Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2013

Skattar á neytendur

Vilhjálmur Bjarnason ţingmađur Sjálfstćđisflokksins greiddi atkvćđi gegn sérstökum skatti á bankanna og sagđi ađ hann vćri á móti ţessum skatti af ţví ađ ţetta vćri skattur á neytendur.

Ţađ er ánćgjulegt ađ ţingmađur sé á móti skattlagningu á ţeim forsendum ađ hún sé skattur á neytendur.  Ef til vill var ţó skatturinn á bankana ekki rétti vígvöllurinn í ţví sambandi. Ţeir skattar sem bitna hvađ ţyngst á neytendum eru auknar álögur ríkisins á neysluvörur. Ţá hćkkar vöruverđ og líka verđtryggđu lánin í kjölfariđ. Ef til vill má ţá búast viđ ţví ađ Vilhjálmur Bjarnason taki rösklega til hendinni eftir áramót og leggi fram tillögur um lćkkun  á sköttum á bensín, áfengi og tóbak svo nokkrar vörur séu nefndar ţar sem ríkiđ hefur endalaust veriđ ađ bćta viđ álögum.

Sá skattur sem er ţó alfariđ neytendaskattur er virđisaukaskatturinn sem fyrir löngu er komin upp fyrir öll skynsamleg hámörk. Ţađ er ţví mikiđ verk ađ vinna ađ lćkka skatta á neytendur.

En Vilhjálmur greiddi atkvćđi međ öllum neytendasköttunum sem bitna hvađ harđast á neytendum. En valdi ađ skýra andstöđu viđ bankaskattinn međ ţví ađ hann bitnađi sérstaklega á neytendum. Getur ţađ veriđ ađ bankaskatturinn bitni á neytendum umfram ađra skatta í ţjóđfélaginu?  


Hvar eru skuldleiđréttingarnar Sigmundur Davíđ?

Nefnd forsćtisráđherra um niđurfćrslu verđtryggđra skulda skilađi góđu áliti fyrir nokkru. En hvađ svo? Ekki neitt hefur veriđ gert.

Engin frumvörp hafa veriđ lögđ fyrir Alţingi til skuldaleiđréttingar í samrćmi viđ tillögur nefndarinnar. Alţingi verđur slitiđ í dag.  Slíkar tillögur koma ţá ekki fram á Alţingi fyrr en í fyrsta lagi í janúar 2014. Ekki er vitađ ađ veriđ sé ađ vinna lagafrumvörp í samrćmi viđ tillögur nefndarinnar.  Kćrkomiđ vćri ađ fá ađ vita ef svo er.  Eftir ţví sem ég kemst nćst ţá hefur ekkert veriđ gert í málinu síđan nefndin skilađi inn tillögum sínum.

Fólk bíđur eftir skuldaleiđréttingunni sem lofađ hefur veriđ. Međan beđiđ er og ekki er ljóst hvernig máliđ verđur endanlega afgreitt ríkir óvissa sem er skađleg fyrir ţjóđfélagiđ. Fólk frestar ţví ađ gera ráđstafanir sem líklegar eru til aukins hagvaxtar.

Enn hefur nefndin um verđtrygginguna ekki skilađ af sér.  Verđi verđtryggingin af neytendalánum ekki afnumin ţá munu hćkkanir verđtryggđra lána frá ţví ađ ríkisstjórnin var mynduđ og fram á mitt nćsta ár éta upp skuldaleiđréttinguna ađ mestu eđa öllu leyti nema ţađ sem fók tekur undan sjálfum sér í séreignasparnađinum. Verđi svo til hvers er ţá barist Steingrímur Davíđ og hvar er ţitt réttlćti.

Til ađ eyđa óvissu í ţjóđfélaginu bar brýna nauđsyn til ađ afgreiđa öll frumvörp varđandi skuldaleiđréttingu og afnám verđtryggingar fyrir áramót. Hver mánuđur er dýrmćtur. 

Frá orđum til athafna Sigmundur Davíđ og Bjarni Benediktsson. Strax og ţig kemur saman í janúar. Biđin er ţegar orđin allt of löng.  


Fólk eđa ferkílómetrar

Sá merki mađur Nelson Mandela er nýlátinn. Flestir eru í dag sammála um ţađ ţar sé genginn einn merkasti stjórnmálamađur á síđari hluta 20. aldar og byrjun ţeirrar 21.

Nelson Mandela barđist fyrir ţví ađ fólk fengi kosningarétt sem einstaklingar en ekki á grundvelli litarháttar, kynferđis eđa jarđeigna. Grunnurinn í hans baráttu var ađ allir ćttu ađ eiga jafnan kosningarétt ţannig ađ vćgi atkvćđanna vćri ţađ sama.  Vegna ţessarar afstöđu ţurfti Mandela ađ sitja í fangelsi stóran hluta bestu ćviára sinna.

Er ţađ nokkur í dag sem er ósammála ţví ađ ofangreind baráttumál Nelson Mandela um jafnt vćgi atkvćđa fólks sé grundvallaratriđi í lýđrćđislandi

Raunar er ţađ svo. Ţannig er atkvćđavćgiđ á Íslandi ennţá ójafnt og sum atkvćđi vega meira en helmingi meira en önnur. Enn ţann dag í dag er til fólk í ţessu landi sem afsakar ţađ ađ kjósendur njóti ekki jafnrćđis. Hvernig vćri nú ađ ţjóđin tćki sér Nelson Mandela til fyrirmyndar og gerđi ţćr breytingar á stjórnarskránni ađ vćgi allra atkvćđa vćri ţađ sama á Íslandsi óháđ búsetu, kynferđi eđa litarhćtti.

Vćri ţađ til of mikils mćlst. Eđa er atkvćđsirétturinn fyrir ferkílómetra en ekki fólk? 


Af ómissandi gróđastarfsemi

Samfélagsmiđillinn RÚV fćr nú daglega talsmenn sérhagsmuna, sem útlista fyrir okkur hvađ starfsemi ţeirra sé ómissandi. Hvađ mikill gróđi sé af starfseminni og hvílíkt ţjóđhagslegt tap ţađ vćri kćmi til ţess ađ skattgreiđendur borguđu minna til ţessara sérhagsmuna.

Einhvern veginn gengur ţetta ekki upp. Sé ţađ svo ađ starfsemin sé jafn gróđavćnleg og látiđ er í veđri vaka, af hverju ţarf ţá ađ styrkja hana af almannafé. Taka frá ţeim sem grćđa ekki eins mikiđ.  Ef hagnađur er eđa gróđavon hvađa ţörf er ţá á  ríkisstyrkjum?

Óneitanlega er ţađ athyglisvert ađ hlusta á ţau hugvitsamlegu rök sem hagsmunaađilar fćra fram fyrir ţví ađ geta veriđ áfram á beit í buddunni ţinni.

En burtséđ frá ţví af hverju dettur ríkisstjórninni ekki í hug ađ búa til alvöru utanríkisţjónustu og leggja niđur öll óţörf sendiráđ og ná međ ţví milljarđa sparnađi í stađ ţess ađ klípa milljón hér og hundrađ ţar. 

 


Hvađ ţá Katrín, Árni Páll og Steingrímur?

Skynsamlegar tillögur um niđurfćrslu höfuđstóla verđtryggđra lána ásamt öđrum ađgerđum sem ríkisstjórnin hefur bođađ er fyrsta almenna og vitrćna skuldaleiđréttingin frá Hruni.

Ţađ er aumkunarvert ađ sjá ráđherra í fyrrverandi ríkisstjórn ţau Steingrím J. Sigfússon, Katrínu Jakobsdóttur og Árna Pál Árnason  finna tillögunum allt til foráttu og vera međ úrtölur og nöldur. Ţau sátu í ríkisstjórn sem gerđi lítiđ annađ en eyđileggja fullnustukerfiđ og standa ađ  kostnađarsömum og ónýtum ađgerđum.

Viđ Hruniđ átti ađ taka verđtrygginguna úr sambandi. Ţó ţađ vćri ekki gert voru samt betri ađstćđur ţá og fyrstu árin á eftir en nú til ađ taka á forsendubrestinum. Ríkisstjórn  Jóhönnu Sigurđardóttur gerđi engar almennar skuldaleiđréttingar fyrir fólk sem átti eitthvađ í eignum sínum. Skömm ráđherranna sem sátu í ţeirri ríkisstjórn er mikil. Ţau ćttu ţví ađ einhenda sér í ţađ međ ríkisstjórninni ađ draga úr skađanum sem ţau ollu síđustu fjögur árin á fjárhagsstöđu heimilanna í landinu.

Ađ sjálfsögđu kosta skuldaleiđréttingar. Ríkissjóđur greiđir stóran hluta af ţví vegna seinagangsins á ađ taka á málinu. Eđlilegast hefđi veriđ ađ ţeir sem fengu óréttmćtan ávinning vegna ranglátrar verđtryggingar hefđu greitt ţann kostnađ, en ţví verđur ekki viđkomiđ svo löngu síđar. Aftur rekum viđ okkur á ţá hrćđilegu arfleifđ sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur skilur eftir sig. 

Ţau Steingrímur, Árni Páll og Katrín Jakobs hamast nú gegn tillögum ríkisstjórnarinnar. En hvar eru ţeirra úrrćđi? Eru ţau til? Ef svo er ţá er eđlilegt ađ ţau segi fólkinu í landinu frá ţeim tillögum.

Svo er ađ afnema verđtryggingu á neytendalánum. Ţađ ţolir enga bođ. 


Skuldaniđurfćrsla og réttlćti.

Tillögur um niđurfćrslu verđtryggđra húsnćđislána, sem forsćtis- og fjármálaráđherra kynntu á laugardaginn eru góđra gjalda verđar svo langt sem ţćr ná.  Faglega eru tillögurnar vel unnar af sérfrćđingahópnum. Erfitt er ađ ná fram réttlćti mörg ár aftur í tímann og framhjá ţeirri stađreynd verđur ekki gengiđ.

Niđurfćrsla höfuđstóla verđtryggđra lána sem samsvarar verđbótum umfram 4.8% frá desember 2007 til ágúst 2010 skiptir mestu. Ţar er ţó ekki nóg ađ gert til ađ ná fram réttlćti. Á ţessu tímabili voru engar almennar hćkkanir eđa virđisauki hér á landi, en hćkkun verđtryggđra lána var vegna kyrrstöđuverđbólgu. Niđurfćrsla allra verđbótanna á ţessum tíma hefđi ţví veriđ réttlát en ţví miđur óframkvćmanleg svo mörgum árum síđar.

Ţađ mátti öllum vera ljóst ţegar Hruniđ varđ, ađ ţađ varđ ađ taka verđtrygginguna úr sambandi til ađ alls réttlćtis yrđi gćtt. Ţađ réttlćti vildu ţau Jóhanna Sigurđardóttir, Gylfi Arnbjörnsson og ýmsir forustumenn í fjármálakerfinu ekki heyra minnst á. Búsáhaldabyltingin kom síđan í veg fyrir skynsamlegar ađgerđir á ţeim tíma. Ábyrgđa ţeirra ađila sem ţar stóđu svo illa ađ verki er ţví mikil.

Kyrrstöđustjórn Jóhönnu Sigurđardóttur gerđi ekki neitt nema ađ fresta fullnustuađgerđum og bjóđa upp á ađgerđir sem höfđu enga ţýđingu nema  ađ fresta vandanum. Lagđir voru milljarđar í tilgangslítiđ embćtti umbođsmanns skuldara og gallađa greiđsluađlögun. Ţćr ađgerđir voru mislukkađar og hafa engu skilađ nema samfélagslegum útgjöldum og brostnum vonum.  Óneitanlega er ömurlegt ađ hlusta nú á forustufólk Samfylkingar og Vinstri grćnna vandrćđast međ fyrstu raunhćfu tillögurnar í skuldamálum heimilanna sem fram hafa komiđ frá Hruni.

Kosturinn viđ tillögur ríkisstjórnarinnar nú eru ađ ţćr taka til venjulegs fólks sem var ađ fjárfesta í fasteignum og vill standa í skilum og hefur burđi til ađ gera ţađ svo fremi ástandiđ í ţjóđfélaginu versni ekki. Leiđrétting verđtryggđu lánanna og skattleysi séreignalífeyrissparnađar eru góđ nálgun. 

 


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 111
  • Sl. sólarhring: 1287
  • Sl. viku: 5253
  • Frá upphafi: 2469637

Annađ

  • Innlit í dag: 101
  • Innlit sl. viku: 4809
  • Gestir í dag: 101
  • IP-tölur í dag: 101

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband