Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Sætt er sameiginlegt skipbrot.

Skoðanakönnun sem birt var í gær á RÚV sýnir að allir flokkar sem eiga menn á þingi í dag, tapa fylgi frá síðustu Alþingiskosningum ef raunverulegt fylgi er skoðað.

Stjórnmálaöflin sem ætla að bjóða fram við næstu kosningar bíða öll verulegt afhroð ef raunverulegar stuðningstölur eru skoðaðar. Sé fylgi flokkana reiknað miðað við þá sem gefa upp stuðning við þá eingöngu kemur í ljós eftirfarandi:

Sjálfstæðisflokkurinn fær tæp  25% Samfylkingin tæp 14% Framsókn tæp 10% Vinstri grænir tæp 9%

Samstaða 8% og Björt Framtíð 3%

Samkvæmt þessu tapa allir flokkar sem nú sitja á Alþingi fylgi frá því í síðustu kosningum. Hrap Samstöðu frá því í síðustu kosningum er gríðarlegt og þó mælist afleiðing ósættis og klofnings innan flokksins ekki í þessari könnun.

Þó tap ríkisstjórnarflokkana sé vissulega mikið, þá er niðurstaðan alvarleg fyrir stóru stjórnarandstöðuflokkana, sem virðast ekki ná tiltrú kjósenda þrátt fyrir óvinsældir ríkisstjórnarinnar.

Það er því engin sigurvegari í þessari skoðanakönnun.   Það gæti e.t.v. einhver sagt er ekki í lagi að tapa þegar allir tapa. 

Fyrir Sjálfstæðisflokkinn er það ekki ásættanlegt eftir að hafa fengið verstu úrslit í sögu sinni í síðustu Alþingiskosningum og vera í stjórnarandstöðu þar sem ein óvinsælasta ríkisstjórn lýðveldissögunnar situr.


Þar sem menn ganga uppréttir

Þegar þingsályktunartillagan, um að fallið yrði frá ákæru á hendur Geir H. Haarde, var tekin til afgreiðslu eftir fyrri umræðu á Alþingi lýsti Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður stuðningi við tillöguna.

Stuðning gat Sigmundur þó ekki veitt nema í orði, þar sem hann var á ferðalagi í Afríkuríkinu, Burkina Faso.

Nafnið Burkina Faso var tekið upp sem nafn landsins þegar frjálsræðis- og framfaraviðhorf sigruðu nýlenduhugsun og undirlægjuhátt. Nafnið Burkina Faso þýðir  "Þar sem menn ganga uppréttir".

Við atkvæðagreiðslu um fráfall ákæru á hendur Geir heyrðist allt í einu skrýtið hljóð frá Sigmundi Erni sem hætti við að ganga uppréttur.  Nú brá svo við að  Sigmundur Ernir greiddi atkvæði með frávísun tillögunar sem hann sagðist styðja.

Sennilega eru sinnaskipti Sigmunar Ernis í beinu samhengi við það að á þingflokksfundum Samfylkingarinnar hafa félagar hans sagt honum að það væri ekki til siðs í Samfylkingunni að menn gengju uppréttir. Þeir yrði að beygja sig undir okið hvort sem þeim líkað betur eða verr. Sigmundur Ernir hlýddi eins og vel upp alinn kjölturakki sem aldrei gengur uppréttur.

 Það gerðu líka þingmennirnir hugumstóru þeir Björgvin Sigurðsson, Árna Páli Árnasyni og Kristjáni L. Möller, sem treysta sér ekki heldur til að ganga uppréttir. 

Það er gott fyrir Jóhönnu að hafa hóp kjölturakka þegar hún þarf að smala köttum.


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 722
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband