Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
28.2.2012 | 10:38
Orð þitt skal vera já já og nei nei og ekkert umfram það.
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson gekk í Framsóknarflokkinn fylgdi flokkurinn þeirri stefnu sem formaður hans orðaði, að stefna hans væri já já og nei nei og hann væri opinn í báða enda. Ólafur Ragnar hefur greinilega tileinkað sér þessa Framsóknarmennsku betur en nokkur annar fyrr eða síðar.
Í orðræðu sinni í gær á Bessastöðum þegar nokkrir vinir hans færðu honum undirskriftarlista stuðningsmanna, flutti Ólafur yfir þeim ræðu sem var efnislega þessi.
Ætti ég að gefa kost á mér til endurkjörs nei en þó er ég bundin þjóðinni þannig að ég verð að segja já en ég er búinn að segja að ég ætli ekki að gefa kost á mér og segi nei, en þó bíða mörg verkefni sem ég þarf að fást við sem hvetur mig til að segja já. Þannig að ég loka á þennan möguleika en opna samt á hann.
Að þessari sérstæðu ræðu lokinni vísaði Ólafur vinum sínum til óærði stofu, því nú þurfti hann að taka á móti þeim sem honum finnast skemmtilegastir af öllum "Fjölmiðlamenn".
Yfir fjölmiðlamönnunum flutti Ólafur ítrekað hina fyrri ræðu sem hefði mátt stytta svo sem um ræðir í hinni helgu bók þannig að Ólafur hefði getað sagt. Ræða mín er já já og nei nei og ekkert umfram það.
Framsóknarmaður allra alda er greinilega endurborin tvíefldur í Ólafi Ragnari Grímssyni. Enda Ólafur opinn í báða enda í þessu máli og ræða hans er já já og nei nei og ekkert umfram það.
28.2.2012 | 00:08
Af hverju Álfheiður og Steingrímur?
Geir Jón Þórisson fyrrum yfirlögregluþjónn hefði getað valið heppilegri tíma til að segja frá grunsemdum um að ákveðnir þingmenn hefðu verið í sambandi við mótmælendur þegar árásin á Alþingi var hörðust í lok janúar 2009. Nú eru liðin 3 ár frá því að þessir atburðir áttu sér stað og alvöru lögregluyfirvöld afgreiða svona alvarleg mál á nokkrum vikum eða mánuðum.
Mörgum finnst það rýra trúverðugleika frásagnar Geir Jóns að hann skuli fyrst lýsa yfir framboði til annars varaformanns Sjálfstæðisflokksins og koma nokkrum dögum síðar með þessar alvarlegu ásakanir. Ég efast þó ekkert um að Geir Jón geri þetta allt af heilindum og sannleikanum samkvæmt eins og annað.
Af þeim 63 þingmönnum sem sátu á Alþingi í lok janúar 2009 hafa 2 brugðist við og sagt ekki ég. Það eru þau Álfheiður Ingadóttir sem telur sig verða fyrir pólitísku einelti yfirlögregluþjónsins fyrrverandi og foringi hennar og leiðtogi Steingrímur J. Sigfússon. Bæði viðurkenna þó að hafa verið í sambandi við mótmælendur og fyrir liggur að unglingarnir þeirra tóku þátt í atlögunni að Alþingi af fullri hörku raunar ásamt fleiri afkvæmum forustumanna Vinstri Grænna.
Álfheiður segist vera með bréf upp á það að hún sé alsaklaus og Steingrímur J. segist að vísu hafa verið í sambandi við mótmælandann sinn, en aðeins til að vita hvort öryggi hans væri viðunandi.
Hvað svo sem þessum frásögnum og staðhæfingum þeirra Álfheiðar og Steingríms líður þá er óneitanlega sérkennilegt að sjá hvað þau telja mikilvægt að koma af sér sök í þessu máli.
Ekki vissi ég til að Geir Jón hefði nafngreint þau Steingrím eða Álfheiði. Hvað veldur því þá að þeim finnst svona mikilvægt að taka til varna áður en nokkur kæra hefur verið gefin út. Já og í hverju felst pólitíska eineltið sem Álfheiður er beitt? Felst það í að tala um að þingmenn hafi verið í sambandi við mótmælendur þegar árásin var hvað hörðust á Alþingi.
Óneitanlega athyglivert að þessir flokksbroddar Vinstri grænna skuli taka til varna með þeim hætti sem þau gera. Framganga þeirra að virtum öllum aðstæðum er ekki sérlega trúverðug.
17.2.2012 | 08:23
Höggið sem bankarnir urðu fyrir.
Umræðan um dóm Hæstaréttar og höggið á bankana hefur verið athygliverð og innantóm.
Haldið er fram að lánastofnanir verði fyrir höggi vegna niðurstöðu dóms Hæstaréttar um bann við að lánastofnanir geti endurreiknað vexti til hækkunar af þegar greiddum kröfum.
Hvað er þá um að ræða? Lántakandi greiðir greiðsluseðil lánastofnunar og málinu er lokið.
Nei lánastofnunin endurreiknar vexti greiddra ólögmætra gengisbundinna lána eftir vaxtadóm Hæstaréttar. Þær áskilja sér hærri vexti en þær áttu rétt á samkvæmt lánasamningnum og þær innheimtu hjá skuldurum samkvæmt honum.
Hæstaréttur segir að lánastofnanir geti ekki endurreiknað greidda vexti aftur á bak til hækkunar gagnvart neytendum. Með öðrum orðum verður lánastofnunin að sætta sig við þá greiðslu sem hún krafði og fékk greidda á sínum tíma.
Hvert er þá höggið sem lánastofnunin verður fyrir?
Að geta ekki innheimt ólögmæta viðbótarvexti af þegar greiddum kröfum.
Sá sem áskilur sér hærri þóknun eða greiðslu en honum ber, á ekki rétt á þeim. Þegar sá hinn sami fær þær ekki heldur það sem honum bar með réttu en ekkert umfram það. Þá verður sá hinn sami ekki fyrir höggi. Þess vegna verða lánastofnanir ekki fyrir höggi vegna dómsins. Lánastofnanir gerðu vitlausar kröfur sem þær verða að leiðrétta.
Eðlilegt að fjölmiðlar, Alþingi og lánastofnanir skuli vera upptekin við að reikna út það sem kallað er tap lánastofnana vegna dóms Hæstaréttar. Þrátt fyrir það að tapið sé ekkert, tjónið sé ekkert. Ekki frekar en það að menn vilji færa það inn í málnotkun að þjófur sem ætlar að stela epli en getur það ekki verði fyrir tapi vegna þess að honum tókst ekki að stela eplinu.
16.2.2012 | 13:40
Sýniþörf fullnægt.
Í gær féll dómur í Hæstarétti. Niðurstaðan var að lánveitandi gæti ekki krafið lántaka um viðbótargreiðslur vegna þegar greiddra vaxta aftur í tímann af gengisbundnum lánum. Jafnframt voru réttilega gagnrýnd ólög sem eru kennd við Árna Pál Árnason þáverandi viðskiptaráðherra.
Af rökstuðningi meiri hluta Hæstaréttar að dæma má ætla að lántakandi geti krafist viðbótarvaxtagreiðslna af ógreiddum vöxtum aftur í tímann.
Á Alþingi varð írafár strax og fréttist af dóminum. Þingmaður Hreyfingarinnar krafðist fundar í viðkomandi starfsnefnd nokkrum mínútum eftir að dómurinn var kveðinn upp. Sérstakar umræður eru á Alþingi í dag um dóminn.
Hvaða tilgangi þjónaði þetta? Í sjálfu sér ekki neinum öðrum en að opinbera sýniþörf þeirra sem að þessu standa. Hvað gerir Alþingi vegna þessa dóms?
Nú liggur fyrir að búið er að létta skuldum af þeim sem voru áhættusæknastir og tóku gengisbundin lán. Þarf þá ekki að skoða hvað á að gera fyrir þá sem voru varkárari og tóku verðtryggð lán. Gefur það ekki auga leið að það er ekki hægt að láta það fólk sitja uppi með Svarta Pétur?
Eina viðfangsefni Alþingis bæði fyrir og eftir dóm Hæstaréttar er í fyrsta lagi að afnema verðtrygginguna og í öðru lagi að færa niður höfuðstóla þeirra lána alla vega til jafns við niðurfærslu gengisbundnu lánanna.
13.2.2012 | 23:29
Vilja læknar flensa í Malakoff.
Áróður er nú hafinn fyrir því að ríkið fari með eignarrétt á líffærum fólks að því gengnu svo fremi fólk hafi ekki með sannanlegum hætti bannað ríkinu að flensa í sig og færa burtu endurnýtanleg líffæri.
Á sínum tíma gat fólk selt líkama sinn eftir dauðann eins og vísan fræga sem sungin var fyrir miðja síðustu öld um Malakoff segir frá. Þá var einn ógæfumaður talinn látinn og læknarnir biðu ekki boðanna og báru hann upp á spítala til að fara að flensa í hann. Þórður Malakoff var hins vegar ekki dauður og brást ókvæða við.
Einstaklingar eiga að geta ráðstafað líkama sínum eftir dauða sinn, en það er hættulegt ef það á að vera almenn regla að taka megi líffæri fólks til líffæragjafa ef það hefur ekki beinlínis bannað það. Áttar þetta góða og velviljaða fólk sem vill afnema samþykki einstaklingsins fyrir líffæragjöf sig ekki á því hvað slík regla getur verið hættuleg.
Við lifum á tímum þar sem auðvelt er að afla upplýsinga um einstaklinga. Tryggingafélög liggja með upplýsingar um heilsufar og margt fleira varðandi einstaklinginn og sjúkrastofnanir gera það líka og ýmsir fleiri. Hvað skyldu líffæri kosta á markaði ef um það væri að ræða? Hvaða hættu hefur það í för með sér að ævinlega megi taka líffæri fólks til ígræðslu í annan líkama ef það hefur ekki ótvírætt bannað það.
Það er alltaf hættulegt að víkja frá elstu mannréttindunum um að fólk ráði líkama sínum. Þess vegna verður sú meginregla að gilda að fólk geti sjálft gefið upplýst samþykki varðandi ráðstöfun líkamans og liffæra eftir dauðann. En það má aldrei taka rétt af fólki yfir ráðstöfun eigin likama lífs eða liðnum.
6.2.2012 | 09:05
1.1.2008
Kristján Þór Júlíusson skrifar góða og athygliverða grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann kröfu til þess að höfuðstóll verð- og gengistryggðra lána verði færður niður miðað við stöðu þeirra þ.1.1.2008.
Kristján rekur í grein sinni á rökfastan og gagnorðan hátt með hvaða hætti beri að framkvæma niðurfærsluna. Hann bendir á hvernig eigi að útfæra lækkunina, hvaða vexti skuli greiða og hvernig fara skuli með umframgreiðslur.
Kristján Þór gerir sér grein fyrir að stefna ríkisstjórnarinnar vegna vanda skuldsettra heimila er óréttlát og ósanngjörn.
Kristján Þór segir m.a. "Almenningi ofbýður þetta óréttlæti. Skuldsett heimili, sem vilja standa í skilum krefjast réttlætis og sanngirni í sinn garð,........ Að mínu mati eru bæði sterk sanngirnis- og réttlætisrök sem mæla með því að tekist verði á við þann hluta forsendubrestsins sem löggjafinn getur tekið beint á."
Kristján Þór stígur nú opinberlega fram og sýnir að hann hefur hafið þá vinnu sem Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fól þingflokknum. Sú vinna er að afnema verðtryggingu á neytendalánum og færa niður höfuðstóla þeirra lána. Kristján Þór á heiður skilinn fyrir þetta framlag sitt.
Verðtrygginguna verður að afnema strax Kristján Þór virðist gera sér glögga grein fyrir því.
Þeim mun fyrr sem þingflokkur Sjálfstæðisflokkurinn leggur allan sinn þunga í svipaða vinnu og þingmennirnir Kristján Þór og Guðlaugur Þór hafa hafið við að afnema verðtryggingu á neytendalánum og bakfæra höfuðstólana þeim mun fyrr nær þetta brýnasta réttlætismál í þjóðfélaginu fram að ganga.
4.2.2012 | 23:47
Tilraun til hvítþvottar?
Áttar fólk sig ekki á að skýrslan um lífeyrissjóðina var unnin fyrir þá á þeirra forsendum. Skýrslan greinir frá þekktum staðreyndum þó fólk hafi ekki áttað sig á hversu gríðarlegt tap þetta var. En þar sem skýrslan var unnin fyrir lífeyrissjóðina þá var það ekki verkefni nefndarinnar að sýna fram á bruðlið og sóðaskapinn.
1. Það er ekki sagt frá dýru boðsferðunum sem stjórnarmenn og starfsmenn lífeyrissjóða fóru í á vegum banka og útrásravíkinga.
2. Það er ekki sagt frá hagsmunaárekstrum nema ör örlítið
3. Það er ekki sagt frá bruðlinu í lífeyrissjóðunum.
4. Það er ekki sagt frá ofurlaununum sem stjórnendur lífeyrissjóðanna voru með.
Af hverju er ekki sagt frá þessu?
Af því að það var ekki verkefni nefndarinnar. Lífeyrissjóðirnir borga fyrir það að koma eins vel út og mögulegt er eftir að hafa tapað rúmum fjárlögum. Formaður lífeyrissjóðasambandið lýsti síðan ánægju sinni með störf nefndarinnar.
Mennirnir sem töpuðu 480 milljörðum halda því síðan fram að það megi ekki í neinu slaka varðandi verðtrygginguna. Þarf eitthvað að tala við þá meira um það?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 181
- Sl. sólarhring: 835
- Sl. viku: 4002
- Frá upphafi: 2427802
Annað
- Innlit í dag: 169
- Innlit sl. viku: 3705
- Gestir í dag: 167
- IP-tölur í dag: 164
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson