiréttur lýðveldisins Íslands dæmi með þeim hætti að hann felli ákvæði neytendasamnings úr gildi til óhagræðis fyrir neytendur en hagræðis fyrir fjármálafyrirtækin vegna mistaka þeirra.
Það yrði þá einsdæmi í okkar heimshluta.
5.9.2010 | 18:16
Ábyrgðarlaus
Stuttu eftir að forsætisráðherra lýsti yfir stuðningi við Gylfa Magnússon sem ráðherra lét hún hann taka pokann sinn. Stuttum ráherraferli svonefnds fagráðherra Gylfa Magnússonar er lokið og það með jafnmiklum ósóma og hinn fagráðherrann Ragna Árnadóttir gegndi sínu ráðherraembætti með miklum sóma.
Forsætisráðherra lá á að gera breytingar á ríkisstjórninni vegna þess að vantraust Alþingis á Gylfa Magnússon var yfirvofandi vegna þess að hann sagði bæði þingi og þjóð ítrekað ósatt. Auk heldur var Gylfi verklítill sem ráðherra.
Gylfi Magnússon gerði hins vegar nokkra hluti sem orka mjög tvímælis svo ekki sé meira sagt. Þar koma helst til skoðunar ákvarðanir og aðgerðir ráðherrans varðandi það að fella SPRON og Straum fjárfestingarbanka. Eftir því sem séð verður þá var það rangt að fella SPRON og beinlínis skemmdarverk að fella Straum fjárfestingarbanka.
En Gylfi verður ekki sóttur til saka. Hann er í hópi ábyrgðarlausra. Alþingi fær ekki tækifæri til að greiða atkvæði um vantrausttillögu á hann sem boðuð var. Hann verður ekki sóttur til saka fyrir að gera ekki neitt varðandi ofurlaun skilanefndarfólks eins og hann ræddi um í janúar s.l. og oftar að nauðsyn bæri til að taka á. Hann verður ekki sóttur til saka fyrir vanrækslu í starfi með því að gera ekki ráðstafanir þegar honum mátti vera ljóst að rökstuddur vafi lék á því hvort gengislánin svonefndu stæðust eða ekki.
Væntanlega gefst Gylfa Magnússyni nú tækifæri til að rifja upp ummæli sín frá þeim tíma þegar hann var róttækur mótmælandi á fundum Harðar Torfasonar á Austurvelli og velta því fyrir sér hvort það hafi verið sami maðurinn sem talaði á þeim fundum og sá sem síðar varð viðskiptaráðherra með sama nafni.
4.9.2010 | 10:57
Formaður Framsóknarflokksins og þjóðkirkjan
Formaður Framsóknarflokksins skrifar góða og athygliverða grein í Morgunblaðið í dag um þá storma sem geisað hafa um þjóðkirkjuna undanfarnar þrjár vikur. Þar vekur hann m.a. athygli á því með hvaða hætti og ómaklega hafi verið vegið að sr. Geir Waage vegna tímabærrar umfjöllunar hans um trúnaðarskylduna og ómaklega hafi verið vegið að kirkjunni og einstökum forustumönnum hennar í umræðunni undanfarið.
Formaður Framsóknarflokksins varar við upplausninni í þjóðfélaginu og bendir á mikilvægi kirkjunnar sem þjóðfélagsstofnunar.
Búast hefði mátt við því að forsætisráðherra tæki til máls með þeim hætti sem formaður Framsóknarflokksins gerir nú, en hún kaus að vega að kirkjunni þegar harðast var sótt að henni. Sú framganga forsætisráðherra var henni jafnmikið til skammar og skrif formanns Framsóknarflokksins um málefni kirkjunnar eru honum til sóma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
3.9.2010 | 10:06
Sjáandi sjá þau ekki. Heyrandi heyra þau ekki.
Forsætis- og fjármálaráðherra virðast hvorki sjá né heyra mikilvægustu skilaboðin um það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Í gær hélt Jóhanna Sigurðardóttir dæmalausustu ræðu sem nokkur forsætisráðherra hefur haldið í samræmi við greinaflokk fjármálaráðherra "Landið tekur að rísa".
Stundum hefur þjóðin átt talnaglöggt fólk eins og á sínum tíma Sölva Helgason sem reiknaði barn í konu. Einnig áreiðanlegt fólk eins og Vellygna Bjarna sem sagði m.a. sögur af því þegar hann atti kappi við Drottinn allsherjar og hafði að sjálfsögðu betur.
Yfirlýsingar og hreystiyrði Jóhönnu og Steingríms um hve vel miði og allt sé nú með öðrum tón en áður í fjötrum Íhalds og Framsóknar eru í góðu samræmi við reikningskúnstir Sölva Helgasonar og frásagnir Vellygna Bjarna.
Hagstofan segir okkur samt að um samfellt samdráttarskeið hafi verið að ræða árið 2009 og fyrstu mánuði ársins 2010. Samdráttur landsframleiðslu árið 2009 varð 6.8% og fyrstu 6 mánuði ársins 2010 er samdráttur landsframleiðslu 7.3%. Það þýðir líka að lífskjörin í dag eru að verulegu leyti skuldsett annars væru þau til muna verri vegna þessa gríðarlega samdráttar.
Þjóðir heims miða við að sé landsframleiðsla neikvæð í 3 mánuði í röð þá sé kreppuástand. Hér hefur samdráttur landsframleiðslu verið samfelldur í 18 mánuði en Jóhanna og Steingrímur tala um það sem sérstakan árangur ríkisstjórnarinnar.
Því miður er að sannast að kreppan verður verri en hún hefði þurft að vera vegna óhæfrar ríkisstjórnar. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er ástandið grafalvarlegt því miður.
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/09/03/3_1_prosent_samdrattur/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2010 | 15:27
Sjónhverfingar forsætisráðherra
Á Alþingi í dag dró Jóhanna Sigurðardóttir upp hátíðarmynd af árangri ríkisstjórnarinnar sem raunar er álíka áþreifanleg og kanína sem töframaður dregur upp úr hatti þegar betur er að gáð.
Í fyrsta lagi sagði hún að vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar væri atvinnuleysi nú komið niður í 7.5%. Þetta telur forsætisráðherra vera árangur og það í landi þar sem atvinnuleysi hefur lengst af ekki mælst nema á billinu 1-3%. En sjónhverfingin er sú að hér er einungis vísað til atvinnuleysisins eins og það er yfir háannatímann í íslensku samfélagi. Hvað verður þá atvinnuleysið í nóvember fyrst það er svona núna? Hvað höfum við flutt út margar vinnandi hendur? Nú væri nær að spyrja hvað mundi atvinnuleysið vera mikið hefði ríkisstjórnin ekki þvælst fyrir nýframkvæmdum. Atvinnuleysið er þetta þrátt fyrir ríkisstjórnina en úr því hefur ekki dregið vegna hennar. En óneitanlega er dökkt framundan og úrræði ríkisstjórnarinnar eru engin í atvinnumálum.
Í annan stað hrósar Jóhanna sér af því að dregið hafi úr verðbólgu úr 18.6% í 4.5%. Það er afleiðing af því að við búum í dag við fastgengisstefnu sem er haldið uppi með gríðarlegum höftum og verðlag sérstaklega á húsnæði hefur lækkað verulega. Hins vegar eru framundan verulegar hækkanir því miður og þess vegna er þetta einungis svikalogn á undan verðbólgustormi vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.
Í þriðja lagi talar forsætisráðherra um að gengi krónunnar sé það sterkasta í eitt og hálft ár einmitt sama dag og krónan gaf eftir fyrir öðrum gjaldmiðlum og lækkaði þannig að staðhæfingin var röng og það þrátt fyrir að gengisfölsunarstefna Seðlabanka Íslands sé í fullum gangi.
Í fjórða lagi segir forsætisráðherra það verulegan árangur að stýrivextir Seðlabankans hafi lækkað úr 18% í 7% á tímabili ríkisstjórnar hennar. En hvað er það mikið ef verðbólga er reiknuð inn eins og Jóhanna talar um. Sé eingöngu miðað við tölur forsætisráðherra þá voru stýrivextirnir mínus 0.6% miðað við verðbólgu í upphafi viðmiðunartímabilsins en eru nú 2.5% yfir verðbólgu.
Forsætisráðherra talar ekki um skjaldborg heimilanna nú á sama tíma og tilkynningar um nauðungaruppboð þekja heilu blaðsíður dagblaða. Hún talar ekki um verðtryggingarfárið. Hún talar ekki um aðgerðir til að koma í veg fyrir sjálftöku ýmissa hópa á opinberu eða hálfopinberu fé.
Það er auðvelt að berja sér á brjóst um miðjan uppskerutímann og benda á hvað kartöflugrösin eru græn og falleg. En það þýðir ekki að uppskeran verði í samræmi við það.
Með hvaða hætti ætlar ríkisstjórnin að spara þannig að ríkissjóður verði rekin hallalaust? Það getur ríkisstjórnin ekki.
Með hvaða hætti ætlar ríkisstjórnin að gæta að hagamunum skuldara þannig að þeir verði ekki sviptir eignum sínum vegna ranglást lánakerfis? Það verður ekki gert.
Með hvaða hætti ætlar ríkisstjórnin að gæta hagsmuna neytenda? Það gerir hún ekki og fer með Jón Bjarnason í broddi fylkingar ofurtollheimtumanna.
Það verður fróðlegt að sjá hvað Jóhanna mun þakka sér fyrir í áramótaávarpinu verði hún ennþá forsætisráðherra þegar þar að kemur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2010 | 10:17
Af hverju að skipta um ráðherra núna?
Jóhönnu Sigurðardóttur lá á að gera breytingar á ríkisstjórn sinni þegar vandræðamál Gylfa Magnússonar kom upp. Þrátt fyrir að Gylfi viðskiptaráðherra væri ítrekað beraður af að hafa sagt þingi og þjóð ósatt, þá lýsti Jóhanna Sigurðardóttir yfir stuðningi við hann og taldi hann trúverðugan. Nú liggur hins vegar fyrir að þau hafa hvorugt talið að Gylfi Magnússon væri á nýjan þingfund setjandi og því verður að gera breytingar á ríkisstjórn sem annars hefði ekki komið til fyrr en í lok september í fyrsta lagi.
Gylfi Magnússon dregur vinsælasta ráðherra ríkisstjórnarinnar með sér í fallinu. Ragna Árnadóttir sker sig úr ráðherrahóp ríkisstjórnarinnar að því leyti að hún hefur gegnt störfum sínum af fagmennsku og heiðarleika. Hún er auk heldur vinsælasti ráðherrann. Við þær aðstæður er óneitanlega dómgreindarbrestur af forsætisráðherra að ýta henni til hliðar jafnvel þó að óhjákvæmilegt hafi verið að láta Gylfa fara.
Með þessum breytingum er verið að reyna að berja í brestina og tryggja ríkisstjórninni þingmeirihluta. Nú verður órólega deildin í Alþýðubandalaginu sennilega til friðs og kokgleypir Icesave og Evrópusambandið af því að hún fær þá dúsu að Ögmundur verður ráðherra. Verði svo þá er óhjákvæmilegt að spyrja hvort hugsjónirnar hafi ekki verið mikilvægari en það að þær hafi þegar á öllu hafi verið á botninn hvolft snúist um ráðherradóm Ögmundar Jónassonar.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 291
- Sl. sólarhring: 736
- Sl. viku: 4112
- Frá upphafi: 2427912
Annað
- Innlit í dag: 267
- Innlit sl. viku: 3803
- Gestir í dag: 259
- IP-tölur í dag: 248
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson