Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2011

Gleđilegt ár 2012

Ég vil ţakka öllum sem hafa átt samleiđ međ mér á blogginu á liđnu ári og óska ţess ađ ţiđ eigiđ góđ áramót og gott, gjöfult og farsćlt ár 2012. 

Steingrímur allsstađar.

Steingrímur J. Sigfússon stefnir ađ ţví ađ verđa efnahags- og viđskiptaráđherra, sjávarútvegsráđherra og landbúnađarráđherra. Á sama tíma losar hann sig viđ fjármálaráđuneytiđ áđur en vandamálin ţar koma fram fyrir alvöru.

Sem fjármálaráđherra hefur Steingrímur beitt miklum loftfimleikum og látiđ líta svo út sem meiri háttar sparnađur vćri ađ nást í ríkiskefinu. Samt sem áđur hefur Steingrímur ekki mótađ neina heildstćđa stefnu um sparnađ í ríkisrekstrinum eđa megrun kerfisins. Úrrćđi hans hafa veriđ ađ leggja ţađ á ákveđnar ríkisstofnanir ađ spara í rekstri um ákveđnar prósentur auk ţess sem viđhaldi og öđru álíka er frestađ e.t.v. ţangađ til ađ verđur um seinan.

Steingrímur veit  ađ mestu vandrćđin koma ćvinlega fram varđandi stjórn ríkisfjármála undir lok kjörtímabils. Ţađ er ţví tćr snilld ađ losa sig viđ vandamálaráđuneytiđ núna . Oddnýju kennara verđur ţá um kennt hversu illa fer.

Kennarinn sem tekur viđ fjármálaráđuneytinu hefur ekki sýnt ađ hún sé líkleg til ađ taka á málum af festu. Auk ţess lendir hún í nćr óviđráđanlegum vanda ţar sem eru tveir stjórnarflokkar í upplausn, sem í eđli sínu vilja standa fyrir mikilli aukningu ríkisútgjalda en ekki sparnađi.

Allur ţessi ráđherrakapall sýnir ţví miđur ótvírćtt hversu illa er komiđ fyrir Jóhönnu Sigurđardóttir og hvernig Steingrímur getur leikiđ endalaust á hana eins og blokkflautu fyrir byrjendur.

Eđlilega gustar á fundum Samfylkingarinnar ţegar Jóhanna leikur hverjum pólitíska afleiknum eftir annan í samstarfinu viđ Vinstri grćna. 

En eftir ţessar hrókeringar ţá liggur fyrir ađ ríkisstjórin er veikari en áđur. Reynslulaus ráđherra tekur viđ erfiđasta og mikilvćgasta ráđuneytinu og engin heilindi eru lengur innan ţingflokka ríkisstjórnarinnar.

Skyldi Steingrímur missa fleiri fyrir borđ úr ţingflokki VG ţegar tćrir eiginhagsmunir hans koma jafnglöggt í ljós og raun ber vitni. Eđa gleđjast menn ţar á bć yfir ađ hann skyldi enn geta leikiđ á Samfylkinguna?


Gefst ríkisstjórnin upp á Tröllahálsi og ţannig endi saga.

Jóhanna Sigurđardóttir reynir nú međ öllum ráđum ađ koma einhverjum stođum undir veika ríkisstjórn sína. M.a. er sagt ađ hún hafi reynt viđ Hreyfinguna í ţví skyni og Hreyfingin látiđ líkilega.

Sé svo ađ Hreyfingin ljái máls á samstarfi viđ stjórnarflokkana til ađ verja ríkisstjórnina ţá fer ţađ síđasta af ţeim sjónarmiđum sem ţetta fólk setti fram fyrir kosningar og á ţingi fyrst eftir komu sína ţangađ.

Jóhanna veit ađ hún getur reitt sig á stuđning Guđmunds Steingrímssonar Gnarrista og ef til vill á Sif Friđleifsdóttir ef í öll sund ćtlar ađ fjúka, en ţađ dugar skammt ef Kristján L. Möller, Árni Páll og Jón Bjarnason fara ađ sprikla eins og ţeim hentar.

Fyrir löngu er ljóst ađ ríkisstjórnin hefur engar lausnir. Hún hefur engin markmiđ lengur eđa framtíđarsýn önur en ţá ađ stjórna frá degi til dags. Hún ţarf ađ reiđa sig á endalaus pólitísk hrossakaup og málamiđlanir til ađ halda velli.  Sagan sýnir ađ  slíkar ríkisstjórnir valda alltaf óbćrilegum skađa fyrir framtíđina.

Til ađ koma í veg fyrir meira tjón, vćri best fyrir Jóhönnu ađ viđurkenna vanmátt sinn og bođa til nýrra kosninga í áramótaávarpi sínu ţ.31.12.n.k.


Ađ gera glćpamenn ríka

Breska vikuritiđ The Economist hefur lengi haldiđ ţví fram ađ stefnan sem Bandaríkin mótuđu varđandi ólögleg eiturlyf valdi ţví einu ađ gera glćpamenn ríka.

Í Mexícó hafa tugir ţúsunda veriđ drepin á undanförnum árum í stríđi fíkniefnabaróna innbyrđis og viđ yfirvöld. Í gćr var tilkynnt ađ lögreglan í Mexícó hefđi handtekiđ yfirmann öryggismála eins eiturlyfjahringsins. Yfirvöld telja ţađ mikinn sigur. Ţessi glćpamađur vinnur fyrir "El Chapo" Guzman sem er yfir Sinaloa eiturlyfjahringnum og einn ríkasti mađur í heimi.  Guzmann ţessi var handtekinn áriđ 2001, en flúđi úr fangelsinu í vöruflutningabíl og hefur leikiđ lausum hala síđan.

Guzman er talinn eiga meir en eina billjón dollara og er á lista Forbes yfir 40 ríkustu menn í heimi. Hringur Guzmann stjórnar kókaín viđskiptum á landamćrunum viđ Kaliforníu og Arisona. Sagt er ađ stćrstu eiturlyfjahringir í Mexícó séu međ einkaheri og jafnvel kafbáta í sinni eigu.  Ţar sem ekki dregur úr dópneyslu, ţá er spurning hvort sú leiđ sem farin er sé sú rétta. Eđa hvort sú stađhćfing sé rétt ađ hún geri fyrst og fremst glćpamenn ríka?

Sé svo hvađ er ţá til ráđa?


Gleymdu mannréttindin

Trúfrelsi á ađ vera tryggt skv. 18.gr. mannréttindasáttmála Sameinuđu ţjóđanna. Samt sem áđur sćta kristnir menn og fleiri trúarhópar víđa ofsóknum og engin segir neitt eđa gerir.

Á ađfangadag voru 40 kristnir drepnir í Nígeríu. Presturinn í Maríukirkjunni í Bagdad vonađist eftir friđsömum jólum, en byssumenn Íslamista myrtu 58 kristna á síđustu jólum í kirkju rétt hjá. Af einni og hálfri milljón kristinna sem voru í Írak hefur milljón flúiđ vegna ofsókna.

Árásir eru gerđar á á kristna söfnuđi í flestum Arabaríkjum eđa ţeim gert illmögulegt eđa ómögulegt ađ stunda trúariđkanir sínar opinberlega. Í Egyptalandi eru Koptar myrtir og prestar eru myrtir í Túnis. Kirkjur Maróníta í Líbanon verđa fyrir sprengjuárásum í fyrsta skiptiđ í sögunni. Kristnu söfnuđirnir í Sýrlandi sem hafa sćtt harđrćđi undir stjórn Assad vona ađ hann verđi áfram til ađ ţeir komist hjá verri ofsóknum.

Lengst af hafa kristnir og Múslimar í Arabaríkjunum lifađ saman í friđsamlegu samfélagi. Ţeir hafa klćtt sig á sama hátt og jafnvel haldiđ upp á trúarhátíđir hvors annars. En nú er ţetta breytt. Vinsćldir blćjunnar og annars menningarlegs munar er tiltölulega nýtt fyrirbrigđ, en ţessi munur hefur veriđ gerđur ađ víglínu af harđlínu Íslamistum. Ţess vegna eru bćjulausar konur myrtar. 

Harđlínumenn Sunni múslima fyrirlíta Shía múslima jafn mikiđ og Gyđinga og kristna. Ţeir beita sér ţví gegn öllum ţessum trúarhópum.

Vestrćnir fjölmiđlar og stjórnmálamenn tala um "arabíska voriđ", sem hefur ţó alls stađar reynst hćttulegt minnihlutahópum.

Sameinuđu ţjóđirnar hafa brugđist og ekki tryggt trúfrelsi. Vestrćn ríki hafa brugđist trúsystkinum sínum í Arabalöndunum og Tyrklandi međ einni undantekningu hvađ varđar stjórn Angelu Merkel í Ţýskalandi.

Í löndum eins og Saudi Arabíu, Alsír og Abu Dabí geta kristnir ekki iđkađ trú sína opinberlega. Sérkennilegt ađ forseti Íslands, skyldi skođađ í ţessu ljósi,  lýsa yfir sérstakri ađdáun á stjórnarháttum í Abu Dabí nú í byrjun jólahátíđarinnar.

Af hverju ţegja vestrćn ríki og Sameinuđu ţjóđirnar um ofsóknir á hendum kristnum og Bahium og fleiri trúarsöfnuđum. Af hverju gera vestrćn ríki ekkert til ađ koma trúarsystkinum okkar til hjálpar. Af hverju ekki ađ beita viđskiptaţvingunum og hćtta hjálparstarfi. Af hverju ekki ađ láta stjórnendur ţessara ríkja heyra ţađ í hvert skipti sem opinberir ađilar hitta stjórnendur ţessara landa ađ máli. Hvađ skyldi Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra Íslands hafa gert til ađ tryggja ţessi grundvallarmannréttindi trúarsystkina okkar í Arabalöndunum. Ekki neitt. Sleikjugangur viđ Hamas samtökin er ţađ sem utanríkisráđherra Íslands telur mikilvćgast.

Af hverju ţegir Ólafur Ragnar Grímsson forsetu Íslands um ţessi mannréttindabrot í Arabaríkjunum en dásamar stjórnarfariđ í Abú Dabí? Af hverju ţegir Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra um ţessi mannréttindabrot á sama tíma og hann berst fyrir réttindum Palestínu Araba?

Af hverju ţegja flestir stjórnendur vestrćnna ríkja um brot gegn grundvallarmannréttindum kristins fólks í Arabaríkjunum og víđar? Ţögn ţeirra er ćrandi.

Marteinn Lúter King sagđi ţegar hann leiddi mannréttindabaráttu blökkufólks í Bandaríkjunum og honum fannst réttsýnt fólk ekki gefa mannréttindabrotunum nćgan gaum:

" Ađ lokum munum viđ ekki orđ óvina okkar heldur ţögn vina okkar."


Gleđileg jól

Jólin eru tákn friđar og kćrleika í hugum kristins fólks. 

Ég óska öllum gleđilegra jóla hvort heldur ţeir eru kristnir eđa ekki og vona ađ fólk fái notiđ jólahelgarinnar.

Kristiđ fólk ćtti ađ leiđa hugann ađ trúbrćđrum sínum sem ţurfa ađ ţola ofsóknir og lifa í stöđugum ótta.

Á ţessum jólum ćtti kristiđ fólk og kristnar ţjóđir ađ strengja ţess heit ađ koma ofsóttum trúarsystkinum sínum til hjálpar hvar svo ţau er ađ finna í heiminum.  Ţannig ađ kristiđ fólk um allan heim  megi eiga gleđileg jól.

Gleđileg jól. 


Má bjóđa ţér lán međ 1% ársvöxtum?

Evrópusambandiđ hefur lánađ bönkum í Evrópu samtals 489  billljón Evrur, óverđtryggt, međ 1% ársvöxtum til óákveđins tíma.

Hvađa lánakjör skyldu bankarnir síđan bjóđa viđskiptavinum sínum?

Skyldu ţeir bjóđa ársvexti upp á 1.25% ársvexti óverđtryggt, sem vćri ţokkalegur vaxtamunur fyrir bankana eđa gildir annađ ţegar fólki er lánađ heldur en bönkum.

Lánin til bankana er á ábyrgđ skattgreiđenda í Evrulandinu.  Skyldu ţeir hinir sömu skattborgarar njóta ţess í hagkvćmari lánakjörum?

Lánakjör í Evrulandinu sem og Noregi, Svíţjóđ og Danmörku eru margfallt betri en á Íslandi. Hvenćr kemur ađ ţví ađ íslenskt launafólk á kost á ađ taka lán međ svipuđum kjörum og eru annarsstađar í Evrópu. Getur einhver skýrt ţađ fyrir mér í jólaösinni af hverju Alţýđusamband Íslands og BSRB skuli ekki berjast fyrir viđunandi lánakjörum fyrir félagsmenn sína? 


Verđhćkkanir, dagvöruverslun og verđbólga

Verđbólga mćlist 5.3% og fer vaxandi. Hvernig getur veriđ svona mikla verđbólgu í landi ţar sem gengi gjaldmiđilsins er nánast stöđugt vegna gjaldeyrishafta og launahćkkanir litlar.

Í fréttum í kvöld var sagt ađ jólasteikin hefđi hćkkađ um 40% sú hćkkun hefur ekki veriđ skýrđ.  Víđast hvar í Evrópu mundu talsmenn launţega, neytendur og stjórnmálamenn krefjast svara viđ ţví af hverju svona miklar verđhćkkanir hafi orđiđ á vörum sem ćttu eđli máls samkvćmt ekki ađ hćkka meira en nemur innlendum kostnađarhćkkunum.

Vöruverđ á Íslandi er óeđlilega hátt miđađ viđ laun og gengi, og hefur fariđ hćkkandi án ţess ađ eđlilegar skýringar hafi komiđ fram á nema örlitlum hluta. Verđ á nánast allri innlendri framleiđslu hefur hćkkađ umtalsvert umfram launa- og kostnađarhćkkanir. Ţađ ţýđir ađ einhver er ađ taka meira til sín en áđur. Hver eđa hverjir skyldu ţađ nú vera?

Alţingismenn telja eđlilegt ađ fćra réttarfariđ í landinu í hendur rannsóknarnefnda og ţá vćri e.t.v. mikilvćgasta rannsóknarnefndin sú, sem ţeir eiga eftir ađ skipa. Ţađ er eftirlitsnefnd međ eđlilegri verđţróun og verđlagningu í dagvöruverslun. Sú nefnd mundi ekki fjalla um söguskýringar eins og hinar heldur vćri viđfangsefni hennar samtíminn og framtíđin.

Nýlokiđ er hlutafjárútbođi í fyrirtćkinu Hagar, sem rekur meginn hluta dagvöruverslunar í landinu. Allir hlutir sem voru til sölu í Högum,  seldust upp á svipstundu.  Ţeir sem sjá sér hagnađarvon í ađ kaupa í Högum telja ađ flá megi feitan gölt ţar sem íslenskir neytendur eru. 

Ţrátt fyrir ađ íslensk dagvöruverslun sé dýr og óhagkvćm, ţá sjá fjárfestar ţar samt mikla hagnađarvon. Mikilvćgt vćri ađ fá vitrćnar skýringar á ţví.

Alţýđusambandiđ sem annast um verđkannanir gćti gefiđ launafólki ţá jólagjöf ađ fara ađ vinna af alvöru gegn óeđlilegum verđhćkkunum í landinu.  Verđhćkkanir eru kjararýrnun launţega, en hér á landi hittir ţađ launţega tvöfalt vegna verđtryggingarinnar.

En hvernig er ţađ fjárfestu lífeyrissjóđirnir e.t.v. mikiđ  í Högum? Sé svo er ASÍ ţá úr leik í baráttunni fyrir réttlátri verđlagningu í dagvöruverslun fyrir launţega?


Af hverju ţađ versta ef kostur er á öđru betra?

Í venjulegum lýđrćđisríkjum hefđi ríkisstjórnin sagt af sér sama dag og úrslit í fyrri Icesave ţjóđaratkvćđagreiđslunni lá fyrir.  Sama hefđi gerst í venjulegum lýđrćđisríkjum sama dag og úrslitin í síđari ţjóđaratkvćđagreiđslunni um Icesave lá fyrir.

Í tvö ár barđist ríkisstjórnin viđ ađ trođa samningum sem hún hafđi gert viđ Breta og Hollendinga upp á ţjóđina. Ţegar ţjóđin hafnađi ţeim í annađ sinn í ţjóđaratkvćđagreiđslu og samningaleiđin var ekki lengur fćr fyrir ríkisstjórnina ţá sögđu ţeir Árni Páll og Steingrímur J.  Já nú tökum viđ sko heldur betur til varna.

Vörn ţeirra Árna Páls og Steingríms bar ţann árangur ađ Eftirlitsstofnun EFTA ákvađ ţ. 14.12.s.l. ađ virđa hana ađ vettugi og höfđa mál fyrir EFTA dómstólnum á hendur Íslandi fyrir brot á EES reglum.

Mađur sem lýsir ţví yfir ađ honum beri ađ borga ákveđna skuldbindingu er ekki trúverđugur fyrir dómi ţegar hann heldur ţví fram ađ ţrátt fyrir ađ hann telji sig skuldbundinn til ađ greiđa ţá eigi hann ekki ađ greiđa. Ţađ er stađan sem íslenska ríkisstjórnin er búin ađ koma sér og ţjóđinni í međ ţví ađ fara ekki ađ eđlilegum lýđrćđislegum leikreglum og viđurkenna ósigur sinn í málinu og gefa öđrum kost á ađ ljúka málinu.

Vafalaust brosa strákarnir í Brussel allan hringinn yfir ţeirri hringavitleysu ađ ríkisstjórn sem er búin ađ semja ţrisvar um mál haldi ţví nú fram ađ hún ţurfi alls ekkert og hafi aldrei ţurft ađ semja.

Ţađ getur veriđ dýrkeypt fyrir ţjóđ ţegar ríkisstjórn neitar ađ viđurkenna stađreyndir og lýđrćđislegar leikreglur. Slík vegferđ endar alltaf međ ósköpum.


Vaclav Havel

Vaclav Havel var einn helsti merkisberi frelsisins ţegar ţjóđir Austur Evrópu voru ađ hrista af sér ok kommúnismans. Hann á ţakkir skildar fyrir framlag sitt til frelsisbaráttu lands síns og fyrir frelsi og mannréttindum í heiminum.  Stórkostlegur baráttumađur og listamađur er fallinn frá.

Fyrir nokkrum árum sá ég leikrit eftir Havel sem fjallađi um ţađ međ hvađa hćtti kerfi valdsins brýtur niđur eđa reynir ađ brjóta niđur ţá sem berjast gegn ţví. Ţađ er nefnilega ekki alltaf gert međ beinu ofbeldi. Havel lýsti í leikritinu hvernig kerfiđ vann međ ţví ađ ónáđa mátulega mikiđ, minna á sig reglulega og gefa ýmislegt í skyn til ađ viđhalda óttanum.

Frjálst fólk stendur alltaf í ţakkarskuld viđ fólk eins og Havel sem hika ekki viđ ađ berjast fyrir réttlćti ţó ţađ horfi framan í byssukjafta, frelsissviptingu og mannorđsmissi


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 817
  • Sl. viku: 5758
  • Frá upphafi: 2472428

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband