Leita í fréttum mbl.is

Af hverju að skipta um ráðherra núna?

Jóhönnu Sigurðardóttur lá á að gera breytingar á ríkisstjórn sinni þegar vandræðamál Gylfa Magnússonar kom upp. Þrátt fyrir að Gylfi viðskiptaráðherra væri ítrekað beraður af að hafa sagt þingi og þjóð ósatt, þá lýsti Jóhanna Sigurðardóttir yfir stuðningi við hann og taldi hann trúverðugan. Nú liggur hins vegar fyrir að þau hafa hvorugt talið að Gylfi Magnússon væri á nýjan þingfund setjandi og því verður að gera breytingar á ríkisstjórn sem annars hefði ekki komið til fyrr en í lok september í fyrsta lagi.

Gylfi Magnússon dregur vinsælasta ráðherra ríkisstjórnarinnar með sér í fallinu. Ragna Árnadóttir sker sig úr ráðherrahóp ríkisstjórnarinnar að því leyti að hún hefur gegnt störfum sínum af fagmennsku og heiðarleika. Hún er auk heldur vinsælasti ráðherrann.  Við þær aðstæður er óneitanlega dómgreindarbrestur af forsætisráðherra að ýta henni til hliðar jafnvel þó að óhjákvæmilegt hafi verið að láta Gylfa fara.

Með þessum breytingum er verið að reyna að berja í brestina og tryggja ríkisstjórninni þingmeirihluta. Nú verður órólega deildin í Alþýðubandalaginu sennilega til friðs og kokgleypir Icesave og Evrópusambandið af því að hún fær þá dúsu að Ögmundur verður ráðherra. Verði svo þá er óhjákvæmilegt að spyrja hvort hugsjónirnar hafi ekki verið mikilvægari en það að þær hafi þegar á öllu hafi verið á botninn hvolft snúist um ráðherradóm Ögmundar Jónassonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Svo situr Árni Páll áfram, sem hefur varla getað tekið nokkra skammlausa ákvörðun sem ráðherra hingað til. Nú skal sá maður fara að stjórna efnahagsmálum þjóarinnar!!

Össur er náttúrulega traustur í sinni stöðu, jafn vel þó hann hafi sýnt það allan sinn þingferil og ráðherraferil að getuleysi hanns í stjórnmálum almennt séð, er ekkert. Hann á að sinna þeim skjólstæðingum sínum sem hann hefur sinnt best hingað til, urriðanum í Þingvallavatni!

Gunnar Heiðarsson, 2.9.2010 kl. 10:38

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Frá því að Vinstri grænir komust í ríkisstjórn, þá hefur "exportmagnið" í hugsjónakaffi þeirra farið vaxandi með degi hverjum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.9.2010 kl. 12:16

3 Smámynd: Jón Magnússon

Er ekki verið að flytja Árna til Gunnar af því að hann gengur ekki þar sem hann er?  Ég er ekki sammála þér með Össur. Össur er mjög fær stjórnmálamaður.

Jón Magnússon, 2.9.2010 kl. 13:56

4 Smámynd: Jón Magnússon

Já Kristinn fróðlegt að sjá hvernig það verður núna eftir að formaður hugsjónadeildarinnar hefur á ný verið leiddur inn í ríkisstjórn.

Jón Magnússon, 2.9.2010 kl. 13:57

5 identicon

Jóhanna er eins og biskup kaþólsku kirkjunnar og Árni Páll eins og einn af níðingsprestum hennar, sama hvað hann gerir af sér þá verður hann einfaldlega fluttur til í starfi.

Sama gildir reyndar um restina af þessu liði, hér hefur ekkert breyst og mun aldrei nokkurn tímann breytast.

Pólitíkusar og ábyrgð eru tvö orð sem munu aldrei eiga samleið, því miður.

Baldur (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 817
  • Sl. sólarhring: 844
  • Sl. viku: 2504
  • Frá upphafi: 2297064

Annað

  • Innlit í dag: 777
  • Innlit sl. viku: 2337
  • Gestir í dag: 760
  • IP-tölur í dag: 731

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband