Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012
30.11.2012 | 09:15
Hvað kostar bókin.
Í bókabúðum og stórmörkuðum landsins svigna borð undan þeim tæplega 1000 bókum sem gefnar eru út fyrir þessi jól. Bóksala er mjög takmörkuð nema bara í desember. Þess vegna er rangt að við séum bókaþjóð. Við erum bókagjafaþjóð.
Mér virtist sem verð á ýmsum þýddum skáldverkum væri um 5.000 krónur. Sumar dýrari aðrar ódýrari. Aðrar bækur almennt dýrari. Hægt er að deila um hvort það er dýrt eða ódýrt. Hitt er ljóst að fæstir höfundar fá lágmarkslaun fyrir vinnu sína við samningu og frágang bóka sinna. Hönnun, umbrot, pappír, prentun og markaðssetning kostar sitt. Bókagjafaþjóðin gefur nefnilega innbundnar bækur. Þegar allt kemur til alls þá eru bækur sennilega ekki dýrar miðað við tilkostnað.
Í gær keypti ég tvær bækur inn á lestölvuna mína frá Amason. Að sjálfsögðu fara þær ekki í bókahillur eða verða gefnar. Komnar hingað í bókabúðir innbundnar hefði hvor um sig sennilega kostað nálægt 10 þúsund krónur og því prýðis jólagjöf. Kostnaður minn var þó rétt um 2.000 íslenskar krónur fyrir báðar bækurnar eða innan við helming af þýddri, innbundinni spennusögu í bókabúð í Reykjavík.
Spurning er þá hvað er dýrt og hvað er ódýrt og hvernig ráðstafar neytandinn peningunum sínum sem best.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.11.2012 | 16:05
Helv... ástralska kiwi p....
Nýfallinn er í Bretlandi dómur yfir konu sem fluttist þangað fyrir 6 árum frá Slóvakíu. Hún kallaði nágrannakonu sína "helv..... átralska kiwi P...."
Konan frá Slóvakíu sem hefur búið í Bretlandi í 6 ár kom heim með manni sínum og voru bæði drukkin og lenti þeim saman. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann hafði veist að konu sinni. Nágrannakonan sem er frá Nýja Sjálandi kallaði til lögreglu þar sem hún óttaðist um öryggi konunnar. Þessu reiddist konan frá Slóvakíu og notaði því þennan munnsöfnuð um nárgrannann.
Lögreglan var vitni og getið var um það í skýrslu sem leiddi til ákæru og dóms. Í dóminum segir að:
"kynþáttafordómar felist í því að nota orðið áströlsk og kiwi með þeim hætti sem gert var og auki það á refsinæmi ummælanna."
Slóvakinn var dæmd í 110 punda sekt vegna kynþáttafordóma og 50 punda bótagreiðslu til nágrannakonunnar.
Það vekur athygli er að dómurinn telur ekki sérlega ámælisvert að notuð hafi verið orðin: helv.... og p.... . Nei orðin "ástralska" og "kiwi" eru grafalvarleg og bera vott um kynþáttafordóma. Þá liggur fyrir hvernig "political right speak" á að vera á hinu Stóra Bretlandi.
28.11.2012 | 09:26
Sí-gjaldþrota ríkisbankar
Eftir bankahrunið urðu margir til að halda því fram að vandamálið væri einkavæðing bankanna. Ríkisbankar fara ekki á hausinn sögðu þessir spekingar. Staðreyndirnar segja raunar annað.
Ríkið rekur tvær fjármálastofnanir sem ítrekað komast í þrot og fá peninga frá skattgreiðendum til að komast hjá gjaldþroti. Önnur þessara bankastofnana er Byggðasjóður sem hefur verið í stöðugu gjaldþroti um áratuga skeið. Ekki árlegu en því sem næst.
Hin bankastofnunin er nú Íbúðalánasjóður sem þarfnast þess enn og aftur að skattgreiðendur leggi bankanum til fé til að hann komist hjá gjaldþroti.
Það þarf mikla snilld til að reka Íbúðalánasjóð lóðbeint til andskotans eins og ágætur fyrrum bankastjóri hefði orðað það. Íbúðalánasjóður ætti í dag að vera öflugur lánasjóður með góða eiginfjárstöðu. Staða sjóðsins í dag er hins vegar sú að hann þarf nú árlegt milljarða framlag úr ríkissjóði.
Talsmenn ríkisvæðingar fjármálalífsins og "spekingar" í spillingu sumra, ættu líka að gaumgæfa að öll vondu einkennin, agaleysið og spillingin voru til staðar í þeim bönkum sem ríkið seldi upp úr aldamótum fyrir einkavæðingu þeirra.
27.11.2012 | 16:37
Sársaukafullt en nauðsynlegt
Ég spurði Göran Person fyrrum forsætisráðherra Svía að því á fundi í Hátíðarsal Háskóla Íslands hvort ekki væri nauðsynlegt að afnema verðtryggingu lána ef ná ætti tökum á skuldavanda neytenda í landinu og benti á að stór hópur fólks milli 25 ára og fimmtugs væri búið að missa eignir sinnar vegna verðtryggingarinnar.
Göran Person svaraði því til að í Svíþjóð þá hefðu þeir gert það. Afnumið alla verðtryggingu hverju nafni sem nefndist. Það hafi verið sársaukafullt en nauðsynlegt. Hann sagði að verðtrygging væri "disaster" (stórslys) á verðbólgutímum. Hann sagði að það væri nauðsynlegt að drepa verðbólguna en bætti við:
Bankarnir um allan heim eru að prenta peninga trilljónir af dollurum, pundum, Evrum og Yenum. Fyrr eða síðar leiðir það til aukinnar eftirspurnar og aukinnar verðbólgu.
Eigum við að bíða eftir því að sú verðbólga geri sparnað allra íbúðarkaupenda að engu? - Eða taka skynsamlega ákvörðun á leið út úr hrunvandanum og afnema verðtrygginguna þó það sé sársaukafullt?
26.11.2012 | 23:01
Er flokksfólk áhugalaust um prófkjör?
Fréttamenn flytja þær fréttir í síbylju að flokksfólk í prófkjörsflokkunum sýni prófkjörum lítinn áhuga. Þannig er sagt að einungis fjórðungur flokksmanna Vinstri grænna hafi kosið í Reykjavík og þriðjungur Sjálfstæðismanna í sömu kjördæmum. Síðan er lagt út af þessu með mismunandi hætti en í öllum tilvikum gleyma fréttamennirnir hvað raunverulega er um að ræða.
Flokksskrárnar eru rangar. Fólk er ekki tekið af skrá þó það sé jafnvel komið í aðra flokka ef það hefur einhverntíma skráð sig í viðkomandi flokk. Sjaldnast eru innheimt árgjöld, en sé það gert þá eru þeir sem ekki borga áfram skráðir í flokkinn og á kjörskrá.
Þegar stjórnmálaflokkarnir voru settir á framfæri almennings þá gættu flokksfélögin þess að strika engan út nema hann beinlínis krefðist þess, vegna þess að völd og áhrif byggjast á skráðum fjölda félaga, en ekki raunverulegum. Þannig fær félag fleiri kjörna á flokksþing eða Landsfund á grundvelli þessara draugaskráninga. Raunveruleg þáttaka flokksfólks í prófkjöri er sennilega um 85% af raunverulegu flokksfólki.
Þessi atriði skipta prófkjörsflokkana tiltölulega litlu máli þar sem eiginlegt flokksstarf hefur að stórum hluta vikið fyrir prófkjörsbaráttu. Málefnastarf í stjórnmálaflokki skiptir litlu máli í prófkjörum þar sem það er venjulegast unnið í kyrrþey og telur ekki í prófkjörum. Þessa sjást glögg merki í undanförnum prófkjörum þar sem frambjóðendur leggja aðaláherslu á hvaða sæti þeir vilja og persónulega eiginleika, en ekki á pólitík.
25.11.2012 | 11:03
Voru úrslitin óvænt?
Niðurstöðu úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var beðið með nokkurri eftirvæntingu. Spurning var hvað mikinn stuðning Hanna Birna Kristjánsdóttir fengi í fyrsta sætið. Flestum var ljóst að hún hefði mestan stuðning í það sæti. Sigur hennar varð mun meiri en flestir höfðu búist við.
Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson hafa mátt sitja undir neikvæðri umræðu þetta kjörtímabil og þurfa að sæta því að þessu sinni að fylgi þeirra er minna en í síðasta prófkjöri. Spurning var hvor þeirra næði öðru sætinu. Flest atkvæði í annað sætið fékk Guðlaugur en uppsafnað fylgi í fyrsta og annað sæti var meira hjá Illuga. Því er haldið fram að þessi niðurstaða sé meiri háttar áfall fyrir þá. Sú staðhæfing er vafasöm í meira lagi.
Illugi Gunnarsson þurfti að sitja undir neikvæðri umræðu í upphafi kjörtímabilsins. Sama átti sér stað þegar hann var kjörinn þingflokksformaður. Illugi hefur þrátt fyrir það sterka stöðu og þeir sem til hans þekkja vita að hann er í fremstu röð varðandi þekkingu og úrræði í mörgum mikilvægustu málaflokkum.
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur verið einn öflugasti þingmaður flokksins þetta kjörtímabil og þekking hans og reynsla mun áfram skipa honum á fremsta bekk þingmanna flokksins hvað sem líður þessum úrslitum. Guðlaugur þurfti að sitja undir skipulagðri rógsherferð DV en stóð hana af sér þó þeirrar atlögu hafi séð merki í niðurstöðu prófkjörsins.
Sigurvegarar prófkjörsins auk Hönnu Birnu eru Brynjar Níelsson og Pétur Blöndal. Stuðningur við Pétur kom ekki á óvart.
Brynjar Níelsson nær betri árangri en nýliðar í prófkjöri flokksins hafa almennt gert. Hann kemur sterkur inn í stjórnmálin og við hann eru bundnar miklar væntingar.
Ég hefði viljað sjá að Sjálfstæðisfólk veita Jakob Ásgeirssyni meiri stuðning. Hann hefði markað sér stöðu sem hugmyndafræðileg samviska flokksins auk þess að hafa trausta sýn á baráttu gegn spillingu.
Prófkjör eru prófkjör en nú verða menn að snúa bökum saman til að tryggja að vitræn ríkisstjórn veði í landinu á næsta kjörtímabili. Listi flokksins í Reykjavík er það sterkur að flokkurinn ætti að geta náð fyrri stöðu sinni í Reykjavík í kosningunum í vor.
23.11.2012 | 10:09
Gróusögur og mannorðsmorð
Það er ekki tilviljun að DV skuli hamast að Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni nokkrum dögum fyrir prófkjör. Svo nátengt er blaðið forustu Vinstri grænna að það vill að losna við þann þingmann eða skaða, sem hefur verið óþreytandi að spyrja Steingrím J. Sigfússon óþægilegra spurninga á kjörtímabilinu og sýna fram á hvílík mistök Steingrímur hefur gert aftur og aftur í ráðherratíð sinni einkum varðandi afskipti sín af fjármálastofnunum.
Af hverju fjallar DV ekki um þau mál sem Guðlaugur Þór hefur vakið sérstaka athygli á? Er það vegna þess að það var óþægilegt fyrir sérstakan vin blaðsins Steingrím J. Sigfússon
DV hefur ítrekað sótt að forustumönnum Sjálfstæðisflokksins sérstaklega formanni flokksins og Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Ítrekaður fréttaflutningur af meintum ávirðingum er án sannana eða nauðsynlegs samhengis.
Svarið við því þegar ráðist er að forustumönnum Sjálfstæðisflokksins að ástæðulausu af andstæðingum flokksins eins og DV gerir nú gagnvart Guðlaugi Þór er að tryggja þeim öflugan stuðning.
Það er ekki versti gróðurinn sem rotturnar helst vilja naga.
22.11.2012 | 11:05
Þjóð í hafti
Fyrir tæpum aldarfjórðungi vakti athygli mína bókin "Þjóð í hafti" eftir Jakob F. Ásgeirsson. Með skýrum og einföldum hætti sagði höfundur sögu viðskiptahafta og tefldi fram rökum frelsisins gegn ríkisafskiptum, bönnum og haftabúskap. Jakob markaði sér þá stöðu sem víðsýnn, rökfastur og einlægur hugsjónamaður fyrir málstað hinna gömlu gilda Sjálfstæðisflokksins um frelsi einstaklingsins.
Um árabil hefur Jakob haldið úti ritinu Þjóðmál, besta og iðulega eina tímaritinu hér á landi, sem berst fyrir málstað takmarkaðra ríkisafskipta, frelsi einstaklingsins og gegn spillingu í þjóðfélaginu. Þrautseigja og dugnaður Jakobs F. Ásgeirssonar hefur gert útgáfuna mögulega ásamt bókaútgáfu þar sem ýmis tímamótarit eru gefin út um pólitík, heimspeki og trúmál m.a. rit Benedikts páfa um líf Jesú.
Jakob berst með pennanum fyrir frelsið og hefur gert það með afgerandi hætti í langan tíma.
Jakob gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og hefur gert að vígorðum sínum m.a. "traust, ábyrgð og ráðdeild." Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sjálfur að hafa frumkvæði að því að setja frelsinu nauðsynlegar skorður þannig að siðblindir einstaklingar misnoti það ekki. Einnig á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi um of samsamað sig sérfræðiálitum og öflugum hagsmunasamtökum og það sé lífsnauðsyn að færa Sjálfstæðisflokkinn aftur til almennings og gera hann á ný að brjóstvörn einstaklinga og smáfyrirtækja gagnvart stórhagsmunum og alltumlykjandi ríkisvaldi.
Jakob hefur verið trúr hugsjón sinni og barist fyrir henni með kyrrlátum en beittum hætti. Jakob er hins vegar ekki maður sem lætur mikið á sér bera í fjölmiðlum eða fer fram með gaspri og svigurmælum eins og því miður tíðkast of mikið í þjóðmálaumræðunni og fleytir fólki stundum langt í prófkjörum.
Nú reynir á Sjálfstæðisfólk að tryggja endurnýjun á framboðslistum flokksins og veita þeim mönnum sérstaka athygli og brautargengi sem hvergi hafa hvikað frá grundvallargildum Sjálfstæðisflokksins um víðsýnan, frjálslyndan hægri flokk gegn spillingu en fyrir réttlátu framsæknu þjóðfélagi.
Jakob F. Ásgeirsson er sá frambjóðandi, sem hvað fremst hefur staðið í þeirri málefnabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn þarf öflugan málsvara sem þekkir vel grunngilda hugmyndafræðinnar, virðir þau og berst fyrir þeim. Hann þarf okkar stuðning til að sjónarmið hans fái aukið vægi í Sjálfstæðisflokknum
20.11.2012 | 07:34
Ögmundur kallar á Obama
Í ræðu á útifundi í gær kallaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á Obama Bandaríkjaforseta og sagði hann geta stöðvað átökin frá og á Gasa svæðinu. Gæti þetta verið rétt hjá Ögmundi? Væri svo hvers konar mann hafa þá Bandaríkjamenn nýlega endurkjörið sem stöðvar ekki átökin þegar í stað?
Obama hefur ekki beitt sér af neinni skynsemi til að vinna að lausn mála í þessum heimshluta. Skynsamlegra væri því að kalla á aðra en hann þó að liðveisla hans sé líkla nauðsynleg.
Egyptaland er fjölmennasta arabaríkið og hefur leikið mikið hlutverk í samskiptum og ófriði við Ísrael. Friðarsamningar milli Ísraels og Egypytalands árið 1979 ollu miklum straumhvörfum. Forseti andsins verkfræðiprófessorinn Morsi, sem tilheyrir múslimska bræðralaginu systursasmtökum Hamas sem stjórnar Gasa svæðinu. Mohammad Morsi ætti því að vera í lykilhlutverki til að vinna að friði.
Um helgina hittust Morsi, forsætisráðherra Tyrklands Recep Tayyip Erdogan og emírin frá Quatar. Þessir aðilar geta þvingað Hamas til að stöðva eldflaugaárásir á Ísrael. Hlutverk þeirra er orðið mikilvægara þar sem hefðbundnir vinir Hamas í Sýrlandi geta ekki lengur lagt þeim lið og Íran á í vaxandi erfiðleikum.
Nú reynir á Morsi að sýna hvað í honum býr. Mikilvægt er að koma í veg fyrir frekari átök og mikilvægt er að Gasa svæðið þetta stærsta fangelsi í heimi verði leyst úr þeirri ánauð sem íbúar svæðisins búa við að sjálfsögðu með því skilyrði að lifa í friði og sátt við nágranna sína. Sömu kröfu verður að sjálfsögðu líka að gera til Ísrael.
19.11.2012 | 20:07
Old enough to kill but not for voting
Á tímum stríðsins í Víetnam var herskyldualdur í USA 18 ár en kosningaaldur 20 ár. Það var gagnrýnt m.a. með ofangreindum orðum úr alþekktu ádeilukvæði frá þeim tíma. Svo fór að talið var eðlilegt að samræma aldursmörk í því landi og herskylda, atvkæðisréttur og fleira miðað við 18 ára aldur.
Lögræðislög kveða á um það hér á landi að fólk verði lögráða þ.e. sjálfráða og fjárráða 18 ára. Kosningaréttur er líka miðaður við sama aldur.
Nú hefur Árni Þór Sigurðsson alþingismaður lagt fram frumvarp til laga sem felur það í sér að ósjálfráða og ófjárráða unglingar fái kosningarétt 16 ára og rökstyður það m.a. með því að stjórnmálavitund unglinga muni aukast við það auk þess sem um siðferðilegan rétt unglinganna sé að ræða.
Þá má spyrja við hvaða aldursmark byrjar hinn siðferðilegi réttur unglinganna og má ekki með sama hætti rökstyðja það með sama hætti að stjórnmálavitun unglinga mun yngri en 16 ára muni að sama skapi aukast fái þau kosningarétt.
Sé það svo að það sé siðferðilegur réttur 16 ára unglinga að fá kosningarétt. Hafa þau þá ekki líka siðferðilegan rétt til að fá lögræði við sama aldursmark?
Er annars nokkur glóra í að færa kosningaréttinn niður í 16 ár og sé svo af hverju þá ekki 15.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 21
- Sl. sólarhring: 432
- Sl. viku: 4237
- Frá upphafi: 2449935
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 3948
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson