Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
30.9.2012 | 18:01
Heimskautaísinn er ekki að bráðna.
Ísinn á suðurskautinu eykst en minnkar nokkuð á norðurskautinu. Heildar ísbreiða jarðarinnar hefur verið svipuð á jörðinni frá 1979. Þetta er staðreyndin. Heimsendaspámönnum hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum líka þær ekki.
Í september 2007 var ísinn á norðurskautinu minni en hann hafði verið nokkru sinni áður frá því að mælingar úr gervitunglum byrjuðu 1979. Þá voru settar fram spár um að ísinn á Norðurskauti mundi hverfa algjörlega yfir sumartímann, innan 5 ára eða 2011.
Þegar gervitungl NASA, bandarísku geimferðarstofnunarinnar, sýndu í síðasta mánuði að bráðnun þessa árs yrði meiri en metárið 2007 birtust sambærileg skrif og árið 2007. Fréttamiðlar eins og BBC og The Guardian stóðu heimsendavaktina ásamt Greenpeace og WWF að þessu sinni ásamt fleirum og sögðu að nú væri komið að því. Einn helsti trúboðinn Peter Wadhams prófessor sagði endalokin væru að gerast og mundu vera algjör um 2015 eða 2016.
Þegar sjórinn fór allt í einu að frjósa aftur þá sýndi NASA vídeó sem sýndi að sterkur hvirfilbylur í byrjun Ágúst s.l. hafði haft þessi áhrif á ísbreiðuna og ýtt gríðarlegu magni af ís inn á heitari sjó lengra í suðri með þeim afleiðingum að ísinn bráðnaði. Nasa sagði að þessi hvirfilbylur hefði leikið lykilhlutverk í því að metbráðnun var á ísnum á norðurskautinu
Hitamælingar NASA á yfirborðinu sýna að Norðurskautið var nokkru hlýrra upp úr 1930 en það hefur verið nokkru sinni síðan. Auk þess þá gleyma hitafræðingarnir í hræðsluáróðrinum alltaf að segja okkur frá því að pólísinn á hinum hluta jarðarinnar hefur náð metþykkt á undanförnum árum. Í síðustu viku var ísinn á Suðurskautinu örlítið frá því mesta sem hefur mælst.
Graf á vísinidablogginu Watts up with that http://wattsupwiththat.com/ sýnir að íssvæði og ísþykkt jarðar hefur verið nánast það sama síðustu 33 árin eða frá 1979 þó það þynnist stundum á einum stað jarðar en þykkni á hinum.
Við erum að tala um hnattræna hlýnun en ekki svæðisbundna ekki satt. (Byggt á grein Christopher Booker í the Daily Telegraph í dag)
28.9.2012 | 23:27
Dapurlegur asnagangur
Það er dapulegt að horfa upp á það að meiri hluti fjárlaganefndar Alþingis skuli haga sér eins og kjánar. Það er ekkert annað en asnaspark að ákveða að Ríkisendurskoðun skuli ekki fá sent fjáraukalög til umsagnar.
Almennt verklag nefnda á Alþingi er að senda mál til umsagnar öllum sem málið kann að varða. Hvernig sem því er á botninn hvolft þá skipta fjáraukalög Ríkisendurskoðun máli og það skiptir mál fyrir Alþingi að fá umsögn Ríkisendurskoðunar vilji fjárlaganenfnd sýna fagleg vinnubrögð.
Hvað ætlar meiri hluti fjárlaganefndar að vinna með þessu?
Svona asnaspark er einsdæmi í þingsögunni og vonandi verður það aldrei endurtekið.
27.9.2012 | 10:27
Verndarar sjálftökuliðsins.
Í október 2008 tókst á ótrúlegan hátt að taka yfir rekstur bankanna og tryggja almenningi bankaþjónustu. Skipaðar voru skilanefndir sem fengu það hlutverk að koma fram sem stjórnir í viðkomandi fyrirtækjum. Samið var við skilanefndarmenn um 16.000 króna tímagjald.
Jóhanna Sigurðardóttir og Kúbu-Gylfi Magnússon fordæmdu tímataxta skilanefnda í ársbyrjun 2009. Þóttust þau ætla að koma böndum á ofurlaun þeirra. Árangur Gylfa og Jóhönnu í þessu var ekki betri en í öðru sem þau hafa tekið sér fyrir hendur. Laun í skilanefndum og slitastjórnum lækkuðu ekki undir handleiðslu Gylfa og Jóhönnu. Þvert á móti hefur komið fram í fréttum að þau hafi fljótt hækkað um 120%. Þessu til viðbótar var sjálftökuliðinu heimilað að semja við eigin fyrirtæki um þjónustu við þrotabú gömlu bankanna sem þetta sama fólk stjórnar sem skilanefndarmenn.
Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki hafa skilanefndarmenn og slitastjórnarmenn stöðu stjórnarmanna - auk þess að vera opinberir sýslunarmenn. Stjórnarmenn í fjármálafyrirtækjum bera ákveðnar skyldur og Fjármálaeftirlitið, sem heyrði undir ráðuneyti Gylfa, og nú Steingríms J. hefur eftirlit með stjórnarmönnum fjármálafyrirtækja. Eftirlitsskylda Fjármálaeftirlitsins var síðan að nauðsynjalausu sérstaklega áréttuð með lögum nr. 78/2011 sem tóku gildi fyrir tæpu einu og hálfu ári.
Gylfi Magnússon og Jóhanna Sigurðardóttir gerðu ekkert til að fylgja eftir stóru orðunum frá 2009 ? Þau voru verndarar sjálftökunnar. Nú eru það Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sem eru verndarar sjálftökuliðsins. Undan þeirri ábyrgð getur Steingrímur J. ekki vikist þó hann fari ítrekað með fleipur um málið í fjölmiðlum af alkunnum orðhengilshætti. Annað hvort veit Steingrímur J ekki betur, en það sýnir þá vanhæfni hans, eða þá að hann stendur meðvitað með sjálftökuliðinu.
25.9.2012 | 09:38
Sjálftaka skilanefnda og aðgerðarleysi ráðherra.
Umræða um ofurlaun skilanefnda og slitastjórna föllnu bankanna kemur upp reglubundið. Í gær var upplýst um óheyrilegar greiðslur til tveggja aðila skilanefndar Glitnis. Þrátt fyrir umræður og athugasemdir hafa þeir aðilar ekki látið umræðuna um ofurlaunatökur sínar trufla sig heldur gengið stöðugt harðar fram í sjálftökum fyrir sjálf sig og sína.
Í janúar 2010 fyrir tveim og hálfu ári komu þessu mál fyrst til umræðu á Alþingi, þá fordæmdi Steingrímur J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra og Gylfi Magnússon þáverandi viðskiptaráðherra ofurlaun skila- og slitastjórna. Þessir ráðherrar hétu því að gera eitthvað í málinu til að koma böndum á ósómann.
Gylfi er horfinn á braut og gerði ekkert. Steingrímur J. Sigfússon situr enn sem valdamesti ráðherrann og gerir ekkert.
Það er ekki von á góðu í landi þar sem ráðamenn tala og tala um það sem þarf að gera en gera ekkert. Lofa að gera, en lyfta síðan ekki litlafingri til eins eða neins. Þess vegna vex spilling, sjálftaka og vonleysi.
24.9.2012 | 21:59
Loksins frábær fréttamennska.
Það er gaman að verða vitni að góðri, vandaðri og framsækinni fréttamennsku eins og í Kastljósi kvöldsins. Því miður gerist það allt of sjaldan en það er ekki þeim fréttamönnum að kenna sem unnu Kastljósþáttinn þar sem sýnt var fram á því miður hvernig stjórnsýslan, Ríkisendurskoðun og Alþingi bregðast hlutverki sínu.
Milljarðar streyma eftirlitslaust úr ríkiskassanum án þess að nokkur geri alvarlegar athugasemdir við það.
Á sama tíma er sagt frá því að topparnir í slitastjórn Glitnis taki ótrúlegar fjárhæðir í laun og aðrar greiðslur. Þeir Steingrímur J. Sigfússon og þáverandi viðskiptaráðherra Gylfi Magnússon gerðu sérstakar athugasemdir við sjálftöku slitastjórna í umræðum á Alþingi í ársbyrjun 2010. Af hverju gerðu þeir svo ekki neitt. Ég vildi á sínum tíma að það yrðu kosnar bankastjórnir í föllnu bankana en ekki slitastjórnir. En það þótti of dýrt.
Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sigurður Jakobsson fréttamenn á RÚV eiga heiður skilið fyrir vandaðan þátt og Helgi Seljan spurði beinskeyttra spurninga að vanda.
Væri ekki rétt að einhver þessara fréttamanna önnuðust um fréttir frá Alþingi.
23.9.2012 | 23:32
Þróunaraðstoð til Íslands frá Bretum og Evrópusambandinu?
Ísland fær þróunaraðstoð frá Bretum eftir því sem blaðið Daily Telegraph fullyrðir í dag.
Í skrifum blaðsins er flett ofan af því hvernig margir hafa orðið ríkir á því að berjast gegn fátækt. Þá segir blaðið frá sérkennilegum hlutum varðandi þróunaraðstoð Breta.
Blaðið segir að m.a. Ísland fái þróunarstyrki frá Bretum sem ætlaðir séu fátækustu ríkjum heims. Þá segir líka að Ísland, Tyrkland og Króatía fái sérstaka og gilda þróunarstyrki frá Evrópusambandinu.
Fréttirnar um þróunaraðstoð til Íslands í einu virtasta dagblaði Bretlands koma á óvart. Hvernig stendur á því að Ísland fær þróunaraðstoð sem ætluð er fátækustu ríkjum heims?
Væntanlega mun dugmikil og framsækin fréttastofa Ríkisútvarpsins upplýsa þjóðina um þessi mál m.a. hvaða styrkir þetta eru til hvers og hverjir njóti góðs af þeim. Spurning er þá hvort að einhverjir hér á landi falla í þann flokk, sem blaðið kallar "ríku baróna fátæktarhjálparinnar". Þá verður líka fróðlegt að fá að vita hvort við fáum meiri þróunaraðstoð en við veitum.
Það virðast vera margar matarholur hjá Jóhönnu og Steingrími og þeim finnst eðlilegt að taka við ölmusu að utan jafnvel þó hún sé ætluð þeim allra fátækustu í heiminum samkvæmt frétt blaðsins.
21.9.2012 | 17:22
Gott að eiga blaðafulltrúa á RÚV
Blaðafulltrúi Steingríms J. Sigfússonar hafði við hann tvö viðtöl í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í gær. Þar lýsti Steingrímur J. því yfir vegna ummæla þingmannanna Atla Gíslasonar og Jóns Bjarnasonar sem fólu í sér að hann væri í þjónustu stórútgerðarinnar, að þessi mál væri í sérstakri skoðun í ráðuneytinu. Steingrímur sagði að þau ákvæði sem voru í frumvarpsdrögum Jóns Bjarnasonar hefðu ekki verið nógu góð og þess vegna væri verið að vinna þau betur.
Trúir þessu nokkur maður?
En það er gott að hafa blaðafulltrúa á Ríkisútvarpinu sem auk þess er líka þingfréttaritari Ríkisútvarpsins til að hjálpa til alltaf þegar Steingrímur J. er beraður af því að gera eitt og segja annað. Sér í lagi er það gott þegar samþingmenn hans sem hafa lotið forustu hans halda því fram að Steingrímur gangi erinda stórútgerðarmanna.
Velferðarráðherrann Guðbjartur Hannesson er ekki svo lánsamur að eiga blaðafulltrúa á RÚV. Enda var hann tekinn og grillaður í Kastljósþætti í gærkvöldi. Alþjóð gerir sér því góða grein fyrir dómgreindar- og siðleysi Guðbjartar Hannessonar vegna launa mála ríkisforstjóra. Hann hélt að enginn mundi kjafta.
Það er munur að vera tungulipur "málsvari alþýðunnar" og hafa sérstakan blaðafulltrúa á RÚV eins og Steingrímur J. Sigfússon og komast upp með það að tala tungum tveim og jafnvel þrem og sverja af sér vondu málin. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, nýtur ekki sömu velferðar hjá RÚV.
20.9.2012 | 11:52
Vopn gegn Íslandi
Málflutningi í Icesave málinu er lokið. Nokkra athygli vakti að Per Christiansen norskur dómari skyldi víkja sæti vegna fyrri skrifa um ICESAVE en ekki íslenski dómarinn Páll Hreinsson. Raunar kemur ekki á óvart að Páll hafi ofurtrú á hlutlægni sinni. Nægir m.a. að benda á að Páll fór bæði með dómsvald í Hæstarétti og framkvæmdavald í stjórn Persónuverndar þrátt fyrir þrígreiningu ríkisvaldsins sbr. 2.gr. stjórnarskrár lýðsveldisins Íslands.
Í málflutningi fyrir EFTA dómstólnum vísuðu andstæðingar Íslands ítrekað til Rannsóknarskýrslu Alþingis. Minna var um djúpar lögfræðilegar skýringar og útlistanir á efni innstæðutilskipunarinnar sem málatilbúnaðurinn gegn Íslandi byggist á. Þessi málflutningur andstæðinga Íslands þarf ekki að koma á óvart, enda beint að stöðu eins dómarans.
Erlendu málflytjendurnir vita sjálfsagt ekki hversu gölluð Rannsóknarskýrslan er, en hún var skrifuð í stemningsstíl af fólki með fyrirfram mótaðar skoðanir. Skýrsluhöfundar fengu friðhelgi frá refsi- og bótaábyrgð vegna skrifanna sem nær þó ekki til síðari umfjöllunar enda hafa þeir forðast að tjá sig um efni hennar opinberlega eftir útgáfudag.
Sjálfsagt vita erlendu málflytjendurnir að Hæstiréttur Íslands telur skýrslu nefndar Páls Hreinssonar ekki sönnunargagn. Þeir vita sennilega líka að Hæstiréttur Íslands hefur staðfest að Rannsóknarnefndin hafði rangt fyrir sér um meginatriði í bankalöggjöf t.d. skilgreiningu á stórum áhættuskuldbindingum. Spurning er hins vegar hvort þeir vita að 1000 dögum eftir útgáfu Rannsóknarskýrslunnar hefur lítið frést af ákærum vegna þeirra augljósu lögbrota sem Rannsóknarnefnd Páls sagði að hefðu verið framin. Þá má draga í efa að erlendu málflytjendurnir hafi haft það frjótt ímyndunarafl eða verið það gjörkunnugir Rannsóknarskýrslunni að þeir hafi vitað að alþjóðlega fjármálakrísan væri afgreidd á þremur blaðsíðum í skýrslu Páls Hreinssonar eins og það kæmi bankahruni á Íslandi lítið við. Slík umfjöllun þætti kunnáttufólki í Evrópu og Bandaríkjunum gjörsamlega fráleit.
Hvað sem vitneskju eða þekkingu erlendu málflytjandanna leið um gildi eða gildisleysi Rannsóknarskýrslu Páls, þá sáu þeir tilvalið tækifæri til að beina orðum sínum beint til hans og vitna í verk hans í því skyni að vinna málið gegn Íslandi.
19.9.2012 | 11:51
Leyndarhyggjan
Skorin var upp herör gegn leyndarhyggjunni eins og það var kallað af Samfylkingunni og Vinstri grænum í lok árs 2008 og fram að kosningum 2009. Allt átti að vera opið og gagnsætt. Þáverandi stjórnvöld voru ranglega gagnrýnd harðlega fyrir að halda upplýsingum frá fólki.
Eftir þrjú ár í valdastóli hefur leyndarhyggjan aldrei verið meiri. Steingrímur J. ráðslagast með fjármálastofnanir eins og það væri hans einkamál og leggur hundrað milljarða króna reikning á fólkið í landinu. Jóhanna pukrast í ráðuneyti sínu á sama tíma og Ögmundur Jónasson tekur geðþóttaákvarðanir einn með sjálfum sér iðulega þvert á log og viðtekna stjórnsýsluhætti. Velferðarráðherra hækkar laun eins manns þvert á reglur í þeirri von að ekki komist upp um hann.
Loks kemur að Seðlabankanum þar sem leyndarhyggjan er algjör. Pukrast er við að skoða kreditkort fólks á síðkvöldum í fullkominni leyndarhyggju. Deutsche Bank og e.t.v. nokkrir aðrir stórir fá undanþágu frá gjaldeyrishöftunum í fullkominni leynd. Strákurinn Már vill ekki láta komast upp um sig. Farið er á svig við reglur um jafnræði þeirra sem vilja kaupa gjaldeyri fyrir íslenskar krónur auk annars .
Leyndarhyggjan hefur aldrei verið jafnmikil og núna. Eðlilega. Það er svo margt hjá ríkisstjórninni og stjórnvöldum sem starfa í skjóli hennar sem þolir ekki dagsbirtuna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2012 | 15:16
Staðinn að því að fara rangt með.
Atli Gíslason alþingismaður flytur mál sitt almennt af hófsemi. Grein hans í Morgunblaðinu í dag "Miskunnsami Samherjinn" ber þess merki. Samt sem áður er mikill þungi í grein Atla. Hann telur t.d. að Steingrímur J. Sigfússon sé pólitískur bandamaður stórfyrirtækja eins og Samherja.
Atli segir það ámælisvert "að atvinnuvegaráðherra sé hvað eftir annað staðinn að því að fara rangt með". Það heitir á almennu máli að segja ekki satt. Rakið er hvernig Steingrímur J. hafi komið í veg fyrir að ákvæði sem áttu að koma í veg fyrir krosseignatengsl í sjávarútvegsfyrirtækjum og aflaheimildir söfnuðust á fárra hendur næði fram að ganga með því að fella niður ákvæði sem flokksbróðir hans Jón Bjarnason hafi lagt til í sínu frumvarpi.
Atli bendir síðan á gott dæmi um þann skolla- og hráskinnaleik sem Steingrímur J. hefur jafnan í orðræðunni. Þannig sagði Steingrímur J. að "Brýnt væri að lögin(um stjórn fiskveiða) verði skýrð og skerpt svo að þau virki sem skyldi" þá fjallaði hann um nauðsyn þess að koma yrði í veg fyrir að aflaheimildir söfnuðust á fáar hendur. Skömmu áður hafði þessi sami Steingrímur J fellt niður ákvæði úr frumvarpi flokksbróður síns sem átti að tryggja að tekið yrði á þeim málum.
Það gildir betur um Steingrím J en nokkurn annan að gott er að hafa tungur tvær og tala hvort með sinni.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 183
- Sl. sólarhring: 837
- Sl. viku: 4004
- Frá upphafi: 2427804
Annað
- Innlit í dag: 171
- Innlit sl. viku: 3707
- Gestir í dag: 169
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson